Morgunblaðið - 25.03.1990, Side 13
0H(
íOM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUÐAGUR 25. -MARZ 1-990
u
Sigríður Ingvarsdóttir formaður
Barnaverndarráðs segir að ráðið
afli sér nú m.a. upplýsinga um til-
högun þessara mála í öðrum lönd-
um. „Þetta álit segir að aðilar máls
eigi ríkan aðgang að gögnunum.
Dómsmáiaráðuneytið sem er úr-
skurðaraðili hlýtur því að þurfa að
veita aðilanum rúman rétt. Það
bindur því hendur barnaverndar-
yfirvalda meira sem hafa hins
vegar þá skyldu að bregðast ekki
trúnaði og gæta þagnarskyldu
samkvæmt barnaverndarlögunum."
Sigríður segir jafnframt aðspurð
að vissulega hljóti Barnaverndarráð
að hlíta beiðni æðra stjórnvalds í
þessum efnum. „Við myndum að
sjálfsögðu hlíta ákvörðun mennta-
málaráðuneytisins sem fer með
yfirstjórn þessara mála. Gagnvart
dómsmálaráðuneytinu erum við
einungis sérfræðingar og um-
sagnaraðili í málefnum barna,“
segir Sigríður.
Þetta mál er ef til vill eitt dæmi
um nauðsyn á stjórnsýslulögum og
lögum um upplýsingaskyldu stjórn-
valda, en hér á landi hafa ekki
DÆMI
úr málabunkanum
AF HEILDARLAUNA-
GREIÐSLUM manns var
haldið eftir samtals
79,28% til greiðslu barns-
meðlaga og staðgreiðslu
skatta. Umboðsmaður var
þeirrar skoðunar, að með
hliðsjón af lagastefnu sem
fram kæmi í tilgreindum
lögum, hefði átt að haga
innheimtu meðlaga að
kröfu Innheimtustofnunar
sveitarfélaga þannig, að
kaupgreiðandi héldi ekki
eftir meira en samtals 75%
af heildarlaunagreiðslu til
lúkningar meðlagi, útsvari,
tekjuskatti og eignarskatti.
Umboðsmaður tók undir
þá skoðun félagsmáláráðu-
neytisins, að ástæða væri
til að setja ákvæði í lög
eða reglugerð um Inn-
heimtustofnun um hámark
þess hluta launa, sem
kaupgreiðanda væri skylt
að halda eftir af launum
til greiðslu meðlaga. Enn-
fremur taldi umboðsmaður
til greina koma að fela
Innheimtustofnun að
ákveða fjárhæðir í einstök-
um tilvikum á grundvelli
sérstakra tilgreindra sjón-
armiða, sem þó tækju mið
af hámarkinu. Ákvæði af
þessu tagi taldi umboðs-
maður betur til þess fallin
að tryggja jafnræði í stjórn-
sýslu og réttindi einstakl-
inga en óheft mat stjórn-
valda.
verið sett lög, sem geyma almennar
reglur um málsmeðferð í stjórnsýsl-
unni. Slík lög er hins vegar í gildi
á hinum Norðurlöndunum. Þegar
frumvarp til laga um umboðsmann
var lagt fram á þingi 1986-1987
var samhliða lagt fram fmmvarp
til stjórnsýslulaga. Það náði hins
vegar ekki fram að ganga, þrátt
fyrir að allir þeir sem höfðu kynnt
sér málið ítarlega teldu nauðsynlegt
að slík lög tækju gildi samtímis.
Fyrir áramót ritaði umboðsmaður
Alþingis bréf til forsætisráðherra
þar sem sem hann hvetur til þess
að frumvarp til stjórnsýslulaga
verði á ný lagt fyrir Alþingi. í
svarbréfi upplýsti forsætisráðherra
að nefnd á hans vegum ynni að
gerð frumvarpa að stjórnsýslulög-
um og lögum um upplýsingaskyldu
stjórnvalda.
Jón Sveinsson, aðstoðarmaður
forsætisráðherra, er formaður
nefndarinnar. Nefndin var skipuð í
fyrravor, og hafði þá einnig það
hlutverk að endurskoða stjórnar-
ráðslögin og fór tími hennar í þau
fram til síðustu áramóta. „Við höf-
um síðan verið að skoða þetta
síðustu vikur og mánuði og von-
umst til að geta sýnt einhver drög
fljótlega. En það er of snemmt að
segja til um það,“ segir Jón Sveins-
son.
Nefndin stefnir að því að leggja
drög fram í apríl og taka síðan
málið aftur upp næsta haust með
það að markmiði að lög öðlist gildi
um næstu áramót, eða um vorið
1991. Eins og gefur að skilja
myndu lögin fela í sér reglur um
aðgang almennings að gögnum sem
eru til varðveislu hjá stjórnsýsl-
unni, bæði hjá ríki og sveitarfélög-
um, og hugsanlega fyrirtækjum í
eigu þessara aðila. Þarna yrðu
ennfremur til staðar meginreglur
um málsmeðferð og ýmsar vanhæf-
isreglur. Nú eru engar reglur til
um þetta, þótt búið sé að lögfesta
í öllum nágrannalöndunum.
Umboðsmanni tekið
hátíðlega
Einn þeirra sem fylgst hafa með
fyrstu sporum umboðsmanns Al-
þingis er Hans Gammeltoft-Hans-
en, umboðsmaður danska Þjóð-
þingsins. Danska fyrirkomulagið
var mjög haft til hliðsjónar þegar
starf umboðsmanns var lögfest hér
á landi. „Eg ber mikla virðingu
fyrir Gauki Jörundssyni, bæði
vegna hans miklu faglegu þekking-
ar og ekki síður vegna mannkosta
hans. Hann hefur mjög víðtæka
reynslu og gagnlega eftir störf hjá
Mannréttindanefnd Evrópu í
Strassburg. Slík reynsla er mjög
sérstök og mikilvæg fyrir umboðs-
mann á Norðurlöndum," segir
Gammeltoft-Hansen um starfsfé-
laga sinn á íslandi.
Viðmælendur Morgunblaðsins í
stjórnsýslunni eru flestir sammála
þeim dómi sem danski umboðsmað-
urinn kveður upp um hæfni Gauks
Jörundssonar umboðsmanns Al-
þingis. Jafnvel þeir sem þráast hafa
við að veita umboðsmanni greinar-
góðar upplýsingar eru ekki tilbúnir
að koma fram og gagnrýna hann.
Ónefndur embættismaður segir að
skýringin á tregðunni sé ósköp
einföld; að embættismenn hafi tekið
umboðsmanni alltof hátíðlega í
fyrstu og talið þörf á doktorsrit-
gerðum í hvert skipti sem hann
óskaði eftir upplýsingum, smáum
eða stórum. Þetta er að breytast,
segir hann, nú eru menn farnir að
venjast umboðsmanni. í ljósi þess
verður á endanum miklu auðveldara
að bæta stjórnsýsluna og losna
þannig við athugasemdir umboðs-
manns Alþingis.
VEIÐIFERÐ TIL SKOTLANDS
(PÁSKAFERÐ)
Velja má um laxveiði, silungsveiði eða flugukast-
námskeið við ána Tweed. Gott veiðihótel og frá-
bært umhverfi. Brottför 10. apríl. Keflavík - Glas-
gow Heimkoma 17. apríl.
Takmarkað sætaframboð.
Fararstjóri: Guðmundur Guðjónsson.
Verð: frá kr. 55.500,-
FLUG OG LAX
FLUGLEIÐIR
kréáær æ
Haínorstntíi 2 - Síml 62-30-20 J
TILBOÐ OSKAST
i Ford Bronco II XLT4x4 árgerð '87 (ekinn 44 þús. mílur),
Plymouth Turismo árgerð '85, og aðrar bifreiðar,
erverða sýndará Grensásvegi 9 þriðjudaginn 27. mars kl. 12-15
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.00.
Sala varnarliðseigna.
iii
isWÍseMafe^riiSU>ma«ar
Guðmunösso ^s\and\. TV°
virtov'etóstoð .ort0g
ViuodruðUW^ ^vnstöKóóK.
sKýriugarmyuo'
■
söaurnar eftir
’an?nneHróð\eg°& ||
TesS
,bar.M6»^|Ssl
asss«— -_________________________
íUU8»ver cunnarsson 2.480,-
jvctóureWrG ... 3.103.-
3.103,-
»eigur eftiv G^J\d6r Laxncss
"“„.WÍH*""
..^
•ssA-rr:
——
2.211.-
Fenmngargjafimar í ár!
VAKátS.
HELGAFELL
Síðumúla 29
Síml 688 300