Morgunblaðið - 18.04.1990, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRIL 1990
4i
Kristín U. Þórðar
dóttir - Minning
Fædd 20. júní 1913
Dáin 7. apríl 1990
í gær var amma mín Kristín Unn-
ur Þórðardóttir jörðuð og rifjuðust
allar minningar um okkur upp.
Sem ungbarn var ég alitaf hjá
ömmu og átti bamavagninn minn
sérstakan stað í litlu stofunni henn-
ar. Ég átti mjög lengi „leyndó“ hjá
ömmu og voru það tvö snuð sem
geymd voru í glasi í efstu hillunni
inni í eldhúsi hjá henni.
Er ég fluttist til útlanda var sökn-
uður í hennar garð afskaplega mik-
ill. Á meðan á dvöl okkar í Dan-
mörku stóð fengum við tilkynningu
um alvarleg veikindi ömmu og fór
móðir mín þá strax til íslands. Ég
var lengi að sætta mig við það að
ég fékk ekki að fara með til að heim-
sækja ömmu. Þegar við systkinin
komum svo aftur heim til íslands
fórum við að heimsækja ömmu.
Amma var þá á spítala og þegar við
komum sat hún úti í sólinni. Hún
þekkti okkur ekki þegar við komum
labbandi að henni og heilsuðum.
Loks sá hún íjölskyldusvipinn og sá
ég að gleðitár rann niður kinn henn-
ar. Hún faðmaði okkur að sér og
byijaði að spjalla við okkur af fullum
krafti.
Síðan veikist amma alltaf meira
og fannst mér ég íjarlægjast hana
meira. Það var mjög sárt því að við
vorum svo góðar vinkonur áður fyrr.
Ef við hefðum ekki flust til Dan-
merkur hefði þetta örugglega ekki
gerst.
Síðustu jól gat amma ekki verið
með okkur vegna veikinda. 011 jólin
sem við höfðum átt saman hafa ver-
ið svo eftirminnileg og stundum sá
maður ánægjuna glampa í augum
hennar. Veikindi hennar komu í veg
fyrir yndislegar samverustundir
þessi jól. Við heimsóttum ömmmu á
spítalann á aðfangadag og hengdum
upp hjá henni skraut til að gera jóla-
legt. En þegar við þurftum að kveðja
fékk ég sting í hjartað, eins og að
hluti af því væri að eyðileggjast.
Er mér var tilkynnt lát hennar
ömmu minnar snemma einn laugar-
dagsmorgun átti ég bágt með að
trúa því að hún amma mín væri
farin að eilífu.
Ég lá lengi andvaka og hugsaði
um mig og ömmu, það eina sem kom
upp í huga minn voru allar ánægju-
stundirnar sem við áttum saman,
ég og amma. Ég fylltist mikilli sorg
þegar ég fyrst áttaði mig á því að
hún amma mín væri dáin.
Guð blessi minningu hennar.
Með kveðju,
Lísa Krisljánsdóttir
I gær þriðjudaginn 17. apríl, var
ástkær móðir okkar lögð til hinstu
hvílu eftir langvarandi veikindi. Guð
blessi minningu hennar.
Hvar ertu móðir mín:
þín augu
sem vöktu yfir mér föllnum
þín hönd
sem leiddi mig gegnum ystu myrkur
þinn faðmur
sem bar mig upp himnastigann
þín tunga
uppspretta míns ljóðs?
Hvarvetna leita ég þín:
í moldinni snjónum loftinu
og alstaðar verð ég þín var
en er ég hleyp til og vil grípa
þá er það bara geisli
þá er það bara skuggi.
Æ hversu lítil er:
í vöggu rökkursins
hvílir mín stóreyga sál
eins og nýfætt barn
og mænir upp til stjamanna.
(Jóhannes úr Kötlum)
Kveðja frá börnunum
Jarðarför Kristínar Unnar Þórðar-
dóttur fór fram þriðjudaginn 17.
apríl síðastliðinn, frá Hallgríms-
kirkju í Reykjavík. Kristín andaðist
í sjúkrahúsinu á Vífilsstöðum, laug-
ardaginn 7. apríl, eftir langa og erf-
iða glímu við sjúkdóm sinn. Hún
fæddist 20. júní 1913, í foreldrahús-
um á ísafirði, yngst 11 systkina,
dóttir hjónanna Sólveigar Jónsdóttur
og Þórðar Þórðarsonar Grunnvík-
ings. Kristín var af kunnum vest-
firskum ættum, þekktum af dugnaði
og manndómi. Gísli, kallaður hinn
ríki, frá Bæ á Selströnd var langafi
hennar í móðurætt og eins og áður
segir var Þórður Grunnvíkings faðir
hennar, en hann var sonur Þórðar í
Hattardal þingmanns Isfirðinga
1880-85, Magnússonar prests að
Hrafnseyri, Þórðarsonar prests í
Ögurþingum. Hún var aðeins
tveggja ára gömul þegar faðir henn-
ar lést, en á ísafirði ólst hún upp
til fullorðinsára og bjó þar er hún
missti unnusta sinn, Sigurvin Pálma-
son, frá 11 mánaða gamalli dóttur
þeirra árið 1933, er bátur hans fórst
með allri áhöfn.
Kristín vann við-hjúkrunarstörf á
sjúkrahúsinu á ísafirði er hún kynnt-
ist Sigurði Gíslasyni frá Viðey sem
hún giftist 4. júlí 1936 og fluttist
með til Reykjavíkur, þar sem heim-
ili þeirra stóð meðan honum entist
aldur, en hann fórst af slysförum
22. september 1958.
Sigurður og Kristín eignuðust
saman 5 dætur og einn son, Sigrúnu
Unni, f. 28. apríl 1937, Sólveigu
Svöfu, f. 22. mars 1938, Aðalheiði
Lilju, f. 11. apríl 1941, Gísla Reyni,
f. 23. nóvember 1943, Maríu Ernu,
f. 2. desember 1944, og Margréti,
f. 10. febrúar 1953. Elsta barn
Kristínar, Sigurvina Alda Sigurvins-
dóttir, erfædd 12. nóvember 1932.
Árið 1968 giftist Kristín í annað
sinn. Seinni eiginmaður hennar var
Gestur Sigurðsson frá Brúará í
Strandasýslu og var það einnig hans
annað hjónaband. Gestur lést 8.
september 1982.
Eins og strax verður ljóst af lestri
þeirra staðreynda um lífshlaup
Kristínar Þórðardóttur sem hér
koma fram, hefur það tæpast verið
neinn dans á rósum. Faðir hennar
drukknaði þegar hún var tveggja
ára , systkinin voru 11, það elsta
15 ára. Hið opinbera velferðarkerfi
var þá ekki fætt, barnahópar
tvístruðust, lífsbaráttan var hörð,
en lífið hefur sinn gang. Ung og
fríð stúlka eignast sitt fyrsta barn
með heitmanni sínum, en aftur er
höggvið á þráðinn og framtíðar-
áform breytast. Full þörf hefur hinni
ungu móður verið að vöggugjöf sinni
frá hinum styrku stofnum vestfir-
skra manndómsætta er að henni
stóðu.
Vafalaust hefur sú vöggugjöf
einnig reynst henni dijúgtil að skapa
hið myndarlega alþýðuheimili sem
hún átti með Sigurði manni sínum
og mannvænlegum barnahópnum.
Það vegarnesti flutti hún vissulega
áfram til barna sinna er hún brýndi
fyrir þeim að gera fyrst og fremst
kröfur til sjálfra sín samfara rétt-
sýni og heiðarieika. Því miður lauk
hamingjuríku hjónabandi Sigurðar
og Kristínar með sviplegum hætti
er hann lést af slysförum við vinnu
sína. Sigurður var verkstjóri við
Togaraafgreiðsluna í Reykjavík.
Þrátt fyrir að ólög þau sem riðið
hafa yfir líf þessarar svipsterku al-
þýðukonu hafi verið mörg og þung
tókst henni alltaf að standa fyrir
sínu eins og hún sjálf gjarnan orð-
aði það, þótt hið hastarlega fráfall
eiskaðs eiginmanns hafi án efa haft
mest áhrif á líf hennar efir það.
Árið 1968 giftust þau Gestur og
Kristín, keyptu fljótlega litla íbúð á
Brekkustíg 3a í Reykjavík þar sem
heimili hennar stóð síðan meðan hún
lifði. Þangað var gott að koma, þar
sem saman fór rósemi og góðvild
húsbóndans, gestrisni og innileiki
húsfreyjunnar. Eftir fráfall Gests
fóru veikindi þau er lengi höfðu hijáð
Kristínu að hafa æ meiri áhrif á líf
hennar og líðan þar sem lengri og
skemmri vistir á sjúkrahúsi urðu
óhjákvæmilegar. Að komast ekki
heim til sín og sjá um sig sjálf vai
ekki að hennar skaplyndi, en engir
má sköpum renna.
Það varð henni einnig ljóst og var
innilega þakklát starfsfólki sjúkra-
hússins á Vífilsstöðum fyrir frábæra
og nærfærna umönnun þar til yfii
lauk.
Með þessum fátæklegu kveðjuorð-
um vil ég láta í ljós þakklæti mitt
fyrir að hafa átt þess kost að kynn-
ast Kristínu Þórðardóttur, lífsvið-
horfum hennar og lífsverki, sem ég
vona að skili sér með farsæld til
afkomenda hennar.
Þeim og öðrum vinum hennar og
vandamönnum sendi ég samúðar-
kveðjur, en við vitum öll að minning-
in um góðan dreng mun lifa.
Nikulás Jensson
LAUSBLAÐA-
MÖPPUR
frá Múlalundi...
. þær duga sem besta bók.
Múlalundur i
S [ M1: 62 84 50 £
Vinningstölur iaugardaginn
14. apríl '90
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 0 2.397.525
O fu'sííAÍ(U$ Z. 4af5^pi 5 83.326
3. 4af5 107 6.716
4. 3af 5 3.615 463
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
5.206.512 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
ígildar freistingar
í nýjum umbúðum!
Þó að flatkökurnar okkar hafi nú fengið nýjan og
veglegri búning, þá eru þær enn sömu Ijúfmetiskökurnar.
Láttu freistast og nældu þér í fyrirtaks snæðing
frá Ommubakstri
BAKARÍ FRIÐRIKS HARALDSSONAR SF. KÁRSNESBRAUT 96, KÓPAVOGl.