Morgunblaðið - 10.04.1990, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRIL 1990
25
Borgarleikhúsið:
Tónleikar til styrktar
samtökunum Barnaheill
söngvararnir Bubbi Morthens og
Megas, hljómsveitin Todmobil, rit-
höfundarnir Einar Már Guðmunds-
son og Þórarinn Eldjám, söngkon-
urnar Sigrún Hjálmtýsdóttir og
Inga Backman og Barnakór Kárs-
nesskóla. Þá leikur Lúðrasveit
barna í Laugamesskóla í anddyri
leikhússins.
Borgarleikhúsið býður ókeypis
afnot af húsinu vegna tónleikanna
og listamennimir gefa vinnu sína.
TÓNLEIKAR til styrktar sam-
tökunum Barnaheill verða
haldnir í Borgarleikhúsinu mið-
Stjóm FFSÍ:
Fiskimanna-
félögin afli
verkfalls-
vikudaginn 11. apríl næstkom-
andi. Aðgöngumiðar á tónleik-
ana kosta 1.000 krónur en þeir
eru seldir í Borgarleikhúsinu og
á skrifstofú Barnaheilla, Lágm-
úla 5. Samtökin Barnaheill voru
stofnuð á degi Sameinuðu þjóð-
anna, 24. október sl., til að vinna
að bættum hag bama og ijöl-
skyldna þeirra og hafa áhrif á
viðhorf til barna í þjóðfélaginu.
Á tónleikunum í Borgarleikhús-
inu koma meðal annarra fram
Morgimblaðið/Emilía
A myndinni eru, talið frá vinstri: Páll Ásgeirsson, yfirlæknir og for-
maður Barnaheilla, Bubbi Morthens, Inga Backman söngkona, Art-
hur Morthens, deildarstjóri kennsludeildar Fræðsluskrifstofú
Reykjavíkur og varaformaður Barnaheilla, Hrafhhildur Sigurðardótt-
ir, fóstra, talkennari og gjaldkeri Barnaheilla, Jón Freyr Þórarins-
son, skólastjóri Laugarnesskóla og stjórnarmaður í Barnaheillum,
Hanna Dóra Þórisdóttir, skrifstofústjóri samtakanna og Helgi Dan-
íelsson, yfirlögregluþjónn og stjórnarmaður í samtökunum.
heimildar Könnun á virkni forvarna:
STJÓRN Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands hefur
beint þeim tilmælum til fiski-
mannafélaga innan sambandsins
að þau afli sér verkfallsheimildar
vegna yfirstandandi kjaradeilu
við útgerðarmenn. Mörg félög
innan Sjómannasambands Is-
lands hafa þegar aflað sér slíkrar
heimildar.
Ákvörðun stjórnar FFSÍ var tek-
in í kjölfar þess, að forsætisráð-
herra svaraði neitandi málaleitan
sambandsins um að hann beitti sér
fyrir breytingu á lögum um svokall-
aða kostnaðarhlutdeild til að greiða
fyrir mögulegum kjarasamningum
sjómanna og útgerðar. Samningar
milli þessara aðila hafa verið lausir
lengi og hefur lítið sem ekkert mið-
að í samkom'ulagsátt.
Sjómannasambandið hvatti félög
innan vébanda sinna fyrir allnokkru
til að afla sér heimilda til verkfalls-
boðunar. Hve mörg félög hafa gert
svo liggur ekki fyllilega fyrir hjá
skrifstofu SSÍ, en þau munu orðin
allmörg. Verkföll hafa enn ekki
verið boðuð.
Ráðleggingar heilbrigðis-
starfsmanna mikilvægar
NÆRRI sjö af hverjum tíu mönnum reyna að forðast langvinna
sjúkdóma með því að breyta lífsháttum sínum; megra sig eða
breyta matarveiy'um, hætta að reykja eða drekka. Flestum, eða
tveimur af hveijum þremur, tekst þetta að eigin sögn. Þetta er
meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könnunar heilbrigðis-
ráðuneytis á virkni forvarna gegn langvinnum sjúkdómum. Ráð-
leggingar lækna vega þyngst til að menn temji sér betri siði, en
fjórðungur þeirra sem spurðir voru i könnuninni fær slík ráð ár-
lega. Sjö af hveijum tíu fara í heilsufarsskoðun ár hvert og kemur
þetta háa hlutfall heilbrigðisyfirvöldum nokkuð á óvart.
Könnun sem þessi hefur ekki
verið gerð áður hérlendis. Hún er
hluti stærra verkefnis, CINDI, á
vegum Alþjóða heilbrigðismála-
stofnunarinnar. Virkni og þróun
forvarna er athuguð í fimmtán
öðrum löndum og ætlunin er að
svipuð könnun verði gerð ár hvert
hér á landi. Könnunin getur sýnt
heilbrigðisyfirvöldum hvaða for-
varnarstarf skili mestum árangri í
baráttu gegn hjarta- og æðasjúk-
dómum, krabbameini, slysum, geð-
sjúkdómum, stoðkerfissjúkdómum
Kímni o g skop í
Nýja testamentinu
- ný bók frá Menningarsjóði
Um þessa páska kemur út hjá.
Menningarsjóði bókin „Kimni og
skop í Nýja testamentinu" eftir
sr. Jakob Jónsson, dr. theol. Ald-
arfjórðungur er liðinn frá því er
Menningarsjóður gaf hana fyrst
út á ensku. Árið 1985 gaf útgáfú-
fyrirtækið E.J. Brill í Hollandi
bókina út öðru sinni, en nú kemur
hún í fyrsta sinn út á íslensku.
Hér er um að ræða þýðingu höf-
undar sem hann hafði lokið við
nokkru fyrir andlát sitt þann 17.
júní í fyrra.
í bókinni er fyrst fjallað um eðli
kímni og skops, trúræna kímni,
gríska og rómverska kímni, kímni
í Gamla testamentinu og kímni í
hinum gyðinglegu bókmenntum,
sem Talmud og Midras nefnast. Þá
eru greind ótal dæmi um kímni og
skop í samstofna guðspjöllunum
þremur, og einnig í Jóhannesarguð-
spjalli og öðrum ritum Nýja testa-
mentisins. Sérstakir kaflar eru um
kímni Jesú og Páls postula. Bókin
er fræðirit og því fyrst og fremst
fróðleg, en hún er að sama skapi
skemmtileg aflestrar sökum við-
fangsefnisins. Höfundur þýddi bók
sína á íslensku í þeirri von og trú,
að hún ætti erindi til alls almenn-
ings í landi hér, þótt sumir lesenda
sökktu sér að vonum rækilegar en
aðrir niður í viðfangsefnið og fræði-
lega umfjöllun.
Bók dr. Jakobs Jónssonar hefur
farið víða um heim, hlotið góða
dóma fræðimanna og verið notuð
til kennslu í háskólum. Niðurstöður
höfundar þóttu í fyrstu harla bylt-
ingarkenndar, en kenningar hans
hafa unnið sér sess hægt og sígandi
um hinn lærða heim. Með saman-
burði sínum á Nýja testamentinu
og bókmenntum rabbía, gyðinga-
prestanna, varpaði dr. Jakob nýju
íjósi á daglegt líf á dögum Krists
og við blasir öllu litríkara svið
mannlegra samskipta í frumkristni
en menn höfðu séð fyrir sér áður.
í niðurlagi bókar sinnar kemst
höfundur svo að orði:
„Það hafa verið þau tímabil í
sögu kristninnar, að kímni var
bannfærð í mannlegu lífi sem merki
um synd og guðleysi. Ástæðurnar
kunna að hafa verið margar. Stund-
um hafa prédikarar litið á það sem
sitt aðalhlutverk að hræða söfnuð-
ina, að draga upp mynd af því, sem
kynni að koma fyrir, ef Guð missti
öll tök á tilverunni og um Ieið
hverri einstakri mannssál. Það er
erfitt að brosa, þegar allt mannlegt
líf, nema fáeinir heppnir einstakl-
ingar, er á næsta augnabliki að
hrapa ofan í díki sem er fullt af
eldi og brennisteini.
Það hafa einnig verið þeir tímar,
að litið var á allt kristilegt líf, sem
fast formaða helgiathöfn, það átti
að tala, ganga og hreyfa sig á sér-
stakan hátt. Allir áttu að vera alvar-
legir og með helgisvip og öll gaman-
yrði eða brosleg breytni var skynjuð
sem hlátur prestsins fyrir altarinu
í miðri messu.
Hvað sem segja má um harma
lífsins eða alvöru fagnaðarerindis-
ins, virðist það vera harla ljóst, að
Sr. Jakob Jónsson
og tannskemmdum. Að sögn dr.
Hrafns V. Friðrikssonar, sem
stjórnaði könnuninni, getur hún
hjálpað til að ákveða hvort leggja
eigi áherslu á auglýsingar, fræðslu
í fjölmiðlum eða upplýsingar til
heilbrigðisstarfsmanna.
Forvarnakönnunin fór fram
gegnum síma fyrir rúmu ári.
Spurðir voru 715 manns á aldrin-
um 15-70 ára. í ljós kom að þriðj-
ungur þeirra fékk vikulega fræðslu
um heilbrigðismál í fjölmiðlum, þar
af las fjórðungur sér til í dagblöð-
um en einn af tíu fékk fræðslu úr
sjónvarpi. Aðeins tveir af hveijum
tíu reyndust hafa hækkaðan blóð-
þrýsting, blóðfitu eða blóðsykur.
Hækkaður blóðsykur hrjáir fleiri
karla en konur, öfugt við hækkaða
blóðfitu og háþrýsting.
Óþekkt er að mestu hvað veldur
því að fólki takist að breyta um
Athugasemd
INGIMAR Ingimarsson, frétta-
maður Ríkissjónvarpsins, óskar
að koma eftirfarandi á framfæri
vegna ummæla Helga Jóhanns-
sonar, forstjóra Samvinnuferða-
Landsýnar, í sunnudagsblaðinu:
„Frásögn Helga Jóhannssonar
af samskiptum okkar vegna fréttar
í Sjónvarpinu síðastliðinn föstudag
er röng í öllum meginatriðum. Það
er í sjálfu sér ánægjulegt að hann
skuli kjósa að fara með málið fyrir
dómstóla, enda mun þá væntanlega
fást staðfest hið rétta í þessu máli.“
lífsstíl. Þó leiddi forvarnakönnunin
í ljós að læknisráð vógu lang
þyngst af því sem spurt var um.
Hjá körlum fylgdi vitneskja um
áhættuþætti á þar á eftir, en aldur
hjá konum. Því yngri sem þær eru
því betur virðist ganga að taka upp
heilbrigðara lífemi. Þá varð vitn-
eskja um áhættuþætti og upplýs-
ingar í fjölmiðlum til þess að kon-
um tókst að breyta um lífshætti.
Magnús Bald- Kathryn Stanton.
■ MAGNÚS Baldvinsson bassi
og Kathryn Stanton sópran halda
tónleika kl. 20.30 í kvöld, 10. apríl,
í íslensku óperunni ásamt Olafi
Vigni Albertssyni píanóleikara.
Magnús hefur víða sungið opinber-
lega, m.a. við óperuna í Louisville
og í háskólanum í Indiana í Banda-
ríkjunum. Kathryn Stanton er frá
Louisville. Fyrstu sjálfstæðu tón-
leika sína hélt hún í Bandaríkjunum
í júní sl.
■ í FRÁSÖGN af stærðfræði-
keppni framhaldsskólanna féllu nið-
ur nöfn tveggja fyrirtækja sem
styrktu keppnina. Þetta eru ístak
hf og Steypustöðin hf.
sú gerð kristindómsins, sem vér
þekkjum frá Nýja testamentinu,
útilokar ekki brosið.
„Sérhver hlutur undir himninum
hefir sinn tíma... að gráta hefir
sinn tíma og að hlæja hefir sinn
tíma.““
Sr. Jakob Jónsson (1904-1989)
var prestur á Austfjörðum, í
Kanada, en lengst af í Hallgríms-
prestakalli í Reykjavík. Hann var
orðlagður ræðumaður, afkastamik-
ill rithöfundur og fræðimaður og
vann um dagana að margvíslegum
félagsmálum. En í ritverkinu
„Kímni og skop í Nýja testament-
inu“ samfléttast fyrst og fremst
fágæt reynsla hins innblásna prests
af fólkinu sem hann starfar með
og starfar fyrir í blíðu og stríðu,
mikil þekking á helgum ritum, og
kímnigáfa höfundarins sjálfs.
Bókin er rúmar 330 blaðsíður og
annaðist Prentsmiðjan Edda setn-
ingu, prentun og bókband.
(Fréttatilkynning frá Menningarsjóði.)
„Þá við öllu þekkja svör...“
Morgunblaðinu hefúr borist
eftirfarandi athugasemd:
Kæri ritstjóri.
Ég vísa til greinar í síðasta
sunnudagsblaði Mbl. (Húsgangar
úr þingheimi, bls. 14-15), þar sem
ég er borinn fyrir því að hafa
sett saman „vísu“ nokkra um Pál
Pétursson. Það er raunar rétt að
ég bjó eitt sinn til vísukorn um
Pál, sem efnislega er skylt
„vísunni“ i Morgunblaðinu. En ef
þetta á að vera mín vísa, þá er
hún svo úr lagi færð að varla er
einleikið. Fýrir þessa hræðilegu
afbökun kann ég blaðinu engar
þakkir.
En til þess að gera gott úr öllu,
er það sannast mála að einu sinni
þegar ég var að aka Svínvetninga-
braut og hafði veður af Höllustöð-
um á aðra hönd og Ytri-Löngu-
mýri á hina, fór ég að yrkja lof
um þá frændur mína, Pál á Höllu-
stöðum og Björn á Löngumýri,
enda lítið annað að gera.
Um Björn var þetta sagt:
Gekk að föngum, hlöður hlóð,
hlakkar í svöngu dýri.
Býr við öngan barningsmóð
Bjöm á Löngumýri.
Hugsunin um Pál leiddi til þess-
arar niðurstöðu:
Verði snjöllum vandi í fór,
vaxi spjöll með sköðum,
þá við öllu þekkja svör,
þeir á Höllustöðum.
Þótt mér sé annars ekki metn-
aðarmál að sjá eftir mig vísur af
þessu tagi í blöðum, neyðist ég
til að leiðrétta það sem rangt er
með farið og því fremur sem af-
bökunin er verri.
Með kærri kveðju,
Ingvar Gíslason.