Morgunblaðið - 18.04.1990, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1990
27
Prestar rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar ganga í kringum kirkju í Moskvu snemma á páskadag.
Jóhannes Páll páfi bið-
ur fyrir friði í Litháen
Mikið íjölmenni í kirkjum Austur-Evrópulanda á páskadag
Páfagarði, Búkarest, Sofíu, Austur-Berlín, Moskvu. Reuter, Daily Telegraph.
JÓHANNES Páll páfi II bað fyrir ft-iði í Eystrasaltsríkinu Litháen í
páskaboðskap sínum og kvaðst vona að sovésk stjórnvöld gengju til
viðræðna við Litháa um sjálfstæðisyfirlýsingu þeirra. Ibúar Austur-Evr-
ópulanda héldu í fyrsta sinn upp á páskana án afskipta stjórnvalda
eftir áratuga ofsóknir á hendur kristnum mönnum á valdatíma kommún-
ista.
Um 150.000 manns hlýddu á
páskaboðskap páfa á Péturstorginu
í Róm og milljónir manna fylgdust
með atburðinum í sjónvarpi í 50 lönd-
um. Páfi sagði að lýðræðisþróunin í
Austur-Evrópu eftir áratuga harð-
stjórn kommúnista, sem beittu sér
fyrir guðleysi, sýndi að mannkynið
væri að gera sér grein fyrir því að
maðurinn gæti ekki lifað án guðs.
Hann óskaði öllum þjóðum heims
gleðilegra páska á 55 tungumálum,
þar á meðal rússnesku, rúmensku,
hebresku, tamíl og swahili. Þegar
hann mælti á litháísku bað hann
fyrir friði í Litháen og kvaðst vona
að samningaviðræður hæfust á milli
Litháa og sovéskra stjórnvalda. Kat-
ólska kirkjan er öflug í Litháen og
Páfagarður hefur boðist til þess að
hafa milligöngu um lausn deilunnar
um sjálfstæðisyfirlýsingu Litháa.
Mikið fjölmenni var í kirkjum
Rúmeníu á páskadag er Rúmenar
héldu upp á páskana í fyrsta sinn
frá því harðstjóranum Nieolae
Ceausescu var steypt af stóli um jól-
in í fyrra. Messum í Búkarest og
fleiri borgum var sjónvarpað í fyrsta
sinn. Aður var Nicolae Ceausescu
eini „guðinn" sem sýna inátti í sjón-
varpi og stjórnvöld héldu uppi stöð-
ugum áróðri gegn kristinni trú.
Meira en 100.000 Búlgarar hlýddu
á útimessu í miðborg Sofíu, höfuð-
borg Búlgaríu, á páskadag. Zhelyu
Zhelev, leiðtogi Samtaka lýðræðis-
afla, sem bjóða fram í fyrstu fijálsu
kosningum landsins í júní, ávarpaði
samkomuna að lokinni messu.'„Upp-
risa Krists minnir á ýmsan hátt á
endurreisn frelsis og lýðræðis i Búlg-
aríu,“ sagði Zhelev. Allar kirkjur
Sofíu voru fullar af fólki á páskadag
og nokkrar þúsundir manna tóku
þátt í útimessu á vegum Sósíalista-
flokksins, sem áður hét Kommúnista-
flokkur Búlgaríu. „Ég minnist þess
að fyrir nokkrum árum stóðu starfs-
menn kommúnistaflokksins fyrir ut-
an kirkjurnar til að skrá nöfn þeirra
sem dirfðust að ganga þangað inn,“
sagði ungur Búlgari.
Þúsundir Austur-Þjóðveija fóru í
gegnum Berlínarmúrinn á páskadag'
er efnt var til friðargöngu í tilefni
páskanna beggja megin múrsins.
Þátttakendur kröfðust þess meðal
annars að Evrópuríki drægju úr
vopnaframleiðslu sinni og að hernað-
arbandalög í Evrópu yrðu lögð niður
um leið og þýsku ríkin sameinuðust.
Mikið fjölmenni var í kirkjum
Moskvu er messað var árla á páska-
dag og flestir kirkjugestanna höfðu
komið þangað löngu fyrir miðnætti
daginn áður. Lögreglumenn stjórn-
uðu umferðinni fyrir utan kirkjurnar
en fyrir nokkrum árum voru þeir
sendir þangað til að veitast að kirkju-
gestum og þá einkum ungmennum.
Aður var rokktónlist leikin í útvárpi
og sjónvarpi um páskana til að halda
ungu fólki frá messum. í ár var hins
vegar útvarpað og sjónvarpað frá
kirkjunum.
Verksmiðjan Vífilfell tilkynnir
úrslit í Sprite-leiknum:
Helldarsala á Sprlte og Dlet-Sprlte á íslandi 1. janúar tll
5. apríl varð samtals 254.624 óóstr og tlöskur.
Eftlrtalölr llmmtán þátttakendur í Sprite-lelknum komust
s næst hlnnl réttu tölu og vlnnur hver þelrra Sprlte-snjóbrettl:
1. Kjartan Mar Magnusson, Helðarbraut 10, Kellavlk
2. Viðlr Buðmundsson, Kringlumýrl S, Akureyri
3. Árni Buðmundsson, Strandasell 7, Reykjavík
4. Pitur Belr Krlstjánsson, Vlðlhllð 27, Reykjavik
5. Ómar Ojavmoun, Fossgðtu B, Reykjavik
8. Erímkell Palsson, Vlðlhvamml 24, Kópavogl
7. Þirlr Skarphiðlnsson, Kaplaskjolsvegi 81, Raykjavík
8. Jihann H. Halstnlnssnn, Urðarvegi 47, Isallrðl
8. Cyjillur Snjóllsson, Allahelðl 13, Kópavogl
10. Sigurður Skarphiðlnsson, Kaplaskjólsvegl 81, Reykjavlk
11. Óskar Úrn Stelndórsson, Hagsell 11, Reykjavlk
12. Pitur Þór Bunnarsson, Bllkahólum 12, Reykjavlk
18. Helgl Fannar Vllhjilmsson, Allholsvegl 41, Kópavogl
14. Irls Dögg Helgadóttlr, Sklpasundi 1, Reykjavlk
15. Jónas Breki Magnusson, Lngalold 78, Reykjavlk
Vlnnlngshalar geta vltjað vlnninga slnna á skrllstolu
Vlflllells hl., Haga vlð Holsvallagötu / Heykjavík.
Lokað
Skrifstofur fyrirtækisins verða lokaðar milli kl.
12.00 og 15.00 í dag, vegna útfarar
STURLU PÉTURSSONAR.
Húsasmiðjan.
Lokað
Fjármálaráðuneytið, aðalskrifstofa og fjárlaga- og
hagsýslustofa, verða lokuð milli kl. 10.00 og 12.00
í dag 18. apríl vegna jarðarfarar ÁGÚSTU HELGU
SIGURÐARDÓTTUR, lögfræðings.
Fjármálaráðuneytið,
Arnarhvoli.
Nýjar perur
20% afslúttur á 20 tíma kortum
Þetta gildir sem afsláttarmiði
Blessuð sólin skín og skín
skært í ljósabekknum.
Hjá Sunnu verðið þið sæt og fín
og sæl á sólarbekknum.
: -
Sólbaðsstofan Sunna
Laufásvegi 17, sími 25280.
BBKBPBBHBBBBBIBSBSffiiSBS'
Aðalfundur
Samvinnubankans
Aöalfundar Samvinnubanka íslands h.f., veröur haldinn að Hótel Sögu, Súlnasal,
föstudaginn 27. apríl 1990 kl. 13.30.
Dagskrá:
1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans fyrir sl. starfsár.
2. Lagðir fram endurskoöaðir reikningar bankans fyrir sl.
reikningsár.
3. Lögð fram tillaga um kvittun til bankastjóra og bankaráðs fyrir
reikningsskil.
4. Önnur mál sem tilkynnt hafa verið bankaráöi með löglegum
fyrirvara, sbr. 69. gr. hlutafélagalaga.
5. Kosning bankaráðs.
6. Kosning endurskoðenda.
7. Ákvörðun um þóknun til bankaráðs og endurskoðenda.
8. Ákvörðun um greiöslu arös.
9. Önnur mál.
Gert er ráö fyrir aö lögö veröi fram tillaga um sameiningu Samvinnubanka íslands hf.
við Landsbanka íslands, samanber 4. dagskrárlið hér að framan. Verði tillagan
samþykkt falla dagsskrárliöir 5 - 8 sjálfkrafa niöur.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseölar til fundarins veröa afhentir á fundarstaö.
Ðankaráð Samvinnubanka íslands hf