Morgunblaðið - 25.03.1990, Síða 38

Morgunblaðið - 25.03.1990, Síða 38
* 'TMnfffg’MiIT'g- JMUTTÍlflJ I \|JA3 7,1 qi MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM sunnudagur 25.' MARZ 1990 KARLAR „The Big Guys“ Vissuð þið það, sem ég veit núna? Að það eru engar símaskrár í Sovétrikjunum? — Þetta getur auðvitað verið mjög bagalegt, einkum þegar um mik- ilvæg símtöl er að ræða. — Segjum sem svo, að eitt- hvert okkar þyrfti nauðsyn- lega að ná sam- bandi við Gorb- atsjov forseta. Við gætum t.d. þurft að biðja hann að gera okkur smágreiða, eða þá að gefa honum góð ráð, eða þá að skamma hann. (Gorbatsjov er auðvitað valdasjúkur framapot- ari, sem á ekkert gott skilið, læt- ur fyrirtækin fjúka, hyggst hækka skattana.) Við gætum þurft að segja honum til synd- anna. (Hann skal ekki halda, að við ætlum að styðja svona skúrka til metorða.) En, ónei, við náum ekki sambandi. Það tekur heilan sólarhring, jafnvel þó að við hringjum eftir miðnætti, þegar þeir eru hættir að telja skrefin, eða á laugardagskvöldum, þegar skrifstofum er lokað. Og eftir heilan sólarhring er ekkert líklegra en að eldmóðurinn sé runninn af okkur, og við höfum löngu gleymt erindinu. En hugsið ykkur. Bush hefur ekkert betri aðgang að Gorba en við. Hann verður lika að biða timunum saman. CIA hafði til skamms tíma skrá með síma- númerum æðstu manna, en það er fyrir bí. Þeir voru farnir að hringja i Gorbatsjov alla leið frá Litháen með dónalegar yfirlýs- ingar og morðhótanir næstum daglega. Þá var ákveðið, að for- setinn skyldi fá leyninúmer. En þeir segja, að það sé líka önnur ástæða fyrir því að Bush nær ekki sambandi við Gorbatsjov. Hún varðar siðareglur diplóma- tíunnar, og er auðvitað aukaat- riði, en þó. Einkaritari Bush veit- ir honum ekki leyfi, samkvæmt prótókól, að taka upp tólið fyrr en Gorbatsjov er kominn í símann. Einkaritari Gorbatsjovs leyfir honum hins vegar ekki að taka upp tólið fyrr en Bush er kominn i símann. Og það er óhugsandi að þeir komi báðir í símann samtímis. Þetta getur auðvitað orðið býsna snúið, ég tala nú ekki um, ef byijað yrði að skjóta fyrst. Flugskeyti er þó ekki nema tuttugu minútur á leiðinni. Og það er annað. Alltaf þegar Bush loksins nær sam- bandi og spyr eftir Gorbatsjov, er honum sagt, að hann sé á fundi. Og þegar Gorbatsjov spyr eftir Bush er honum líka sagt, að hann sé á fundi. Og það liggur í augum uppi, að það er mjög ólik- legt, að svona súpervaldamenn séu ekki a fundi, þegar spurt er eftir þeim. — Nú spyrja menn eflaust, af hverju hafa mennirnir ekki símsvara? Jú, svarið við því er, að Gorbatsjov er reyndar ný- búinn að fá sér símsvara. Það gerðist um daginn, þegar menn fóru að spara i Kreml og sögðu símadömunni upp. Hins vegar er bara hægt að koma fyrir þijátíu sekúndna skilaboðum. og það dugar engan veginn Bush Bandaríkjaforseta. Hvað um farsíma? Ég held, að Gorbatsjov sé of varkár til þess að fara að tjá sig t.d. um minnk- andi herafla í Evrópu í farsima. Öi: þjóðin gæti legið á hleri. Líklega verður þjófabjalla síðasta úrræðið, því að það er ótækt, að Bush og Gorbi nái ekki saman. Mér datt þetta allt svona í hug, þegar ég lá andvaka á laug- ardagsnóttina eftir stöðugar hringingar frá mönnum (og kon- um reyndar líka), sem vildu gefa góð ráð eða skeyta skapi sinu á sofandi fólki. eftir Bryndísí Schram Morgunblaðið/hb Nokkrir af kennurum Kramhússins, f.v. Elísabet Guðmundsdóttir, Ag- nes Kristjánsdóttir, Sigríður Eyþórsdóttir (sem rétt sést), Sylvia von Kospoth, Hannu Hadya og Hafdís Arnadóttir. Krjúpandi er Bryndís Petra Bragadóttir. KRAMHUSIÐ Æfa nýstárlega upp- færslu á Gorkíverki að er eitt og annað á döfinni hjá okkur á næstunni, það niárkverðasta e.t.v. leiksmiðja í lok apríl þar sem þau Árni P. Guðjóns- son og Sylvia von Kospoth flytja verk Gorkis, „Sumargesti", ásamt 15 manns sem hafa verið í leik- smiðju hjá þeim í vetur. Þetta er klukkutímasýning og er óhætt að segja að þarna verði verkið flutt á mjögnýstárlegan hátt,“ sagði Hafdís Ámadóttir eigandi Kramhússins en þar hefur löngum verið bryddað upp á ýmsu skrítnu og óvenjulegu. Hafdís sagði ennfremur að margt áhugavert ræki á fjörurnar ef leitað væri eftir því, þannig kæmi einnig bráðlega Kínveqi, Khin Thitsa, sem myndi kenna tai ji, óvenjulega kínverska hreyfilist og síðast en ekki síst kæmi tangókennari með vorinu. HANDKNATTLEIKUR Landsliðsmarkvörður í nýju hlutverki * Isienska hand- knattleiks- landsliðið þreytir nú sína fyrstu raun síðan ósköp- in í Tékkósló- vakíu dundu yfir á dögunum., HSÍ endurgeldur Norðmönnum tvær heimsóknir hingað til lands og hjálpar Norð- mönnum að æfa fyrir C-keppnina með því að senda sterkt íslenskt landslið út. Fyrri leikurinn er í kvöld, sá seinni annað kvöld. Þetta er að Morgunblaðið/Július kjama til nýtt lið að því leyti að flestir lykilmanna liðsins í gegn um árin hafa dregið sig í hlé frá lands- liðinu. Samt er um leikreynt lið að ræða, því ýmsir þeir sem mikið mun mæða á hafa leikið með lands- iiðinu í 5 til 6 ár. Einar Þorvarðar- son, aðalmarkvörður landsliðsins til margra ára, mun stjóma liðinu af bekknum og Morgunblaðið ræddi aðeins við hann rétt fyrir helgi. „Það kom mér á óvart að vera beðinn um þetta, en ég held að það sem HSÍ vill að ég geri öðru frem- ur, er til lengri tíma er litið, sé að vera sérstakur þjálfari markvarða íslenska liðsins. Slík þjálfun við- gengst um allan handknattleiks- heiminn og nægileg rækt hefur ekki verið lögð við slíka þjálfun hérlendis. Ég hef mikla reynslu og hef m.a. leikið erlendis og tel mig því geta skilað verkinu," sagði Ein- ar. En hvað með landsliðið, leikur það undir pressu í Noregi, þarf það að sanna sig? Einar: „Það væri nú ágætt að rétta aðeins úr kútnum og ég vona að við vinn- um að minnsta kosti annan leikinn og helst báða. Aftur á móti er eng- in pressa á liðinu og valda aðstæð- ur því m.a. Það sést best á því, að við leikum í 1. deildinni hér heima á laugardag og höldum síðan tii Noregs snemma á sunnudagsmorg- un. Laust upp úr hádegi verðum við líklega komnir á okkar hótel og klukkan 19.00 um kvöldið er fyrri leikurinn. Undirbúningurinn fyrir leikinn verður einn fundur hjá HSÍ þar sem prógrammið verður kynnt. Það er eiginlega ekki hægt að hafa það knappara." En hveiju spáir bráðabirgðaþjálfarinn? Ég veit það ekki, best að fara ekki út á þann hála ís, en eins og ég sagði áðan, vonandi vinnum við að minnsta kosti annan leikinn," sagði Einar Þorvarðarson. TISKA Ekkiráð nemaí tíma tekið Vestur-þýski tískuhönnuðurinn Karl Lagerfeld sem er helsti forkólfur Chanel-tískuhússins kynnti næstu haust- og vetrartísku hússins í París fyrir skömmu. Lag- erfeld þessi er sem kunnugt er leiðandi í greininni og margir líta til hans eftir því sem koma skal. Eins og myndirnar tvær bera með sér, hefur hann lítið hvikað frá því sem fyrir er í ríkum mæli, föt- um sem falla þétt að líkamanum svo lögun hans fái notið sín og stutta tískan seiglast enn áfram, karlmönnum til sannrar gleði. ÞJOÐARATAK Til sigurs með fegurðinni Stúlkurnar sem taka þátt í keppninni um titilinn Fegurðar- drottning íslands 1990 munu ásamt fjölda an'narra iandsmanna taka þátt í miklu átaki i þágu barátt- unnar gegn krabbameini, sem fram fer 31. marz og 1. apríl n.k. undir yfirskriftinni: Til sigurs, þjóðarátak gegn krabbameini. Um síðustu helgi voru stílkurnar á fundi hjá Krabbabeinsfélaginu, þar sem þær voru fræddar um skaðsemi reykinga um leið og átakið var kynnt fyrir þeim. Myndin var tekin við það tækifæri. Úrslitakeppnin fer fram á Hótel íslandi síðasta vetrar- kvöid, 18. apríl. Áformað var að keppnin færi fram á annan dag páska, 16. apríl, en því varð að breyta vegna þess hve undirbúning- ur undir beina útsendingu Stöðvar 2 frá keppninni er viðamikill. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.