Morgunblaðið - 10.04.1990, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1990
53
Aka ekki með ljós
Þ.S. hringdi:
„Ég hef veitt því athygli að
margir þjónustubílar aka ekki
með dagljós og á þetta einnig við
um aðra bíla. Ekki veit ég hvort
ökumenn vita almennt að þeir fá
minna tryggingum ef þeir lenda
í óhappi ef þeir hafa ekki haft
ljósin á. Eins er þetta með stefnu-
Ijósin, þau eru ekki nógu mikið
notuð.“
Málgagn Alþýðuflokksins?
Einar Jónsson hringdi:
„Er Morgunblaðið orðið mál-
gagn Alþýðuflokksins? Þessi
spurning kom mér í hug þegar
ég sá tvær greinar eftir góða Al-
þýðuflokksmenn í Morgunblaðinu
fyrir skömmu. Ekki er Tíminn að
birta greinar eftir Sjálfstæðis-
menn eða þá Þjóðviljinn. Þetta
tíðkaðist heldur ekki hjá Morgun-
blðinu hér í eina tíð en núna virð-
ist frjálsræðið orðið svona mikið.“
Silfiirdósir
Forláta silfurdósir, stórar og
merktar HGS 1979, töpuðust fyr-
ir nokkru. Finnandi er vinsamleg-
ast beðinn að hringja í síma
36014.
Hjól
Hjól undan Nílfisk ryksugu töp-
uðust í febrúar nálægt Sörlaskjói
6. Finnandi er vinsamlegast beð-
inn að hringja í Jóhönnu í síma
34010.
03 - góð þjónusta
Guðmundur J. hringdi:
„Ég vil þakka símastúlkunum
á 03 fyrir ákaflega góða þjónustu.
Þetta númer er notað af fjölmörg-
um stofnunum og einstaklinga.
Þær eru ótrúlega fljótar og snjall-
ar að finna númer og gott að leita
liðsinnis hjá þeim. Þarna finnst
mér þjónusta símans best en hins
vegar virðist vera stefnan að
fækka starfsmönnum þarna. Ég
held að launin séu lág í þessu
starfi og ef stofnunin þarf að
spara ætti að vera hægt að gera
það með því að fækka í deildum
þar sem launin eru hærri.“
Lágir vextir
Borgari hringdi:
„Bankarnir eru fljótir að lækka
vextina á sparisjóðsbókunum þeg-
ar verðbólgan minnkar en seinlát-
ari að hækka þá þegar verðbólgan
fer upp. Engin samkeppni viriðist
vera því sömu vextir eru hjá þeim
öllum. Réttast væri að taka af
þeim réttinn'til að ákveða vexti
því greinilega er haft samráð um
hveijir þeir skuli vera.“
Blár brúðukjóll
Jón Traustason, brúðuviðgerð-
armaður hafði samband:
„Vegna mistaka fór blár brúðu-
kjóll með hvítum teinum með
brúðu af verkstæðinu hjá mér og
bið ég viðkomandi vinsamlegast
um að skila honum til mín að
Skúlgötu 76.“
Læða
Læða fannst fyrir þremur vik-
um við Miklatún. Hún er svört
með hvíta bringu og hvítar lopp-
ur. Upplýsingar í síma 10160.
NÚ ER HJÁLPRÆÐISDAGUR
Vér páskahátíð höldum
og honum þakkir gjöldum,
er sætti Guð við sekan mann,
og sjálfan dauðann yfirvann.
Hallelúja.
Þannig orti sr. Valdimar Briem
þegar hann horfði fram til heilagra
páska. Nú er dymbilvika eða kyrrð-
arvika, svo á að vera a.m.k. að
kristnum sið. Opinberar skýrslur
sýna að langflestir Islendingar telja
sig vera kristna, en í raunveruleik-
anum sést að mikið vantar á að svo
sé, og því miður bendir margt til
þess að þjóðin sé á hraðri leið til
afkristnunar. Aldrei hafa verið uppi
svo margar stefnur og kenningar,
sem ekkert eiga skylt við fagnaðar-
erindi Jesú Krists. Fjölmiðlar
hampa slíku fúslega og vinna því
brautargengi. Vínveitingastöðum
Aprílgabb
Ólafs G.
Til Velvakanda.
Enda þótt taka beri með sér-
stakri varúð það sem lesa má í blöð-
um sem út koma 1. apríl leiðist ég
til að fara fáeinum orðum um við-
tal það sem Morgunblaðið birti þann
dag við Ólaf G. Einarsson alþm.
Blaðamaðurinn minnti Ólaf á að
hann væri í þeim hópi þingmanna
sem gerðu áfengan bjór að fijálsri
söluvöru í landinu. Af því tilefni
sagði þingmaðurinn m.a.:
„Ég hef séð allar tölur um aukna
neyslu, en við verðum að gæta að
því að þá náðu menn í bjór ef þeir
ætluðu sér og þær neyslutölur komu
hvergi fram. Tölurnar nú um ein-
hliða aukningu eru því villandi. Mér
finnst þetta ekki hafa orðið að þeim
ógnvaldi sem spáð var — nema síður
sé.“
Hverjir drukku þennan bjór og
hvar var það gert?
Þegar Gallup á íslandi spurði
menn í janúar 1989 um drykkju-
venjur kom fram að bjórdrykkjan
var haria lítil. Það er ekki í neinu
samræmi við þessi orð alþingis-
mannsins. Þau eru því raunverulegt
aprílgabb, tilhæfulaus hugarburð-
ur, enda bendi ekkert til að bjór-
þorsta þjóðarinnar væri svalað til
fulls fyrir bjórdaginn.
ílr. Kf.'
fjölgar gífurlega, og bjórinn flæðir
yfir til viðbótar því áfengi sem fyr-'
ir var. Þetta hlýtur að hafa hinar
alvarlegustu afleiðingar í för með
sér.
í fjölmiðlum má einnig sjá dag-
skrár yfir þessa viku þar sem hver
keppir við annan að spenna fólk
upp með allskonar skemmtiatriðum
og tilstandi bæði úti og inni, en
ekkert af því minnir á innihald há-
tíðanna föstudaginn langa og
páskadag, dauða og upprisu Frels-
arans, sem „dó vegna vorra synda“
(Jes. 53:5) og reis upp frá dauðum,
og gaf þar með þeim, sem á hann
trúa bústað á himni hjá sér, þar sem
þeir munu sjá hann eins og hann
er, og vera með honum alla tíma.
(Jóh. 14:3. 1. Þess. 4:18. 1. Jóh.
3:2-3.) Jesús hrópaði út frá krossin-
um á Golgata að endurlausnarverk-
ið væri „fullkomnað“ (Jóh. 19:30)
og hersveitarforinginn sem stóð
gegnt honum hrópaði upp yfir sig:
„Sannarlega hefir þessi maður ver-
ið Guðssonur." (Mark. 15:29.) Hvað
hugsar þú nú, lesandi góður? Hvert
er viðhorf þitt í þessu efni? Allt
annað á að víkja fyrir hinum heil-
aga boðskap, sem einn tengist í
sannleika þessari viku. Hann á að
hafa algeran forgang:
Steini harðara er hjartað það,
sem heyrir um Jesú pínu.
Gefur sig þó þar ekki að,
ann meir gjálífí sínu.
Passíus. 46:4.
Nokkru áður hafði Jesús horft
yfir Jerúsalem og grátið yfir henni
og talað til fólksins. „Hversu oft
hefi ég viljað saman safna börnum
þínum, eins og hæna safnar ungum
sínum "undir vængi sér, og þér haf-
ið ekki viljað það.“ (Matt. 23:37.)
Frá fjallsins hæð, í heiðum sólarljóma, Hann
horfir yfir Jerúsalemborg. En musterið, og
mennt, og þjóðarblóma sér Meistarinn með
djúpri hjartasorg. Hann horfir gegnum hina
fógru gylling. Sem hylur eymd og smán og
bitra nauð. Þar hafna menn í sinni synda-
spilling þeim sönnu gæðum, sem hann oft
þeim bauð.
Og Jesús grét, svo hjartahreinn og blíður,
hans hjarta brann af eldi kærleikans. Hans
eigin þjóð í syndasorta bíður og sinnir ekki
náðarboðskap hans. Að eyrum berast öldur
hárra hljóma frá hátíðlegum dans- og veizlu-
sal, en meðan kvöldið deyfir dagsins Ijóma,
hann dapur reikar yfir Kedrons dal.
Jerúsalem, þú öll munt lögð í eyði, því óðum
fjölga syndir þínar hér. Mót þér svo ljúft
minn líknarfaðm ég breiði, þú lokar þínum
dyrum fyrir mér. 0, Jerúsalemborg, þú sjálf
þig blekktir, ég bauð þér eilíft líf og frið
og skjól, vitjunartíma þinn þú ekki þekktir,
og því er horfin gæfu þinnar sól.
(Conrad Björkman - Sigurbjöm Sveinsson)
íslenska þjóð. Grætur Jesús yfir
þér. Viltu þekkja þinn vitjunartíma?
„Sjá, nú er mjög hagkvæm tíð, sjá,
nú er hjálpræðisdagur." (2 Kor.
6:2.) Fjölmennið nú í Guðshús og
tileinkið ykkur boðskapinn og reyn-
ið sjálf að „Sannarlega er Drottinn
upprisinn." (Lúk. 24:34.)
Sigfús B. Valdimarsson
SIEMENS
WV 2760
Margra ára sigurganga á íslandi!
Þessi góða og hagkvæma þvottavél hefur
sannað ágæti sitt svo að um munar. Það stað-
festa þúsundir ánægðra notenda um allt land.
• Mörg þvottakerfi. • Sparnaðarhnappur.
• Frjálst hitaval. • Vinduhraði 600 og 800
sn./mín. • íslenskir leiðarvísar.
Staðgreiðsluverð: 6o.900,-
SMITH&NORLAND
OPIN RÁOSTEFNA UM „RASISMA" A ÍSLANDI
miðvikudaginn 11. apríl 1990 í Borgartúni 6
Dagskrá kl. 13.
Þróun „rasisma" í gegnum mannkynssöguna og
„rasismi" í nágrannalöndum okkar í dag.
Kalid Salimi: SOS Rasisme, Noregi.
Við og hinir. „Rasismi“ - mannfræði - Amnesty
International.
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, mannfræðingur, formaður
íslandsdeildar Amnesty International.
„Er „rasismi“ á íslandi?"
HólmfríðurGísiadóttir, Rauða krossi íslands. Victor
Amaquah, skiptinemi, Guðrún Halldórsdóttir,
skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur.
Gildi aukinnar fræðslu í baráttunni gegn „rasisma" -
hlutverk menntakerfisins.
Fulltrúi menntamálaráðuneytis.
Pólitísk stefna í málefnum innflytjenda - hlutverk
stjórnvalda.
Óli Þ. Guðbjartsson, dómsmálaráðherra.
Hlutverk alþjóðlegra, óháðra æskulýðssamtaka f
baráttunni gegn „rasisma".
HólmfríðurGarðarsdóttir, Æskulýðsráði ríkisins.
Kl. 20.00 Opiðhús.
Pallborðsumræður:
Pétur Edwardsson, fulltrúi undirbúningshóps, Danfríður
Skarphéðinsdóttir, Kvennalista, SteingrímurGautur
Kristjánsson, Amnesty International.
Kl. 22.00 Fundarlok.
Ráðstefnustjóri: Guðmundur Birgir Heiðarsson, SUF.
Ritarar: Guðbjörg Daníelsdóttir, URKÍ, Jóhanna
Gunnlaugsdóttir, mannfræðinemi.
Upplýsingafulltrúi: Guðmundur RúnarÁrnason.
Hjfsáísundi CDaUS
Alpjóóleg Iraaósla og samskipli Alpfóöleg ungmennaskipii Intemational sludeni exchange programs Ungmennahreyling Rauða kross Islans
Samtök og stofnanir, sem veittu stuðning sinn:
Kvennalistinn, Samband ungra framsóknar-
manna, Samband ungra jafnaðarmanna, Sam-
band ungra sjálfstæðismanna, Æskulýðsfylking
Alþýðubandalagsins, Æskulýðsráð ríkisins, Þró-
unarsamvinnustofnun íslands, Hjálparstofnun
kirkjunnar.
Metsölublad á hverjum degi!