Morgunblaðið - 18.04.1990, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1990
Sjópróf vegna feijuslyssins:
Skipið hefði ekki átt að láta
úr höfii við þessar aðstæður
—sagði næstæðsti yfírmaður Scandinavian Star við sjópróf í Kaupmannahöfn
Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. Rcuter.
NÆST æðsti maður farþegafeijunnar Scandinavian Star telur að skip-
ið hafi ekki verið búið undir siglingar á norðurslóðum auk þess sem
skipshöfiiin hafi verið úrvinda af þreytu. „Skipið var einfaldlega ekki
i lagi, það hefði aldrei átt að láta úr höfn við þessar aðstæður," sagði
Norðmaðurinn Karsten Hansen, stýrimaður með málefhi áhafnar á sinni
könnu og jafnframt næstráðandi feijunnar, við yfirheyrslur sjóréttar
í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Lögregla í Ósló skýrði á annan í pásk-
um frá nöíhum þeirra sem fórust í eldsvoðanum á ferjunni 7. apríl sl.
Fundist hafa 161 lík um borð í skipinu og eru nöfii 158 þekkt. Þar af
eru 127 Norðmenn, flestir frá Ósló, 27 Danir, þrír Bretar, þrír Svíar,
tveir Spánveijar, einn Portúgali og einn Bandaríkjamaður. Embættis-
menn sem annast rannsóknina á slysinu segja að ekki sé hægt að úti-
loka að fleiri hafi týnt lífi. Hitinn varð allt að 600 stig á celsíus í feij-
unni og er þvi mögulegt að líkamsleifar sumra fórnarlambanna hafa
eyðst algerlega. 25 börn undir sextán ára aldri dóu í slysinu.
Scandinavian Star var áður í
skemmtisiglingum á Karíbahafi og
var mikill meirihluti skipveija lítt
kunnugur skipinu. Karsten Hansen,
er gekk næstur Hugo Larsen skip-
stjóra að tign um borð, sagði að
skipveijar hefðu hraðað sér eftir
mætti við að búa skipið undir breytt
verkefni. Danska útgerðarfélagið
DaNo keypti það í marslok og sigl-
ingar hófust þegar 1. apríl milli Ósló-
ar og Fredrikshavn á Jótlandi.
„Flestir skipverjar voru svo þreyttir
að þeir voni nær úrvinda," sagði
Hansen. Hugo Larsen skipstjóri hef-
ur vísað öllum ásökunum um mistök
og vanrækslu á bug. Æðstu yfir-
mennirnir eru flestir norskir en áhöfn
að mestu frá Portúgal og Filippseyj-
um. Yfirvélstjóri feijunnar, Heinz
Stenhauer, sakar sænska slökkviliðs-
menn um mistök, segir þá hafa brot-
ið rúður og opnað eldvarnadyr með
þeim afleiðingum að eldurinn hafi
breiðst út.
Um 100 manns hafa starfað að
rannsókninni fyrir norsku lögregluna
um páskana og í Kaupmannahöfn
var ákveðið að halda sjóprófum
áfram yfir hátíðar. Ljóst er að yfir-
völd eru sannfærð um að brennu-
vargur hafi staðið að eldsvoðanum.
„Við höfum engan grunaðan enn
þá,“ segir starfandi lögreglustjóri
Óslóar, Arne Huuse. „Við getum
ekki útilokað að sökudólginum hafi
tekist að komast undan í ringulreið-
inni sem varð þegar þeir sem kom-
ust af voru fluttir í land á mörgum
stöðum." Larsen skipstjóri Scandina-
vian Star sagði við yfirheyrslur í sjó-
prófum að allt benti til að þjálfaður
brennuvargur hefði verið að verki.
„Kveikf var í neðst í stiga og fólk
þannig hindrað í að komast upp og
á brott,“ sagði hann. Larsen benti
einnig á að hugsanlega hefði fyrsti
eldurinn, er áhöfninni tókst fljótlega
að slökkva, verið kveiktur til þess
að leiða athygli manna frá næstu
tveim eldum sem kviknuðu á allt
öðrum stöðum í skipinu og reyndust
illviðráðanlegir. Vélstjóri feijunnar
telur líklegt að brennuvargurinn hafi
notað fljótandi eldsneyti af einhveiju
Heimsókn Nelsons Mandela
vekur deilur í Bretlandi
St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
NELSON Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, gagnrýndi Margaret
Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, í ræðu á hljómleikum í London
á mánudag. Nokkrar deilur spunnust vegna heimsóknar Mandela til
Bretlands og þeirrar ákvörðunar breska ríkissjónvarpsins að sýna
hljómleikana í bcinni útsendingu.
Hljómleikarnir voru haldnir á
Wembley-leikvanginum til að fagna
því, að Neison Mandela var látinn
laus úr haidi í Suður-Afríku fyrr á
árinu. Fyrir tveimur árum voru tón-
leikar á sama stað honum til stuðn-
ings. 72 þúsund manns mættu á
Wembley og talið er að allt að einn
milljarður manna hafi horft á hljóm-
leikana í sjónvarpi, en þeim var sjón-
varpað beint til 30 landa.
Mandela þakkaði baráttumönnum
í Bretlandi fyrir stuðning við sig,
meðan hann dvaldi í fangelsi. Hann
hvatti alla til að hafna hugmyndum
um að draga úr baráttunni gegn
kynþáttaaðskilnaðarstefnu stjórn-
valda í Suður-Afríku. Hann bætti
við: „Það eru aðeins þeir, sem styðja
aðskilnaðarstefnuna, sem geta haldið
því fram, að umbuna ætti stjórninni
í Pretóríu fyrir þær takmörkuðu að-
gerðir, sem hún hefur gripið til, eins
og að láta mig lausan og aflétta
banni gegn Afríska þjóðarráðinu og
öðrum samtökum." Þótti sýnt að
orðum þessum væri beint gegn
Margaret Thatcher en hún hefur
hvatt til þess að slakað verði á refsi-
aðgerðum þeim sem gripið hefur
verið til á alþjóðavettvangi gegn
stjórn hvíta minnihlutans í Suður-
Afríku. Mandela hvatti til þess, að
viðskiptabanni yrði ekki aflétt á Suð-
ur- Afríku, fyrr en allir íbúar lands-
ins hefðu fengið kosningarétt og fall-
ið hefði verið frá kynþáttaaðskilnað-
arstefnunni.
Mandela sagði á blaðamanna-
fundi, að hann myndi hitta Margaret
Thatcher að máli næst þegar hann
kæmi til Bretlands. Hann bætti því
við að hann teldi ekki æskilegt að
Thatcher sækti Suður-Afríku heim
fyrr en friðarviðræður ANC og
stjórnvalda hefðu skilað áþreifanleg-
um árangri.
Suður-afríska sendiráðið í London
kvartaði undan því við forráðamenn
breska ríkisútvarpsins BBC, að sjón-
varpað yrði beint frá tónleikunum.
Þeir yrðu lítið annað en áróður gegn
suður-afrískum stjórnvöldum og
gæfu ranga mynd af ástandinu í
Suður-Afríku. Talsmenn BBC sögðu
að þeir myndu beita eðlilegri ritstjórn
við útsendinguna.
tagi, e. t. v. áfengi, og skýri það að
nokkru hve hratt eldurinn breiddist
út.
Um 40 menn frá Óslóarlögregl-
unni reyna að hafa uppi á brennu-
varginum. Reynt er að safna ná-
kvæmum upplýsingum um það hvar
hver einstakur farþegi og skipveiji
var staddur þegar eldur varð laus.
Með þessum hætti verður reynt að
ríða netið utan um glæpamanninn.
Larsen skipstjóri sagðist ekki telja
ástæðu til að gruna áhöfnina fremur
um græsku en aðra en bent hefur
verið á að brennuvargurinn virðist
hafa verið kunnugur um borð. „Allir
geta fundið teikningar af skipinu,"
sagði Larsen.
Vitni hafa iýst manni sem þau
töldu haga sér undarlega og talið er
mögulegt að um brennuvarginn hafi
verið að ræða. Maðurinn var hár og
grannur, gráhærður og á aldrinum
55 - 60 ára, klæddur bláum fötum.
Hann gekk rólega um í reykjarkófinu
og sinnti í engu viðvörunum áhafnar-
innar er hvatti farþega til að hraða
sér í björgunarbátana. Útgerð feij-
unnar héfur heitið sem svarar hálfri
þriðju milljón ísl.kr. fyrir upplýsingar
sem skýrt geta tildrög eldsvoðans.
Æ fleiri vísbendingar koma í ljós
sem benda til lélegrar skipulagningar
björgunaraðgerða í feijunni og van-
rækslu af ýmsu tagi. Margir skipveij-
ar höfðu ekki hugmynd um hvert
hlutverk þeirra væri ef hættu bæri
að höndum, aðeins tvær af 12 reyk-
köfunargrímum voru notaðar og eng-
in björgunaræfmg hafði farið fram.
Yfirmaður öryggismála um borð,
Sverre Aashildrod 1. stýrimaður,
sagði að ekki hefði gefist tími til að
sinna ýmsum hefðbundnum ráðstöf-
unum í öryggismálum í tæka tíð.
„Við gátum ekki tafið ferðir skips-
ins,“ sagði Aashildrod sem einnig
viðurkenndi að hann þekkti ekki al-
þjóðareglur um þjálfun áhafnar og
öryggi farþega.
Karsten Hansen, næstráðandi á
Scandinavian Star, fyrir utan
byggingu sjóréttar í Kaupmann-
höfii. Hansen telur að ferjan og
skipshöfn hennar hafi ekki verið
fær um að helja reglulegar sigl-
ingar milli Óslóar og Fredriks-
havn þegar 1. apríl sl. Eigendur
útgerðarfélagsins, sem er
danskt, hafa gefið til kynna að
þeir muni hætta öllum afskiptum
af skipaútgerð.
Hundrað far-
ast í eldsvoða í
indverskri lest
Patna. Reuter.
ÓTTAST er að hundrað manns
hið minnsta hafi beðið bana er
eldur braust út í tveimur lestar-
vögnum skammt frá bænum Patna
í Norður-Indlandi á mánudag.
Sjónarvottar sögðu að vagnarnir
hefðu verið troðfullir af sölufólki á
leið til útimarkaðar í bænum og tals-
menn lestafyrirtækisins sögðu að
,allt að 200 manns hefðu verið í vögn-
unum þótt þeir hefðu aðeins verið
ætlaðir 80 farþegum. Sjónarvottarnir
sögðu að farþegar hefðu reynt að
slökkva eldinn með mjólk, sem selja
átti á markaðinum, og enginn hefði
komist úr vögnunum þar sem græn-
metiskörfum hefði verið raðað við
dyrnar. Tugir manna voru á þaki
lestarinnar og 60 slösuðust, sumir
alvarlega, er þeir stukku af lestinni
áður en hún stöðvaðist.
Greta Garbo látin:
Ein af skærustu stjörnum
kvikmyndanna fyrr og síðar
New York. Reuter.
GRETA Garbo, ein mesta kvikmyndastjarna allra tíma, lést á
páskadag 84 ára að aldri. Hún var aðeins 36 ára gömul og á
hátindi ferils síns þegar hún sneri baki við kvikmyndaleiknum
með þeim orðum, að hún vildi vera ein, og við það stóð hún alla
tíð síðan. Hefúr Garbo verið minnst með virðingu víða um lönd,
í Bandaríkjunum og í kvikmyndaborginni Hollywood og þá ekki
síður í ættlandi hennar, Svíþjóð.
Greta Lovisa Gustafsson eins og áhugamenn um kvikmyndir
og hún hét réttu nafni var fædd
18. september árið 1905. Hún
stundaði leiklistarnám við Kon-
unglega leikhúsið í Stokkhólmi
og tók sér listamannsnafnið Garbo
þegar hún fluttist vestur til Holly-
wood. í 14 ár Ijómaði stjarna
hennar skærar en nokkurrar ann-
arrar leikkonu en alls lék hún í
24 kvikmyndum á 19 árum, 10
þöglum og 14 talmyndum.
Gamlir samstarfsmenn Garbo
ljúka upp einum rómi um, að hún
hafi verið stórkostleg leikkona,
sem tekist hafi að gæða jafnvel
illa skrifuð hlutverk einhveijum
seiðmögnuðum krafti. „Hún gat
túlkað svo miklar tiifinningar með
ándlitinu einu, gleði og gáska eða
hinn sárasta harm. Hún var ein
mesta leikkona fyrr og síðar,"
segir kvikmyndasagnfræðingur-
inn Andrew Sarris og aðrir hafa
minnst hennar með sama hætti.
Greta Garbo yfirgaf Hollywood
árið 1941 og settist að í sjö her-
bergja íbúð á Manhattan í New
York þar sem hún bjó alla tíð
síðan. Hélt hún aðeins sambandi
við fáa, útvalda vini sína og sást
sjaldan utan dyra og aldrei án
þess að vera með dökk sólgler-
augu. Garbo var einræn að upp-
lagi en menn hafa samt aldrei
skilið, að hún skyldi draga sig
svona algerlega í hlé. Sagnfræð-
ingurinn Sarris hefur þá skýringu
fram að færa, að þegar heims-
styijöldin síðari hafi verið búin
að eyðileggja Evrópumarkaðinn
fyrir bandarískar kvikmyndir hafi
Garbo óttast, að Hollywood reyndi
að steypa hana í sitt ameríska
mót. „Garbo sá hvert stefndi og
Greta Garbo
þar sem hún hafði auðgast vel á
kvikmyndaleiknum fannst henni
tími til kominn að hætta,“ segir
Sarris.
Greta Lovisa Gustafsson var
brennd í útfararstofnun í New
York en talið er, að askan hafi
verið eða verði flutt til Svíþjóðar.
þa5 kostar aöeins