Morgunblaðið - 10.04.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.04.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1990 ATVI NNUAUG[ YSINGAR Matsmaður - úthafsrækjuveiðar Matsmann vantar á skip, sem stundar út- hafsrækjuveiðar. Upplýsingar veittar í síma 985-22284. Laus staða Staða rektors Tækniskóla Islands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil, skulu hafa borist menntamála- ráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 1. maf nk. Menntamálaráðuneytið, 10. apríl 1990. Hrafnista, DAS, Hafnarfirði Hjúkrunarfræðingar óskast nú þegar, eða eftir nánara samkomulagi. Allar vaktir svo sem dag-, kvöld-, helgar- og næturvaktir eru í boði. Ennfremur vantar hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarnema í sumarafleysingar. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 54288. Skrifstofufólk Opinber stofnun vill ráða starfskraft, sem getur unnið við tölvu, vélritun og önnur al- menn skrifstofustörf. Umsóknir og upplýsingar um fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „B - 12021“ fyrir 17. apríl. Staða trygginga- tannlæknis Samkvæmt 44. gr. laga um almannatrygging- ar skal tryggingaráð ráða tannlækni, sem hafi eftirlit með framkvæmd ákvæða lag- anna, er lúta að tannlækningum. Hér með er nefnd staða auglýst laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Umsóknir skulu berast skrifstofu forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins fyrir 21. apríl nk. Tryggingastofnun ríkisins. TIL SOLU Kaupfélag Vopnfirðinga, Vopnafirði, auglýsir Til sölu eru nokkrar fasteignir félagsins ásamt með lausafjármunum svo sem iðnað- arvélum, vörubifreið og verkstæðalagerum. Tilboðsfrestur er til 1. maí 1990. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar veitir Þórður Pálsson, kaupfélagstjóri, í síma 97-31200. Stjórn Kaupfélags Vopnfirðinga. FUNDIR - MANNFA GNAÐUR Aðalfundur Aðalfundur foreldrasamtakanna verður hald- inn laugardaginn 21 apríl., kl. 10.00 á Forn- haga 8. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. TILBOÐ — UTBOÐ FITJUM - 260 NJARÐVÍK PÓSTHÓLF 260 SÍMI 92-16200 Útboð Vatnsveita Suðurnesja sf. óskar eftir tilboð- um í lagningu 2. áfanga stofnæðar og að- veituæða fyrir veituna. Verkið nær til lagning- ar 5,4 km af Duotile-vatnsæðum í víddum 600,400 og 350 mm ásamt strengjalögnum. Útboðsgögn eru afhent á Verkfræðistofu Njarðvíkur, Brekkustíg 39, 260 Njarðvík, frá miðvikudeginum 11. apríl gegn 10.000,- króna skilatrygginu. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 30. apríl 1990 kl. 11.00. Vatnsveita Suðurnesja. TILKYNNINGAR V/hátíðardaganna dreifum við auglýsinga- blaðinu Notað og nýtt f dag. Auglýsið ókeypis, sfmi 625-444 J Landsþing 23. Landsþing Slysavarnafélags Islands verður haldið í Mosfellsbæ dagana 18.-20. maí nk. Verður þingið sett kl. 15.00 í Hlé- garði, en áður verður guðsþjónusta í Lága- fellskirkju er hefst kl. 14.00. Slysavarnadeildir og björgunarsveitir eru beðnar að tilkynna sem fyrst um fulltrúa á þingið. Stjórn Slysavarnafélags íslands. FERÐIR — FERÐALOG Skíðaskáli Ármanns Laugardaginn 14. apríl verður nýr skíðaskáli Ármanns í Sólskinsbrekku formlega tekinn í notkun. Athöfnin hefst kl. 15.00. Vonast er til að félagar og velunnarar mæti og skoði þessa nýju aðstöðu. Ef skíðasvæðið í Bláfjöll- um verður lokað á laugardag færist athöfnin til sama tíma næsta dags. Stjórn og bygginganefnd skíðadeiidar. KENNSIA Samvinnuháskólinn - Rekstrarfræði Samvinnuháskólapróf í rekstrarfræðúm miðar að þvf að rekstrarfræðingar séu und- irbúnir til forystu-, ábyrgðar- og stjórnunar- starfa í atvinnulífinu. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfræði- eða viðskiptabrautum eða lokapróf í frum- greinum við Samvinnuháskólann eða annað sambærilegt nám. Viðfangsefni: Öll helstu svið rekstrar, við- skipta og stjórnunar, s.s. markaðarfræði, fjármálastjórn, starfsmannastjórn, stefnu- mótun, lögfræði, félagsmálafræði, sam- vinnumál o.fl. Námstími: Tveir vetur, frá septembertil maí. Frumgreinadeild til undirbúnings rekstrarfræðanámi. Inntökuskilyrði: Þriggja ára nám á fram- haldsskólastigi án tillits til námsbrautar. Viðfangsefni: Bókfærsla, hagfræði, tölvu- greinar, enska, íslenska, stærðfræði, lög- fræði, félagsmálafræði og samvinnumál. Einn vetur. Aðstaða: Heimavist og fjölskyldubústaðir á Bifröst í Borgarfirði ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.fl. Barnaheimili og grunnskóli nærri. Kostnaður: Fæði, húsnæði og fræðsla áætl- uð um 35.000 kr. á mánuði fyrir einstakling næsta vetur. Umsóknir: Með bréfi til rektors Samvinnu- háskólans á Bifröst. Umsókn á að sýna per- sónuupplýsingar, upplýsingar um fyrri skóla- göngu með afriti skírteina og um fyrri störf. Tvenn skrifleg meðmæli fylgi. Veitt er inn- ganga umsækjendum af öllu landinu. Þeir umsækjendur ganga fyrir, sem orðnir eru eldri en 20 ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífinu. Námið hentar jafnt konum sem körlum. Umsóknir verða afgreiddar 25. apríl og síðan eftir því sem skólarými leyfir. Samvinnuháskólanám er lánshæft. Samvinnuháskólinn á Bifröst, 311 Borgarnes -sími: 93-50000. SJALFSTIEÐISFLOKKURINN F É I. A C. S S T A R F Akranes - opið hús Miðvikudaginn 11. apríl vígjum við nýendurbætt húsnæði í Heiðar- gerði 20. Húsið opnað kl. 20.30. Kaffi og fleira á boðstólnum. Hvetj- um alla sjálfstæðismenn til að mæta. Sjálfstæðiskvennafélagið Báran. Akureyri - Akureyri Fulltrúaráð og sjálfstæöisfélögin á Akureyri halda þriðja fundinn í fundaröð um stefnumörkun sjálfstæðismanna um bæjarmálefni Akur- eyrar fyrir komandi kjörtímabil. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Sjálfstæðisflokksins, Kaupangi við Mýrarveg, í dag, þriðjudaginn 10. apríl kl. 20.30. Sjálfstæðisfólk er hvatt til að mæta og taka þátt i mótun framtíðar- stefnu. Við minnum á að skrifstofa flokksins er opin alla virka daga frá kl. 16.00-19.00, sími 21504. Stjórnirnar. Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð, símar 679053, 679054,679056 Upplýsingar um kjörskrá og aöstoð við kjörskrárkærur. Fyrst um sinn fer utankjörstaðakosning fram hjá borgarfógetanum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, kl. 10-15 alla virka daga. Sjálfstæðisfólk! Hafið samband við skrifstofuna ef þið verðið ekki heima á kjördag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.