Morgunblaðið - 10.04.1990, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ VlÐSHQFTl/AIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1990
Fjárfestingarlánasjóður
HAGNAÐUR Iðnþróunarsjóðs á síðastliðnu ári nam alls 116 milljón-
um króna og var afkoman svipuð og árið áður. Afskriftir útlána
voru hins vegar meiri árið 1989 eða 155 milljónir króna en beitt var
nýjum reglum sem samþykktar voru á árinu og var afskrifað sérstak-
lega vegna tiltekinna útlána auk 1% almennrar afskriftar. I árs-
skýrslu Iðnþróunarsjóðs kemur fram að góða afkomu megi að nokkru
leyti skýra með því misvægi sem var á gengi erlendra gjaldmiðia
og innlendu verðlagi. Á árinu hækkaði lánskjaravísitalan um 22%
en gengi dollars hins vegar um 32%. Eigið fé Iðnþróunarsjóðs nam
2.364 milljónum króna í árslok 1989. Þar af eru stofnframlög 602
milljónir.
Iðnþróunarsjóður veitti á síðasta
ári lán að upphæð 960 milljónir
króna en árið 1988 voru afgreidd
lán að upphæð 1.700 milljónir.
Synjað var umsóknum fyrir um 470
milljónir króna eða þær dregnar til
baka. í frétt frá Iðnþróunarsjóði
kemur fram að eftirspurn eftir láns-
fé hafí haldist nokkur á síðasta ári
en síðari hluta ársins var hún í
vaxandi mæli til endurijármögnun-
ar á skammtímaskuidum og til fjár-
hagslegrar endurskipuiagningar.
iðnaður, mannvirkjagerð, samgöng-
ur, skinna- og leðuriðnaður.
AÐALFUNDUR — Frá aðalfundi Iðnþróunarsjóðs, f.v. Valur
Valsson, formaður framkvæmdastjórnar, Þorvarður Alfonsson, fram-
kvæmdastjóri Iðnþróunarsjóðs, Kjartan Jóhannsson, sendiherra og Jón
Sigurðsson, viðskiptaráðherra.
Tímabært að setja löggjöf
um Ijárfestingarlánasjóði
— sagði Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra á ársfundi Iðnþróunarsjóðs
Hagnaður Iðnþró-
unarsjóðs 116millj.
Um fimmtungur lána síðasta árs
var til fjárhagslegrar endurskipu-
lagningar. Til hinna ýmsu greina
iðnaðarins fóru 714 milljónir af
samþykktum lánum en 246 milljón-
ir til atvinnugreina sem áður féllu
utan verksviðs sjóðsins. Er það
umtalsverð aukning frá fyrra ári.
Hlutfallsleg skipting útlána í árs-
lok 1989 var þannig að til mat-
væla- og drykkjarvöruiðnaðar hafa
farið 18% lánanna, 10% til vefjar-
og fataiðnaðar, 10% til pappírs- og
prentiðnaðar, 10% til málm- og
skipasmíðaiðnaðar og einnig 10%
til plastiðnaðar. Þá voru 8% til stein-
efnaiðnaðar, tæp 6% til trjávöruiðn-
aðar og 6% til ýmiskonar þjónustu.
Aðrir lánaflokkar voru m.a. efna-
í viðskiptaráðuneytinu er nú unnið að því að semja frumvarp um
starfsemi fjárfestingarlánasjóða. Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra,
greindi frá þessu á ársfúndi Iðnþróunarsjóðs sem haldinn var síðast-
liðinn fimmtudag. Hann sagði löngu tímabært að setja almenna lög-
gjöf um fjárfestingarlánasjóðina sem yrði hliðstæða hinnar almennu
löggjafar um viðskiptabanka og sparisjóði.
Viðskiptaráðherra sagði að með
slíkri löggjöf væri ekki verið að
breyta hlutverki eða stjórn fjárfest-
ingarlánasjóðanna a.m.k. fyrsta
kastið, en hins vegar væru þar sett-
ar almennar reglur. „Með slíkum
lögum eru fjárfestingarlánasjóðun-
um settar almennar leikreglur og
þeir settir undir samskonar eftirlit
og innlánsstofnanir sem að sjálf-
sögðu er nauðsynlegt ekki síst í ljósi
þeirrar breytingar sem er að verða
í okkar fjárhagslega umhverfi. Ég
tel að setning slíkra almennra laga,
almenns starfsramma fyrir ljárfest-
ingarlánasjóðina hljóti að verða
fyrsta skrefið í endurskipulagningu
og uppstokkun á fjárfestingarlána-
sjóðakerfinu. En markmið breyting-
anna ættu að vera að Iaða fram,
eða í sumum tilfellum knýja fram,
sameiningu sjóðanna í færri og
sterkari einingar sem gætu rækt
sitt hlutverk betur og með lægri
kostnaði en verður í dag. Þá er ég
ákveðið þeirrar skoðunar að ríkis-
ábyrgð á skuldbindingum fjárfest-
ingarlánasjóða ætti með öllu að.
Og einnig er mér til efs að hin
nánu tengsl einstakra viðskipta-
banka og ijárfestingarlánasjóða séu
heppileg þegar horft er fram á veg-
inn. Fjárfestingarlánasjóðirnir hafa
á undanförnum árum náð að vaxa
og dafna og eru nú sumir þeirra
öflugar fjármálastofnanir með mik-
ið eigið fé. Þeim er því engin vor-
kunn að standa framvegis á eigin
fótum án ábyrgðar ríkissjóðs eða
framlaga úr honum. Þeim er heldur
engin vorkunn að bera sambærileg-
ar skyldur og skatta og viðskipta-
bankarnir. Ég tel að við slíkar að-
stæður muni fjárfestingarlánasjóð-
irnir jafnvel spjara sig betur en í
því verndaða umhverfi sem þeir
hrærast í, í dag.“
Á MARKAÐI
Bjarni Sigtryggsson
Skipuritið Qytur ekki íjöll
Ekkert er nýtt undir sólinni,
og að því kemst maður best við
skoðun á nýjum kenningum um
stjórnsýslu, að þrátt fyrir allt
gilda þar best hin gömlu fræði.
Sá sem ekki er leiðtogi í sér
hrífur hvorki aðra til dáða né fær
hann nokkru breytt um viðhorf
fólks. Og sá sem er leiðtogi í
eðli sínu kann að vera hættuleg-
ur umhverfi sínu búi hæfni hans
ekki að siðgæði í veganesti. Sag-
an hefur margoft sýnt okkur það.
Þetta er sérstakt íhugunarefni
nú þegar tískukenningar boða
að stjórnandi framtíðarinnar sé
ekki maður aðferðanna (technoe-
rat), heldur leiðtogi. Þetta eru
nefnilega engin ný sannindi
lífsreyndum mönnum. Sá sem
ekki hefur foringjaeðli stjórnar
ekki öðrum. Hann getur skipað
þeim fyrir, en hann eignast ekki
hug þeirra. Leiðtoginn er sá sem
öðlast tiltrú annarra, en hann
er um leið einn úr hópnum. Hann
er það sem á góðri íslensku hef-
ur verið kallað: Fremstur meðal
jafningja.
Fjallabíll gerir ekki
foringja
Ekki er fjarri að álykta að rót
margs okkar heimatilbúna vanda
sé sú, að okkur skorti leiðtoga.
Bæði í stjórnmálum og í heimi
atvinnulífsins. Hagfræðingar
heildarsamtakanna gerast
stjórnendur
þeirra og
kannski forset-
ar, en varla for-
ingjar. Sérfræð-
ingar í opinberri
þjónustu fá for-
ingjatign á
skipuritinu, en
ekki nauðsynlega að sama skapi
meðal þegnanna. Fjallabíll á
ríkisins kostnað, stórsveit ráð-
gjafa og léttsveit ritara gerir
menn ekki að höfðingjum. Um
þann hæfileika gildir hið sama
og sagði í frægum vísubotni:
„Sumir hafa sexappíl, sumir ekki
neinn.“
Það sem er íhugunarefni fyrir
áhugamenn um fræði stjómlist-
arinnar er hve það færist í vöxt
meðal stórra og vel rekinna
heimsfyrirtækja að ráða til for-
ystustarfa menn, sem kalla
mætti „vegvísa“. Þessir menn
eru fráleitt allir sérfræðingar á
sviði hagfræði, skattatækni eða
markaðsmála. Þvert á móti koma
æ fleiri þeirra úr röðum hinna
sem hafa lagt stund á hug-
vísindi. Unga skáldið okkar
íslenska í höfuðstöðvum
Ameríku-Sony er eitt dæmi af
slíkum mönn-
um, en þau eru
mörg fleiri.
Heimspekingar
og félagsfræð-
ingar — jafnvel
listamenn —
raða sér á topp
inn og auðga við-
skiptaheiminn með skilningi
sínum, þar sem áður sátu á fleti
fyrir menn aðferðanna, nær ein-
ir.
Að skilja mannlega
breytni
Fyrir allmörgum árum_ sat sá
sem þetta ritar úti í Árósum
námskeið fyrir norræna viðskipt-
afréttamenn. Einn gesta okkar
var ritstjóri sænska umsvifa-
blaðsins Veckans Affárer. Hann
fjallaði eins og aðrir gestir um
það að nýjungar í fréttamennsku
væru nú mestar á sviði frásagna
af viðskiptum og atvinnulífi. En
erfitt væri að finna nægjanlega
hæfa blaðamenn til starfa. Þá
væri spurningin hvort betra væri
að ráða viðskiptafræðinga og
kenna þeim blaðamennsku, eða
fá góða blaðamenn og kenna
þeim viðskiptafræði. Þessi ágæti
ritstjóri var ekki í vafa um það
að góður blaðamaður gæti lært
flest, en góður viðskiptafræðing-
ur væri hins vegar alls ekki vís
til þess að geta sagt lesendum
sínum frá á ljósan hátt með
skýru máli.
Sama hefur mér oft síðar dot-
tið í hug um stjórnendur; að sá
sem hefur lagt sig eftir að skilja
mannlegt eðli og mannlega
breytni sé trúlega betur til þess
fallinn að leiða hóp manna en
hinn, sem rækt hefur fög sér-
fræðinnar og talið hina hag-
fræðilegu lausn eina vera það
sem hrífur samferðafólkið.
Hér skýrist framtíðin aftur
með því að líta til fortíðar. Sá
eða sú, sem skilur samtíð sína,
þekkir fortíð hennar og hefur
hugsjón að miðla, er án efa fær-
ust um að leiða hana inn í framt-
íðina.
Hvaða skóli skyldi svo vera
bestur fyrir væntanlega stjórn-
endur framtíðarinnar?
Án efa gott og kærleiksríkt
uppeldi.
„Sumir hafa
sexappíl, sum-
ir ekki nein...“