Morgunblaðið - 10.04.1990, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1990
47
Þorgils til mín í vinnuna, þegar hann
hafði lokið morgunverkum á spíta-
lanum, og iðulega kom hann hér við
á heimleið frá Vífilsstöðum.
Það má því nærri geta, hvílíkt
reiðarslag það var fyrir okkur, hér
í Holtagerði 82, þegar Þorgils veikt-
ist skyndilega, svo að tvísýnt var
um líf hans. Það gerðist um hádegis-
bil 5. ágúst 1981. Þá fóru í hönd
ömurlegir dagar. En hér sannaðist
eins og oft endranær, að líkn leggst
með þraut. Þorgils tók þessum hörðu
örlögum með dæmafáum hetjuskap.
Kjarkur hans .og æðruleysi styrki
okkur hin, sem hjá stóðum. Hann
mundi það sem hann hafði lært, og
hafði á hraðbergi jafnt ljóð Einars
Ben. sem tilvitnanir í Njálu. Á síðari
árum gerði hann ýmsar orðalags-
breytingar á sumum ljóða sinna, og
ég sé ekki betur en að þær séu flest-
ar eða allar til bóta.
Síðastliðið sumar skrapp ég til
hans, einu sinni sem oftar, þegar
hann var staddur heima á Kársnes-
braut 47, um helgi. Þegar ég kom,
stóð svo á, að við rekkju hans sat
sænsk menntakona, svilkona Þor-
gils. Ég gekk til þeirra og heilsaði,
eins og lög gera ráð fyrir. Þau höfðu
verið að ræða um franska tungu,
og þá kom upp úr dúrnum, að Þor-
gils kunni m.a. Faðirvorið reiprenn-
andi á því máli. Auðvitað hafði ég
vit á því að blanda mér ekki inn í
slíka umræðu! En ég gat ekki haft
af þeim augun: Hún með reisn og
glæsileik í öllu fasi og hreyfingum,
hann lamaður og nærri blindur, en
leiftrandi af gáfum, þekkingu og
gamansemi. Hann lék á als oddi, og
það hallaði sannarlega ekki á hann
í samtali þeirra. Ég veit ekki, hvort
auðvelt er að finna gleggra dæmi
um mannlega tign samfara líkam-
legri kröm.
... Spyr ég, hvort spor mín þekki
sprunginn leggur í skoti...
Gamli bærinn á Víðirhóli er löngu
hruninn. Drengurinn sem lék sér þar
í grasi á árunum um og upp úr 1930,
er genginn á vit feðra sinna. Hann
hefur nú þegar stigið það spor, sem
bíður okkar allra, fyrr eða síðar.
Eftir skilur hann minningar um gáf-
aðan mann og góðan dreng; sem
ekki mátti vamm sitt vita. Ég og
fjölskylda mín sendum öllum að-
standendum Þorgils Benediktssonar
innilegar samúðarkveðjur. Við höf-
um dáðst að þreki og kjarki konu
hans og sona á þessum erfiðu árum.
Afrek þeirra mun geymast í minni
allra sem til þekktu. Honum sjálfum
þökkum við góða og skemmtilega
samfylgd og geymum minninguna
um hann í þakklátum huga.
Valgeir Sigurðsson
Árið 1967 kom Þorgils Benedikts-
son til starfa við Vífilsstaðahæli,
eftir framhaldsnám í Svíþjóð. Vífils-
staðahæli hafði þá lokið hlutverki
sínu sem berklahæli en óákveðið
hvert framtíðarhlutverk þess skyldi
FRANSKIR
ARNAR OG
efni til arinbygginga
k Yfir 60 tegundir
k Arnar með hitakerfum
fyrir sumarbústaði og
garðhýsi
* Bdfastar flísar
Skorsteinseiningar
■k Setjum upp skorstein ef
hann vantar
* Við erum í Gulu línunni
1EArnar&to
sími 651720 b nn
vera. Yfirlæknaskipti urðu á næsta
ári, er Helgi Ingvarsson lét af störf-
um, en Hrafnkell Helgason tók við.
í hans hlut kom að standa að því
að móta framtíðarstefnuna. Þorgils
var því samstarfsmaður hans á þess-
um breytingaárum.
Þorgils var vinsæll af sjúklingum
og samstarfsfólki. Hann gat verið
glettinn og gamansamur og sagði
oft skemmtilega frá og hafði gaman
af að ræða við sérkennilega menn.
Hann var mikill útivistarmaður og
gekk á fjöll í nágrenninu. Það kom
því á óvart, þegar hann fékk heila-
blæðingu á bezta aldri 1981 og lam-
aðist verulega og missti sjón að
miklu leyti. Eftir alllanga dvöl á
Landspítala og Reykjalundi óskaði
hann að dvelja á Vífilsstaðaspítala,
sem hafði verið vinnustaður hans.
Þrátt fyrir sjúkdóm sinn hélt hann
andlegum þrótti fram til hins síðasta,
hafði gaman af að setja saman vísur
og gerði að gamni sínu.
Við, sem vorum samstarfsmenn
hans hér, viljum með þessum orðum
þakka fyrir samveruna og samstarf-
ið og sendum um ieið góðar óskir
og samúðarkveðjur til eftirlifandi
ekkju hans, Emmu Benediktsson,
og barna þeirra og annarra aðstand-
enda.
Eftir góðan dreng lifa góðar minn-
ingar.
Kveðja lrá samstarfsfólki
á Vífilsstaðaspítala.
TÖLVU-
MÖPPUR
frá Múlalundi...
þar er tölvupappírinn vel geymdur.
Múlalundur
S(MI: 62 84 50
SIEMEIMS
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
IBM PS/2
Þar sem afköst
skípta máli
Þegar keypt er tölva er tilgangurinn einkum sá að auka afköst. Þegar IBM setti fyrstu
einkatölvuna, IBM PC, á markaðinn í ágúst 1981 var það bylting, því þá gátu allir nýtt sér tölvur í
starfi og aukið afköst sín. En siðan 1981 er liðin heil tölvuöld, og þótt hraði PC tölvanna hafi
aukist þá fór ekki hjá því að sífellt aukinn hraði endaði með auknum árekstrum í
tölvuvinnslunni.
Með PS/2 einmenningstölvunum, OS/2 stýrikerfinu og micro channel tengibrautinni fór
IBM byltingakennda leið til að auka afköst við tölvuvinnslu og stakk PC eftirlíkingarnar
gjörsamlega af. PS/2 tölvunni var gert kleift að vinna að mörgum verkum samtímis. Þannig
var ekki nóg með að afköst ykjust um eitthvert hlutfall vegna aukningar í hraða: þau
'margfölduðust vegna möguleikans á fjölvinnslu!
Vertu með í afkastabyltingunni
PS/2 einmenningstölvurnar hafa fyrir
löngu sannað yfirburði sína jafnt fyrir
einstaklinga sem stærstu fyrirtæki.
PS/2 er öflug, hraðvirk, skemmtileg
í notkun og jafnvíg bæði sem
einkastöð og sem útstöð í neti.
Að sjálfsögðu er innbyggður DOS
hamur í OS/2 þannig að DOS forrit
sem þú notar nú ef þú átt ennþá PC vél
nýtast þér áfram í nýrri PS/2.
Tryggðu þér IBM PS/2 FYRST OG FREMST
og horfðu á afköstin margfaldast SKAFTAHLlÐ 2A REYKJAVÍK SlMI 697700
ABGUS/SIA