Morgunblaðið - 10.04.1990, Síða 26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1990
Lettar hyggjast
lýsa yfir sjálfstæði
Genf, Riga. Reuter.
ANATOLIJIS Gorbunovs, forseti Æðsta ráðs Sovétlýðveldisins Lett-
lands, lýsti yfir því á blaðamannafundi í gær að Lettar hygðust, líkt
og nágrannarikin Eistland og Litháen, lýsa yfir sjálfstæði landsins.
Flokkur kommúnista í Lettlandi klofhaði um helgina vegna dcilna um
afstöðuna til Moskvu-valdsins en þjóðernissinnaðir fulltrúar höfðu
ákaft hvatt til þess að stofnaður yrði nýr og óháður flokkur.
Gorbunovs sagði á fréttamanna-
fundi í Genf í Sviss að hann gæti
ekki sagt til um hvemig sjálfstæðis-
Kommúnistar
fóru hrakfar-
ir í Slóveníu
Ljubljana. Reuter.
FLEST bendir til, að kommúnista-
flokkurinn og stjórnarflokkurinn
í Slóveníu, einu júgóslavnesku
lýðveldanna, hafi beðið mikinn
ósigur í fyrstu frjálsu kosningun-
um í landinu frá 1938. Endanlega
úrslit verða ekki kunn fyrr en á
miðvikudag en verði niðurstaðan
þessi getur hún aukið enn á glund-
roðan innan kommúnistaflokksins
og i landinu öllu.
yfirlýsing Lettlands yrði orðuð en
kvað engan vafa leika á því að sam-
þykkt yrði að endurreisa fullveldi
og sjálfstæði landsins. Eystrasalts-
ríkin þijú nutu sjálfstæðis á árunum
milli heimsstyijaldanna en voru inn-
limuð í Sovétríkin árið 1940.
Nýtt þing Lettlands kemur saman
þann þriðja næsta mánaðar og sagð-
ist Gorbunovs sannfærður um að
þjóðemissinnar hefðu tryggan meiri-
hluta á þingi en til þess að sjálfstæð-
isyfirlýsing og breytingar á stjómar-
skrá landsins öðlist gildi þurfa tveir
af hveijum þremur þingmönnum að
leggja blessun sína yfir slíka
samþykkt.
Gorbunovs, sem er félagi í flokki
kommúnista í heimalandi sínu,
kvaðst hlynntur því að Lettland yrði
sjálfstætt ríki en bætti við að jafn-
framt þyrfti að taka tillit til hags-
muna Sovétstjómarinnar.
Reuter
Constantine Mitsotakis, leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins, (t.h.) og Costis Stefanopoulos, leiðtogi og eini
þingmaður Lýðræðislega endurreisnarflokksins, ræða við firéttamenn eftir að sá síðarnefndi hafði ákveðið
að mynda þingmeirihluta með hægrimönnum.
Iran-kontra-hneyksiið:
Poindexter dæmdur sekur
um fimm alvarleg* lögbrot
Washinffton. Reuter.
JOHN Poindexter, sem var öryggismálaráðgjafi Ronalds Reagans
Bandaríkjaforseta 1985-86 hefúr verið dæmdur sekur um fimm ákæru-
atriði í málinu út af Iran-konta-hneykslinu svonefhda. Lögfi'æðingur
hans segir að hann ætli að áfrýja málinu.
„Við urðum að sjálfsögðu fyrir
vonbrigðum með þennan úrskurð
dómsins," sagði Richard Beckler,
lögfræðingur Poindexters, við frétt-
amenn eftir að úrskurðurinn hafði
verið kveðinn upp á laugardag, „en
við ætlum að áfrýja málinu og beij-
ast eins hart og lengi og þörf kref-
ur.“
Poindexter var sjálfur þögull og
vildi ekkert segja um ástæðuna fyr-
ir því að hann neitaði að bera vitni.
Dæmt verður í málinu 11. júní
næstkomandi og á öryggismálaráð-
gjafinn fyrrverandi yfir höfði sér
allt að 25 ára fangelsisdóm og rúm-
lega einnar milljónar dollara sekt.
Tvö ákæruatriðanna sem hann
var dæmdur sekur um lúta að því
,að hann hafi logið að þinginu, tvö
að því að hann hafi hindrað störf
þess og eitt að því að hann hafi átt
þátt í að koma í veg fyrir að þing-
rannsóknin sem fram fór í málinu
fengi eðlilegan framgang.
Saksóknararnir halda fram að
Poindexter hafi verið potturinn og
pannan í þeirri áætlun að selja Irön-
um vopn í skiptum fyrir bandaríska
gísla og veita ágóðanum af vopna-
sölunni til skæruliða í Nicaragua,
kontranna — þrátt fyrir bann þings-
ins við slíkri aðstoð.
Poindexter hefur ævinlega borið
að hann hafi einungis verið að fram-
kvæma fyrirskipanir forsetans og
aldrei gert neitt ólöglegt. Reagan,
fyrrum forseti, var kallaður til vitna-
stúkunnar í málinu, en bar oft fyrir
sig minnisleysi.
John Poindexter
Aðalsaksóknarinn, Dan Webb,
kvaðst ánægður með úrskurðinn:
„ Háttsettum stjórn arstarfsmönnu m
sem bera ábyrgð á öryggi þjóðarinn-
ar ætti aldrei að leyfast að fremja
glæpi til að koma málum sínum
fram.“
Keuter
Hetjulegri baráttu lokið
Ryan White, 18 ára gamall, bandarískur unglingur, sem frægur
varð fyrir hetjulega baráttu við alnæmið og ekki síst óttann, sem
sjúkdómurinn vekur, lést síðastliðinn sunnudag. White, sem var dreyr-
asjúklingur og sýktist við blóðgjöf, komst í fréttimar fyrir fimm
árum þegar foreldrar skólafélaga hans og skólastjómin bönnuðu
honum skólavist af ótta við sjúkdóminn. Vegna þessa fór móðir hans
í mál og vann það og er myndin af White þegar hann var á leið í
skólann aftur. George Bush Bandaríkjaforseti harmaði í gær dauða
Whites og sagði, að hugrekki hans ætti að verða öllum hvatning til
að standa saman í baráttunni við þennan skelfilega sjúkdóm.
Samkvæmt óopinberum tölum,
sem byggjast aðeins á fáum pró-
sentum atkvæða, fær DEMOS,
samtök stjórnarandstöðuflokka, um
52% atkvæða en kommúnistaflokk-
urinn aðeins 20%. Hann er þó enn
stærstur einstakra flokka. Fijáls-
lynda flokknum er spáð um 17%
atkvæða.
Stjómmálaskýrendur segja, að
hrun kommúnistaflokksins í Slóv-
eníu gæti flýtt fyrir upplausn
kommúnistaflokkanna í hinum Iýð-
veldunum og aukið enn á stjórnar-
farslega og efnahagslega ringulreið
í Júgóslavíu. Sigur DEMOS yki
einnig líkur á, að Slóvenía, sem er
vestrænast allra lýðveldanna, segði
skilið við alríkið.
Hægrimenn sigra í þingkosningum í Grikklandi:
Mitsotakis hefur tryggt
sér meirihluta á þingi
Abenu. Reuter.
Aþenu. Reuter.
NÝI lýðræðisflokkurinn, flokkur
hægrimanna, vann afgerandi sig-
ur í þingkosningunum í Grikk-
landi á sunnudag og hlaut 150
sæti af 300 á þingi. í gær ákvað
svo eini þingmaður Lýðræðislega
endurreisnarflokksins að ganga
til liðs við hægrimenn og tryggja
ríkisstjórn undir forystu Const-
antine Mitsotakis, leiðtoga Nýja
lýðræðisflokksins, þingmeiri-
hluta.
Viðbrögð við sigri hægrimanna
í kosningunum hafa verið jákvæð
og í gær hækkuðu t.a.m. verðbréf
um 14,74% og hefur vísitala þeirra
aldrei verið hærri.
Búist er við að Mitsotakis sveiji
embættiseið síðar í vikunni. Hann
sagði í gær, að brýnasta verk stjóm-
arinnar yrði að reisa við efnahag
landsins er væri í rúst. í kosninga-
baráttunni hét hann skjótum að-
gerðum í því skyni og var þar efst
á blaði niðurskurður ríkisútgjalda
og uppskurður á velferðarkerfi só-
síalistastjórnarinnar.
Ennfremur hafði Mitsotakis hei-
tið því að gera nýjan samninga við
Bandaríkjamenn um framtíð banda-
rískra flotastöðva í Grikklandi en
vegna stefnu sósíalistastjórnarinnar
stefndi allt í að þeim yrði lokað í
nóvember nk.
Nýi lýðræðisflokkurinn sigraði
óvænt í kosningurium. Kannanir
höfðu bent til að Sósíalistaflokkur-
inn, flokkur Andreas Papandreou
fyrrum forsætisráðherra, fengi flest
þingsæti. Sósíalistar hlutu 123
sæti, bandalag kommúnista 19 og
ýmsir smáflokkar átta.
Nýi lýðræðisflokkurinn var við
völd í Grikklandi 1974-81 eftir fall
herforingjastjórnarinnar. Sósíalist-
ar komust til valda 1981 en töpuðu
kosningum í júní í fyrra. Við tók
stjóm sem hafði það sem aðal mark-
mið að láta fara fram rannsókn á
meintri spillingu og ljármála-
hneyksli í stjómartíð Papandreou.
Sigur Nýja lýðræðisflokksins í
kosningunum er ekki fagnaðarefni
fyrir Papandreou. Mitsotakis hefur
ekki sýnt nein merki miskunnar og
má því forsætisráðherrann fyrrver-
andi því eiga von á því að verða
leiddur fyrir rétt og hljóta dóma
fyrir fjármálamisferli.