Morgunblaðið - 10.04.1990, Side 45

Morgunblaðið - 10.04.1990, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1990 45 Pétursdóttur og búa þau í Aust- urhlíð í Mývatnssveit. Metúsalem, húsasmíðameistari, búsettur í Reykjavík, kona hans er Guðrún Þorbergsdóttir. Einar Magnús sem lést 14. apríl 1978, eftirlifandi kóna hans er Sigríður Ásgrímsdóttir. Guðlaug, læknaritari, gift Rúrik Sumarliðasyni nú búsett í Reykjavík en bjuggu áður á ísafirði. Þórarinn Sigurbjörnsson, vélvirki, kvæntur Sólveigu Arnórsdóttur og búa þau í Hafnarfirði. Afi lést 2. desember 1953 og eftir það bjó amma með börnum sínum til ársins 1958. En þá flutt- ist hún í Mývatnssveit og bjó all- mörg ár í Austurhlíð hjá Arnþóri og Helgu. Síðan fluttist hún suður til Reykjavíkur þar sem við áttum því láni að fagna að kynnast henni mjög náið. Bjó hún lengi á heimili okkar og síðar í eigin íbúð í næsta nágrenni við okkur. Osjaldan fórum við í heimsókn til ömmu og alltaf var jafn gott og hlýlegt að koma þangað, alltaf var til í skápnum hennar uppáhalds kexið okkar og annað sem okkur þótti best. Amma var alltaf sístarfandi, ef hún var ekki í heimilisstörfunum þá var hún að hekla eða sauma út. Stundum hvíslaði hún því að manni að hún hefði nú stolist til að líta í blöðin um miðjan daginn en það þótti henni hinn mesti ónytjungs- háttur, blöðin átti að lesa á kvöldin þegar störfum var lokið. Hún var alltaf svo skilningsrík og verulega góð enda höfðu vinir okkar sem kynntust ömmu orð á því hvað hún væri góð amma. Minningin um ömmu okkar og allar góðu stundirnar okkar saman lifir með okkur alla tíð. Linda og Birna Metúsalemsdætur t Ástkær móðir okkar, ÁSTA MAGNÚSDÓTTIR frá Mosfelli, Austurbrún 2, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju miðvikudaginn 11. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vildu minn- ast hennar er bent á líknarfélög. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Valdís og Guðrún Tómasdætur. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR S. ÓLAFSSON bifvélavirki, Fannborg 1, Kópavogi, er lést 28. mars, hefur verið jarðsettur í kyrrþey að eigin ósk. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfall hans. Lára L. Loftsdóttir, Guðmunda Hjördís, Sólveig Margrét, Ólafur Kristján, Anna Edda, Sigrún, Guðrún Ósk, og Kjartan Óskarsbörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför BJARNA SVEINSSONAR verslunarmanns, Hvassaleiti 56. Fanney Jónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. LÁTTU DRAUMINN RÆTAST: NÝR FULLKOMINN SÍMIMEÐ SÍMSVARA Á ADEINS KR. 11.952.- Gold Star fyrirtækið er eitt af stærstu og öflugustu fyrirtækjum heims í framleiðslu síma og símkerfa. Þau eru hvarvetna viðurkennd fyrir gæði og hugvitssamlega hönnun. Krystall hff. er nýr umboðsaðili fyrir Gold Star Telecommunication Co., Ltd. hér á landi. Það er okkur sérstök ánægja að geta nú boðið heimilum og smærri fyrirtækjum þetta stórskemmtilega símtæki á aðeins 11.952.- kr. Hér er um að ræða sérstakt kynningarverð átakmörkuðu magni. Hafðu því snör handtök, hringdu strax (úr gamla símanum) og tryggðu þér eintakl! HELSTU EIGINLEIKAR GOLD STAR 1240 ERU M.A.: \ ■ Sími og símsvari í einu tæki. ■ Smekkleg hönnun og einfalt í notkun. ■ Fjarstýranlegur án auka- tækja úr öllum tónvalssímum - hvaðan sem er. ■ 10 númera skammvalsminni. » Míkrókasetta með 30 mínútna geymsluminni. ■ Fullkomnar leiðbeiningar á fslensku. ■ 15 mánaða ábyrgð. SÍMI 685750 FAX 685159 SKEIFAN 11B 108 REYKJAVÍK og allir af stað.J Það er stórkostlegt skemmtanalíf í Fríklúbbnum, íþróttir, uppákomur! Hópurinn fer saman út að borðafá diskótek, skellir sér á seglbretti eða í jeppasafarí og.. og og..og.. alveg pottþétt! 2ja vikna ferð til (.» Æ£* M/l/l* Costa del Sol frá fff ffí Tvi/l/l//" og 156.800,- fyrir alla fjölskylduna, tvo fullorðna og tvö börn, 2 - 11 ára 3ja vikna ferð (.« /fO Q/t/%* til Mallorka frá fmffi TUi WVV/ a 2ja vikna ferð til 1.« Am til Portúgal frá flffí T/iVVV/ *Staðgreiðs\uverö miðað við 4 r 6 i ibúð og 1000 króna innlegg i ferðasjóðinn. Sjá innleggsmiöa á öðrum stað f blaöinu. URVAL UTSYN FARKORT FIF Álfabakka 16, sími 60 30 60 og Pósthússtræti 13, simi 26900.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.