Morgunblaðið - 10.04.1990, Side 56

Morgunblaðið - 10.04.1990, Side 56
ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Rynkeby HREINN APPELSI'NUSAFI Bakkafoss bjargaði 39 manns af Scandinavian Star: Sagt að allir væru hólpnir rnn borð en 150 voru deyjandi BAKKAFOSS, skip Eimskipafélagsins, bjargaði 39 manns af brennandi feijunni Scandinavian Star undan suðurströnd Noregs aðfaranótt laugardags. 35 manna hópi var bjargað um borð laust eftir klukkan þrjú og þremur stundarQórðungum síðar var (jóruin til viðbótar bjargað. Þá barst tilkynning um að öllum hefði verið bjargað af ferjunni. „Það kom ekki í ljós fyrr en seinna að þá voru 150 manns að deyja þarna um borð,“ sagði Ríkharður Sverr- isson, 1. stýrimaður á Bakkafossi, í samtali við Morgunblaðið. Neyðarkall barst frá Scand- inavian Star um klukkan 2.25 aðfaranótt laugardags og var Bakkafoss þá staddur um hálftíma siglingu frá slysstað. Þegar að feijunni var komið var hún alelda aftantil og mikill reyk- ur lá yfir, að sögn Ríkharðs. Rúmri klukkustundu eftir að Bakkafoss kom á slysstað hafði 39 manns, þar á meðal börnum og unglingum, verið bjargað um borð. Þá barst tilkynning um að öllum hefði verið bjargað. Bakka- foss yfirgaf slysstað um tveimur tímum síðar, eða um klukkan sex um morguninn. Það var ekki fyrr en eftir það sem vitnaðist að fleira fólk væri eftir um borð í feij- unni, sagði Ríkharður. Bakkafoss fór mjög nærri brennandi feijunni, en þrátt fyrir það sáu skipveijar aldrei annað fólk en þann hóp sem bjargað var um borð í Bakkafoss. Islensk kona, Karen Erla Erl- ingsdóttir, var farþegi um borð í feijunni Stena Saga, sem kom fyrst á slysstað. Hún sagði í sam- tali við Morgunblaðið að aðkoman Karen Erla Erlingsdóttir var vitni að harmleiknum. eftir áætlun beið þar fjöldi fólks í algjörri óvissu um atburði. Marg- ir héldu að aðeins ein feija hefði verið á þessari leið um nóttina. Þar beið bróðir Karenar eftir henni. „Eitt af því fyrsta sem ég sagði við bróður minn var að aldr- ei aftur skyldi ég fara með nætur- feiju, heldur að degi til og citja uppi á dekki allan tímann; mér fannst brennandi skipið eins og fljótandi líkkista," sagði Karen Erla. Sjá viðtöl og fréttir á miðopnu. Ríkharður Sverrisson tók þátt í björgunaraðgerðum. hefði verið ljót og óhugnanleg. „Er ég vaknaði um nóttina og fór upp á þilfar var skipið við hliðina á okkur í raun eitt eldhaf út frá miðjunni," segir hún. Karen Erla segir tilviljun hafa ráðið því að hún var farþegi með Stena Saga en ekki Scandinavian Star. Hún hafi ætlað að fara með síðarnefnda skipinu, en henni tókst ekki að finna bækling frá DaNo félaginu, sem rak skipið, og því hafi hún keypt miða með Stena Saga. Þegar Stena Saga kom til hafn- ar í Fredrikshavn tíu tímum á Viðskiptaráðherra um myndun hluta- bréfamarkaðar: Auka þarf sölu hluta í ríkisfyrirtækjum BREYTING ríkisfyrirtækja og Ik^ofnana í hlutafélög og sala hluta- bréfa í þeim er meðal þess, sem viðskiptaráðherra telur mikiívægt skref til myndunar hlutabréfa- markaðar á Islandi. í þessu tilefni nefnir ráðherrann fyrirtæki eins og Landsbankann, Búnaðar- bankann, Aburðarverksmiðju ríkisins og Rafmagnsveitur ríkis- í þessu sambandi má nefna ríkis- bankana tvo, Landsbanka og Búnað- arbanka, Áburðarverksmiðju ríkisins og Rafmagnsveitur ríkisins." Sjá nánar „Hlutabréfamarkað- ur og eiginfjármyndun í at- vinnurekstri" á bls. 22. Hlífarmenn skoða miðlunartillöguna á félagsfúndi í gær. Atkvæði um miðlunartillögu í álversdeilunni talin í dag: Risalax kom í net elsta báts flotans ELSTI bátur sem rær við íslands- strendur, Nakkur SU 380, kom til Djúpavogs á sunnudag með risalax, sem er líklega sá þriðji stærsti sem veiðst hefur hér við land. Fiskurinn vó blóðgaður 18,42 kíló, var 117 sm að lengd og veiddist I net við Gautavík í Berufirði. Reynir Arnórsson, sem rær við annan mann á Nakki, átta tonna trillu, smíðaðri 1912, kom með risann inn til Djúpavogs. Laxinn var frystur í frystihúsi Búlandstinds og hreisturssýni verða send Veiðimála- stofnun. Að sögn Þórs Guðjónssonar fyrr- um veiðimálastjóra er þetta með stærstu löxum sem vitað er til að hafi veiðst hér við land en stærsti lax sem vitað er um með vissu er Grímseyjarlaxinn svokallaði sem veiddist undan Grímsey 1937. Sá vó 49 pund, 24,5 kíló, og var 132 sentimetra langur. Tveir stærstu laxar sem staðfest er að veiðst hafi í ám hérlendis koma báðir úr Hvítá í Árnessýslu, annar var 38,5 pund og veiddist 1946, hinn 37,5 pund og var veiddur 1952. Tjölduðu á ísafirði á leið á Horn Ísafírði. TVEIR breskir ferðalangar, ungt par, komu til ísafjarðar fyrir síðustu helgi og ætla að ganga norður að Horni. Ferðalangarnir fengu þær upplýsingar hjá ferða- skrifstofu í Bretlandi að þessi leið væri öllum fær allan ársins hring. Parið unga sló niður tjaldi við Menntaskólann. Fólk á ísafirði hef- ur verulegar áhyggjur af ferðalöng- um af þessu tagi, þar sem ferðalög um Hornstrandir eru hættuleg, jafnvel þeim sem þrautreyndir eru. Úlfar Atkvæðagreiðslan sker úr um það hvort framleiðslan stöðvast - segir framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins RÍKISSÁTTASEMJARI lagði um hádegisbilið í gær fram formlega miðlunartillögu í kjaradeilu verkamanna í álverinu í Straumsvík og viðsemjenda þeirra, eftir að tilraunir til að ná kjarasamningi milli aðila um helgina höfðu engan árangur borið. Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, segir að at- kvæðagreiðslurnar ráði úrslitum um það hvort álverðið stöðvist á föstudaginn eður ei, vinnuveitendur muni ekki krefjast lagasetning- Þessar hugmyndir koma fram í grein, sem Jón Sigurðsson, viðskipta- ráðherra, ritar í Morgunblaðið í dag. Þar segir meðal annars svo: „Þótt ríkissjóður hefði í fyrstu eignarhald á öllum hlutabréfum í slíkum hlutafélögum gæti hann smám saman selt hlutabréf sín eftir mánari heimildum frá Alþingi. Einnig ifiá hugsa sér að eignarhlutur ríkisins verði minnkaður smátt og smátt eft- ir því sem ný hlutabréf eru gefín út og seld á hlutabréfamarkaði, í því skyni að afla fyrirtækjunum aukins eiginfjár, meðal annars til að standa undir arðbærum nýframkvæmdum. Af fyrirtækjum sem koma til greina Flug’freyjur hafa samið r Kjarasamningar tókust milli Fluglreyjufélags Islands og við- semjenda þess í gær. Þeir gilda ffá 1. apríl og eru á sömu nótum og kjarasamningar ASI og VSÍ ffá því í byrjun febrúar. Enn er ósamið við Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Flugvirkjafé- lag íslands. Tveir samningafundir liafa verið með flugvirkjum og við- semjendum þeirra, en fundir hafa ekki verið með flugmönfium ennþá. ar til að stöðva verkfalhð. Tillagan var kynnt á tveimur fundum verkamanna í verkamanna- félaginu Hlíf í gær. Skylt er að hafa skriflega allsheijaratkvæða- greiðslu um tillöguna og lýkur henni klukkan 16 í dag. Um 300 verka- menn starfa í álverinu og hafa at- kvæðisrétt. Framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambands íslands þarf einnig að greiða atkvæði um tillöguna og gerir hún það á fundi sínum í hádeginu í dag. Atkvæði verða talin hjá ríkissáttasemjara klukkan 17. Miðlunartillagan felur í sér tvær breytingar á áður gerðum kjara- samningi sem aðrir starfsmenn í álverinu hafa samþykkt, en þeir eiga aðild að r.íu verkalýðsfélögum. í fyrra lagi breytast tímamörkin, þegar fækkun um 22 störf á að vera lokið, úr 1. september í 15. september og í öðru lagi kemur fyrri hluti eingreiðslu, sem sam- komulag var um, einnig til lausráð- inna manna sem láta af störfum í september. Greiðslan er 20 þúsund krónur. Verði tillagan samþykkt er endi bundinn á verkfallið í álverinu, sem staðið hefur yfir frá því á miðnætti föstudaginn 30. mars. Að öðrum kosti heldur verkfallið áfram og kemur þá til stöðvunar álversins á miðnætti föstudag, semjist ekki áður, en samkomulag er milli aðila um tveggja vikna niðurkeyrslutíma eftir að verkfall hefst til að minnka tjón sem verður ef framleiðsla stöðvast. Sólarhringsframleiðsla ál- versins var 242 tonn þegar það starfaði með fullum afköstum, en er nú vegna niðurkeyrslunnar 27 tonnum minni á sólarhring. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi að vinnuveit- endur myndu ekki krefjast laga- setningar til að stöðva verkfallið, færi svo að miðlunartillagan yrði felld. „Við metum það svo að laga- setning á þá stöðu muni ekki leysa vandann, álverið myndi þá stöðvast af öðrum ástæðum hvort sem væri,“ sagði Þórarinn. „Ég hygg að þær atkvæðagreiðslur, sem fara fram um þessa miðlunartillögu, ráði úr- slitum um það hvort álverið verður starfandi hér eftir næsta föstudag.“ Sigurður T. Sigurðsson, formað- ur Verkamannafélagsins Hlífar, tók að þessu leyti í sama streng og Þórarinn. Hann sagði að félli miðl- unartillagan nú, gæti fátt komið í veg fyrir að álverið stöðvaðist. Hann sagði skiptar skoðanir hafa verið á fundum Hlífarmanna og hefðu margir látið í ljós óánægju með tillöguna. Fulltrúar beggja deiluaðila neit- uðu að tjá sig um miðlunartillöguna sem slíka, og vildu bíða úrslita at- kvæðagreiðslu. | |J 11 ÍtiÍÍÍIÍ tllí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.