Morgunblaðið - 25.03.1990, Síða 44

Morgunblaðið - 25.03.1990, Síða 44
FORGANGSPÓSTUR MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, POSTFAX 681811, PÖSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 25. MARZ 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. * Islands- banki borg- ar út hluta- féð vegna Stöðvar 2 SAMKOMULAG hefur tekizt milli íslandsbanka og stjórnar Stöðvar 2 um að bankinn borgi stöðinni út þær 400 milljónir kr., sem hlutafé hennar var aukið um fyrir áramótin. Að sögn Þorvarðar Elíassonar, sjónvarpsstjóra Stöðvar 2, fjall- aði deila bankans og stöðvarinnar um tryggingar að baki lánum, sem veitt höfðu verið stöðinni áður en nýir eigendur keyptu meirihluta í henni. Hlutaféð hafi verið aukið að frumkvæði Verzlunarbanka og þangað hafi hlutafjárgreiðslurnar farið. Úr Verzlunarbanka fór féð svo inn í íslandsbanka. Bankinn hafi ekki viljað greiða féð til stöðvarinnar fyrr en samkomulag næðist um tryggingar vegna eldri lána. „Það hefur náðst samkomulag um það með hvaða hætti féð verði greitt út og hvernig tryggingunum verði háttað, þannig að allir aðilar telji sig geta við unað,“ sagði Þorvarður. Hestakerrur til vandræða Selfossi. „ÞETTA er eins og að breiða segl aftan á bílinn og keyra síðan í myrkri," sagði einn lögregluþjónn á Selfossi um Ijóslausar og ólög- legar hestakerrur eða vélsleða- kerrur sem ökumenn hafa aftan í bílum sínum. Nokkrar kerrur hafa verið teknar úr umferð og menn á leið um Selfoss hafa þurft að skilja þær eftir. errumar eru ólöglegar ef þær eru ljóslausar að aftan og ekki sést í bílinn fyrir þeim. Tveir árekstr- ar urðu nýlega vegna þessa. Lög- reglumenn telja þessar kerrur vera vandamál í umferðinni og hafa vak- andi auga með þeim. — Sig. Jóns. Eiður Guðnason: Hætt verði við breytingar á Þjóðleikhúsi EIÐUR Guðnason alþingismaður hefur lagt fram þingsályktunar- tillögu um að hætt verði við fyrir- hugaðar breytingar á Þjóðleik- húsinu • Itillögunni er gert ráð fyrir að menntamálaráðherra beiti sér á næstu 2-3 árum fyrir því að fram fari nauðsynlegar viðgerðir á Þjóð- leikhúsinu og aðgengi fyrir fatlaða verði bætt. „Ég tel að Þjóðleikhúsið eigi að ,vera nokkurn veginn í þeirri mynd sem það var upphaflega hannað og hugsað. Við eigum að aðlaga það að kröfum tímans með eðlilegu við- haldi og breytingum. Við höfum hins vegar ekkert leyfi til að umturna því. Þetta er óskynsamleg fram- kvæmd og hún er feiknarlega dýr. Ég tel að unnt sé að gera góða að- btöðu fyrir starfsfólk og gesti leik- hússins með minni tilkostnaði," sagði Eiður. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson UNDIR GAFLIA DJUPA VOGI Forsætisráðherra: Deilan í ál- verínu gæti haft áhrif á staðarval „LAGASETNING á vinnudeilur má ekki eiga sér stað nema í algerum neyðartilvikum. Á þessu stigi er ekki til umræðu að setja lög á boðað verkfall starfsmanna ISAL,“ seg- ir Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra. Hann telur að deilurnar í álverinu geti haft þau áhrif á viðræður við Atlantal- hópinn að nýtt álver rísi ekki í grennd við álverið í Straumsvík. Ef vinna stöðvast í álverinu hlýst vitanlega verulegt tjón af fyrir þjóðarbúið, starfsfólkið og fyrir- tækið. En ef fyrirtæki vill heldur loka getur vel verið að þjóðarbúið verði að bera það. Lagasetning á vinnudeilur getur aldrei orðið annað en neyðarúrræði,*1 segir Steingrím- ur. Aðspurður um líkleg áhrif á við- ræður við Atlantal-fyrirtækjahóp- inn segir forsætisráðherra að and- rúmsloftið milli ÍSAL og verkalýðs- félaga þar hafi ekki verið gott og harkan oft mikil. „Þetta kann að hafa þau áhrif að aðilar að Atlant- al-hópnum verði ákveðnari í að byggja álver annars staðar en á vinnusvæði ÍSAL og forðast of mik- il tengsl við álverið í Straumsvík. V e stmannaeyj ar: Sjö árekstrar á þremur tímum SJÖ árekstrar urðu á þremur klukkustundum í Vestmannaeyj- um í fyrradag. Þrír bílar rákust saman á gatnamótum Heiðarveg- ar og Kirkjuvegar. Engin slys urðu á mönnum. Mikil hálka var á götum og að sögn Iögreglunnar áttuðu öku- menn sig greinilega ekki á slæmum aksturskilyrðum. Verðlagning á olíuvör- um endurskoðuð í vikunni Skiptaverð sjómanna gæti hækkað um 2-3%, segir Krislján Ragnarsson FARIÐ verður yfir verðlagningu á olíuvörum á næstu dögum og athugað hvort forsenda er til verðbreytinga um næstu mánaða- mót. Heimsmarkaðsverð á gasolíu var rúmir 164 dollarar tonnið undir lok vikunnar og hefúr það lækkað um þriðjung frá því í byijun ársins. Kristján Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir að við verðlagningu gasolíu til skipta, miðað við 160 dollara, muni skiptahlutfall sjómanna hækka um 2-3% og verða 75-76%, en hæst hefur þetta hlutfall verið 76%. Heimsmarkaðsverð á gasolíu, miðað við meðalskráningu í Rotterdam, fór yfir 243 dollara tonnið í byijun ársins og var það hæsta gasoh'uverð frá því haustið 1985. Ástæða verð- sprengingar í vetur var m.a. mik- ill innflutningur til Banda- ríkjanna, kuldar í Evrópu, lágt yfirborð Rínar sem hamlaði flutn- ingum og minni útflutningur frá Sovétríkjunum. Hækkunin gekk að hluta til til baka í janúar og var um 170 dollarar í byijun febr- úar. Undir lok vikunnar var verð- ið komið niður í 164,50 dollara. Gasoiíuverð til skipa var síðast endurskoðað 1. marz og lækkaði þá um 7,4%. Við gasolíulækkun- ina hækkaði hlutur sjómanna af afla til skipta um 1%, úr 72 í 73% og var þá miðað við 190 dollara tonnið. Kristján Ragnarsson segir að miðað við 160 dollara hækki skiptahlutfall sjómanna upp í 75-76%. Hæst hefur hlutfallið far- ið í 76%. „Þessi olíuverðslækkun er ánægjuleg og vonandi kemur til lækkunar hér heima,“ sagði Krist- ján. Gunnar Þorsteinsson, vara- verðlagsstjóri, sagði að venjulega væri farið yfir verðlagningu olíu einu sinni í mánuði og yrði það gert í vikunni. Ekki væri vitað hvort sú athugun leiddi til verð- breytinga um mánaðamótin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.