Morgunblaðið - 10.04.1990, Síða 33

Morgunblaðið - 10.04.1990, Síða 33
, (ííT'TA r-r ímn/.r MORGUNBLAÐIÐ nr vmSKIPn MVTNNULÍF þriðjudagur io. apríl 1990 Tölvur Nýjar og hraðvirkari PS/2 tölvur á markað IBM hefur kynnt flokk nýrra gerða Personal System/2 tölvunnar ásamt stýrispjöldum íyrir tengibrautir, og jaðartækjum fyrir háþróaða tölvu- tækni. Nýju gerðiinar hafa meira minni, meiri geymslugetu og hrað- virkari diskadrif en eldri gerðir, að sögn forsvarsmanna IBM. Þá kynnti fyrirtækið nýja útgáfu af ferðatölvu, IBM Personal System/2 Model P70 386-031, en hún er búin tveggja megabæta minni og 30 mb föstum diski. Kynntar eru fjórar nýjar útgáfur af PS/2 Model 80 386 og tvær gerð- ir af nýrri tölvu, PS/2 Model 65 SX. Þessar nýju gerðir eru að sögn for- svarsmanna IBM hraðvirkar tölvur, sem auðvelt er að stækka og henti þær því vel í hvers kyns viðskiptum og við tæknivinnslu. Einnig henti þær vel sem sjálfstæðar vinnustöðv- ar og netstjórar á tölvunetum. P70-ferðatölvan hefur innbyggð- an búnað, skjá, þar sem birta má teikningar og stafrænar ljósmyndir á IBM litaskjá, sem hægt er að kaupa sérstkalega. Með viðeigandi samskiptabúnaði er einnig hægt að senda gögn og teikningar milli ferð- atölvunnar og stórtölva. Jafnframt þessum nýjungum er kynnt ný gerð af IBM leysiprentara, LasarPrinter E. Er tekið fram að þesi gerð henti vel þeim sem vilji bytja smátt en bæta síðan við sig. Prentarinn ráði við mjög fíngerða prentvinnu og sé óháður vél- eða Draupissjóðurinn hugbúnaði. Síðasta nýjungin á almiðlasviðinu er hreyfimynda- og hljóðbúnaður fyrir Personal System/2 „Micro Channel“-kerfi. Segir í frétt frá IBM að hægt sé að nota nýja PS/2 tengi- spjaldið „M-Motrion Viedeo Adapt- er/A“ til að flétta saman hljóði, hrey- fimyndum, kyrrmyndum, teikning- um, texta og gögnum á allan mögu- legan hátt. Þessi búnaður taki við merkjum frá ytri hljóð- og mynda- búnaði, vinni úr þeim og breyti í stafræna framsetningu og sendi síðan til PS-skjásins og hátalarans. Einnig hefur verið kynntur hug- búnaður sem gefur notendum að- gang og stjórn á margs konar að- gerðum, þar sem saman komi ólíkir miðlar. AVC-hugbúnaðurinn (Audio Visual Connection) er öflugt tæki sem gerir PS/2 notendum kleift að tengja saman og stjórna hljóði og myndum í alls konar verkefnum. Um 160 millj. íhlutabréf Draupnissjóðurinn hf. hefúr fjárfest í hlutabréfúm fyrir alls um 160 miiljónir króna á verðlagi í árslok 1989 firá því hann hóf starfsemi á miðju ári 1988. Sjóðurinn er dótturfélag Iðnþróunarsjóðs og hefúr það hlutverk að stuðla að þróun hlutabréfamarkaðar á Isiandi með því að fjárfesta í hlutabréíúm meðalstórra og stórra starfandi fyrirtækja sem ekki leggja hömlur á viðskipti með hlutabréf sín og stefna að opin- berri skráningu þeirra. í ársskýrslu Iðnþróunarsjóðs kem- ur fram að Draupnir hefur keypt hlutabréf í 7 félögum. Eigið fé félags- ins árslok 1989 nam rúmum 206 milljónum í árslok 1989 en þar af er hlutafé 179,9 milljónir. Eignar- hlutur Iðnþróunarsjóðs er 99,95%. I ávarpi Jóhannesar Nordal, form- anns stjórnar Iðnþróunarsjóðs á aðal- fundi sjóðsins kom fram að fyrirhug- að er að efla starfsemi Draupnis- sjóðsins með því að bjóða öðrum fjár- málastofnunum aðild að honum. Morgunverðarfundur miðvikudaginn 11. apríl 1990 klukkan 8-9.30 í Skálanum, Hótel Sögu: Leitar efnahagslífió jafnvægis eða er þenslan aó skella á? íslenskt efnahagslíf er nú við botn fjórðu hagsveiflunnar á þrem áratugum. Er bati í sjónmáli? Næst taumhald á efnahagslífinu? Leitar það jafnvægis eða er að skella á nýtt þenslu- og verðbólgutímabil? Þannig verður spurt á fundinum og fyrir svörum verða: Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur Vinnuveitendasambands íslands Aðgangur með morgunverði inniföldum kostarkr. 700. Mikilvægt er að þeir sem ætla að mæta á fundinn tilkynni þátttöku sína til Skrifstofu viðskiptalffsins, í síma 678910, fyrirkl. 16 þriðjudaginn 10. apríl. SKRIFSTOFA VIÐSKIPTALÍFSINS Skrifstofa Félags íslenskra stórkaupmanna og Verslunarráðs íslands Verslun NYJUNGAR — PS/2 nýjungarnar frá IBM eru margvíslegar. Fimmföld sala á saltfíski Vörusýning áSelfossi ~ Selfossi. „VIÐ reynum að höfða til útiveru og sports með þessari sýningu um leið og hún er auðvitað fjáröflun hjá okkur fyrir átökin í sumar,“ sagði Njáll Skarphéðinsson knatt- spyrnudeildarformaður á Selfossi. Knattspyrnumenn á Selfossi standa fyrir sýningunni Vor ’90 daga 13.-16. apríl, bíla- og sumarhúsasýn- ingu. Sýningin verður í íþróttahúsi Gagnfræðaskóians og á lóðinni í kring. Sýndir verða fullbúnir sumar- bústaðir, 40 bílar af ýmsum gerðum, mótorhjól, tjaldvagnar, húsvagnar, reiðhjól, æfingatæki og bátar. „Það verður alveg tilvalið fyrir fólk að koma við hjá okkur þessa daga,“ sagði Njáll Skarphéðinsson. Hann gat þess ennfremur að veiting- ar á sýningunni yrðu með heimilis- legum og aðlaðandi brag. — Sig. Jóns. SALTFISKSALA á höfuðborgarsvæðinu fímmfaldaðist vikuna 26,- 31. mars síðastliðinn en þá stóð Sölusamband íslenskra fískframleiðenda fyrir sérstakri kynningu á saltfiskréttum í Reykjavík, Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þessa viku voru sel arsvæðinu en venjulega er selt þa Saltfiskneysla hérlendis er um tvö tonn á viku en íslendingar eru um 255 þúsund talsins. íbúar á eyjunni Guadeloupe í Karíbahafinu, sem eru um 350 þúsund talsins, borða hins vegar um 38,5 tonn af saltfiski á viku, að sögn Sighvats Bjarnasonar sölustjóra hjá SIF. Sighvatur telur hins vegar að tvöfalda megi saltfisk- fímm tonn af saltfiski á höfúðborg- eitt tonn á viku. neyslu íslendinga. Hann segir að í saltfiskvikunni hafi verið seld á höfuðborgarsvæðinu tvö tonn af útvötnuðum saltfiskflök- um í 400 gramma pakkningum, eitt tonn af bökum, eitt tonn af vorrúllum og eitt tonn af venjulegum flöttum fiski og gellum. 7,5% RAUNVEXTIR Búnaðarbankinn hefur til sölu verð- tryggð skuldabréf Lýsingar hf. sem er í eigu Búnaðarbanka íslands, Landsbanka íslands, Vátryggingafélags íslands hf. og Sjóvá-Almennra hf. Hvert bréf er að nafnvirði 100.000 kr. og er selt með afföllum, sem tiyggja kaup- endum 7,5% ársávöxtun umfram verð- bólgu. Til sölu eru tveir flokkar: I. flokkur A 1990 Til greiðslu 15. október 1993. Lýslr^ hf. l. flokkur B 1990 Til greiðslu 15. október 1994. ffBÚNADARBANKINN \F\ 1 TRAUSTUR BANKI MEÐ SÉRSTÖKUM SAMNINGIVIÐ GRAM-VERKSMIÐJURNAR, FENGUM VIÐ EINA SENDINGU AF ÞESSUM FJÓRUM GERÐUM Á ALVEG EINSTAKLEGA HAGSTÆÐU VERÐI GRAM KF265 200 Itr. kælir stgr. kr.51.960.- GRAM KF250 173 Itr. kælir 70 llr. frystir H 126,5 tm 135,0cm (stillanleg) B 59,5 cm D 62,1 cm dður kr. 57.990,- mí kr. 54.700." stgr. ir.51.960,- GRAMKF355 277 llr. kælir 70 Itr. frystir H 166,5 cm 175,0 cm (stilltmleg) B 59,5 cm 0 62,1 cm dðurkr. 72.960.■ nií kr. 68.900." stgr. kr. 65.450.- GRAM KF344 198 Itr. kælir 146 Itr. írystir H 166,5 cm 175,0cm (stillanleg) B 59,5 cm D 62,1 cm dðurkr. 79.950.- nií kr. 75.400.- stír. kr. 71.630.- GRAM-KJEUSKAPAR hógæia tæki í eldhúsii, - ó tilboisverii 5% Staðgreiðsluafslóttur u. Kaupir þú tvö heimilistæki í einu í verslun okkar, gerum vii enn betur og bjóium 10% alslótt gegn staigreiislu >FOnix HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.