Morgunblaðið - 18.04.1990, Page 22

Morgunblaðið - 18.04.1990, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1990 Tillaga Dayíðs Oddssonar samþykkt samhljóða í borgarráði: Rekstri Aburðarverk- smiðjunnar verði hætt BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam- þykkti á fundi sínum í gær, sam- hljóða, eftirfarandi tillögu Davíðs Oddssonar borgarstjóra: „Á fyrstu áratugum verksmiðju- reksturs Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi vár talið af sérfræðing- um, að eina hættan, sem af henni stafaði, væri sprengihætta vegna köfnunarefnisáburðar, sem fram- leiddur hefði verið og geymdur í verksmiðjunni. Því væri fullnægj- andi öryggisráðstöfun að tryggja ákveðið óbyggt svæði í kringum verksmiðjuna, ekki minna en 1.800 metra. Síðar þegar geymslu ósekkj- aðs köfnunarefnisáburðar var hætt var álitið að hætta vegna spreng- ingar í framleiðslurás verksmiðj- unnar takmarkaðist við 300 metra fjarlægð frá verksmiðjunni. Þegar byggð í Grafarvogi var skipulögð var miðað við að fjarlægð til næstu íbúðarbyggðar yrði minnst 1.200 metrar. Á árinu 1985 fól borgaráð þeim dr. Ágústi Valfells og Rúnari Bjarnasyni að gera úttekt á áhættuþáttum vegna starfsemi verksmiðjunnar. I greinargerð þeirra kemur fram, að veruleg hætta geti stafað af geymslu fljót- andi ammoníaks í kúlugeymi á verksmiðjulóðinni. Meginhættan, sem af verksmiðju þessari stafaði, væri mengunar- hætta, þ.e. að ammoníaksský kynni að berast frá verksmiðjunni yfir borgina, ef verulegt óhapp yrði á verksmiðjusvæðinu. Kom það jafn- framt fram, að hættan í þessum efnum var ekki bundin við ná- grenni verksmiðjunnar heldur jafn- vel fremur við aðra byggð í bæn- um, þá einkum byggð í austan- verðri borginni og í miðborginni vegna ríkjandi vindátta á þessum slóðum. Það óhapp er varð á páskadag hefur gefið mönnum gleggri og skýrari mynd af þeirri vá, sem þarna er, og jafnframt að það álit, er borgaryfirvöld létu í Ijós fyrir rúmum tveimur árum, að skynsam- legast væri að loka verksmiðjunni, hefur átt rétt á sér. Óhapp það, sem varð sl. sunnu- dag, er kviknaði í á þaki ammon- íakskúlu verksmiðjunnar, var áður óþekkt sem áhættuþáttur. Þótt við- brögð allra öryggisaðila hafí verið markviss og borið tilætlaðan árangur, er ljóst að þetta óhapp kom mönnum í opna skjöldu. Borgaryfirvöld óskuðu eftir því á sínum tíma við ríkisstjómina að gerð yrði þjóðhagsleg úttekt á rekstri verksmiðjunnar og hvort rekstur hennar borgaði sig í raun fyrir þjóðina sem heild. Ríkisstjórn- in varð ekki við þessum óskum, þrátt fyrir ítrekun þeirra, heldur lét einungis gera úttekt á rekstri verk- smiðjunnar sjálfrar, en ekki á þýð- ingu hans fyrir þjóðarbúið. Verulegar efasemdir eru uppi um það, að verksmiðjan skili í raun efnahagslegum ávinningi fyrir þjóðina, og jafnvel þó hann kunni að vera nokkur, ér ljóst að áhætt- an, sem tekin er með rekstri henn- ar í svo miklu nábýli við stærsta sveitarfélag landsins, er yfirþyrm- andi. Því ber að hætta þessum áhættusama rekstri.“ Séð yfir athafriasvæði Áburðarverksmiðjunnar. Ibúasamtök Grafarvogs: Morgunblaðið/Sverrir Skorað á stjórnvöld að loka verksmiðjunni STJÓRN íbúasamtaka Grafarvogs kom saman til fúndar í gærkvöldi og samþykkt einróma ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að hlutast nú þegar til um að rekstri Áburðarverksmiðjunnar í Gufúnesi verði hætt. I ályktuninni segir að í ljósi þeirra atburða sem urðu á páskadag virðist augljóst að hætta á slíkum slysum sé mun meiri en ráðamenn hafi al- mennt viljað horfast í augu við. Bent er á að mannleg mistök og ófyrirséð- ar uppákomur geri ekki boð á undan sér og sagt að algjörlega óveijandi sé að taka áhættuna af því að hafa þessa verksmiðju ofan í fjölmennasta þéttbýlissvæði landsins. Stjórnin átelur skipulag og aðgerðir Al- mannavarna ríkisins og telur að for- svarsmönnum Almannavarna hafi verið ljóst að í tilfelli sem þessu væri ekki unnt að grípa til neinna þeirra ráðstafana sem orðið gætu fólki til bjargar í nærliggjandi íbúðar- hverfum. Því hefðu Almannavarnir átt að leggja til fyrir löngu að verk- smiðjunni yrði lokað. Að sögn Guðmundar Guðmunds- sonar formanns íbúasamtakanna ákvað stjórnin á fundi sínum að efna til opins borgarafundar um Áburðar- verksmiðjuna við Foldaskóla næst- komandi laugardag klukkan 14. Þangað verður boðið borgarstjóra, borgarstjórn, alþingismönnum og embættismönnum. Greinargerð Vinnueftirlitsins til félagsmálaráðherra: Aðeins mátti hleypa gasinu út í andrúmsloftið í neyðartilvikum HÉR fer á eftir greinargerð Vinnueftirlits ríkisins um brun- ann í Áburðarverksmiðjunni í Gufúnesi, sem félagsmálaráð- herra lagði fram á fúndi ríkis- stjórnarinnar í gærmorgun. Atburðurinn á páska- dag, 15. apríl Eldsins varð vart nokkru fyrir kl. 18.00 og var slökkviliði og lög- reglu gert viðvart. Útkall slökkvi- liðs er skráð kl. 17.47. Fulltrúi Vinnueftirlitsins var einnig kvadd- ur á staðinn. Eldurinn lgoaði í ammoníaksgasi sem streymdi í nokkru magni frá loka á efri hluta geymisins og var þar staðbundinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og er starfi slökkviliðsins talið lok- ið að fullu kl. 18.55. Hætta sem þessu fylgdi var fyrst og fremst bundin við það að í geym- inum er ammoníak geymt undir þrýstingi. Komi gat á hann verður suða í efninu og umtalsvert magn gufar upp á skömmum tíma. Hætta sem af þessu gæti stafað fer fyrst og fremst eftir magninu sem í geyminum er og því hversu stórt gat kemur á hann og hvar það er staðsett. Að mati undirritaðs var ekki fyrir hendi hætta á að eldur- inn bærist inn í geyminn og ylli þar sprengingu. Hættan fólst að hans mati fyrst og fremst í því að loginn næði að veikja svo efnið í geyminum að á hann kæmi gat. Þetta gerðist þó ekki. Við brunann hefur lokinn, fest- ingar hans eða þéttingar bilað með þeim afleiðingum að nokkurt magn ammoníaks lekur stöðugt frá lok- anum. Magnið er hins vegar mjög takmarkað og ekki talin stafa af því hætta fyrir starfsmenn á jörðu niðri, en varasamt er að nálgast lokann uppi á geyminum fyrr en búið er að tæma hann. Vatpi er stöðugt dælt á lekann, en það dreg- ur úr útbreiðslu ammoníaksgass sem leysist mjög greiðlega í vatni. Ekki er unnt að tæma geyminn nema með því að vinna efnið úr honum. Búist er við að því ljúki í dag. Þá fyrst er unnt að hefja ná- kvæma rannsókn á orsökum brun- ans. Rannsókn á orsökum þessa at- burðar er ekki lokið, en samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir virðist atburðarásin hafa verið í grófum dráttum eins og að neðan greinir. Verið var að losa ammoníak úr skipi sem komið hafði með um 500 tonna farm. Losuð höfðu verið um 90 tonn þegar óhappið varð. Lönd- un fer þannig fram að ammoníak- inu er dælt í fljótandi formi til geymisins. Nokkur hluti þess gufar upp og er gasinu sem þá myndast beint aftur til skipsins um sérstaka lögn. Skipið er búið þéttibúnaði til að breyta þessu gasi í vökva á ný, en einnig getur það hleypt gasinu út í andrúmsloftið eða í sjó án þess að hætta sé talin stafa af, í neyðar- tilviki. Barki sem notaður er til að koma gasinu frá lögn í bryggju um borð í skipið reyndist vera skemmdur við upphaf dælingar. í stað þess að stöðva löndun og gera við bark- ann var gripið til þess ráðs að hleypa gasinu beint út í andrúms- loftið frá geyminum um loka þann sem eldurinn kviknaði við. Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð að mati Vinnueftirlitsins og brýtur gegn yfirlýsingum sem forvígis- menn verksmiðjunnar hafa gefið í nýlegum viðræðum við Vinnueftir- litið þar sem farið var markvisst yfir hugsanlegar lekaleiðir. Eldurinn kviknaði í gasinu sem þannig var hleypt af kúlunni. Ammoníak er ekki sérlega eldfimt, en brennur þó þegar það er bland- að lofti innan ákveðinna styrkleika- hlutfalla. Ekki er vitað hvernig eld- ur komst í gasið, en rannsókn á því hefst strax í dag. Framkvæmdir til að auka öryggi í verksmiðjunni í byijun janúar 1988 skilaði áliti nefnd félagsmálaráðherra sem falið var að gera tillögur um aðgerðir til að auka öryggi við rekstur verk- smiðjunnar. Nefndin var skipuð vegna ábendinga frá Vinnueftirliti ríkisins um að veruleg hætta gæti stafað af geymslu ammoníaks und- ir þrýstingi í verksmiðjunni fyrir starfsmenn og íbúa Reykjavíkur. í nefndinni áttu sæti auk undirritaðs sem var formaður hennar, Þórður Þorbjarnarson borgarverkfræðing- ur, Guðjón Petersen framkvæmda- stjóri Almannavarna ríkisins, Ólaf- ur Pétursson forstöðumaður meng- unarvarna Hollustuverndar ríkisins og Runólfur Þórðarson verksmiðju- stjóri Áburðarverksmiðjunnar. Meginniðurstaða nefnðarinnar varð sú að öryggi yrði fullnægjandi ef hætt yrði að geyma ammoníak undir þrýstingi og tekin upp geymsla á því í kældu formi í stað- inn. Einnig var bent á ráðstafanir sem gera þyrfti til að auka öryggi við eldri geyminn þar til geymsla í kældu formi kæmist á. Verksmiðjustjórnin tók þá ákvörðun að byggja nýjan, kældan geymi af viðurkenndri gerð. Með bréfi dags. 3. febrúar 1988 féllst félagsmálaráðherra á þessa aðgerð og fól jafnframt Vinnueftirlitinu að hafa eftirlit með byggingu geymisins og notkun eldri geymis- ins á byggingartímanum. Vinnueftirlitið hefur fylgst náið með byggingu nýja geymisins og staðsetning hans á verksmiðjulóð- inni og teikningar af honum og búnaði sem tengist honum hafa verið lagðar fyrir það. Stálsmiðj- unni hf. var falið að annast verkið og var gert ráð fyrir að því lyki haustið 1989. Fljótlega kom þó í ljós að sú áætlun myndi ekki stand- ast og verulegar tafir verða. Nú er gert ráð fyrir að geymirinn verði tekinn í notkun í lok júní í sumar. Ákveðið hefur verið að eldri geymirinn verði ekki notaður fram- ar og mun verksmiðjan því starfa með skertum afköstum þar til nýi geymirinn kemst í gagnið. Nýi geymirinn er hliðstæðrar gerðar og nýjustu geymar fyrir ammoníak annars staðar á Norður- löndunum, en mun minni. Undirrit- aður skoðaði í mars 1988 slíka geyma í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku, 5 til 40 falt stærri, sem nýlega höfðu verið byggðir í nálægð byggðar með samþykki yfirvalda. Geymarnir eru tvöfaldir, en við Áburðarverksmiðjuna verður auk þess sérstakur jarðvegsgarður umhverfis geyminn sem þriðja vörn, en slíkt var ekki gert við þá geyma sem skoðaðir voru í hinum löndunum. Ymsar ráðstafanir voru gerðar til að auka öryggi við gamla geym- inn. Mikilvægust þeirra er e.t.v. að ekki hefur verið leyft að setja meira en u.þ.b. 500 tonn á geyminn í einu. Slíkt dregur úr áhættu, bæði vegna minna magns og eins þar sem geymirinn var þá talinn hafa nægan styrkleika í mestajarð- skjálfta sem reiknað er með á svæðinu. Hefur verið fylgst með því að eftir því væri farið. Tíðar eftirlitsferðir hafa verið í verk- smiðjuna. Vinnueftirlitið lagði til við stjórn- endur verksmiðjunnar að vönduð áhættugreining yrði gerð á verk- smiðjunni. Til verksins var fengið breskt ráðgjafarfyrirtæki, Tec- hnica Consulting Scientists and Engineers, sem m.a. hefur unnið fyrir norsk stjórnvöld vegna olíu- vinnslu í Norðursjó. Aflaði Vinnu- eftirlitið staðfestingar norskra stjómvalda á því að fyrirtæki þetta nyti fyllsta trausts. í fyrsta áfanga var framkvæmd greining á öllu því sem viðkemur nýja geyminum svo koma mætti við breytingum áður en byggingu hans lyki. Ákveðið var jafnframt að greina aðra hluta verksmiðjunnar, en því er ekki lok- ið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.