Morgunblaðið - 10.04.1990, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRIL 1990
35
Frumvarp sjö þingmanna um öldrunarmál:
Tekjutengd greiðslukvöð á
dvalarstofiiunum verði létt
Sólveig Pétursdóttir (S-Rv) og sex aðir þinginenn úr fjóruin þing-
flokkun flytja frumvarp til breytinga á lögum um málefni aldraðra,
sem felur í sér að létt skuli greiðslukvöð aldraðra á dvalarkostnaði
á stofhunum fyrir aldraða.
I gildandi lögum um málefni aldraðra (1. og 2. málsgrein 27. grein-
ar laga nr. 82/1989) er kveðið á um að vistmenn sem hafa tekjur
umfram kr. 11.000.- skuli taka þátt í greiðslu dvalarkostnaðar á stofh-
unura fyrir aldraða að hluta eða öllu. Frumvarpið felur í sér að
þessi tekjuviðmiðun greiðslukvaðar hækki í kr. 30.000 og að sett
skuli í reglugerð nánari ákvæði hækkun viðmiðunartekna.
Flutningsmenn frumvarpsins
eru: Sólveig Pétursdóttir (S-Rv),
Anna Olafsdóttir Björnsson (SK-
Rv), Arni Gunnarsson (A-Ne), Frið-
rik Sophusson (S-Rv), Hreggviður
Jónsson (FH-Rn), Olafur G. Einars-
son (S-Rn) og Þórhildur Þorleifs-
dóttir (SK-Rv). í greinargerð með
frumvarpinu segir m.a.:
„I eldri lögum um málefni aldr-
aðra þurftu aldraðir að vísu að
greiða hlutdeild í dvalarkostnaði ef
þeir höfðu lífeyristekjur umfram
frítekjumark en greiðslur féllu niður
ef þeir fluttust á hjúkrunardeild. I
lögum nr. 82/1989 virðist hafa ver-
ið ætlunin að breyta þessu fyrir-
komulagi að einhveiju leyti í rétt-
AlMnCI
lætisátt og jafnvel að létta á
greiðsluskyldunni hjá þeim sem
greitt hafa í lífeyrissjóði en niður-
staðan hefur orðið önnur. Það sem
vekur sérstaka athygli er að nú
greiða einnig aldraðir sjúklingar
fyrir vist sína. Lögin hafa þannig
stækkað þann hóp aldraðra sem
ætlað er að greiða dvalarkostnað
sinn á stofnunum að hluta eða öllu.
Þeir, sem hafa yfir 11 þúsund krón-
ur á mánuði í eigin tekjur, skulu
þannig greiða með sér og bitna
þessar greiðslur aðallega á fólki
sem greitt hefur til lífeyrissjóða á
starfsævi sinni, enda þótt eignatekj-
ur séu einnig teknar inn í þennan
kostnað. Þetta fólk fær þar að auki
ekki neina vasapeninga frá Trygg-
ingastofnun ríkisins, líkt og þeir
sem ekki hafa neinar aðrar tekjur
en frá þeirri stofnun.
Það hlýtur að teljast óeðlilegt að
það fólk, sem hefur tekjur umfram
bætur frá Tryggingastofnun vegna
þess sparnaðar sem það hefur
ástundað alla ævi, skuli missa þær
til ríkisins þegar það sest í helgan
Stuttar þingfréttir
■ SKAÐSEMISAB YRGÐ: Fram
hefur verið lagt stjórnarfrumvarp
um skaðabótaábyrgð framleiðenda
og dreifingaraðila á tjóni, sem hlýzt
af ágalla á vöru sem þeir hafa fram-
leitt, eða látið af hendi á annan hátt.
■ MEÐ KA UP í HUGA: Eyjólfur
Konráð Jónsson (S-Rv) gagnrýndi
það á þingfundi í gær að forsetar
þingsins hafi sent þingmönnum
sérstakt skriflegt boð um skoðunar-
ferð um Hótel Borg [Pósthússtræti
11] „með kaup í huga“. Hveiju
sætir þetta? spurði þingmaðurinn.
Hveijir hafa í huga að kaupa Hótel
Borg? - Guðrún Helgadóttir forseti
þingsins sagði forseta vilja gefa
þingmönnum kost á að skoða Borg-
ina vegna tillögu til þingsályktunar
um kaup Alþingis á þessu húsnæði.
■ SÍÐASTI SKILADA GUR: í
dag er síðasti skiladagur frumvarpa
stein. Vandséð er hvaða rök geta
réttlætt slíka ráðstöfun löggjafans
enda þótt vistun aldraðra feli í sér
mikinn kostnað fyrir ríkissjóð. Það
má einnig leiða að því rök að eldri
borgarar séu nú þegar búnir að
leggja sitt af mörkum til samfélags-
in hvað þennan kostnað varðar og
að þeir eigi sinn sparnað sjálfir.“
Síðar í greinargerðinni er vfsað
til þess höfuðeinkennis sjúkratrygg-
inga hér á landi að öllum sjúkra-
tryggðum landsmönnum hafi verið
tryggð ókeypis vist á sjúkrahúsum
og sjúkradeildum fyrir aldraða, sbr.
40. og 41. grein laga um almanna-
tryggingar. Þá segir orðrétt:
„Verður ekki annað séð en 27.
grein laga nr. 82/1989 gangi þvert
á þetta ákvæði almannatrygginga
og breytir þar varla nokkru um
þótt aldraðir sjúklingar séu í reglu-
Sólveig Pétursdóttir (S-Rv.)
gerð kallaðir „langiegusjúklingar".
Þessa nýtilkomnu greiðslubyrði
mætti e.t.v. kalla „sjúklingaskatt“
og vísast þá til fyrri umræðna á
Alþingi um hann, m.a. á þinginu
1983-84, er rætt var um umdeilda
tillögu í þá átt að sjúklingar greiddu
hluta af fæðiskostnaði sínum en þá
var þessi nafngift notuð.“
*
Alfrum-
varp í dag?
JÓN Baldvin Hannibalsson, stað-
gengill iðnaðarráðherra, sagði á
Alþingí í gær, að hann gerði fast-
lega ráð fyrir því að stjórnar-
frumvarp um nýtt álver yrði lagt
fram í dag eða á morgun.
Friðrik Sophusson (S-Rv)
krafði forseta sameinaðs þings upp-
lýsinga um það á Alþingi í gær,
hvað dveldi skýrslu iðnaðarráðherra
til Alþingis um nýtt álver, en nú
væru u.þ.b. tveir mánuðir liðnir
síðan hann var beðinn að láta þing-
inu í té skýrslu um stefnu ríkfe-
stjórnarinnar í málinu, meginefni
væntanlegs stjórnarfrumvarps um
það sem og um staðsetningu hins
nýja álvers.
Guðrún Helgadóttir, forseti
þingsins, sagði skýrslu ráðherr-
ans um nýtt álver á næsta leiti.
Jón Baldvin Hannibalsson, sem
er staðgengill iðnaðarráðherra í
ijarveru hans, sagði að hann gerði
fastlega ráð fyrir að frumvarpið
yrði lagt fram í dag eða á morgun.
Stjórnarlfrumvarp um auglýsingar;
Hagsmunir neytenda ráði ferð
á Alþingi er fá umræðu og af-
greiðslu á þessu þingi, en áform
standa til að þinginu ljúki 27. þ.m.
■ ÞINGSÁL YKTANfR Á
HRAÐFERÐ: Ekki færri en tíu
tillögur til þingsályktunar fengu
afgreiðslu í gær til skoðunar í
nefndum og til síðari umræðu - eða
var vísað til ríkisstjórnarinnar. Til-
lögur, sem afgreiddar vóru til
nefnda, fjalla m.a. um: framtíð
gamla miðbæjarins, endui'vinnslu
úrgangsefna, undirbúning að nýjum
samvinnulögum, þjóðleikhúsið,
efnainnihald í íslenzkum matvæl-
um, jöfnun orkukostnaðar, fríhafn-
arsvæði við Keflavíkurflugvöll og
ræktun íslenzka Ijárhundsins. Til
ríkisstjórnarinnar var m.a. vísað til-
lögum um könnun á aðstöðu ein-
staklinga með glúten-óþol og um
menningarsamskipti við Vestur-
íslendinga.
Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, segir að markmiðið með
frumvarpi til laga um auglýs-
ingar, sem hann hefur lagt fram,
sé að „stuðla enn frekar en nú
er gert að heilbrigðri samkeppni
á auglýsingamarkaðinum og
vernda enn betur hagsmuni neyt-
enda, fyrst og fremst barna . . .
Það er ekki vanþörf á því að
gefa hagsmunum barna sérstakan
gaum á okkar tímum þegar áhrif
Qölmiðlanna eru jafiimikil og
raun ber vitni“.
í frumvarpinu eru m.a. ákvæði
um:
* 1) Auglýsingar í hljóðvarpi og
sjónvarpi skulu vera á lýtalausri
íslenzku, sem og aðrar auglýsingar.
Erlendur söngtexti má þó vera hluti
auglýsingar í hljóð- og sjónvarpi.
Auglýsingatexti, sem sérstaklega er
beint til útlendinga, t.d. í flughöfn-
um, má þó vera á erlendum málum.
* 2) Oheimilt er að veita rangar,
ófullnægjandi eða villandi upplýsing-
ar í auglýsingum. Þær mega heldur
ekki „vera ósanngjarnar gagnvart
keppinautum eða neytendum vegna
forms þeirra eða sökum þess að
skírskotað ertil óviðkomandi mála“.
* 3) Auglýsingar skulu miðast við
að börn sjái þær og/eða heyri og
sértakrar varúðar skal gætt þegar
auglýsingar höfða til barna.
* 4) Auglýsingar skulu vera þann
veg úr garði gerðar að ekki leiki
vafi á að um auglýsingu sé að ræða
og skýrt aðgreindar frá öðru efni
fjölmiðla. Auglýsingar í hljóðvarpi
og sjónvarpi skulu fluttar í sérstök-
um auglýsingatímum.
* 5) Abyrgð á að ákvæði í reglu-
gerð og lögum um auglýsingar séu
haldin hvílir á auglýsanda, höfundi
auglýsingar eða auglýsingastofu eða
útgefanda, eiganda fjölmiðils eða
öðrum birtingaraðila.
* 6) Ráðherra skal í reglugerð setja
nánari ákvæði um framkvæmd, sem
m.a. byggist á siðareglum Alþjóða-
verzlunarráðsins um auglýsinga-
starfsemi
* 6) Ráðherra skipar fimm manna
nefnd til fjögurra ára er gegni lykil-
hlutverki í því að framfylgja ákvæð-
um verðlagslaga og reglugerðar á
grundvelli þeirra að því er varðar
auglýsingar.
Sama orkuverð án
tHlits til búsetu fólks
Tillaga Friðjóns Þórðarsonar (S-Vl) um jöfhun orkukostnaðar í
landinu fékk góðar undirtektir í umræðu í Sameinuðu þingi í gær.
Tillögugreinin er áskorun á ríkisstjórnina um að stefiia að því að allir
landsmenn greiði sama orkuverð, óháð búsetu. Meðflutningsmenn eru
aðrir þingmenn Vestlendinga.
Friðjón Þórðarson (S-Vl) sagði
að meginforsenda þess að fólk kysi
framtíðarbúsetu í stijálbýli væri sú
að næg atvinna væri til staðar og
að fólk byggi við svipaða aðstöðu
hvað snertir framfærslukostnað.
Óhóflegur verðmunur raforku eftir
búsetu valdi óviðunandi mun að
þessu leyti.
Þingmaðurinn las upp ýmsar
ályktanir landsfunda stjórnmála-
flokkanna, sem og ákvæði stjórnar-
sáttmála ríkisstjórnar Steingríms
Hermannssonat-, um þetta efni. Ekki
vantaði hin góðu orðin en á skorti
mjög um efndirnar. Mál væri úr að
bæta.
Margir þingmenn tóku til máls og
studdu allir tillöguna. Alexander
Stefánsson (F-Vl) taldi misréttið,
sem fram kæmi í orkuverði, mælast
í u.þ.b. tveimur milljörðum króna.
Hann sagði að viðunandi árangur til
verðjöfnunar orkunnar næðist ekki
nema að breyttum lögum um Lands-
virkjun.
UR DAGBOK
LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK
- 19 ökumenn eru grunaðir um
að hafa ekið undir áhrifum áfeng-
is um helgina. 16 þeirra voru
stöðvaðir í akstri, en þrír höfðu
lent í umferðaróhöppum.
- 6 umferðarslys urðu um helg-
ina og tilkynnt var um 27 önnur
umferðaróhöpp. Ökumaður
meiddist í árekstri á gatnamótum
Þingholtsstrætis og Amt-
mannsstígs um miðjan dag á
föstudag. Um miðjan dag á laug-
ardag meiddist farþegi í árekstri
á Reykjanesbraut gegnt Jarlinum.
Síðar þann dag meiddust ökumað-
ur og farþegi í árekstri í Vallar-
ási. Um kvöldið meiddist ökumað-
ur í árekstri á Sætúni. Á sunnu-
dagsmorgun meiddust ökumaður
og farþegi í árekstri á Miklubraut
gegnt húsi nr. 50. Um miðjan dag
á sunnudag slösuðust þrír í
árekstri tveggja bifreiða á gatna-
mótum Skógarsels og Miðskóga.
- Ökuhraðinn eykst í kjölfar
betra tíðarfars. 30 ökumenn voru
irí'. i'i' i' i'. ii.'!'. . -i! ,.i't|: 'i
kærðir fyrir of hraðan akstur um
helgina. Sá, eða öllu heldur sú,
er stöðvuð var á hvað mestum
hraða ók á 124 km/klst. á götu
þar sem leyfður hámarkshraði er
70 km/klst. Þá voru allnokkrir
ökumenn kærðir fyrir að virða
ekki rauða ljósið á umferðarljósa-
vitum.
- A.m.k. 70 sinnum þurfti lög-
reglan að hafa afskipti af ölvuðu
fólki. 22 gistu fangageymslurnar,
12 á laugardagsnótt, 8 á sunnu-
dagsnótt og 2 á mánudagsnótt. 5
þeirra voru færðir fyrir dómara
að morgni og boðið að gera upp
fyrri gerðir sínar á kr. 7.000-
10.000. Það voru þeir, sem höfðu
haft uppi ókurteislegt athæfi á
almannafæri, sýnt af sér miður
góða hegðan og einn hafði haft
uppi tilburði til þess að bíta starf-
andi lögregluþjón. Stundum er
ekki djúpt á dýrseðlinu í mann-
skepnunni. Aðrir þeir, er nutu
gistiaðstöðu fangageymslunnar,
—-Hr---?—: ■ 11 i--------------r.
voru þar vegna undanfarandi
þjófnaða, innbrota, heimilisófrið-
ar, slagsmála og skemmdarverka.
Þeir voru færðir fyrir starfsmenn
rannsóknadeilda og Rannsóknar-
lögreglu ríkisins, og gert að gera
þar nánar grein fyrir málum
sínum.
- 6 ökutæki voru fjarlægð með
kranabifreið vegna hættulegrar
stöðu þeirra og 13 eigendum ann-
arra var gert að greiða gjald
vegna annars konar ólöglegrar
stöðu.
- Lögreglan aðstoðaði 20 öku-
menn við að komast inn í læstar
bifreiðir sínar og 14 öðrum var
veitt annars konar aðstoð í einni
eða annarri mynd. 6 til viðbótar
voru aðstoðaðir við að komast inn
í læstar íbúðir sínar. Svo er að'
sjá að eigendur bifreiða séu meira
vakandi og læsi þeim í auknum
mæli, enda ekki vanþörf á. Inn-
brot og þjófnaðir úr bifreiðum
hafa verið tíð frá áramótum, en
nú er að sjá að dregið hafi úr tíðni
þeirra. En ekki verður dregið úr
slíkum þjófnuðum til frambúðar
nema með dyggri aðstoð bifreiða-
eigendanna sjálfra. Rétt er að
minna á að auk þess sem nauðsyn-
legt er að taka kveikjuláslykilinn
og læsa bifreiðinni má ekki skilja
þar vérðmæti eftir óvarin, s.s.
veski, ávísanahefti, greiðslukort,
persónuskilríki, töskur og a.þ.h.
— 10 innbrot og 8 þjófnaðir
voru tilkynnt til lögreglu um helg-
ina. Brotist var inn í 5 fyrirtæki
við Laugaveg, í íbúð við Kapla-
skjólsveg, í íbúð við Ljósheima, í
verslun við Kleifarsel, í verslun
við Selásbraut, í verslun við Dal-
braut, í verslun í Þverholti, í hár-
greiðslustofu í Pósthússtræti, í
bílasölu við Miklatorg og í vinn-
uskúr við Skúlagötu. Bensíni og
verkfærum var stolið úr bílskúr,
símaborði og skóm úr vinnustofu
í Asparfelli, tvisvar stolið pening-
um og fatnaði úr skáp í sundlaug-
unum í Laugardai, peningum og
skilríkjum sjúklings á spítala og
dekki af bíl við Suðurhóla. Þá
voru fjórir staðnir að verki við
hnupl í verslunum. Sérstök gæsla
var við verslun ÁTVR í Kringl-
unni.
- Einu ökutæki var stolið. Það
fannst skömmu síðar.
- Eitt rán var framið. Það átti
sér í Hafnarstræti aðfaranótt
sunnudags. Tveir menn rændu þar
mann veski sínu. Þessir sömu
menn voru síðan handteknir í inn-
broti síðar um nóttina.
- 7 skemmdarverk voru framin
á gæslusvæðinu og 5 rúðubrot.
Úðað var úr slökkvitæki í stiga-
gangi, garðljós var skemmt,
skemmdir voru unnar á tveimur
bifreiðum og á hurð. Nokkrir voru
handteknir vegna skemmdarverk-
anna. Rúður voru brotnar í húsi
í Ingólfsstræti, í Hraunbæ, í Skip-
holti og í Hafnarstræti.
- Hald var lagt á bruggtæki í
húsi á Seltjamarnesi.
- Maður var fluttur á slysa-
deild eftir slagsmál á Hallæris-
planinu um kl. 4.00 á sunnudags-
morgun. Þá var veist að manni á
Hverfisgötu við Barónsstíg
skömmu síðar.
- Tilkynnt var um eld í húsi
við Drafnarstíg. Þar hafði pottur
gleymst á eldavél.
- Talsverðu af óskilamunum
var skilað á Lögreglustöðina um
helgina.