Morgunblaðið - 18.04.1990, Page 1
64 SIÐUR B/C
87. tbl. 78. árg.___________________________________MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1990_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Kína:
Andófsmenn
uggandi um
útvarp sitt
París. Reuter.
ÚTLÆGIR kínverskir andófs-
menn létu í gær í ljós ótta við
að stjórnvöld í Peking beittu
hervaldi gegn Lýðræðisgyðjunni,
skipi sem þeir gera út og er nú
á leið til Kina. Um borð í skipinu
er útvarpsstöð sem ætlað er að
útvarpa málflutningi lýðræðis-
sinna til Kína.
Nicolas Druze, ritstjóri Europe
Journal, sem gefið er út á kínversku
í París, sagði á fréttamannafundi í
gær að kínverskir ráðamenn hefðu
gert ýmislegt til að stöðva útgerð
skipsins. Franskir embættismenn
hefðu verið beittir þrýstingi og orr-
ustuþotur hefðu verið sendar til
syðsta hluta Kína en útsendingar
frá skipinu eru áformaðar af
Suður-Kína-hafi. Skipið sem nefnt
er eftir styttu sem námsmenn reistu
á Torgi hins himneska friðar fyrir
tæpu ári er nú á Indlandshafi og
verður komið á áfangastað í lok
mánaðarins. Andófsmennirnir segja
að kínversk flutningaskip hafi siglt
í kjölfar þess allt frá Gíbraltarsundi.
Einn fjármagnenda skipsins er
franskt tímarit sem heitir Actuel.
Brotist var inn í ritstjórnarskrifstof-
ur þess á annan í páskum og gögn-
um um skipið og ferðir þess stolið.
Christophe Nick, starfsmaður
blaðsins, sagðist í gær hafa grun-
semdir um að leyniþjónusta Kín-
veija stæði að baki innbrotinu.
Moskvustjórnin boðar efiiahagslegar refsiaðgerðir gegn Litháum:
Uppstokkun í Nepal:
Nvja stiórnin stefti-
ir að frjálsum þing-
kosningum innan árs
Reuter
Krishna Prasad Bhattarai, nýr
forsætisráðherra Nepals, fær
sveig um háls úr hendi stuðnings-
manns.
mælendur í höfuðborginni, Kath-
mandu. Læknar segja að 50 manns
hið minnsta hafi beðið bana í árás-
inni en stjórnvöld halda því fram
að tala látinna sé mun lægri, eða
sex. Stjórnarandstæðingar telja að
150-200 manns hafi týnt lífi. Bann-
inu við starfsemi stjórnmálaflokka
var aflétt tveimur dögum eftir
þennan atburð, eða 8. apríl.
Krishna Prasad Bhattarai er for-
maður Þjóðþingsflokks Nepals, sem
stóð fyrir mótmælunum ásamt
Sameinuðu vinstrifylkingunni,
bandalagi sjö hreyfinga kommún-
ista. Hanrx hefur nokkrum sinnum
verið dæmdur í fangelsi fyrir bar-
áttu sína fyrir íjölflokkakerfi. Leið-
togar Sameinuðu vinstrifylkingar-
innar sögðust styðja Bhattarai sem
forsætisráðherra.
Talsmenn stjórnarandstöðu-
flokkanna segja að forsætisráðherr-
ann stefni að því að breyta sem
fyrst stjórnarskrá landsins, tak-
marka völd konungs og koma á
þingræðislegu lýðræði að breskri
og hollenskri fyrirmynd.
Reuter
Kjötaf
vísundi
áboð-
stólum
Frönsk verslana-
keðja í Bordeaux
byijaði í gær að
bjóða viðskipta-
vinum sínum
vísundakjöt og
er það í fyrsta
skipti sem sæl-
keraþjóðinni
býðst sú fæða í
stórverslunum.
Kaupmenn segja
að kjötið sé
meyrt, pró-
tínríkt og rýrt að
kólesteróli.
Katlimandu. Reuter, Daily Telegraph.
BIRENDRA konungur Nepals
gekk að kröfum stjórnarand-
stæðinga á mánudag og vék for-
sætisráðherra sínum úr embætti
til að hægt yrði að mynda bráða-
birgðastjórn sem kæmi á fjöl-
flokkakerfi í landinu. Krishna
Prasad Bhattarai, sem er þekkt-
ur fyrir baráttu sína fyrir lýð-
ræði, var þegar falið að mynda
bráðabirgðasljórn. Forsætisráð-
herrann nýi sagði í gær að frjáls-
ar kosningar færu fram í Him-
alajalandinu innan árs.
Ailir stjórnmálaflokkar landsins
voru bannaðir árið 1960 á valda-
tíma Mahendra konungs, föður Bir-
endra. Konungur landsins hefur
síðan farið með framkvæmdavald
og skipað ráðherra.
Birendra konungur tilkynnti þá
ákvörðun sína að ganga að kröfum
um fjölflokkakerfi eftir langan
samningafund með stjórnarand-
stæðingum,-sem hófst á páskadag.
Stjórnarandstæðingar höfðu tveim-
ur mánuðum áður hafið herferð
fyrir auknu lýðræði og efnt til fjöl-
mennra mótmæla svo til daglega.
Mótmælin náðu hámarki 6. apríl
er hermenn hófu skothrfð á mót-
Almennmgur heldur stillingn
sinni þrátt fyrir hótanirnar
Til stuðnings þjóðheljum!
Æðsta ráð Sovétríkjanna frestaði í gær ákvörðun um hvort svipta
ætti tvo þingmenn, Telman Gdlíjan og Nikolai Ivanov, þinghelgi. Þeir
hafa verið sakaðir um ósæmileg vinnubrögð á meðan þeir störfuðu
sem saksóknarar. Viðleitni þeirra til að afhjúpa spillta valdamenn
hefur gert þá að þjóðhetjum og efndu rúmlega tíu þúsund manns til
mótmæla fyrir utan Kremlarmúra í gær þeim til stuðnings.
- segir starfsmaður þings Litháens í samtaii við Morgunblaðið
„Almenningur í Litháen hefur
áhyggjur vegna hótana Moskvu-
stjórnarinnar um elnahagsþving-
anir en fólk heldur samt stillingu
sinni. Ekki hefur enn verið gripið
til slíkra aðgerða en þær eru yfír-
vofandi. Einu merkin um óróleika
fólks eru lengri biðraðir við
bensínstöðvar þótt hótanir
Auknar bruna-
varnir í ferjum
StokKhólmi. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Danmörku,
Noregi, Svíþjóð og Finnlandi
hafa ákveðið að herða reglur um
brunavarnir um borð í ferjum.
Tilefnið er eldsvoðinn í ferjunni
Scandinavian Star aðfaranótt 7.
apríl síðastliðins.
I yfirlýsingu sem kynnt var í
Ósló í gær segir að þess verði fram-
vegis krafist að haft verði brunaeft-
irlit á hálftíma fresti í stað klukku-
stundar eins og nú er. Einnig skuli
feijur sem sigla að nóttu til skilja
eftir tæmandi farþegalista í landi.
Sjá „Skipið hefði ekki.. .“ á
bls. 24.
Moskvustjórnarinnar hafi ekki
enn tekið til eldsneytis af því
tagi,“ sagði Rita Daptus, starfs-
maður upplýsingaskrifstofu þings
Litháens, í símaviðtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi.
Á föstudaginn langa hótaði
Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovét-
ríkjanna, Litháum efnahagslegum
refsiaðgerðum innan tveggja sólar-
hringa ef þeir felldu ekki úr gildi iög
sem sett hafa verið á þingi landsins
frá því sjálfstæði var lýst yfir 11.
mars síðastliðinn. I gær var lesið
skeyti á þingi Litháens frá yfirmanni
gasflutninga í vesturhluta Sovétríkj-
anna þar sem sagði að dregið yrði
úr gasflutningum til Litháens frá og
með fimmtudegi. Síðar sögðu emb-
ættismenn í Moskvu að gasflutningar
. væru með eðlilegum hætti til Lithá-
ens. Forsætisráðherra landsins, Kaz-
imiera Prunskiene, sagðist einnig
hafa heyr-t að stöðva ætti olíuflutn-
inga til einnar stærstu olíuhreinsun-
arstöðvar landsins frá og með degin-
um í dag. „Þetta er enn óstaðfest.
Hér er líklega einungis um eina olíu-
hreinsunarstöð að ræða sem á að
hafa fengið símhringingu frá Moskvu
þar sem sagði að hún fengi ekki
meiri olíu frá og með morgundegin-
um,“ sagði Rita Daptus. „Á blaða-
mannafundi ríkisstjórnarinnar kom
fram að Litháar væru reiðubúnir að
standa við gerða samninga við Sov-
étríkin þótt Moskvustjórnin myndi
hefja efnahagsþvinganir. Almennt
má segja að efnahagsþvinganir komi
niður á Sovétríkjunum sjálfum. Lit-
háar eru sjálfum sér nógir hvað
matvælaframleiðslu snertir. Olían
sem er hreinsuð í Litháen fer aftur
út úr landinu. Verra væri með gasið
því það er notað til að hita húsin og
til eldunar."
Það kom fram í máli Ritu Daptus
að þrír þingmenn frá Bandaríkjunum
hefðu fyrir viku fengið vegabréfsárit-
un hjá stjórnvöldum í Litháen og
ætlað sér að heimsækja landið en
sovéskir landamæraverðir hefðu ekki
hleypt þeim inn í landið á landamær-
um Póllands og Litháens. Að hennar
sögn eru nú um tíu eriendir frétta-
menn í Viinius. Hún sagðist telja að
sumir þeirra hefðu komist þangað
án vegabréfsáritunar með því að aka
frá Riga, höfuðborg Lettlands, en
engin landamæravarsla er milli Lit-
háens og Lettlands. Einnig hefði þar
til fyrir skemmstu verið mögulegt
að fljúga frá Austur-Berlín til Vilnius
en nú hefðu sovésk yfirvöld hætt að
selja flugmiða í þær ferðir nema
menn hefðu sovéska vegabréfsáritun
til Vilnius.
Sjá „Felur í sér..“ á bls. 25.