Morgunblaðið - 10.04.1990, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.04.1990, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1990 Hlutabréfamarkaður og* eig- inflármyndun í atvinnurekstri eftirJón Sigurðsson Um langt skeið hefur mönnum verið ljóst að íslensku atvinnulífi er það brýn nauðsyn að hér myndist virkur markaður með hlutabréf sem. geri fyrirtækjum kleift að afla sér aukins eiginljár með hlutafjárútboði, veiti stjómendum fyrirtækja nauð- synlegt aðhald og gefi jafnframt ein- staklingum og sjóðum tækifæri til að ávaxta sparifé í hlutabréfum og fá þannig hlutdeild í uppbyggingu atvinnulífsins. Það aðhald sem arð- krafa dreifðra hluthafa veitir er hvar- vetna talið knýja fram hagkvæman rekstur fyrirtækja. Þennan hvata til hagnaðar hefur vantað hér á landi. Fjallað hefur verið um hlutabréfa- markað í mörgum skýrslum, þing- skjölum, blaða- og tímaritsgreinum á síðustu árum en ítarlegasta úttekt á möguleikum þess að koma á virkum hlutabréfamarkaði hér á landi er að finna í skýrslu enska fjármálafyrir- tækisins Enskilda Securities, sem samin var að ósk Iðnþróunarsjóðs og Seðlabanka Islands, og kom út á árinu 1988. Þar er að finna margar athyglisverðar tillögur og ábending- ar. Þörfín fyrir virkan hlutabréfa- markað, sem gefur kost á að bæta fjárhagsstöðu atvinnufyrirtækja með auknu hlutafé, hefur komið greini- lega fram í þeim þrengingum sem mörg íslensk fyrirtæki hafa glímt við á síðustu misserum. Jafnvel stórfyr- irtæki hafa verið byggð upp með ótrúlega litlu stofnframlagi eigenda og þess í stað treyst á lánsfé. Mikil- vægi lánsfjár í fjárhagsskipulagi fyr- irtækja hér á landi á ekki síst rætur að rekja til þess ástands sem hér ríkti árum og áratugum saman með neikvæðum raunvöxtum á lánamark- aði. Nú eru þær aðstæður hins vegar gjörbreyttar og því þörf fyrir nýjar lausnir. Nauðsynlegar lagabreytingar Hinn 8. ágúst sl. lagði ég fyrir ríkisstjómina tillögur um aðgerðir til þess að efla virkan markað með hlutabréf hér á landi. Var þar einkum fjallað um ýmsar breytingar á skatta- lögum til þess að efla hlutabréfavið- skipti. Hugmyndir þessar fengu góð- ar undirtektir í ríkisstjórninni og hefur þeim nú að hluta verið hrint í framkvæmd en aðrar bíða heildar- endurskoðunar á skattlagningu fjár- magnstekna. Skömmu fyrir síðustu áramót samþykkti Alþingi lagabreytingar sem miðuðu að því að gera hluta- bréfakaup og hlutabréfaeign álitlegri kost fyrir spariíjáreigendur en verið hefur. Þannig voru mörkin fyrir skattfrjálsan arð hækkuð og leyfileg- ur frádráttur frá tekjuskattstofni vegna kaupa á hlutabréfum hækkað- ur auk þess sem heimilað var að nýta frádráttarmöguleika á næstu fimm árum ef keypt var umfram viðmiðunarmörkin. Einnig voru rýmkuð þau skilyrði sem sett eru fyrir viðurkenningu hlutafélags þannig að kaup á hlutabréfum í því falli undir ákvæði um skattfrádrátt. Loks var stimpilgjald af hlutabréfum lækkað verulega. Þessar lagabreytingar og sú um- íjöllun sem varð um hlutabréfakaup víða í þjóðfélaginu í tengslum við þær hafði í för með sér mikla sölu á hluta- bréfum síðustu daga ársins. Áætlað er að selst hafi hlutabréf fyrir um 600 milljónir króna á árinu 1989 hjá helstu verðbréfafyrirtækjum, þar af rúmlega 90 milljónir króna á síðasta virka degi ársins. Þetta er ánægjuleg þróun og vísir að því sem koma skal. Þörf er fyrir frekari breytingar til þess að gera hlutafjársparnað al- mennings fýsilegri kost. Áð því máli er nú unnið á vegum ríkisstjórnarinn- ar og á Alþingi er sem betur fer vaknaður áhugi á því að greiða fyrir því. Leiðir til að örva hlutabréfamarkað Á árinu 1989 fullnægði 41 hlutafé- lag settum lagaskilyrðum þannig að heimilt var að draga kaup á hluta- bréfum í þeim frá tekjum ársins 1989. Hafði fyrirtækjunum ijölgað um 17 frá árinu áður. Nú eru starf- andi fjögur verðbréfafyrirtæki sem skrá daglega kaup- og söluverð hlutabréfa í tæplega 20 hlutafélögum en það auðveldar sparifjáreigendum bæði að kaupa hlutabréf og selja þegar þeir þurfa á sparifé sínu að halda og er í rauninni forsenda þess að hér sé um raunhæfan valkost að ræða fyrir sparifjáreigendur. Hér er því kominn vísir að markaði með hlutabréf þótt enn sem komið er sé fjöldi hlutafélaganna takmarkaður og viðskiptin einungis brot af við- skiptum með skuldabréf. En þótt breytingum á skattalögum hafi fylgt ijörkippur í kaupum á hlutabréfum á síðustu dögum liðins árs þarf fleira til að hér þróist virkur hlutabréfamarkaður: I fyrsta lagi þarf að koma á al- Jón Sigurðsson „Hér gilda sömu megin- reglur og annars staðar og hvarvetna þar sem ör efhahagsþróun á sér stað er virkur hluta- bréfamarkaður ein af forsendum framfara og framleiðsluaukningar. “ mennri skráningu hlutabréfa á opin- berum markaði, Verðbréfaþingi ís- lands. Stjórn Verðbréfaþingsins heL ur samþykkt reglur um skráningu hlutabréfa á þinginu. Þessar reglur eru byggðar á norskum reglum um sama efni en þær þykja gera fremur vægar kröfhr til fyrirtækja um upp- lýsingagjöf. Þrátt fyrir það hefur enn ekkert fyrirtæki óskað eftir skrán- ingu á hlutabréfum sínum og er tal- ið að skýringin sé m.a. sú að for- svarsmönnum almenningshlutafé- laga vaxi í augum umstang við aukna upplýsingagjöf um rekstur fyrirtækj- anna, forsvarsmenn fyrirtækjanna sem og hluthafa skorti skilning á gildi opinberrar verðskráningar á hlutabréfum, auk þess sem það ákvæði skattalega sem miðar eignar- skattstofn við opinberlega skráð verð hlutabréfa við áramót hefur hér vafa- laust neikvæð áhrif, meðan óskráð bréf eru yfirleitt metin til eignar- skatts á lægra verði. Þessari mis- munun þarf að eyða, þannig að opin- berlega skráð hlutabréf séu ekki skattlögð með öðru móti en önnur hlutabréf sem ganga kaupum og sölu. Af hálfu stjórnvalda hafa þegar verið settar reglur sem mynda traustan ramma um viðskipti með hlutabréf á opinberum markaði. Reglur Verðbréfaþings um skrán- ingu hlutabréfa eru til staðar, eins og fram hefur komið, og vorið 1989 voru sett lög um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði en í þeim er m.a. ákvæði sem er ætlað að koma í veg fyrir misferli í verðbréfaviðskiptum, s.s. „innheijaviðskiptum" sem felast í því að fáeinir útvaldir með aðgang að trúnaðarupplýsingum úm hag fé- lags hagnist stórlega á hlutabréfa- viðskiptum á kostnað annarra hlut- hafa. I öðru lagi þarf með almennum aðgerðum að auka fjölda þeirra aðila sem fjárfesta í hlutabréfum. Hér beinist athyglin einkum að lífeyris- sjóðunum sem eru helsta uppspretta fjár á innlendum fjármagnsmarkaði. Það er ótvírætt hagur sjóðsfélaga (launþega) að lífeyrissjóðirnir styrki stoðir atvinnureksturs í landinu með hlutaijárkaupum auk þess sem flár- festing í hlutabréfum hefur gefið góða ávöxtun á undanförnum árum. En til að unnt sé að beina fjármagni sjóðanna í ríkari mæli yfir í hluta- bréf þarf í mörgum tilvikum að breyta ákvæðum í stofnsamþykktum þeirra um ávöxtun íjárins. I þriðja lagi þarf að efla starfsemi viðskiptavaka með hlutabréf, þ.e. verðbréfafyrirtækja sem taka að sér að kaupa og selja tiltekin hlutabréf og halda þannig uppi eðlilegum markaði fyrir bréfin. Nauðsynlegur liður í því er að kveða skýrt á um það að kaupverð markaðsverðbréfa sem viðskiptavaki kaupir, myndi ekki stofn til útreiknings aðstöðugjalds. Ríkisskattanefnd kvað hinn 29. mars sl. upp úrskurði, þar sem fallist er á þetta sjónarmið. í fjórða lagi þarf að fjölga ai- menningshlutafélögum sem geta tek- ið þátt í að mynda hlutabréfamarkað hér á landi. Hér getur ríkisvaldið gegnt mikilvægu hlutverki með því að breyta ríkisfyrirtækjum og -stofn- unum í hlutafélög þar sem aðstæður leyfa. Einkum væri hér um að ræða atvinnufyrirtæki sem starfa við skil- yrði samkeppni á innlendum markaði eða búa við samkeppni frá innflutn- ingi. Þess þarf auðvitað að gæta að afhenda ekki einokunaraðstöðu til einkaaðila, nema tryggilega sé búið um eftirlit með starfseminni. Þótt ríkissjóður hefði í fyrstu eign- Uppskurður í stað niður- skurðar á námslánakerfínu eftir Guðmund Magnússon í ijáriögum 1990 er gert ráð fyrir að framlag ríkisins til Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) verði 2.215 m.kr. og lántaka sjóðsins 1.880 m.kr. Til samanburðar má nefna að framlag til Háskóla ísiands og stofnana honum tengdum nemur tæplega 1.500 m.kr. í fjáriögum árs- ins. Þetta er ærið fé enda á ríkisvaldið í mesta basli við að hemja Ijárþörf sjóðsins. ítrekað hefur verið leitað leiða til að sporna við síauknum framlögum úr ríkissjóði en með litl- um árangri. Nú er enn einu sinni verið að krukka i þetta kerfi með niðurskurði á námslánum. En það sem þarf er uppskurður á kerfinu. Þá er unnt að veita óbreytta námsað- stoð með skilvirkari og réttlátari hætti en nú er. Vitið þér enn eða hvað? Guðmundur Magnússon Þeir sem telja þetta virkt og sann- gjarnt skulu halda í kerfið. Þeir sem vilja dreifa námsaðstoð ríkisins á réttlátari hátt, hvetja til ráðdeildar- semi lántakenda og sparnaðar í rekstri lánasjóðsins ættu að kynna sér eftirfarandi tillögu að nýju kerfi. Tillaga að nýju námslánakerfi - Að námslán bera ekki vexti. - Að námslán eru til 43 ára og endurgreiðslur hefjast 3 árum eftir L — -némdok,......................... - Að 15% námsmanna njóta 90% affalla og græða einnig mest á vaxta- . . leysinu. - Að vaxtaleysið og afföllin jafn- gilda um 50% styrk til lántakenda að meðaltali___________________ í hinu nýja kerfi er gert ráð fyrir óbreyttum útlánum LÍN. Unnt er að hugsa sér ýmis tilbri^ði við aðalstef- iÁ on-það. CT-^HJÚfarandic*iiÍii: arhald á öllum hlutabréfum í slíkum hlutafélögum gæti hann smám sam- an selt hlutabréf sín eftir nánari heimildum frá Alþingi. Einnig má hugsa sér að eignarhlutur ríkisins verði minnkaður smátt og smátt eft- ir því sem ný hlutabréf eru gefin út og seld á hlutabréfamarkaði í því skyni að afla fyrirtækjunum aukins eiginfjár, m.a. til að standa undir arðbærum nýframkvæmdum. Af fyr- irtækjum sem koma til greina í þessu sambandi má nefna ríkisbankana tvo, Landsbanka og Búnaðarbanka, Áburðarverksmiðju ríkisins og Raf- magnsveitur ríkisins. Á síðasta ári hafði ég forgöngu um að Ríkisprent- smiðjan Gutenberg væri gerð að hlutafélagi og fyrir stuttu lagði ég fram frumvarp til laga á Alþingi um að breyta Sementsverksmiðju ríkis- ins í hlutafélag. Þá mætti hugsa sér að ríkisvaldið hefði forgöngu um að breyta opinberum sameignarfyrir- tækjum, eins og Landsvirkjun, í hlutafélög og að hlutabréf í fyrir- tækjum eins og íslenska járnblendi- félaginu hf., Steinullarverksmiðjunni hf., Slippstöðinni á Akureyri hf. og Kísiliðjunni hf. yrðu skráð- á Verð- bréfaþingi íslands og hlutabréf Ríkissjóðs seld þegar aðstæður þættu til þess hentugar. Þannig mætti fá fé til nýrra verkefna í atvinnuþróun, raunverulegrar nýsköpunar í atvinn- ulífi. Loks er að geta þess að almennur og vaxandi hlutabréfamarkaður hér á landi opnar möguleika á stofnun nýrra fyrirtækja til þess að takast á við meiri háttar nýsköpun í atvinn- ulífinu, s.s. með þátttöku í orkufrek- um iðnaði, fyrirtækjum á sviði/erða- þjónustu, í fiskeldi o.s.frv. Átak í nýsköpun atvinnulífsins sem ekki er byggt á lánsfjármögnun hefur allt aðra og betri möguleika til þess að lifa af óhjákvæmilega byijunarörð- ugleika en mörg af þeim fyrirtækjum sem hafa verið að leggja upp laupana á síðustu misserum. Eigendur hluta- fjár geta í fyrstu sætt sig við litla arðgjöf í trausti þess að hún verði góð síðar en lánastofnanir krefjast hins vegar vaxta og afborgana án tillits til afkomu lántakandans enda verða þær að geta staðið í skilum við sparifjáreigendur. Þvi er stundum haldið fram að sérstök lögmál gildi um íslenskt efna- hagslíf og reynsla annarra ríkja á mörgum sviðum efnahagsmála eigi ekki við hér á landi. Þetta er hættu- leg bábilja. Hér gilda sömu megin- reglur og annars staðar og hvarvetna þar sem ör efnahagsþróun á sér stað er virkur hlutabréfamarkaður ein af forsendum framfara og framleiðslu- aukningar. Við verðum að hlúa að þeim sprota sem þegar er til staðar og skapa honum ákjósanleg skilyrði til að þroskast og dafna. Höfundur eriðnaðar- og viðskiptaráðherra. -------------------------------------- a) Framlag eða styrkur: 1. námsár 0% af fjárþörf. 2. námsár 30% “ 3. námsár 30% “ 4. námsár 50% af fjárþörf og sama hlutfall eftir það. b) Námslán verði áfram verð- tryggð en með 4% vöxtum, 100% lán á 1. ári, 70% á 2. og 3. ári, en 50% á 4. ári og upp frá því, sbr. lið a. c) Lánstími verði 5-25 ár eftir lengd náms eða upphæð láns. d) Tiltekið verði hámark endur- greiðslu eða tillit tekið til aðstæðna tekjulítilla greiðenda með öðrum hætti. e) Lánshlutfall í fjármögnun LÍN verði 30%. (Hún er talin verða um 46% á þessu ári.) Áætlað er að í þessu kerfi gæti lánasjóðurinn styrkst að því marki, að framlag ríkisins minnkaði um 1.500 m.kr. árið 1988 í um 500 m.kr. árið 1998 eða um 7a á tíu árum, sbr. mynd. Það eru-örari greiðslur þeirra sem hafa efni á því sem bæta fjárhag sjóðsins. Framlögin og vaxtagreiðsl- ur lánþega vega nokkurn veginn salt í útstreymi og innstreymi. Þess- ar breytingar horfa hins vegar til jafnræðis með námsmönnum. Auk þess fylgja því ýmsir aðrir kostir. Greiði menn vexti af lánshlutanum þarf ekki að kanna allar aðstæður einstaklingsbundið og unnt er að hafa tekjumark námsmanna tiltölu- lega hátt. Einnig er hvatt til ráðdeild- ar í meðferð.ijjártGiBv Átkn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.