Morgunblaðið - 10.04.1990, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1990
Flugleiðir:
Hafdís lendir í dag
Seattle, Washington. Frá Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins.
HAFDÍS, ný Boeing 757-200-flugvél, var afhent forráðamönnum Flug-
leiða í gær í Seattle í Bandaríkjunum, þar sem Boeing-vélamar eru
smíðaðar. Þeir nafiiar Sigurður Helgason forstjóri og Sigurður Helga-
son stjórnarformaður tóku formlega við vélinni af Borge Borskov,
framkvæmdastjóra hjá Boeing. Vélin lendir á Keflavíkurflugvelli í dag
klukkan níu.
„Ég hygg að ekkert fiugfélag í
heiminum státi af jafnungum og
góðum flugflota og Flugleiðir nú,“
sagði Borge Borskov er hann af-
henti forsvarsmönnum Flugleiða
nýja farkostinn. Borge, sem er að
hálfu íslendingur, vakti fögnuð með-
al gestanna er hann ávarpaði þá á
3 V 2 árs fangelsi
fyrir nauðgun
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt 29
ára mann, Guðna Elíasson, í 3'/2
árs fangelsi fyrir að nauðga konu.
Þá skal hann greiða 300 þúsund
króna skaðabætur.
Atburðurinn átti sér stað í húsi í
Reykjavík í apríl á síðasta ári. Mað-
urinn hafði þá verið laus úr fangelsi
í um það bil sólarhring. Þar hafði
hann afplánað 1 ‘A ár af 2 ára fang-
elsisdómi sem hann hafði hlotið fyr-
ir nauðgun. Hæstiréttur þyngir dóm
sakadóms Reykjavíkur, sem dæmt
hafði manninum 3 ára fangelsisrefs-
ingu. Til frádráttar refsingunni kem-
ur gæsluvarðhaldsvist sem hann
hefur sætt frá 9. apríl á liðnu ári.
íslenzku og sagðist vona að Boeing-
vélar félagsins ættu eftir að fijúga
vel og lengi.
Flugleiðir hafa fest kaup á þrem-
ur B757-flugvélum. Þar með hefur
félagið stigið annað og stærsta
skrefið í endumýjun á flugflota
sínum, sem hófst í júní 1987 með
undirskrift . kaupsamnings vegna
tveggja 737-400-flugvéla og kaup-
réttarsamnings vegna tveggja ann-
arra. Boeing 757-vélin tékur 189
farþega. Tuttugu og tveir geta ferð-
ast á Saga-farrými, og 167 á fyrsta
farrými.
Flugdrægi 757-vélanna er um
60% meira en 737-400-vélanna og
er því fullnægjandi til flugs milli
íslands og áfangastaða félagsins í
Bandaríkjunum. Flugleiðir telja að
meginkostir 757-vélanna séu þeir
að vélin sé af heppilegri stærð og
hún muni einnig koma að góðum
notum í Evrópuflugi, leiguflugi og í
hugsanlegri útleigu. Jafnframt segja
þeir að hóflegar kröfur séu til lengd-
ar og styrkleika flugbrauta. Þá full-
nægi vélarnar ströngustu hávaða-
kröfum, auk þess sem þær séu bún-
ar áreiðanlegum, sparneytnum og
hljóðlátum hreyflum.
Féll fyrir björg og lést
Tunnurnar með hættulegum efiiaúrgangi settar í gám í Sundahöfn í gær. Morgunbiaðið/Sverrir
Fyrsti eiturefiiafarmurinn út
FYRSTI farmurinn af hættulegum efnaúrgangi sem héðan er
sendur á vegum Sorpeyðingar höfúðborgarsvæðisins var settur
í skip í gær. Eftiunum er safiiað saman í eftiamóttöku Sorpeyðing-
ar, þar eru þau flokkuð og þeim pakkað, síðan eru þau send til
Danmerkur, þar sem fyrirtækið Kommunekemi tekur við þeim
og eyðir. Alls fóru 80 tunnur utan i gær, eða um 15 tonn, í einum
gámi.
Efnunum hefur verið safnað
undanfama mánuði í móttökustöð
Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðis-
ins í Kópavogi. Fyrirtæki og aðrir
aðilar sem þurfa að losa sig við
hættulegan efnaúrgang þurfa nú,
samkvæmt reglugerð þar að lút-
andi, að safna úrganginum saman
og afhenda í móttökustöðina. Fyr-
ir móttökuna og eyðinguna þarf
að greiða gjald, samkvæmt gjald-
skrá. Lægst er gjaldið fyrir olíuúr-
gang og upplausnarefni, 30 til 62
krónur fyrir kílóið, ef meira en
50 kíló efnisins eru losuð. Hæsta
verðið er tekið fyrir PCB-menguð
efni, 230 krðnur fyrir kílóið ef
tekið er við 50 kílóum eða meira,
en sé magnið undir 3 kílóum, er
kostnaðurinn allt að 360 krónur.
Ögmundur Einarsson fram-
kvæmdastjóri Sorpeyðingar sagði
í samtali við Morgunblaðið að
hann hefði orðið var við að mönn-
um brygði í brún við kostnaðinn.
Hann segir gjaldskrána myndaða
af móttöku-, flokkunar og pökk-
unarkostnaði, flutningskostnaði
og loks eyðingargjaldi sem greitt
er til Kommunekemi. „Það þarf
aðdraganda til að menn átti sig
á því, að kostnaður við eyðingu
hættulegra efna er hluti af rekstr-
arkostnaði og framleiðslukostnaði
vörunnar sem þeir framleiða,"
sagði Ögmundur.
MAÐUR beið bana á laugardag
þegar hann féll fyrir björg í Esju.
Hann hét Sturla Pétursson, fædd-
ur 18. september 1945, til heimil-
is á Ránargötu 42 í Reykjavík.
Hann var starfsmaður Húsasmiðj-
unnar og lætur eftir sig þrjú börn
og sambýliskonu.
Sturla lagði á fjallið ásamt félaga
sínum um klukkan tíu á laugardags-
morgun skammt frá Esjubergi.
Mennirnir voru komnir á Kerhóla-
kamb, um klukkan hálftólf í dimmri
þoku og litlu skyggni þegar Sturla
féll fyrir þverhnípi. Félagi hans var
um það bil 45 mínútur að Esjubergi
þar sem hann tilkynnti um slysið.
• Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti
lögreglumenn á slysstaðinn þaðan
sem þeir gengu niður fjallið. Jafn-
framt var björgunarsveitin Kyndill í
Mosfellsbæ kölluð út ásamt Flug-
björgunarsveitinni og hjálparsveit-
um skáta í Reykjavík og Kópavogi.
Stuðningur við nýtt ál-
ver í Alþýðubandalagi
Sturla Pétursson
Lögreglumenn fundu Sturlu látinn
um klukkan 14 í Hrútádal, um 200
metrum neðan við Kerhólakamb.
ÞINGFLOKKUR Alþýðubandalagsins ákvað í gær að styðja frum-
varp Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra um byggingu nýs álvers.
Ólafúr Ragnar Grímsson, Qármálaráðherra, segir að frumvarpið
verði lagt fram sem stjórnarfrumvarp í dag.
Þingflokkurinn vildi fá fram heimild iðnaðarráðherra til að út-
breytingar á öðru bráðabirgða- hluta allt að 400 milljónum króna
ákvæði frumvarpsdraganna. Þar [ þau verkefni, vildu þeir að það
hljómgrunn í þingflokknum, og
Hjörleifur stendur því ekki að sam-
þykkt hans.
sem rætt er um undirbúning og
framkvæmdir vegna virkjana á
þessu ári, vildu alþýðubandalags-
menn að talað yrði aðeins um undir-
búning, og þar sem fjallað er um
Dæmdur í farbann:
Meint skattsvik eig-
anda heildsölu könnuð
yrði ríkisstjórnin í stað ráðherra,
sem fengi þá heimild, og að upp-
hæðin yrði lækkuð í 300 milljónir.
Ólafur Ragnar neitaði í gærkvöldi
að svara því, hvort þetta hefði
fengizt í gegn, en sagði að sam-
komulag væri um málið í ríkis-
stjórninni.
Hjörleifur Guttormsson lagði
fram á þingflokksfundinum tillögu
um að mótmæla vinnulagi iðnaðar-
ráðherra í álmálinu og taka allar
forsendur málsins til rækilegrar
endurskoðunar. Tillagan átti ekki
Rafmagnslaust
í miðborginni
Rafinagnslaust varð í hluta
Yesturbæjar, Miðbæjar og Norð-
urmýrar í gærkvöldi vegna bil-
unar í háspennustreng.
Rafmagnið fór meðal annars af
Háskólabíói í miðri kvikmyndasýn-
ingu, Hótel Sögu, Umferðarmið-
stöðinni og Slökkvistöðinni. Unnið
var að viðgerð á háspennustrengn-
um í gærkvöldi og var rafmagn
komið á í flestum hverfum.
Flugvöllurinn á ísafírði ófær:
HÆSTIRÉTTUR hefúr dæmt eiganda heildverslunar í Reykjavík í
farbann á meðan rannsókn stendur yfir á meintum skattsvikum hans.
Rannsókn ríkisskattstjóra gaf til kynna að verulegum hluta af sölu
fyrirtækja mannsins á árunum 1987-88 og fram eftir árinu 1989
hefði verið haldið utan við bókhald og röngum framtölum skilað,
bæði með tilliti til tekju- og eignarskatts og söluskatts. Opinber gjöld
hafa verið endurákvörðuð vegna þessa, en Garðar Valdimarsson,
ríkisskattstjóri, neitaði í gær að gefa upp um hve háar fjárhæðir
væri að ræða og kvaðst ekki gefa upplýsingar um einstaka gjaldend-
ur.
Farþegar til ísaflarð-
ar lenda á Þingeyri
ísafirði. „
ERFIÐLEGA hefúr gengið með flug til IsaQarðar undanfarið vegna
slæmra brautarskilyrða. Frostlaust hefúr verið síðustu daga, en
við það varð brautin ófær. Þetta er árvisst ástand hér, en mjög
illa gengur að fá fé til að bæta úr.
Rannsóknardeild ríkisskattstjóra
hóf rannsókn í október á síðasta
ári á bókhaldi, tekjuskráningu_ og
söluskattskilum mannsins og einka-
fyrirtækis hans, svo og hlutafélags
sem hann stofnaði í júní 1988. í
framhaldi af því óskaði skattrann-
sóknarstjóri eftir atbeina rannsókn-
arlögreglu ríkisins til að afla dóms-
úrskurðar um heimild til húsleitar
og frekara halds á skjölum varð-
andi fyrirtækin, svo og um farbann
gagnvart manninum. Um farbannið
var m.a. visað tii þess, að sam-
kvæmt upplýsingum þjóðskrár hefði
hann flutt lögheimili sitt frá íslandi
til Bretlands 8. október og að ráð-
stafanir hans varðandi eigur sínar
frá því um miðjan þann mánuð
gæfu til kynna, að hann væri að
undirbúa brottflutning frá íslandi.
Við yfírheyrslu 14. desember stað-
festi maðurinn, að hann hefði í
hyggju að hefja atvinnurekstur ut-
an Islands og væri hættur starfsemi
hérlendis.
Samkvæmt kröfu rannsóknar-
lögreglunnar var lagt farbann á
manninn. Það var framlengt með
úrskurði í febrúar og hefur hann
síðan verið í því banni. A þeim tíma
var rannsókn skattyfirvalda leidd
til lykta í meginatriðum og niður-
stöður hennar lagðar til grundvallar
að endurákvörðun gjalda á hendur
manninum og hlutafélaginu. Úr-
skurður ríkisskattstjóra þar um var
kveðinn upp 27. mars sl.
Af hálfu rannsóknarlögreglunnar
liggur fyrir að ljúka frumrannsókn
á máli mannsins. Hæstiréttur féllst
á að nærvera mannsins væri þar
nauðsynleg eins og rannsóknarefn-
inu væri háttað. Þrátt fyrir að
maðurinn hafi lýst því yfir fyrir
sakadómi þann 28. mars, að hann
hafi horfið frá því að flytja af Iandi
brott og flutt lögheimili sitt sam-
kvæmt þjóðskrá aftur til Reykjavík-
ur, þótti Hæstarétti það ekki þurfa
að hamla því, eins og á stæði, að
farbann yrði framlengt.
Mikil umferð er jafnan um flug-
völlinn um páskana og áætla Flug-
leiðir fjögur flug á dag frá
Reykjavík þessa viku. í gær, mánu-
dag, fór Twin Otter-vél Flugfélags
Norðurlands þtjár ferðir til Akur-
eyrar. Þá lentu fjórar Fokker-vélar
frá Reykjavík á Þingeyri og var
ekið með farþegana yfir Breiða-
dalsheiði. í gærkvöldi fór snjóblás-
ari fyrir rútu með síðasta hóp far-
þega yfir heiði og annar blásari
fór á móti frá ísafirði. Þá var orð-
ið ófært á vellinum á Þingeyri
vegna veðurs og gat Fokker vél
frá Egilsstöðum ekki lent. Um
borð í henni var sænskur leikhóp-
ur, sem á að skemmta á ísafirði í
kvöld. Vélin varð að snúa til
Reykjavíkur.
Að mestu er fullbókað í öll flug
Flugleiða vestur til páska. _
Úlfar