Morgunblaðið - 25.03.1990, Page 17

Morgunblaðið - 25.03.1990, Page 17
MORGUNBLADIÐ SUNNUDAGUK 25,-1^^/1990 a 17 ÞORBERGUR \»\I S I i:i\SSO\. VEROWOI IA\OSIiOSÞJAIJ ARII IIWOKWTTLEIK Ákveóiiui en óþolin- IIIÓÓIII' Stella Stefánsdótt- ir, móðir Þorbergs. „Hann varvinmargurog alltaf eitthvað að gerast í kringum hann. En eitt áttu vinirnir allir sameiginlegt; þeir voru Víkingar og allt snerist um Víking og íþrótt- ir." leikmaður og er, að mínu mati, alltof skotglaður en það er víst ekki nýtt vandamál hjá honum. En ég held að hann sé einmitt rétti maðurinn fyrir íslenska landsliðið og geti kennt því að leika með hjartanu.“ Þorbergur hefur ekki mikla reynslu sem þjálfari, tvö ár hjá Saab, eitt ár hjá Þór Vestmanna- eyjum og nokkur ár með yngri flokka Víkings. En reynsla hans sem leikmaður, með félagsliðum og landsliðinu, ætti að bæta það upp. „Reynsla sem þjálfari er ekki allt og sumir telja hana ekki skipta nokkru máli. Ef þjálfarinn skilur íþróttina, hefur áhuga og metnað, og er vel menntaður, ætti hann að geta náð árangri,“ segir þjálfari sænska landsliðs- ins. „Það er stutt í strákinn í hon- um en hann er mjög ábyggilegur þegar í alvöruna kemur,“ segir Þorbjöm Jensson, þjálfari Vals, en hann lék með Þorbergi í lands- liðinu í mörg ár og deildi með honum herbergi á landsliðsferð- um. „Við vorum saman í Svíþjóð og héldum þá góðu sambandi og hringdum eftir leiki. Ég vissi allt- af hvenær honum hafði gengið vel því þá byrjaði hann samtalið Viggó Sigurðsson, félagi Þorbergs í Víkingi og lands- liðinu. „Hann erfarinn að bleikjast örlítið og má víð því enda var hann býsna róttækur. Ég held að það sé gott og bendi bara til aukins þroska og að Svíþjóðardvölin hafi haft eitthvað uppá sig." á, jæja hvað heldurðu að sá gamli hafi gert mörg í dag?“ Þegar ilia gekk bar hinsvegar minna á hon- um.“ Þorbergur hefur mikinn áhuga á stjómmálum og margir segja að hann stefni leynt og ljóst að því að fara í framboð. Hann er flokksbundinn í Sjálfstæðis- flokknum og hefur þótt mjög hægrisinnaður. „Hann er á kafí í pólitík og hefur gífurlegan áhuga. Jafnvel svo mikinn að hann þykist stundum vera eld- heitur kommúnisti, bara til að koma umræðum af stað,“ segir Erna. í námi sínu í Svíþjóð hefur hann kynnt sér nútíma stjóm- kerfi og uppbyggingu kerfisins í Svíþjóð. „Hann er ekki ýkja hrif- inn af því enda stríðir það gegn lífsskoðun hans; að menn eigi að bjarga sér. Honum finnst Svíar gera of lítið til að bjarga sér og reiða sig of mikið á sósíalinn,“ segir Þorbjörn Jensson en hann lék í Svíþjóð, á sama tíma og Þorbergur. Erna, eiginkona Þorbergs, segir að honum hafí gengið illa að sætta sig við hve allt tók lang- an tíma í Svíþjóð. „Það fór í taug- arnar á honum hve rólegir Svíar Teikning/Pétur Halldórsson Erna Valbergs- dóttir, eiginkona Þorbergs. „Hann er á kafi í pólitík og hefurgífurlegan áhuga. Jafnvel svo mikinn að hann þykist stundum vera eld- heitur kommúnisti, bara til að koma umræðum af stað." voru og fyrstu tvö árin átti hann bágt með að skilja þetta. En smám saman sættum við okkur við þetta og núna emm við kom- in á sænska hraðann," segir Ema. Flestir eru á því að Þorbergur hafí mýkst örlítið í pólitískum skoðunum sínum. „Hann er far- inn að bleikjast örlítið og má við því enda var hann býsna róttæk- ur. Ég held að það sé gott og bendi bara til aukins þroska og að Svíþjóðardvölin hafí haft eitt- hvað uppá sig,“ segir Viggó Sig- urðsson, félagi Þorbergs úr hand- boltanum. Aðstoðarmaður Þorbergs við þjálfun landsliðsins verður Einar Þorvarðarson sem staðið hefur í íslenska markinu undanfarin ár. „Það er alltaf mikið fjör í kring- um Begga. Hann hefur ákveðnar skoðanir og hefur hátt ef menn eru ekki sammála honum. Hann er ákveðinn og sjálfsömggur og hikar ekki við að taka af skar- ið,“ segir Einar. „Helsti galli hans er hve gott honum þykir að borða,“ bætir Einar við hlæj- andi en á ferðum með landsiiðinu rökræða þeir félagar fram og aftur um það hvor þeirra sé þyngri. ÞEIR SEM þekkja Þorberg Aðalsteinsson, næsta þjálfara íslenska landsliðsins í handknattleik, segja að hann sé einhver besti vinur sem hægt sé að hugsa sér. Mikill húmoristi og góð- ur félagi. En um leið segja þeir að hann hafí í sér þá hörku sem þarf til að standa undir þessu erfíða og umdeilda starfi og láti ekki vaða yfír sig. Viljastyrk hafí hann í ríkum mæli en gæti hugsanlega brennt sig á óþolinmæði. Að stjórna lands- liðinu í handbolta er langt frá því að vera auðvelt og líklega er leit að umdeildara starfí enda mætti stundum halda að á íslandi væru 250 þúsund handboltasérfræðingar en einn vitleys- ingur sem sljórnar landsliðinu. orbergur er kvæntur Emu M. Valbergs- dóttur og saman eiga þau tvö börn, Aðalstein, 14 ára, og Sonju sem er 7 ára. Hann fæddist 6. maí 1956 í Reykjavík og ólst upp við Grens- ásveginn. Hann er sonur hjón- anna Aðalsteins J. Þorbergsson- ar, pípulagningameistara, og Stellu Stefánsdóttur, húsmóður. Eftir hefðbundna skólagöngu í Breiðagerðis- og Réttarholts- skóla, fór hann í matsveinaskól- ann og lauk þaðan matsveins- prófí. Hann fékk svo meistara- bréfíð 1977. „Hann var vinmargur og alltaf eitthvað að gerast í kringum hann. En eitt áttu vinimir allir sameiginlegt; þeir vom Víkingar og allt snerist um Víking og íþróttir," segir Stella Stefáns- dóttir, móðir Þorbergs. Hann er elstur þriggja bræðra, en hinir tveir, Aðalsteinn og Stefán, leika báðir knattspymu með Víkingi. Aðalsteinn, faðir Þorbergs, fýlgdi hinsvegar Val að málum og lék reyndar með lið- inu á árum áður. „Það var ekki lítið rifist um Val og Víking og liðin unnu og töpuðu á víxl. En Aðalsteinn stóð alltaf við bakið á strákunum og með ámnum hefur hann orðið engu minni Víkingur en þeir,“ segir Stella. Þorbergur var sextán ára er hann kynntist Emu. „Ég var fjórtán ára og féll fyrir honum, síðhærðum töffara í leðuijakka," segir Ema. Hún segist eiga erf- itt með að lýsa manni sínum: „Hann hefur mikinn viljastyrk og mér fmnst hann þolinmóður þó aðrir eigi erfítt með að sjá það. En hann getur líka verið þijóskur og ef liann hefur sagt eitthvað þá bakkar hann ekki með það, jafnvel þó það sé rangt.“ Arið 1978, er Þorbergur hafði leikið með meistaraflokki Víkings í fjögur ár, fékk hann tilboð frá vestur-þýska liðinu Göppingen og lék með því næstu tvö ár. Honum gekk þó ekki vel því um áramótin sleit hann liðbönd og gat því lítið leikið með liðinu. Hann ákvað því að snúa heim og fara aftur í Víking en þar hafði pólskur þjálfari að nafni Bogdan Kowalczyk tekið við þjálfun liðsins. Næstu fjögur ár með Víkingi vom nánast samfelld sigurganga, Liðið varð íslandsmeistari öll ár- in, tapaði ekki leik í deildinni í tvö ár, og náði mjög góðum ár- angri í Evrópukeppninni. A þessum árum starfaði Þor- bergur sem matreiðslumaður í mötuneyti aldraðra við Dalbraut en 1984 söðlaði hann um og flutt- ist til Vestmannaeyja. Þar tók hann við liði Þórs og kom því úr annarri deild í þá fyrstu. Hann stoppaði þó ekki lengi í Eyjum og fór aftur í Víking næsta vetur. „Hann er iífsgiaður og hress og það var alltaf gott að spila með honum enda hægt að reiða sig á hann undir pressu," segir Viggó Sigurðsson, félagi hans úr Víkingi og landsliðinu. „Hann er stundum svolítið fljótfær og óþolinmóður en ég hef mikla trú á honum sem landsliðsþjálfara,“ segir Viggó. Ólafur Jónsson, sem lék með Þorbergi í Víkingi og landsliðinu, segir Þorberg mjög ákveðinn og fylginn sér. „Hann eflist við mót- lætið og það hef- ur komið sér vel í gegnum árin og er mikilvæg- ur eiginleiki hjá þjálfara," segir Olafur. „Hann hefur góðan og sterkan karakter og getur verið ákveðinn ef þess gerist þörf.“ Sumarið 1985 ákvað Þorberg- ur að fara til Svíþjóðar í nám í hagfræði og stjómmálum. Sam- hliða því lék hann með Saab og þjálfaði einnig liðið fyrstu tvö árin. Þorbergur kom liðinu upp í úrvalsdeildina en það féll niður aftur næsta ár. Eftir það ákvað hann að einbeita sér að spila- mennskunni enda tók þjálfunin mikinn tíma frá náminu. Hann hélt þó áfram þjálfaranámi og var boðið að læra við þjálfarahá- skóla sænska handknattleiks- sambandsins og er fyrsti íslend- ingurinn sem lýkur námi úr skó- lanum. Þjálfari sænsku heimsmeistar- anna í handknattleik, Bengt Jo- hansson, segist hafa mikið álit á Þorbergi. „Hann er íslendingur og bara þess vegna hefur hann mikið fram yfir erlenda þjálfara. Auk þess er góður andi í kringum hann og það sem ég hef heyrt frá Saab er allt á þá leið að hann sé góður félagi og mikilvægur fyrir liðið,“ segir Johansson. „Hann hefur vissulega galla sem MANWSIVIYNP eftir Loga Bergmann Eiðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.