Morgunblaðið - 10.04.1990, Side 38

Morgunblaðið - 10.04.1990, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1990 AÐALFUNDUR Aðalfundur íslandsbanka hf. áríð 1990 verður haldinn íÁtthagasal Hótels Sögu mánudaginn 30. apríl og hefst hann kl. 16:30 Dagskrá: 1. Aðalfundarstörfí samræmi við ákvæði 28. gr. sampykkta fyrir bankann. 2. Stofhun Menningarsjóðs íslandsbanka. Hluthafar sem vilja fá ákveðið mál tekið til meðferðar á aðalfundinum skulu í samræmi við ákvœði 25. gr. samþykkta fyrir bankann gera skriflega kröfu þar að lútandi til bankaráðs, Kringhmni 7, Reykjavík, í síðasta lagi 18. apríl 1990. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í afgreiðslu íslandsbanka, Kringlunni 7, 1. hœð, dagana 2S.-27. apríl 1990 kl. 9:15-16:00, svo og á fundardag við innganginn. Reykjavík, 3. apríl 1990 F.h. bankaráðs íslandsbanka hf. Ásmundur Stefánsson, formaður ÍSLANDSBANKI Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frá fundi SVS og Varðbergs á laugardag. John G.D. de Chastelain hershöfðingi flytur ræðu sína. Við háborðið sitja frá vinstri Magnús Þórðarson framkvæmdastjóri, Kjartan Gunnarsson, formaður SVS, og Þórður Ingvi Guðmundsson, formaður Varðbergs. Varnir Kanada: Leggja áherslu á að liafá herafla í Evrópu KANADASTJÓRN ákvað að falla frá skyldum sínum til að senda sér- staka herdeild til Noregs á hættutímum vegna þess, að ekki var með raunhæfúm hætti unnt að halda henni úti samhliða því sem kanadískur herafli væri í Vestur-Þýskalandi. Styrkur sovéska flotans á Norður-Atl- antshafi veldur því, að Kanadamönnum yrði á hættutímum um megn að tryggja öryggi á samgönguieiðum við eigin herafla á norðurslóðum og í miðhluta Evrópu. Þeir leggja áherslu á að halda liðsafla úti í Evrópu einnig nú eftir að aðstæður hafa breyst í álfunni. Þetta kom fram í erindi, sem John G.D. de Chastelain, hershöfðingi og yfirmaður alls herafla Kanada, flutti á fundi Samtaka um vestræna sam- vinnu (SVS) og Varðbergs síðastlið- inn laugardag. Hershöfðinginn sagði, að þrátt fyrir minni skuldbindingar Kanadamanna í Norður-Noregi hefði gildi íslands fyrir varnir Kanada og Norður-Atlantshafsins ekki breyst. Eftirlitssvæði kafbátaleitarvéla frá Keflavíkurflugvelli lægi að svæði kanadísku eftirlitsflugvélanna. Sam- kvæmt samkomulagi um verkaskipt- ingu um hraðlið NATO ættu Kanda- menn að senda liðsafla til Norður- Noregs á hættutímum og tengdist ísland áætlunum um það eins og öllum ráðagerðum um varnir' sigl- inga- og flutningaleiða yfir Norður- Atlantshaf. Hershöfðinginn sagði, að Kanada- menn hefðu ekki tekið jafn ákveðna afstöðu og Bandaríkjamenn gegn viðræðum við Sovétmenn um tak- mörkun vígbúnaðar á höfunum. Kanadamenn væru aðilar að sam- komulaginu um, að ekki skuli rætt um afvopnun á höfunum í CFE-við- ræðunum í Vín um fækkun hefð- bundins herafla í Evrópu. Á hinn bóginn hefðu þeir sagt, að viðræður við Sovétmenn um höfin kæmu til greina á síðari stigum, enda yrði sýnt fram á siglingaleiðir og varnir þeirra skiptu sköpum fyrir Atlants- hafsbandalagið (NATO) en ekki Sov- étríkin. John G.D. de Chastelain ræddi um hinar miklu breytingar, sem orðið hefðu í Austur-Evrópu og menn væru enn að átta sig á áhrifum þeirra á öryggismál og varnir í Evr- ópu. Framvindan myndi ráðast í við- ræðum um afvopnunarmál og með auknum tengslum þjóða á milli á öllum sviðum, sjálfur sagðist hann hafa á dagskrá sinni að heimsækja starfsbræður í Sovétríkjunum, Tékkóslóvakíu og Ungveijalandi. Hann taldi, að það væru óskir ráða- manna bæði fyrir austan og vestan, að Bandaríkjamenn héldu áfram úti herafia í Evrópu. Hor nafjarðarbátar taka upp netin um helgar: Beginmunur á gæðum - segir Hannes Halldórsson, verkstjóri hjá KASK MEÐ minnkandi kvóta fer það vaxandi, að bátar bæði fækki netum í sjó og taki þau upp um helgar til að bæta gæði og verðmæti aflans. Það er þó nokkuð mismunandi eftir verstöðvum hvort svo er gert, en þar sem fískurinn er gæðametinn inn í verkunarhúsin og greitt fyrir hann samkvæmt því, virðist hvatinn vera meiri til þess að koma með betri fisk að landi en þar, sem fyrirfram er samið um fast verð og mat. Hornafjarðarbátar draga netin upp um helgar og segir Hannes Halldórsson, verkstjóri í saltfiskverkun KASK, að það sé reginmunur á gæðum fisksins frá því, sem var í fyrra. Halldór Árnason, fiskmats- stjóri, segir að það hljóti að hafa áhrif á gæði landaðs afla, að verðið sé sem mest tengt gæðum fiskins. „Þessi 'vertíð er sú fyrsta, sem reglan er, að menn dragi netin upp um helgar eða skilji eftir eina og eina trossu til að halda góðum stöð- um. Það er reginmunur á gæðum fisksins nú, en var í fyrra. Það skilar hærra verði til sjómanna og verð- meiri fiski úr vinnslunni svo hagnað- urinn er gagnkvæmur. Það, sem kannski veldur mestu um þetta er, að við höidum þeirri aðferð að meta fiskinn af bátunum og greiða fyrir hann eftir því. Yfirborgun á lág- marksverðið er þannig háttað, að mest kemur á bezta fiskinn, en hlut- fallslega minna á þann lakari," segir Hannes. Grindavíkurbátar, sem leggja nest sín fyrir austan Eyjar hafa gert tölu- vert af því að taka upp netin um helgar, en þeir, sem leggja á heima- slóð og landa daglega, hafa ekki gert það. Á Suðurnesjum er í nær öllum tilfellum samið um fast verð eða fasta gæðaflokkun á fiski, sem hvorki fer á markað né í gáma. Sami háttur er hafður á víðast hvar og ennfremur er lítið gert af því að LJÓSMYNDA- ALBUM /rá Múlalundi.. ... vel geymdar verða minningarnar enn ánægjulegri. ^&Múlalundur SlMI: 62 84 50 gera að fiskinum og ísa hann um borð. Það er þó gert á bátum á Vest- fjörðum og hefur það skilað mjög góðu hráefni samkvæmt upplýsing- um í fréttabréfi Ríkismats sjávaraf- urða. Halldór Árnason, fiskmatsstjóri, segir að Ríkismatið sjái ekki lengur um almennt ferskfiskmat og hafi því ekki beinar upplýsingar um gæði þess afla, sem nú berst á land. „Byggjum við hins vegar á fyrri upplýsingum, er það alveg ljóst að séu netin ekki tekin upp um helgar, fæst mun verri fiskur, en séu þau tekin upp. „Svartir mánudagar" voru allt of algengir meðan við fylgdumst með þessu og það er ekkert sem bendir til þess, að ástandið breytist nema menn taki upp netin. Fái menn enga hvatningu eða svörun, með hvaða hætti sem það er, leggja þeir sig síður fram um að koma með sem beztan fisk að landi. Því hlýtur það að hafa áhrif að verðið sé sem mest tengt gæðum fiskins. Að mati okkar er hægt að bæta verðmæti mögulegs afla um milljarða króna á ári með því að standa rétt að öllum þáttum, allt frá frá því fiskurinn kemur í veiðarfærið og þar til hann er kom- inn til neytenda.. Ég tel þó ekki rétt að opinbert gæðamat á ferskum fiski komi til að nýju, það er hlutverk við- komandi fyrirtækja að taka það upp hjá sjálfum sér. Meðal annars með þeim hætti er hægt að auka gæðavit- und fólksins, verðmæti aflans og framleiðslunnar um leið,“ segir Hall- dór Árnason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.