Morgunblaðið - 10.04.1990, Page 20

Morgunblaðið - 10.04.1990, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1990 Sláturfélag Suðurlands í Laugarnesi. SS-húsið í Laugarnesi - Listaháskóli eða geymsla eftir Bjarna Daníelsson Undanfarna mánuði hefur verið rætt um það af alvöru og miklum áhuga að hýsa væntanlegan Lista- háskóla íslands í nýbyggingu Slát- urfélags Suðurlands í Laugarnesi. Menntamáiaráðuneytið hefur látið gera könnun á húsinu með tilliti til húsnæðisþarfa Listahá- skólans og sú könnun bendir til að húsið sé einstaklega hentugt til þessarar starfsemi og að nýting þess geti orðið með því albesta sem þekkist í skólahúsnæði. í frumvarpi til laga um Listahá- skóla íslands sem nú er til umfjöll- unar hjá þingflokkum Alþingis er lögð mikil áhersla á sameiningu háskólanáms í listum undir einu þaki, bæði til að tryggja að til verði öflug menntastofnun, en ekki síður til að ná fram þeim gífurlega sparnaði sem af sameig- inlegum rekstri listaskólanna hlyt- ist. Ljóst er að sparnaður vegna sameiginlegs reksturs nemur tug- um milljóna á ári. Hús SS í Laugarnesi er lang besti kosturinn sem um er rætt fyrir Listaháskóla íslands og því er eðlilegt að við þessa hugmynd séu bundnar miklar vonir. Auk þess er nú svo háttað um hús- næðismál tveggja þeirra þriggja listaskóla sem leggja eiga grunn- inn að Listaháskóla íslands að þar er þörf tafarlausra úrbóta. Það er því skynsamlegt að taka mið af framtíðaráætlunum þegar þau mál verða leyst. Síðustu daga hafa birst í Morg- unblaðinu fréttir um fyrirhuguð kaup Þjóðminjasafnsins á húsi Sláturfélasgsins í Laugamesi sem geymslu fyrir sjóminjar. Þessi hugmynd kemur frá stjórnmála- mönnum og er auðvitað sett fram í þeim tilgangi að losa Sláturfélag- ið úr þeirri fjárhagsklípu sem það er í, m.a. vegna húsbyggingarinn- ar í Laugamesi. Þetta er í sjálfu sér ekkert undarlegt, það hefur lengi verið vitað að þrýstingur yrði settur á ríkisstjórn og Alþingi að kaupa þetta hús, enda fáum öðrum til að dreifa þegar um svo stóra byggingu er að ræða. Það sem hins vegar vekur nokkra undrun er að þessi frétt er sögð eins og aldrei hafi verið rætt um neinn annan möguleika. Það virð- ist líka sem svo að björgunarmenn Sláturfélagsins hafí hengt hatt sinn á Þjóðminjasafnið í svo miklu flaustri að aðilar málsins verða margsaga um tilganginn. Þjóðminjasafnið er hin merk- asta menningarstofnun og sannar- lega alls góðs maklegt. Þessi at- hugasemd beinist ekki gegn því. Það er hins vegar erfitt fyrir að- standendur listaskóla að sjá hug- myndum um nýtingu SS-hússins fyrir Listaháskóla Islands ýtt til hliðar þegjandi og hljóðalaust, hvert svo sem tilefnið kann að vera. Allt of lengi og allt of oft hafa stjórnvöld skotið sér undan því að skapa viðunandi aðstöðu til listnáms. Ef þannig verður haldið áfram að traðka á vaxtarbroddum sjálfstæðrar menningar, þá líður að því að engin söfn þarf til að varðveita hana. Við getum ekki látið þetta athugasemdalaust. Það er búið að sýna fram á hagkvæma nýtingu SS-hússins fyrir listaskóla og það er vitað um þá miklu ha- græðingu og sparnað sem verður af sameiginlegum rekstri þeirra. Við höfum ekki efni á öðru en að fylgja þeirri hugmynd eftir. Hötiindur er skólastjóri Myndlistn og handíóaskóln íslands. Viðhorf verkamanns til vinnudeilunnar í Straumsvík eftir Magnús Þórðarson Verkamenn í Straumsvík sam- þykkja ekki að fækka sjálfum sér til að draga aðra upp í kaupi. Til dæmis iðnaðarmenn sem eru með 30-33% meiri laun en þeir. Þau samningsdrög sem okkur voru kynnt sem innanhússtillaga sátta- semjara gerðu ráð fyrir að það væri skilyrði að um fækkun 22 verkamanna yrði að ræða til þess að eingreiðslurnar tvær kæmu fram. Þessar eingreiðslur munu kosta fyrirtækið um 18 milljónir, því þær koma ekki til greiðslu nema til um 450 manna, um 100 eru þessu óháðir Vegna stöðu sinnar. En svo að notaðar séu reikningsað- ferir ÍSAL gera 22 menn 28,6 árs- verk (22X1,3) sem kosta munu með þeirra eigin útreikningi 28,6X1,8 milljónir eða 51.480.000. Hagnaður ÍSAL yrði því 33.480.000. Góð verslun það. Það er stór miskilning- ur stjórnenda fyrirtækisins að við stöndum móti tækniþróun (nýjung- um). Bendum við t.d. á það, að þar sem komnar eru felliþekjur á 40 ker og skipt er um skaut í 70 keij- um hefur fækkað um 1 mann sem að vinnur. Væru komnar felliþekjur á öll ker fækkaði sjálfkrafa um 2 menn á hverri vakt, samtals 6 á þremur skautaskiptivöktum. Við höfum æ ofaní æ bent á, að það þarf meira en ódýra menn til að verkin gangi upp. Það þarf tækja- kost sem er í lagi frá upphafi vakt- artil loka hennar. En þó okkur fínn- ist stjómsemin óskilvirk hlýtur stjórnendum fyrirtækisins að vera kunnugt um hvað þarna er mikill misbrestur á. Það er horft til þess hvað menn geti lokið verki á skömmum tíma, við bestu aðstæður. Þarna kemur fram íslendingseðlið, kapp sjó- mannsins, svo og að margir þeir ungu menn sem á tækjunum vinna eru snillingar við tækjastjórn. Væri ekki þessi kappsemi. til staðar og unnið á eðlilegum vinnuhraða gengju dæmin oft sinnis ekki upp. Menn leggja sig fram um að ljúka Magnús Þórðarson „Væri ekki þessi kapp- semi til staðar og unnið á eðlilegum vinnuhraða gengju dæmin oft sinnis ekki upp. Menn leggja sig fram um að ljúka því verki sem þeim er falið og eðlilegt getur taiist.“ því verki sem þeim er falið og eðli- legt getur talist. Við erum tilbúnir til að saman- burður sé gerður á störfum okkar og í hliðstæðri verksmiðju, t.d. í Husness í Noregi þar sem vinna 155 menn í kerskála, framleiða 67.000 tonn í 255 keijum. Við erum 144 í kerskálum með 320 ker og framleiðum 88.000 tonn. En við erum ekki tilbúnir að miða við þær aðstæður sem Tyrkir vinna við og hin fræga bók Niðurlægingin grein- ir frá. Þar eru líka forföll vegna veikinda 12-14%, móti 3-5% hjá okkur. Höfundur er starfsmaóur nr. 153 í Straumsvík. Þrílitir 9. kt. hringar kr. 2.500.- 4.500.- Stafahálsmen 14. kt. demant 1. punktur kr. 2.100.- án festi. Jön Sípunisson Skort$npcv€rzlun LAUGAVEG 5 - 101 REYKJAVlK SÍMI 13383 Paradís eða helvíti? - fyrirsögn greinar um Island í ítölsku tímariti Flórens, frá Bergyótu Leifsdóttur fréttaritara Morgunblaðsins. I marshefti ítalska tímantsins „Mondo Sommerso“ (Heimur neð- ansjávar), sem er alþjóðlegt sjáv- artímarit og fjallar um köfun, náttúruvernd og ferðalög, er grein um vísindaferð í ágúst 1989, sem var styrkt af Dýrafræðideild Tor- ino-háskóla, og var tilgangurinn með þessari ferð að kynnast hinu líttþekkta neðansjávarlífi Islands. Þetta er náttúrulega ekki fyrsta greinin sem birtist um ísland í ítölskum tímaritum, og einnig var hluti af vinsælum, ítölskum sjón- varpsþætti tileinkaður íslandi. Það sem er athyglisvert við þessa grein er að þetta gæti verið ný leið til að draga að íslandi ferða- menn því köfun er vinsælt frístundagaman á Ítalíu. í leiðangurshópnum voru 9 manns og kom hann til landsins með Norrænu með 3 jeppa. Frá Seyðisfirði hélt hópurinn til Egils- staða og þaðan að Snæfelli þar sem fólkið svaf fyrstu nóttina í sæluhúsi. Daginn eftir héldu þau áfram ferðinni utan þjóðvegar að næsta áfangastað sem var Mý- vatn og þaðan til Akureyrar. Næstu áfangastaðir voru Akur- eyri, Hrútafjörður og Flókalundur og kynntist þar hópurinn íslenskri stúlku, sem heitir Anna og hafði hún stundað nám í Flórens, og var gleði þeirra mlkil að geta tal- að ítölsku við íslending. Frá Flókalundi héldu þau til Patreks- fjarðar sem var fyrsli köfunar- staður þeirra. Dýptin í íslenskum fjörðunum gerði það að verkum að þetta verður ein sérstæðasta reynsla þeirra tiLþessa. Sjávardýralífið í Patreksfirði virðist ekki vera vant að fá kafara í heimsókn svo að í fyrstu reyndu fiskarnir að ráðast gegn þessum óvæntu gestum en þegar þeir sáu að gestirnir gátu varið sig ákváðu þeir að fylgjast með þeim af einskærri forvitni. Frá Patreksfirði hélt hópurinn í áttina að Látrabjargi þar sem teknar voru myndir af iundum og er skrifað í greininni að vindhrað- inn hafi verið um 100 km/klst. Frá Látrabjargi héldu þau í áttina til Reykjavíkur þar sem hópurinn hvíldi sig áður en hann hélt að næta áfangastað sem var Vest- mannaeyjar. Hópurinn kynntist Reykjavík um helgi og varð hann fyrir hálfgerðu menningaráfalli, en eins og máltækið segir: „Sinn er siður í hveiju landi“ og átti hann í erfiðleikum _með að skilja helgarbjórdrykkju íslendinga _og gleðina sem henni fylgir. Álit þeirra á Jaessum skemmtanahætti var að Islendingar hefðu allt til alls í okkar velferðarþjóðfélagi en að við værum samt að leita að einhveiju, sem við hefðum nú þegar. Til Vestmannaeyja fóru þau með Heijólfi og leist þeim ekki á blikuna sökum þess hve öldugang- urinn var mikill og fannst þeim þau vera í helvíti. Þau þurftu að bíða í þijá daga svo þau gætu hafið köfun þar til vindáttin breyttist og breyttist þá einnig álit þeirra á Eyjum. Það sem þeim hafði í fyrstu virst vera helvíti breyttist núna í paradís. Hópurinn telur Eyjar vera tilvaldar til köf- unar en því miður gafst þeim ekki tími til að kafa nema einu sinni vegna tímaskorts því hópur- inn átti eftir að fara að Vatna- jökli og fóru þau með gúmmíbát- inn út í Jökulsárlónið. Þau sáu þó lítið neðansjávar vegna þess að vatnið í Jökulsárlóninu er mjólkurhvítt. Frá Jökulsárlóninu lá leiðin til Seyðisfjarðar og þar með var ferðinni lokið. Ennþá hafa þau ekki gert upp við sig hvort ísland sé paradís eða helvíti en hinar gullfallegu mynd- ir af m.a. Jökulsárlóninu og neð- ansjávarmyndir eru mjög svo fal- legar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.