Morgunblaðið - 10.04.1990, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1990
9
ELSTA TEPPAVERSLUN LANDSINS
VÖNDUÐ STÖK TEPPI
OG MOTTUR
Glæsilegt úrval!
FRHHHKS BERTEISEN
FÁKAFENI 9 - SÍMI 686266
SIEMENS
Lítiö inn til okkar og skoöiö vönduö
vestur-þýsk heimilistœki!
Hjá SIEMENS eru gœði, ending og
fallegt útlit ávallt sett á oddinn!
SMITH &NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
| Metsölublad á hverjum degi!
Léleg
málsvöm
Fyrir réttri viku birti
Morgunblaðið forystu-
grein, þar sem andmælt
var þeirri skoðun Al-
þýðublaðsins að íslend-
mgar ættu ekki að viður-
kenna sjálfstæði Litháens
með _ afdráttarlausum
hætti. I forystugrein Al-
þýðublaðsins á laugar-
dag er leitað skjóls á bak
við aðra og telur blaðið
sig aðeins vera að íram-
fylgja opinberri stefnu
„allra Vesturlanda“. Tel-
ur Alþýðublaðið að
Morgunbiaðið hafi haft
sinnaskipti í utam-ikis-
málum, af því að það
gengur „beint gegn að-
ildarríkjum okkar (svo!)
í NATO og þvert gegn
stefiiu Bush Bandaríkja-
forseta." Þessi sjónarmið
lýsa miklu þekkingar-
leysi. Morgunblaðið hef-
ur allt frá því að Stalín
innlimaði Eystrasaltsrik-
in verið málsvari þess,
að þau fengju Irelsi á ný.
Blaðið er emungis sam-
kvæmt sjálfu sér, þegar
það krefst viðurkenning-
ar á sjálfstæði Litháens.
Hins vegar eru forystu-
menn lýðræðisríkjaima í
vestri að sveigja inn á
aðrar brautir af misskil-
inni tillitssemi við Mik-
haíl Gorbatsjov, forseta
Sovétríkjaima.
Alþýðublaðið víkur
cinmitt að þessari tillits-
semi í forystugrem sinni
og segir:
„Þar með emni við
komin að kjarna málsins.
Það er alar mikilvægt að
sjálfstæðis- og fullveldis-
mál EystrasaltsriRjamia
séu leyst með friðsamleg-
um samningum og í rétt-
um takti. Sé Sovétmöim-
um gert erfitt fyrir með
ögrandi yfirlýsingum og
samþykktum vesti'æmui
þjóðþinga er sú hætta
fyrir hendi að Gorbatsjov
og fylgismenn umbóta-
stefiiumiar séu neyddir
af íhaldssömum öflum í
Kreml til að sýna fulla
hörku í Eystrasaltsríkj-
unum og kveða niður all-
ar tilraunir til sjálfstæðis
og fullveldis ríkjanna við
Eystrasalt. í kjölfar
slikra aðgerða væri um-
bótastefiian hruiún og sú
llmmeii
GORBATSJOV I
I í FLYGLI I
IlandsbergisI
Flokkar ívanda
í Alþýðublaðinu á laugardag er enn leitast
við að verja þann málstað Jóns Baldvins
Hannibalssonar utanríkisráðherra og ríkis-
stjórnarinnar, að íslendingar eigi ekkí að
viðurkenna Litháen með ótvíræðum hætti
nú þegar. í Tímanum þann sama dag birtist
viðtal við Guðmund Ágústsson, þingmann
Borgaraflokksins, sem sér ekki bjarta
framtíð fyrir flokk sinn. Er vikið að þessu í
Staksteinum í dag.
þíða og opnun sem um-
bótastefiian hefur óneit-
anlega skapað, væri öll.“
Málflutningur af þessu
tagi tfl varnar einræðis-
herrunum í Kreml er
ekki nýr. Á árum áður
átti að nota hann til að
þagga niðri í þeim sem
kröfðust frelsis fyrir and-
ófsmenn. Hinir ofsóttu
voru og eru hins vegar
þeirrar skoðunar, að
umhyggjustefha af þessu
tagi auðveldi Kremlveij-
um einungis að vhma
óhæfuverkin. Er ekki
Gorbatsjov þegar tekimi
til við að beita hervaldi
í Litháen, þótt liaim hafi
ekki gefið fyrirmæli um
að skjóta? Finnst Alþýðu-
blaðinu og ríkisstjóm Is-
lands ástæða til að leggja
blessun sína yfir það
ástand sem nú ríkir í Lit-
liáen? Er þar hiim „rétti
taktur“ að mati Alþýðu-
blaðsins? Á ekki að
lijálpa Litliáum til að
komast undan hrammi
Gorbatsjovs og sjálfstæð-
ishetjur þeirra sjálira
telja, að viðurkenning á
fijálsu og sjálfstæðu Lit-
háen sé besta gjöfin sem
þeim er færð. Það er
rikisstjóm Islands til lítils
vegsauka að hafa. ekki
kjark til að fáera Litháum
þessa gjöf.
„Miklar
hremmingar“
Klofiiingurinn hman
Borgaraflokksins er orð-
inn svo mikill, að flestir
telja liklega að þessi fylg-
islausi flokkur geti ekki
splundi'ast í fleiri brot.
Guðmundur Ágústsson,
þingmaður Borgara-
flokksins, sér þó ástæðu
til að veitast að flokks-
og þingbróður sínum,
Ásgeiri Hamiesi Eiríks-
syni, í viðtali við Tímamt
sl. laugardag. Telur Guð-
mundur, að Asgeir Haim-
es hafi komið „óðlieiðar-
lega“ Iram við kjósendur
sína og Kjördæmisfélag
Borgaraflokksins í
Reykjavík með því að
ganga til liðs við Nýjan
vettvang. Tilgangi Nýs
vettvangs lýsir Guð-
mundur meðal annai's
með þessum orðum:
„Með nýjum vettvangi
em kratarnir að opin-
bera fylgisleysi sitt í
Reykjavík og ná því
markmiði sínu í leiðinni
að kljúfa Alþýðubanda-
lagið.“
Nýr vettvangur hefur
þó ekki ehiungis klofið
Alþýðubandalagið, hann
hefhr einnig klofið Borg-
araflokkhm í Reykjavík
og Guðmundm' Ágústs-
son, þhigmaður flokkshis
fyrir Reykjavík, segir í
Thnaviðtalinu: „... Sýn-
ist mér ekki liggja aimað
fyrir Kjördæmisfélagi
Borgaraflokksiris í
Reykjavík en að það
íhugi vandlega þami
möguleika að hætta við
prófkjörið um næstu
helgi og framboð á veg-
um flokksins hér í
Reykjavík. Reyna þess í
stað að þjappa því liði
saman sem eftir er með
það í huga að búa til ein-
hveija heild fyrir næstu
alþiiigiskosningar."
Halda meiui að þeir
Guðmmidur Ágústsson
og Ásgeir Haimes Eiríks-
son geti verið áfram sam-
an á lista? Guðmundur
segir að framboð Ásgeirs
Hannesar til borgar-
stjómar sé bara
„egófiipp" og þingmað-
urinn hefur greinlega
mátt þola margt. á stutt-
um sfjórnmaálaferli sem
liófst fyrir um það bil
þremur ámm. Hann seg-
ir midir lok Timaviðtals-
ins um Borgaraflokkinn:
„Við emm búin að
ganga i gegn um iniklar
hremmingar, meiri
hremmingar en ég hefði
nokkurn tíma trúað að
hent gætu einn flokk. Ég
skal ekki segja hvað
verður í franitiðinni, en
ef það verður áframhald
á því sem hefúr verið að
gerast, þá sýnist mér að
við liöfum engai' forsend-
ur til þess að lialda
I áfram.“
ALMENNUR LÍFEYRISSJÓÐUR VÍB
Þitt framlag
Þín eign
Hjá Almennum lífeyrissjóði VÍB eru iðgjöld hvers
sjóðsfélaga færð á sérreikning hans. Inneignin erfist
og ársfjórðungslega eru send yfiflit um stöðu.
Hver sem er getur gerst félagi í Almennum
lífeyrissjóði VÍB. Þeir sem ekki eru skyldugir til að
greiða í annan lífeyrissjóð geta greitt öll sín iðgjöld í
ALVÍB, aðrir geta greitt viðbótariðgjöld.
Sá sem greiðir 15.000 krónur á mánuði í 20 ár inn
á sérreikning sinn getur haft 67.500 krónur á mánuði
í lífeyri í 15 ár, ef vextir eru 7% og gengið er jafnt og
þétt á höfuðstól.
Verið velkomin í VÍB.
VÍB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF
Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Simi 68 15 30. Póstfax 68 15 26