Morgunblaðið - 18.04.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.04.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1990 33 Grétar Þór Sig- urðsson - Minning Fæddur 25. ágúst 1978 Dáinn 5. apríl 1990 Það ríkti mikil sorg á heimili okkar þegar fréttist að ungi vinur- inn okkar, hann Grétar Þór, hefði látist af slysförum að kvöldi 5. apríl. Hann gaf okkur hjónunum og börnum okkar svo mikið þann tíma sem við fengum að njóta hans. Hann var svo fjörugur og indæli strákur. Við kynntumst honum mjög náið þegar við hófum skóla- akstur með hann frá Nesjavöllum fyrir nokkrum árum. Það var gam- an að fá að .fylgjast með örum þroska hans þessi ár. Grétar heitinn var svo góður félagi allra, hvort sem um var að ræða menn eða dýr. Elsku Guðbjörg, Ester, Sigurður, Jón og Hanna, megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Við munum ætíð geyma minn- ingu hans í hjörtum okkar. Arni og Sigrún. Hörmuleg frétt barst okkur í Ljósafossskóla að morgni föstu- dags, 6. apríl sl., að Grétar Þór Sigurðsson, Nesjavöllum, hefði orð- ið fyrir vélsleða og væri dáinn. Við gátum naumast skynjað þessi ótíðindi í fyrstu, svo óbærilegt var það, að þessi lífsglaði piltur væri ekki lengur lífs. Þetta var hljóður morgunn í skólanum og tár á vöng- um. Grétar var einstaklega lifandi. Hann var bjartur yfirlitum, séretak- lega fagureygður og bauð af sér góðan þokka. Pjörugur og glaðlynd- ur og lét sig sjaldan vanta þar sem eitthvað var að gerast. Gaman var að fylgjast með honum ef einhveija framkvæmd bar á góma. Um leið og orðinu sleppti var hann tilbúinn að taka að sér verkstjórnina og vissi alveg hvernig að skyldi staðið! Grétar var vinsæll skólafélagi, en naut líka hylli kennara sinna. Kurteisi og hjálpsemi var honum eðlislæg, raunar ættarfylgja. Grétar var yngstur þriggja barna þeirra Sigurðar Jónssonar og Ester- ar Hannesdóttur á Nesjavöllum. Mikið ástríki var einnig með honum og ömmu hans, Guðbjörgu Guð- steinsdóttur. Sá morgunn lífsins, sem Grétar fékk að lifa var því hlýr og fagur. Innilegar samúðarkveðjur til Nesjavallafjölskyldu frá Ljósa- fossskóla. Böðvar Stefánsson Að morgni 6. apríl barst mér sú sorgarfregn að nemandi minn, Grétar Þór, hefði látist af slysförum kvöldið áður. Ég var sem lamaður og var góða stund að meðtaka þessa hörmungarfregn. Ótal spurningar þutu gegnum hugann: Hvers vegna? Hvers vegna svo ungur drengur? Hann sem átti allt lífið framundan. Hvað get ég gert? Hvernig get ég horfst í augu við bekkjarfélaga hans og vini og verið sá sem flytur þeim þessa frétt vit- andi að sæti hans verði autt í fram- tíðinni? Hvernig fer maður að slíku? Ég kynntist Grétari Þór fyrst þegar við hjónin réðumst til kennslu síðastliðinn vetur við Ljósafossskóla í Grímsnesi. Grétar eignaðist strax ákveðinn stað innra með mér því persónuleiki hans heillaði mig. Grétar Þór var fallegur drengur, tápmikill, snaggaralegur og ein- staklega jákvæður á lífið og tilver- una og hafði þannig mannbætandi áhrif á alla sem hann umgekkst. Stundum þurfti að sussa á Grét- ar þar sem hann hafði mikla þörf fyrir að ræða við bekkjarfélagana um atburði Iíðandi stundar. Aldrei gat maður þó orðið honum reiður því maður fann vilja hans til að uppfylla óskir annarra. Sérhver nemandi átti alltaf vísan vin í Grét- ari þar sem honum samdi einkar vel við alla og hann skildi svo vel hvað góð vinátta var dýrmæt. Lífsgleði Grétars naut sín til fulls í frímínútum og alltaf var líf og fjör þar sem hann var í hóp. Það er erfitt að finna orð til huggunar við foreldra, systkini, ömmu og aðra ættingja og vini þegar þeir verða fyrir öðrum eins missi. Én það tekur enginn frá okk- ur allar ljúfu minningarnar sem hægt er að riija upp og ylja sér við þegar söknuðurinn verður of sár. Við hjónin vottum ættingjum og öði-um ástvinum Grétars okkar inni- legustu samúðaróskir. Við biðjum algóðan guð að gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Steinberg Ríkarðsson, kennari Rósa 5. Sigurþórs- dóttir - Minning Fædd 13. júní 1933 Dáin 22. mars 1990 „Dauðinn er lækur, lífið er strá.“ Þessi hending úr þekktu ljóði Matthíasar Jochumssonar, flaug mér í hug er ég frétti ótímabært andlát Rósu vinkonu minnar. Þótt við vitum að það liggur fyrir okkur öllum að deyja, þá kemur dauðinn okkur oft á óvart. Það er eins og verið sé að sýna okkur hversu óendanlega smá og máttlítil við erum gagnvart al- mættinu. Hvers vegna einmitt hún? Ég get aðeins spurt, en ég fæ ekkert svar. Ég ætla ekki að rekja hér ættir né uppvöxt Rósu, það gera eflaust þeir, sem eru mér fróðari um þá hluti. Við Rósa vorum kunnugar frá því ég var ung kona og bjó í Hafnarfirði, þá var mér bent á 16 ára stúlku, sem dvaldi þar um tíma hjá skyldfólki sínu, mér var sagt að hún myndi fáanleg til að líta eftir börnum meðan skroppið væri í bíó. Þessi stúlka var Rósa. Ég dáðist að því hversu natin hún var við börn og hvað hún var innilega ánægð með að sitja hjá þeim með sína handavinnu, þótt aðrir ungl- ingar væru úti að skemmta sér. Hvortveggja fylgdi Rósu ævina á enda, sérstök barngæði og snilld- ar handbragð, sem ávallt hennar aðal. . • i'i , Ung að aldri giftist Rósa Guð- mundi Tyrfingssyni, ættuðum af Rangárvöllum. Þau stofnuðu heim- ili á Selfossi og byggðu sér einbýl- ishús af miklum dugnaði. Þau eignuðust fjórar dætur. Oft hefur sjálfsagt verið þröngt í búi hjá þeim, eins og öðrum frumbýling- um, en samt fannst mér alltaf telp- urnar hennar Rósu vera svo vel til fara að af bæri. Hún saumaði allt- af fötin þeirra sjálf og bjó þar að þeirri kunnáttu er hún hlaut við nám í Kvennaskólanum að Staðar- felli í Dölum þegar hún var ung stúlka. Þau Guðmundur og Rósa slitu samvistum og bjó hún í fyrstu ein með dætrum sínum, en fluttist síðan til Grundarfjarðar til frænd- fólks síns. Þar giftist hún síðar frænda sínum, Guðbjarti Cecils- syni, hinum ágætasta manni, sem reyndist dætrum hennar eins og besti faðir og barnabörnunum hinn góði afi. Þau hjónin eignuðust ekki börn saman, en oftast var nóg af börnum í kringum þau, þótt dæ- turnar flygju úr hreiðrinu, þá komu barnabörnin til sögunnar, og Rósa var svo sannarlega hin sanna amma. Þau Rósa og Guðbjartur áttu saman mörg góð ár, þótt veikindi og erfiðleikar sneiddu ekki hjá þeim fremur en öðrum, þau voru ákaflega samrýnd og áttp' , gott Ellefu ár er ekki Iangur tími hjá okkur sem eldri erum. En ellefu ár eru ellefu 'ár, því megum við ekki gleyma. I sorginni vill yfirieitt gleymast það sem á undan er gengið, þar sem gleði og glaumur réði ríkjum. Við megum ekki láta sorgina blinda okkur, sorgin er til að sigra hana og það getum við með því að sjá hvað árin ellefu gáfu okkur. Það var fyrir fjórum árum að ég hóf að flytja kost að mötuneytinu á Nesjavöllum, þá komst ég ekki hjá því að kynnast Grétari litla, því ef hann var heima, var hann kom- inn til að hjálpa við að losa vörurn- ar úr bílnum, þá skipti engu máli hvort kassarnir væru þyngri en hann sjálfur, það var samt reynt, og jafnvel aðeins bölvað, ef kass- arnir voru of þungir. Eitt sinn spurði hann hvort ég væri til í að fara heim að bæ með vörurnar hennar ömmu, það gerði ég og sá að amma hans var honum dýrmæt, það skilja þeir sem hlýju hennar og gestrisni hafa fengið að njóta. Það má ekki bugast þó ljós slokkni, það hefur verið bjart yfir Nesjavallabænum og hverju fót- spori Grétars, það mun verða það áfram. Þó Grétar hafi brugðið sér yfir á annað tilverustig, þá var það ekki ætlun hans að taka með sér ljós og gleði ættingja sinna og vina. Látum minninguna um Grétar lýsa okkur veg framtíðar og gleði. Með þeim orðum vil ég þakka Grét- ari þá minningu sem hann skildi eftir hjá mér, sem mun geymast þar til leiðir okkar liggja saman á ný- Það er von mín að bros og gleði heimili, þar sem gott var að koma og gestrisnin sat í fyrirrúmi, og vil ég þakka þá hlýju og ánægju er við hjónin nutum þar. Rósa var söngvin, hafði góða söngrödd og naut þess að syngja í kirkjukór Grundarfjarðar. Þótt samfundum fækkaði við fjarlægð, hélst okkar vinátta söm. Rósa hafði í mörg horn að líta til dætra og ömmubarna og alltaf var hún sama góða mamman og amm- an, tilbúin til hjálpar, ef einhver þarfnaðist hennar. Ég veit að Rósu er sárt saknað af eiginmanni, dætrum, barnabörnum, bræðrum og öðrum ættingjum og vinum og ég bið Guð að styrkja þau öll í sorg þeirra. Rósu vinkonu minni þakka ég allt. Fari hún í friði. ;, Jtagíia S, fiunnarsdóttir festi sem fyrst rætur í hjörtum for- Ákveðni og skapfesta voru sterkir eldra hans, systkina, ættingja og þættir í fari hans og hann var eftir- ömmu hans á ný. minnileg persóna. Lífshlaup hans Samúðarkveðjur, varð ekki langt, en gæfuríkt. Þorvaldur Guðmundsson Þó Grétar Þór sé horfinn sjónum okkar mun minning hans lifa í hjört- Þeir deyja ungir sem guðirnir um okkar sem eftir stöndum. Minn- elska. Þessi orð koma upp í huga ing um fallegan og góðan dreng minn þegar ég kveð elskulegan sem ég trúi að gegni nú mikilvægu frænda og nafna minn í hinsta sinn. hlutverki á æðri stöðum. Grétar Þór yar yngstur barna þeirra Sonu|. - dýrðar hendi Sigurðar Jonssonar og Esterar Drottin Jminn ^ vært Hannesdottur. Systkmi hans eru hann, sera þér huggun sendi Jon Matthias og Hanna Bjorg. Gret- hann elskar þj “ kært ar Þor var augastemn ommu smnar þú lifðir ^um Guðj Guðbjargar Guðsteinsdottur sem í Guði sofnaðir þú asamt foreldrum og systkinum hans j eilifum andarfriðj ol hann upp við m.kið astnki. Það ætið sæl| ljfðu nú var þvi mikil harmafregn að þessi góði og lífsglaði drengur sem átti Elsku amma, Siggi, Ester, Jón allt lífið framundan skyldi hverfa og Hanna, sorg ykkar og söknuður frá okkur svona alltof fljótt. Hann er mikill. Megi góður guð styrkja sem var sólargeisli í lífi svo margra. ykkur og vernda um ókomna Grétar Þór var náttúmbarn af framtíð. Blessuð sé minning Grétars lífi og sál og í sveitinni innan um Þórs. dýrin undi hann hag sínum best. Grétar Jónsson ir w t Móðir mín, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG G. ÞÓRÐARDÓTTIR, ættuð frá Patreksfirði, áður til heimilis á Haðarstig 15, lést á Hrafnistu, Reykjavík mánudaginn 16. apríl. Magnús S. Magnússon, Guðbjörg M. Gunnarsdóttir og synir, Ingibjörg Osk Birgisdóttir. * Móðir okkar, DAGBJÖRT ÍVARSDÓTTIR, lést á Hrafnistu f Hafnarfirði laugardaginn 14. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Valgerður B. Hassing, ívar Arnar Bjarnason. t Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON frá Tjörn, Akranesi, síðar búsettur Vallarbraut 1, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 16. april. Ólöf Guðjónsdóttir og börn. t GUÐRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR fyrrverandi söngkennari, lést í Landspítalanum laugardaginn 14. apríl. Hildur Þorsteinsdóttir Valgerður Þorsteinsdóttir. t Bróðir okkar, GÍSLI ODDSSON, Sundabúð, Vopnafirði, andaðist 15. apríl. Jarðarförin fer fram frá Hofi laugardaginn 21. apríl kl. 14.00. Guðrún Oddsdóttir, Páll Oddsson. 4T t Maðurinn minn, PÉTUR SIGURÐSSON, Bergstaðastræti 77, andaðist föstudaginn 13. apríl. Soffía S. Ó. Axelsdóttir. t Bróðir okkar, INGÓLFUR AGNARS, Sævarsstfg 2, Sauðárkróki, lést á heimili sínu 13. apríl. Jarðsett verður frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 21. apríl kl. ^ 4-00- Systkini hins látna. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.