Morgunblaðið - 08.04.1990, Page 23

Morgunblaðið - 08.04.1990, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1990 C 23 DÆGURTÓNLIST /Er Eurovision ekki nógf ■ ÁHUGAMENN um blús, afríkutónlist og þjóðlaga- tónlist geta glaðst, því 18. þessa mánaðar heldur hér tónleika malíski tónlistar- maðurinn Ali Farka To- ure. Ali Farka hefur vakið mikla athygli í Vestur-Evr- ópu og Bandaríkjunum seinni ár fyrir hljómplötur sínar og tónleikahald, og hafa menn sagt hann sönn- un þess að blúsinn komi frá Afríku. Það fer hver að verða síðastur að sjá Ali Farka á tónleikum, því eftir . þetta ár hefur hann strengt þess heit að hætta tólistar- vafstri og helga sig kvik- íjárrækt og barnauppeldi. HINGAÐ til lands er væntanleg á listahátíð . franska poppsveitin Les Negresses Vertes, sem náð hefur nokkurri liylli í heimalandi sínu og víðar MMIKID var á sig lagt til að fá bandarísku rokksveit- ina Pixies hingað til lands til tónleikahalds á vegum Listahátíðar, en á síðustu stundu féll sveitin fyrir gylliboði um tónleikahald heimafyrir. Sveitarmenn lofuðu þó að bæta úr og nýjustu fregnir herma að Pixies muni haida hér tón- leika í Laugardalshöllinni í byijun september. ■/ BANDARIKJUNUM hafa ýmsir trúarhópar vax- andi áhyggjur af því að í rokk- og rapptextum sé að finna ofbeldisdýrkun, djöflatrú, kvenfyrirlitningu og alhliða öfuguggahátt. Áhrifamikil samtök vinna nú að því að koma í gegn um bandaríska þingið lög- um sem skyldi útgefendur til að setja á plötur merki- miða sem tilgreini innihald texta. Nýverið lagði kard- ináli New York út af textum þungarokkarans Ozzy Os- bourne í stólræðu og sagði hann stefna unglingum í faðm djöfulsins. Ozzy hafði ekkert prenthæft um málið segja, en þetta gefur áður- nefndum samtökum byr undir báða vængi. Landslagið ogflárilög SON GLAGAKEPPNI evrópskra sjónvarps- stöðva, sem gjarnan er kölluð Eurovision, hefur löngum verið umdcild, og þá helst fyrirkomulag keppninnar. Uppúr sauð á síðasta ári og þá komu menn sér saman um að hleypa af stokkunum lagakeppni sem væri öllu opnari en Euro- vision-keppnin. Sú keppni fékk heitið Landslagið, og er öllum Iagasmiðum og flytjend- um opin, en í þeirri keppni velur sérstök dómnefhd hljómsveitir og flyljendur í úrslita- keppnina. Asíðasta ári sigraði lag Jóhanns G. Jóhann- sonar, Við eigum samleið í Landslagskeppninni og fyrir skemmstu var keppn- in haldiu öðru sinni. Þá sigruðu Eyjólfur Kristjáns- son og eftir Árna Björn J. Matthíasson Frið- björns- Eyjólfur og Björn son, sem sungu lag Eyjólfs Álfheiður Björk. Einn af þeim sem staðið hafa að Landslagskeppn- inni er Axel Einarsson, sem rekur hljóðverið og hljómplötuútgáfuna Stöð- ina, en Stöðin hefur gefið plöturnar með Landslag- inu bæði skiptin. Axel sagði Landslagskeppnina skipta tvímælalaust máli Ljósmynd/Friðrik Friðriksson sem viðbót við þá grósku sem fyrir er í landinu og þar sæju dagsins ljós lög og flytjendur sem ættu margir ekki kost á að kom- ast í sviðsljósið. Helsta gallann við Eurovision- keppnina sagði hann vera að lögin í keppninni væru ekki gefin út og ættu lítið sem ekkert eftir að heyr- ast. Axel sagði það sitt mat að lögin sem heyrðust í Landslagskeppninni féllu betur að íslenskum tónlist- arsmekk, væru íslenskari, en eurovision-lögin, sem væru alltaf hálf-evrópsk samsuða. Landslagið speglaði betur það sem væri að gerast í íslensku poppi, enda væri keppnin opnari og áhrif dómnefnd- ar ákveðnari. — Finnst þér þá að frekar ^ætti að senda Landslagslögin út en þau sem hafa sigrað í Eurovisi- on? „Mér finnst að lögin sem sigruðu í fyrra og núna í Landslagskeppn- inni ættu meira erindi í Eurovision-keppni er mörg þeirra laga sem hafa farið utan. Reyndar hafa fæst þeirra laga sem komist hafa í úrslit í Eurovision- keppninni hér á landi náð verulegum vinsældum hér á landi, utan einstaka lög eins og lag Sverris Storm- skers. Því ekki að senda séríslenskt lag í alþjóða- kenpni, í stað þess að vera alltaf að reyna að höfða til einhvers evrópsk með- alsmekks?" Axel sagði áhuga á Landslaginu mikinn hjá íslenskum tónlistarmönn- um, enda væri til mikils að vinna. Fyrir það fyrsta fengju menn mikla kynn- ingu og góða og lögin á plötu, en svo gengju menn sem yrðu í fyrsta sætu út með um hálfa milljón í verðlaunafé. KRYSUVIKURSAFNPLATA NÚ standa yfir upptökur á safnplötu sem á verða lög fimmtán óþekktra, eða lítið þekktra sveita. Platan kemur út með vor- inu og er gefin út til að afla Krýsuvíkursamtök- unum fjár. Upphaflega stóð til að hljómsveitin Blautir dropar semdi lag sem gefið yrði út til styrktar Kiýsuvík- urheimilinu, en þegar menn voru farnir af stað var ákveðið að fylla breiðskífu af lögum. Fjölmargar sveitir sendu inn lög og komust færri að en viidu þegar val- ið var á plötuna. Meðalaldur meðlima þeirra sveita sem að komust er frá 13—14 ára uppí 25 ára, en það er ein- mitt hámarksaldur fyrir Krýsuvíkurheimilið. Sveitirnar sem á plötunni verða eru nær allar óþekkt- ar og reynt var að velja sveitir sem víðast af landinu. Það tókst það vel að einungis vantar eina sveit frá Hornafirði til að hringnum sé lokað. Allir sem að plötunni starfa gefa vinnu sína og hagnaðurinn, ef einhver verður, mun renna óskiptur til Krýsuvíkursamtakanna. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Rotþró Ein þeirra óþekktu sveita sem lag munu eiga á væntanlegri safnplötu Krýsuvíkursamtakanna er rokksveitin Rotþró. Bonnie Raitt Fern Grammyverðlaun. Nýttlíf VIÐ síðustu Grammy- verðlaunaúthlutun í Bandaríkjunum vakti at- hygli að Bonnie Raitt híaut fern Grammyverð- laun fyrir nýjustu plötu sína Nick of Time. Þótti reyndar mörgum sem tími væri til kominn. Bonnie Raitt, sem fædd- ist síðla árs 1949, lærði á gítar tólf ára. 1970 hætti hún námi til að helga sin tónlistinni. Frá upphafi hafði hún dálæti á blús, en lék einnig popp- og þjóð- lagatónlist. Orð fór af henni víða og meðal annars lék hún með Howlin’ Wolf, Mississippi Fred IVÍcDowelí og ámóta blússtjörnum. Bonnie gerði plötusamning við Warner Brothers og á fyrstu breiðskífunni var þjóðlagablús með stöku popplagi. Sú blanda hefur verið aðal Bonnie Raitt síðan og er enn, þó poppið hafi heldur sótt í sig veðrið. Hápunktur ferils hennar var þegar hún kom lagi Dels Shannons Runaway inn á bandaríska vinsældalista 1977, en eftir það dró nokk- uð úr vinsældum hennar og Warner Brothers rifti samn- ingnum við hana daginn eftir að hún lagði síðustu hönd á nýjustu plötu sína 1983. Sú plata var þó loks gefin út 1986. Á síðasta ári gerði Raitt svo samning við Capitol, sem kynnti hana fyrir Don Was úr sveitinni Was (Not Was) og hann sá um upptökustjórn og út- setningar á plötunni nýju. Eins og áður sagði hefur hlaut Raitt fern Grammy- verðlaun fyrir Nick of Time, en platan hefur nú náð gull- sölu (500.000 eintökum) í Bandaríkjunum. Mano Negra Fyrsta reglan er að það eru engar reglur. Mano Negra er skipuð níu rnanns um þessar mundir, en nokkuð er mannaskipan breytileg. Sveitarmeðlimir eru af frönskum uppruna, spænsk- um og marokkskum og tón- listin er ekki síður fjöl- breytt. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Patchanka, vakti á henni mikla athygli í Frakklandi og hún varð vinsæl tónleikasveit. Önnur breiðskífan, Puta’s Fever er gefin út af Virgin-útgáfunni um heim allan og hefur vak- ið á sveitinni athygli utan heimalandsins. Á plötunni eru átján ótrúlega fjölbreytt lög þar sem öllu ægir sam- an, rokki, jass, poppi, rai- tónlist, þjóðlagatónlist, blús,- hawaiitónlist og svo mætti lengi telja. Sveitarmeðlimir segja að reglurnar í tónlist þeirra séu tvær. Fyrsta regl- an sé að það séu engar regl- ur og að öll tónlist sé jafn rétthá og önnur reglan sé að bannað sé að skipa sveit- ina góðum hljóðfæraleikur- um. Þrátt fyrir það má heyra á plötunni að þeir kunna ýmislegt fyrir sér, enda ekki vanþörf á þegar leikið er á allan þann fjölda hljóðfæra sem þar er að finna. fyrir tónlist sem er blanda af franskri þjóðlagatón- list, raitónlist, poppi og rokki. Onnur sveit frönsk, sem rær á svipuð mið hef- ur vakið nokkra athygli síðustu vikur. Heitir sú Mano Negra, sem útleggst svarta höndin á íslensku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.