Morgunblaðið - 10.04.1990, Side 1
64 SIÐUR B/
STOFNAÐ 1913
84. tbl. 78. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 10. APRIL 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Verðandi forsætisráðherra Ungveijalands:
Stefiit verður að
skjótri EB-aðild
Búdapest. Reuter, The Daily Telegraph.
JOZSEF Antall, væntanlegur forsætisráðherra Ungverjalands, lýsti
því yfir í gær að stefnt skyldi að skjótri aðild landsins að Evrópu-
bandalaginu. Flokkur hans, Lýðræðishreyfingin, sem telst hægfara
miðjuflokkur, vann stórsigur í seinni umferð þingkosninga sem fram
fór í Ungverjalandi um helgina. Stefiiir Antall að því að mynda stjórn
með tveimur hægriflokkum; Smábændaflokknum og kristilegum
demókrötum.
Urslit kosninganna þykja áfall
fyrir Bandalag frjálsra demókrata
sem fékk mikið fylgi í fyrri umferð-
inni þann 25. mars. Talsmenn
flokksins vændu leiðtoga Lýðræðis-
hreyfingarinnar um að hafa staðið
óheiðarlega að kosningabaráttunni
en varaforseti hreyfingarinnar
sagði ungversku þjóðina hafa kosið
hófsöm öfl til forystustarfa.
Samkvæmt bráðabirgðatölum er
Austur-Þýskaland;
Ráðherra-
listi birtur
Austur-Berlín. dpa.
GENGIÐ var frá skiptingu ráðu-
neyta í nýrri ríkisstjórn Austur-
Þýskalands í gær. Ráðherrar eru
samtals 24.
Forsætisráðherra er Lothar de
Maiziere úr flokki kristilegra demó-
krata. Auk þess fær flokkurinn 10
ráðherraembætti og í hans hlut
koma meðal annars efnahags-,
mennta- og menningarmál. Jafnað-
armenn fá 7 ráðherra og er starf-
andi formaður flokksins, Markus
Meckel, utanríkisráðherra. Auk þess
fara ráðherrar flokksins með fjár-
mál, viðskipti, landbúnað og félags-
mál. Frjálsir demókratar fá þrjú ráð-
herraembætti, Þýska sósíalsam-
bandið tvo og Lýðræðisvakning einn.
birtar voru í gær fékk Lýðræðis-
hreyfingin 165 menn kjörna, Smá-
bændaflokkurinn 43 og kristilegir
demókratar 21 fulltrúa. 386 menn
sitja á þingi landsins þannig að
flokkarnir þrír hafa þar öruggan
meirihluta. Fijálsir demókratar
fengu 92 menn kjörna en Sósíalista-
flokkurinn, sem var stofnaður á
rústum gamla Kommúnistaflokks-
ins er fjölflokkakerfi var innleitt í
Ungveijalandi á síðasta ári, vann
aðeins 33 þingsæti og er því nú
íjórði stærsti flokkur landsins.
Kosningabandalag ungra jafnaðar-
manna fékk 21 fulltrúa kjörinn líkt
og kristilegir demókratar en tveir
smáflokkar og óháðir frambjóðend-
ur unnu 11 þingsæti.
Mótmælendur í Tbilisi í gær steyta hnefann tii að leggja áherslu á kröfiir um sjálfstæði Georgíu. Reuter
Sovétlýðveldið Georgía:
Mótmælendur lílga Sovét-.
ríkjunum víð þjóoafangelsi
Gorbatsjov hafiiar sáttaumleitunum Litháa
Tbilisi. The Daily Telegraph.
TUGÞÚSUNDIR manna fóru í
gær í kröfugöngu að höfuðstöðv-
um sovéska hersins í Tbilisi, höf-
uðborg Sovétlýðveldisins Ge-
Bruninn um borð í Scandinavian Star:
Talið að 176 hafifarist
VIÐ rannsókn á eldsvoðanum um borð i dönsku ferjunni Scandin-
avian Star suður af Noregi aðfaranótt laugardags byggir lögregla
á grun um íkveikju. Magnar Aukrust, lögregluforingi í Ósló, dró [?’, ‘íMáfHHHB
þó í efa í gærkvöldi að rétt væri að sést hefði til farþega kveikja
eld um borð eins og hann hafði eftir sænskum starfsbræðrum sinum itféiMí'
fyrr um daginn. „Þar gæti hafa verið um misskilning að ræða,“ Wm
sagði hann í samtali við Reuíers-fréttastofuna. Sú staðreynd að pir Wf"f*
eldur kviknaði á tveimur stöðum hið minnsta þykir benda sterk- lllHffiHHiBHHHlfllflL
lega til íkveikju. Aukrust segist telja að 176 manns hafi farist
með feijunni. Úm 500 manns voru um borð þegar eldurinn kvikn-
aði samkvæmt farþegaskrám og komust 345 lífs af.
Danska dagblaðið Politiken seg-
ir að líkur séu á að hugsanlegur
brennuvargur hafi sloppið með því
að hverfa í hóp farþega á þeim
skipum sem tóku þátt í björgunar-
aðgerðum. T.d. var um 50 manns
bjargað um borð í sænsku feijuna
Stana Saga. Tveir þeirra hafa horf-
ið sporlaust að sögn blaðsins.
í frétt norska dagblaðsins Aft-
enposten segir að Lloyd’s-trygg-
ingafélagið ætli sér ekki að bæta
tjón af völdum brunans um borð í
Scandinavian Star, þar sem ekki
hafi nógu stór hluti áhafnarinnar
hlotið tilskilda þjálfun.
í gær kviknaði í tveimur feijum
við Bretlandseyjar. Þrír menn hafa
verið handteknir grunaðir um
íkveikju um borð í Norrænu en þar
fórst einn maðuí. Einn maður lést
einnig um borð í feijunni Reine
Mathilde þegar kviknaði í henni á
Ermarsundi.
Sjá frásögn af eldsvoðum í
Scandinavian Star og Norr-
ænu á baksíðu og miðopnu.
Reuter
Svona er umhorfs á káetugangi
Scandinavian Star.
orgíu. Fólkið bar fána Georgíu
sem lengst af hefur verið bannað-
ur og gríðarstóran borða með
mynd af sovéskum hermanni sem
hélt á blóðugri skóflu. Undir
myndinni var letrað eitt orð á
rússnesku: „Burt“. Um það bil
50.000 manns komu einnig sam-
an á knattspyrnuvelli í borginni
til stuðnings sjálfstæði lýðveldis-
ins. Á fundinum var veifað borð-
um sem á stóð: „Sovétríkin —
fangelsi þjóðanna".
Skóflan er nú orðin að tákni í
Georgíu fyrir ofbeldi sovéska hers-
ins. Þess var minnst með ijölda-
fundi á sunnudagskvöld að fyrir
réttu ári var sovéskum hermönnum
vopnuðum hárbeittum skóflum sig-
að á þátttakendur í friðsamlegri
mótmælagöngu með þeim afleiðing-
um að 20 manns féllu. Fólkið söng
sálma í fyrrakvöld og hélt á kertum
en um klukkan fjögur um nóttina
leystu hersveitir innanríkisráðu-
neytisins fundinn upp.
Míkhaíl S. Gorbatsjov, forseti
Sovétríkjanna, sendi þingi Georgíu
og þjóðinni allri skeyti þar sem
hann lýsti yfir samúð sinni með
ættingjum þeirra sem myrtir voru.
Leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, hreyf-
ingar þjóðernissinna í Georgíu,
sagði orðsendingu Sovétleiðtogans
einkennast af mikilli kaldhæðni en
því hefur verið haldið fram að
óhugsandi sé að hersveitunum hafi
verið beitt gegn óvopnuðum mót-
mælendum án vitundar hans.
Um 300.000 Litháar tóku um
helgina þátt í útifundi til stuðnings
stjórnvöldum þar. Míkhaíl Gorbatsj-
ov hafnaði í gær sáttaumleitunum
þeim sem fram komu hjá þingi
Litháens á fimmtudaginn var. For-
sætisráðið undir forystu Gorb-
atsjovs hefur nú boðað nýjar að-
gerðir til að þvinga lýðveldið til að
falla frá sjálfstæðisyfirlýsingu
sinni. Vytautas Landsbergis, forseti
Litháens, fordæmdi í gær viðbrögð
Gorbatsjovs.
Sjá „Lettar ..“ á bls. 26.
Reuter
Fjórir bíða bana í
sprengjuárás
Fjórir breskir hermenn sem
voru á ferð í Land Rover-bif-
reið í nágrenni Belfast á
Norður-írlandi í gærmorgun
biðu bana er öflug jarðsprengja
sprakk. Hér er um mannskæð-
ustu árás írska lýðveldishersins
að ræða á þessu ári. Á mynd-
inni sést hermaður virða fyrir
sér gíg sem myndaðist við
sprenginguna.