Morgunblaðið - 18.04.1990, Side 2

Morgunblaðið - 18.04.1990, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1990 Áhættugreining í verksmiðjunni I Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi hefiir verið i gangi svonefnd áhættugreining sem fi-amkvæmd er af alþjóðlegu fyrirtæki er nefii- ist Technica. Að sögn Runólfs Þórðarsonar, verksmiðjustjóra, hefur greiningin náð til nýja ammoníaksgeymisins og hluta af gömlu verk- smiðjunni en ráðgert er að áhættugreiningu fyrir alla verksmiðjuna ljúki á þessu ári. Áhættugreiningin hefúr ekki náð til gamla ammon- íaksgeymisins. Runólfur sagði að þetta væri tímafrekt starf og sem dæmi nefndi hann að áhættugreining fyrir nýja tankinn og hluta af gömlu verk- smiðjunni hefði tekið hálfan mánuð. „Þetta fer þannig fram að sérfræð- Almanna- vörnum berast tugir ábendinga Frá því að eldur kom upp í geymi Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufúnesi á páska- dag hafa Almannavörnum ríkisins borist tugir ábend- inga frá fólki um staði þar sem hugsanlega sé gengið óvarlega um eiturefiii. Guð- jón Petersen firamkvæmda- stjóri Almannavarna segir að á næstunni verði al- mannavarnanefiidum sveit- arfélaganna á landinu rituð bréf þar sem farið verði fram á að þau geri úttekt á ástandi þessara mála í sínum heimabyggðum. Ammoníak er meðal annars notað sem kælivökvi og er al- gengt að um 500 lítrar af ammoníaki séu í geymum við frystihús. Þá er víða úti um landið klórgas á geymum við frystihús og er því blandað saman við vatn til sótthreins- unar. Hugsanleg óhöpp við þessa geyma gætu orðið starfsfólki og fólki í nálægum húsum lífshættuleg. Að sögn Guðjóns Petersen báru sumar þeirra ábendinga sem bárust það með sér að fyllsta þörf væri til að kanna betur hvem- ig málum þesum væri háttað en sagði að ekki hefðu komið í ljós áður ókunnir geymslu- staðir eiturefna, sem til væru kortlagðir ásamt neyðaráætl- unum í gögnum Almanna- vama ríkisins og almanna- vamanefnda sveitarfélaganna. ingar á vegum Technica koma í verksmiðjuna og spyija starfsmenn til hvaða ráða þeir myndu grípa ef til mismunandi hættuástands kæmi,“ sagði Runólfur. Það var að undirlagi Vinnueftir- lits ríkisins að framkvæmd var áhættugreining á nýja ammoníaks- geyminum þegar hann var á hönn- unarstigi. Runólfur sagði að stjóm verksmiðjunnar hefði síðan ákveðið að þessi greining skyldi ná til allrar verksmiðjunnar. Áhættugreining er fremur ný af nálinni og var fyrst gerð á olíuborpöllum í Norðursjón- um, að sögn Runólfs. Hann sagði að Áburðarverksmiðjan væri fyrsta íslenska fyrirtækið sem léti fram- kvæma slíka greiningu. Eldurinn í ammoníaksgeyminum slökktur. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Ammoníakinu var hleypt út vegna bilunar i leiðslu við löndun: Vinnubrögð sem ekki eiga að geta átt sér stað - segir Eyjólfiir Sæmundsson forstöðumaður Vinnueftirlits ríkisins EYJÓLFUR Sæmundsson, forstöðumaður Vinnueftirlits rikisins, seg- ir að það sé ekki leyfilegt að hleypa ammoníaki út úr geymi Áburðar- verksmiðjunnar í andrúmsloftið nema í neyðartilvikum. Það hafi verið gert við löndun vegna bilunar í leiðslu í stað þess að stöðva vinnu og gera við bilunina og það séu vinnubrögð sem ekki ekki sé hægt að samþykkja. Hann sagði að Vinnueftirlitinu hefði verið falið að fylgjast með byggingu nýja kælda geymisins undir ammoníak í Áburðarverk- smiðjunni og fyrir tveimur árum hefði verið gefið leyfi til þess að nýta gamla geyminn á takmarkað- an hátt áfram þar til nýi geymirinn yrði tilbúinn. Hann hefði átt að taka í notkun í fyrrahaust, en það hefði frestast þangað til í sumar. Eyjólfur sagði að það væri ljóst að löndun á ammoníaki úr skipi sem komið hefði með farm til verksmiðj- unnar hefði ekki, farið fram sam- kvæmt settum reglum. Það hefði orðið bilun í barka sem tengdi skip- ið við gasleiðslu í landi, en allt gas fyrir ofan vökvaborð í geyminum, sem byggði þar upp þrýsting, þyrfti að flytja yfir í skipið og þétta aftur í vökva. Það væri ekki ætlast til að þessi löndun væri framkvæmd með neinum öðrum hætti en þess- um, en við bilunina hefði verið tek- in ákvörðun um að hleypa gasinu út í andrúmsloftið við kúluna. „Það er í því gasi sem kviknaði. Þetta eru vinnubrögð sem ekki eiga að geta átt sér stað,“ sagði Eyjólfur. Hann sagði að það hefði átt að hætta löndun og lagfæra bilunina, enda hefðu ekki verið neinir ann- markar á að gera það. Aðspurður sagðist hann ekki kannast við að það hefði verið viðtekið að gera þetta svona. „Við höfum nýlega farið yfir með forsvarsmönnum verksmiðjunnar allar hugsanlegar lekaleiðir ammoníaks og þá kom fram að ekki væri um slíkt út- streymi að ræða og þarna var. Það er algjörlega ósamþykkjanlegt sem þarna var gert. Það er í sjálfu ser gert ráð fyrir að slíkt gæti gerst í vissum neyðartilvikum ófynrséðum, en alls ekki við löndum eða aðra reglubundna notkun á þessu mann- virki,“ sagði Eyjólfur ennfremur. * Akæran sem þruma úr heiðskíru lofti - segirBaldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri ísland og Evrópubandalagið: Ferð Manuels Marins til íslands heftir verið aflýst Steingrímur Hermannsson í Brussel Frá Kristófer M. Kristóferssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FYRIRHUGAÐRI íslandsferð Manuels Marins sem meðal annars fer með sjávarútvegsmál innan framkvæmdastjórnar Evrópubandalags- ins (EB) hefiir verið aflýst. Með komu sinni til Islands ætlaði Manu- el annars vegar að endurgjalda heimsókn Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra til Brussel í fyrra og hins vegar að staðfesta upphaf formlegra viðræðna á milli Islands og EB um sameiginlega, gagnkvæma sjávarútvegshagsmuni. Samkvæmt heimildum í Brussel er heimsókninni aflýst í kjölfar heimsóknar sendinefndar frá EB til íslands nýlega en fundir nefndar- innar með íslenskum embættis- mönnum þóttu ekki gefa tilefni til að framkvæmdastjórinn færi í opin- bera heimsókn til Islands. I stað þess að heimsækja Island fer Marin til Kanada í næsta mánuði. - ■ - Steingrímur Hermarmsson for- sætisráðherra heimsækir höfuð- stöðvar EB í Brussel í dag. í fylgd með Steingrími eru Jór, Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, sendiherrarnir Hannes Hafstein og Einar Benediktsson auk Bolla Héð- inssonar aðstoðarmanns forsætis- ráðherra. Steingrímur ræðir við Jacques Delors forseta fram- kvæmdastjómar EB og auk þess við- framkvæmdastjórann, Manuel Marin, Martin Bangemann sem fer með málefni innri markaðar EB, Henning Christophersen fram- kvæmdastjóra fjármála, Fillpps Pandolfi sem ber ábyrgð m.a. á vísindum og Karel Van Miert en hann fer með samgöngumál innan framkvæmdastjórnarinnar. Steingrímur ræðir annars vegar væntanlegar samningaviðræður EFTA og EB við framkvæmdastjór- ana og hins vegar sérstöðu og sam- skipti íslands við EB. Síðdegis hitt- ir Steingrímur forseta Evrópuþings- ins, Enrique Baron, og Willy de Clercq formann utanríkisnefndar þingsins. Fundir Steingríms með fulltrúum þingsins eru samkvæmt hans ósk til þess að ræða samninga EFTA og EB um sameiginlegt efna- hagssvæði. ÞESSI ákæra kom eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir mig,“ sagði Baldvin Tryggvason, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, í samtali við Morgun- blaðið vegna ákæru ríkissak- sóknara á hendur honum og öðr- um starfsmanni Sparisjóðsins vegna viðskipta við Tögg hf á greiðslustöðvunartíma félagsins árið 1987. „Við höfðum aðeins einu sinni, í byijun ágúst siðast- liðins, verið kölluð til Rannsókn- arlögreglu til að staðfesta að ákveðin viðskipti hefðu átt sér stað milli sparisjóðsins og Töggs hf og gera nokkra grein fyrir þeim viðskiptum." „Síðan hef ég ekki heyrt eitt eða neitt, hvorki frá Rannsóknarlög- reglu né öðrum aðilum. Við höfum aldrei verið beðin um upplýsingar um eitt eða neitt þannig að mér virðist að sá sem samdi ákæruskjal- ið hafí ekki getað vitað að skuldir og ábyrgðir Töggs hf hjá Spari- sjóðnum jukust á tímabilinu fra því greislustöðvun hófst og þangað til fyrirtækið varð gjaldþrota, sem ber ekki vott um ívilnun heldur þvert á rnóti," sagði hann. „Sparisjóðurinn vildi stuðla að því að fyrirtækið kæmist á réttan kjöl á greiðslu- stöðvunartímanum. Það tókst ekki en ég hef ekki orðið var að neinn lánardrottinn Töggs hf hafi kvartað undan því að sparisjóðurinn hafi valdið sér tjóni enda hefur skipta- ráðandi ekki séð ástæðu til að krefj- ast riftunar á nokkru því sem spari- sjóðurinn gerði í þessu máli,“ sagði Baldvin Tryggvason sparisjóðs- stjóri. Sjá yfirlýsingu stjómar spari- sjóðsins bls. 15: Telur ákæruna byggða á algerum misskilningi Opna sænska meist- aramótið í skák: Þrír Islend- ingar efstir OPNA sænska meistaramótið stendur yfir í Málmey. Kepp- endur eru 177 í opna flokkn- um og 59 í unglingaflokki. í báðum flokkum eru tefldar níu umferðir eftir svissneska kerfinu. Að loknum sjö umferðum eru þrír íslendingar efstir. Sævar Bjarnason, Þorsteinn Þorsteins- son og Reynir Helgason hafa allir 6 vinninga og eru allir tap- lausir. Tvö efstu sætin gefa rétt til þátttöku á sænska meist- aramótinu sem teflt verður í sumar. Meðal þátttakenda eru þekktir skákmenn svo sem Brynell og Winsnes.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.