Morgunblaðið - 18.04.1990, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1990
Minning:
Ágústa H. Sigurðar-
dóttir lögíræðingur
Fædd 21. ágúst 1960
Dáin 9. apríl 1990
Engin orð fá lýst með hve miklum
trega þessar línur eru skrifaðar.
Það er þyngra en tárum tekur að
minnast elskulegrar systurdóttur
minnar látinnar. Hefði mig órað
fyrir að ég ætti eftir að vera í þess-
ari aðstöðu, hefði ég oftar lagt leið
mína í Seilugrandann síðustu árin
og ræktað betur vináttuna við elsku
frænkuna mína og ekki látið neitt
tækifæri ónotað til að iáta hana
vita hversu vænt mér þótti um hana
og hve mikið mér þótti til hennar
koma. En nú er það of seint.
21. ágúst árið 1960 var mikill
gleðidagur, því þá fæddist frum-
burður stóru systur minnar, Jó-
hönnu og Sigurðar Pálssonar,
manns hennar. Ekki var gleðin síðri
hjá mér, tæplega tíu ára gamalli.
Ég var yngst fjögurra systkina og
hafði árangurslaust rellað um að
fá að eignast lítið systkini. Ég þótt-
ist því hafa himin höndum tekið
þegar ég fékk yndislega litla
frænku. Fram að þessu hafði ég
verið heimagangur hjá Jóhönnu og
Didda, en nú var ekki stundlegur
friður fyrir mér og nýtti ég hveija
fría stund til að vera hjá systur
minni og litlu stúlkunni okkar —
að mér fannst. Ég varð líka heldur
en ekki upp með mér þegar hún
var skírð og fékk nafnið Ágústa
Helga — og tók það að sjálfsögðu
beint til mín. Það var stolt frænka
sem ýtti á undan sér barnavagnin-
um og síðar kerrunni og sýndi hveij-
um sem sjá vildi þennan dýrgrip
sinn með ljósu lokkana og fallega
brosið.
Við brölluðum mikið saman
næstu árin — fórum í búleiki með
viðeigandi drullumalli, teiknuðum
og föndruðum og áttum ótal góðar
stundir. Svo bættist Magga Stína í
hópinn, öllum til gleði og er vart
hægt að nefna aðra systurina án
þess að minnast á hina, svo sam-
rýndar voru þær alla tíð. Þær voru
miklir gleðigjafar og í uppáhaldi
hvar sem' þær komu. Ekki má
gleyma henni Möggu, sem ég kall-
aði Tollasíus, frænku systranna,
sem oft var góð viðbót í hópinn og
sér nú ekki aðeins á eftir góðri
frænku, heldur og góðum vini.
Ágústa Helga var mjög skýrt og
skemmtilegt bam. Hún var altal-
andi áður en nokkur tönn lét sjá
sig og þriggja ára var hún læs. Hún
var bráðgreind og hafði næma
kímnigáfu. Mér eru minnisstæð
mörg skemmtileg tilsvör hennar,
svo sem þegar hún var bara smá
kríli og vinkona mín spurði hana
hvað hún héti. „Magga“ svaraði
Ágú, grafalvarleg á svip. Henni var
vel ljóst að spyijandinn vissi alveg
hvað hún hét. En úr því spurningin
var út í hött, var svarið í sömu
mynt. Hún stóð sig afburða vel í
skóla, en fannst jafnan sjálfri lítið
um. Þegar hún sl. vor útskrifaðist
sem lögfræðingur, þriggja barna
móðir, var hún meðal efstu manna.
Auk námsgáfna var hún gædd'
ríkum tónlistargáfum. Tónlistar-
kennari hennar staðfesti að hún
hafði hreina tónheyrn, eða það sem
kallað er absolut eyra. Næsta fáir
munu vita þetta, enda flíkaði hún
þessum kostum ekki, fremur en
öðrum, sem hún hlaut í vöggugjöf.
Hún giftist miklum öðlingi, Búa
Kristjánssyni, en þau voru ein fal-
legustu brúðhjón sem ég hef séð.
Augljóst var alla tíð að vart mátti
á milli sjá hvort dáði hitt meira og
veittu þau hvort öðru mikla ham-
ingju. I kjölfarið komu svo litlu
gullin þijú, stolt móðurinnar — þeir
Haukur Þór, Birgir Hrafn og Arnar
Már, sem nutu mikils ástríkis sam-
hentra foreldra. Lífið virtist leika
við Ágústu Helgu.
En það er svo margt sem við
ekki skiljum. Hvernig getur nokkur
sem búinn er svo miklum mannkost-
um — góðum gáfum, greind, gæsku
og fegurð, nokkur seifi alla tíð hef-
ur búið við svo mikið ástríki hjá
foreldrum, systur, eiginmanni og
bömum — efast um gildi sitt? Svar-
ið er í raun einfalt. Sjúkdómar fara
ekki í manngreiningarálit. Það var
sjúkdómur sem dró elsku stúlkuna
okkar til dauða. Sjúkdómur, sem
var ekki alltaf sýnilegur, en gróf
um sig og skaðaði ekki síður en
aðrir, stundum auðgreindari sjúk-
dómar.
Elsku hjartans Ágústa Helga mín
er farin frá okkur. Hún er farin til
Guðs, þar sem angist og kvöl er
vikið burt. Elsku fallega stúlkan
mín hefur fundið frið.
Nú, þegar ég fletti í gegnum
myndasafnið, hljóta myndimar ann-
að og meira gildi og minningarnar
verða enn dýrmætari. Sorgin svíður
sárt og söknuðurinn er óumræði-
lega mikill. En það er ekki of seint
fyrir okkur. sem eftir lifum að hlúa
að drengjunum hennar, eiginmanni,
foreldrum og systur — og það ger-
um við fyrir hana.
Guð geymi elsku Ágústu Helgu
— þar til við hittumst á ný.
Helga Möller
í dag verður Ágústa Helga Sig-
urðardóttir lögð til hinstu hvílu í
okkar venjulega jarðneska skiln-
ingi. Við þau leiðarskil langar mig
til að kveðja hana með nokkmm
minningar- og þakkarorðum fyrir
liðna tíð.
Vegir Guðs eru órannsakanlegir
og það á vel um þá sorglegu stað-
reynd að Ágústa Helga, frænka
mín, er ekki lengur á meðal okkar.
Þessi fallega stúlka sem lýsti allt
upp með fegurð sinni og yndisþokka
er nú hjá Guði.
Á æskuárunum í MR var hún á
föstu með Búa Kristjánssyni, sem
er einn besti maður sem ég hef
kynnst, og þótti mér þau vera dug-
leg, ættrækin, reglusöm og í alla
staði mjög hjálpsöm. Það fór svo
að þau gengu í það heilaga og eins
og mörg æskuástin varð þetta eitt
besta hjónaband sem ég hef kynnst.
Trúin er kjölfesta tilverunnar í
lífí þessarar fjölskyldu og það á
eftir að hjálpa þeim í þessari sorg.
Þar sem ég hef vissu fyrir því að
Búi og Ágústa sneru bökum saman
og kenndu bömum sínum að trúa
á Guð þá á það afdráttarlaust eftir
að hjálpa þeim á erfíðum tímum
ástvinamissisins.
Mér sýndist Ágústa Helga aldrei
kunna vel við sig í fjölmenni. Ég
held að henni hafi fallið betur að
eiga stund með fáum vinum og
kunningjum og heimakær var hún
svo af bar.
Nú ér dvöl Ágústu á þessu til-
verusviði lokið. Kallið kom snögg-
lega og fyrr en búist var við.
Ágústu verður sárt saknað, það
verður tómlegra eftir en áður. Sökn-
uðurinn er þó mestur og sárastur
í heimaranni og hjá foreldrum henn-
ar.
Ég og móðir mín sendum fjöl-
skyldu hennar samúðarkveðjur í
fullvissu þess að á bak við hin
dimmu ský er mikið sólfar.
Kári Thors
Stundum nístir sorgin hjarta
manns svo sárt að öll orð virðast
fánýt og gagnslaus. Þannig er það
á þessari stundu og samt ætlum
við að reyna að minnast vinkonu
okkar, Ágústu Helgu Sigurðardótt-
ur, með fáum orðum til þess eins
að láta í ljósi hvað okkur þótti
vænt um hana. Það er svo einkenni-
legt að ætla að hugsa um hana í
þátíð núna þegar manni fínnst hún
enn svo nálæg að það hljóti að vera
hægt að hringja til hennar í kvöld
eins og venjulega — og þó er það
ekki í fyrsta sinn sem við veltum
því fyrir okkur hvernig hún var því
að á margan hátt var hún óvenjuleg
og einstök. Hún virtist við fyrstu
sýn mjög alvörugefin og jafnvel
þóttafull. Við sem þekktum hana
vel, vissum hins vegar að hún hafði
mjög gott skopskyn og gat verið
einstaklega orðheppin og fyndin.
Við vissum líka að hún átti mjög
hlýjar tilfínningar og innilega sam-
úð með öðrum þótt henni væri ekki
eiginlegt að bera tilfínningar sínar
á torg. Hún var mjög grönn, fínleg,
viðkvæm og virtist næstum því
brothætt en um leið var alltaf ein-
hver reisn yfir henni. Hún lét atdrei
neinn ráðskast með sig, vissi hvað
hún vildi og fór sína leið. Hún var
ekki allra, en trygg vinum sínum
og brást þeim ekki þegar á reyndi.
Við vorum sjö ára þegar við byrj-
uðum saman í bekk í Melaskólanum
og vinátta okkar hélst alla tíð upp
frá því. Við vorum líka í sama bekk
í Kvennaskólanum og í MR þann
tíma sem Ágústa var þar. Hún
skipti um skóla eftir tvo og hálfan
vetur og lauk stúdentsprófí frá Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti. Seinna
fór hún í lögfræði og útskrifaðist
sem lögfræðingur vorið 1989. Hún
var óvenjugreind og svo næm að
læra að það vakti oft furðu manns.
Hún átti einstaklega góðan eigin-
mann og með honum þijá fallega
og efnilega drengi. Lífið virtist leika
við hana og samt var það henni
alla tíð svo einkennilega þungbært.
Hún átti góða að á alla vegu. Af
einhveijum ástæðum vorum við ein-
mitt að tala um það síðasta skiptið
sem við hittumst og þá sagði hún
svo blátt áfram að það væri vissu-
lega mjög gott að eiga góða fjöl-
skyldu. Við vitum að hún mat það
mikils. Við vitum líka að núna eiga
svo margir um sárt að binda vegna
þess að hún er farin og kemur ekki
t
Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og mágkona,
ÁGÚSTA HELGA SIGURÐARDÓTTIR
lögfræðingur,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, í dag miðvikudaginn 18.
apríl, kl. 10.30.
Búi Kristjánsson,
HaukurÞór Búason,
Birgir Hrafn Búason,
Arnar Már Búason,
Jóhanna G. Möller, Sigurður Pálsson,
Margrét Kristín Sigurðardóttir, Börge Johannes Wigum.
t
Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar,
HÖGNI HELGASON,
Kópavogsbraut 97,
lést í gjörgæsludeild Borgarspítalans laugardaginn 14. apríl.
Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 23. apríl kl.
13.30.
Kristín Halldórsdóttir,
Ketill Högnason,
Hildur Högnadóttir,
Haukur Högnason.
t
Útför,
ÁSDÍSAR JÓHANNESDÓTTUR,
Faxabraut 38 B,
Keflavík,
sem lést á föstudaginn langa, verður gerð frá Ytri-Njarðvíkur-
kirkju laugardaginn 21. apríl kl. 14.00.
Pálmi Viðar,
Elísabet Jensdóttir,
Martha Jensdóttir,
Jóhannes Jensson,
Katrín Friðjónsdóttir,
Hilmar Jónsson,
Benjamin Vilhelmsson,
Guðrún Lúðvíksdóttir.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður, tengdaföður og afa,
SVEINBJÖRNS SIGURJÓNSSONAR
magisters, fyrrv. skólastjóra,
Smáragötu 12,
Soffía Ingvarsdóttir, Guðrún Sveinbjarnardóttir,
Baldvin Tryggvason, Arnþór Garðarsson,
Sveinbjörn I. Baldvinsson, Soffía Arnþórsdóttir,
Tryggvi M. Baldvinsson, Þrándur Arnþórsson.
t
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og
jarðarfor, HAUKS ÞORLEIFSSONAR
fyrrverandi aðalbókara,
Rauðalæk 26,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til Guðjóns Lárussonar, læknis, og starfsfólks á
deildum 1-A og 2-A, Landakotsspítala, fyrir frábæra umönnun.
Ásta Björnsdóttir,
Gunnar Már Hauksson,
Þorleifur Hauksson,
Halla Hauksdóttir,
Nanna Þórunn Hauksdóttir
og aðrir vandamenn.
aítur. Við getum hvorki þekkt né
skilið til fulls myrkrið sem settist
að í sálu hennar en það fyllir okkur
ósegjanlegri hryggð. 10. sálmur
Davíðs hefst þannig: „Hví stendur
þú fjarri, Drottinn, hví byrgir þú
augu þín á neyðartímum?“ Þannig
spyijum við þegar myrkrið virðist
hafa tekið völdin. En síðar í sama
sálmi standa þessi orð: „Þú gefur
gaum að mæðu og böli til þess að
taka það í hönd þína.“ Ekkert myrk-
ur er svo ógurlegt og enginn staður
svo afskekktur að maðurinn sé þar
alveg einn. Bæði í lífí og dauða
erum við í hendi Guðs og ekkert
getur gert okkur viðskila við kær-
leika hans. Við viljum að lokum
þakka vináttu og traust sem hélst
allt til enda og var okkur mikils
virði. Það er dýrmætt að eiga góðar
minningar og þótt þær veki sökn-
uð, eru þær okkur líka huggun. Við
biðjum Guð að styrkja eiginmann
hennar og börn, foreldra hennar,
systur og aðra aðstandendur.
Margrét Eggertsdóttir,
Gyða Karlsdóttir.
Það er erfítt að skrifa núna. Það
er svo erfítt að sætta sig við að
Ágústa Helga skuli vera dáin. Það
virðist svo tilgangslaust og óréttlátt
og grimmilegt. Hvers vegna hún?
Okkur er ekki gefíð að skilja allt.
Minningarnar fylla hugann. Ég
man eftir Ágústu allt frá því í
barnaskóla. Frá unglingsárunum
tengist hún flestum góðum minn-
ingum. í samstarfi við fjölskyldu
hennar í kristilegu starfi og vegna
einstakrar velvildar Jóhönnu og
Sigurðar, naut ég hjá þeim hlýju
og skilnings sem seint verður full-
þakkað. í KSS eignaðist ég marga
þá vini og kunningja sem best hafa
enst síðan. Þar var Ágústa aldrei
langt undan.
Ég man hana ætíð sem trausta
og vandaða stúlku sem í engu mátti
vamm sitt vita, var stórgáfuð, gerði
allt vel og reyndist öðrum vel.
Á þessum árum kynntist hún Búa
og þau bundust óijúfanlegum
tryggðaböndum. Framtíðin virtist
brosa við þeim, ungu hæfíleikafólki
á leið út í lífið.
Ágústa Helga hafði mjög margt
til brunns að bera. Til marks um
hæfileika hennar er að henni skyldi *
takast að ljúka lögfræðinámi með
glæsibrag nokkru eftir að þriðji
sonurinn fæddist.
Ágústa átti marga góða að —
foreldrana og elskulega systur,
traustan eiginmann og yndislega
syni, hóp ættingja og trúrra vina
sem vildu bera byrðar hennar.
Samt hlaut hún að ganga í gegn-
um mikið myrkur og loks að lúta
í lægra haldi fyrir þeim sjúkdómi
sem einna erfíðast er að beijast við.
Það er erfítt að sætta sig við
dauða Ágústu eins og aðra nístandi
kvöl. Á slíkum sorgarstundum verð-
ur fátt um svör við erfiðum spurn-
ingum um eðli þjáningarinnar eða
það hversu óréttlátlega mönnum er
skammtað hið beiska.
Engin orð megna að hugga á
þessum dimma tíma — nema orð
krossins. Eina huggunin felst í því
að Kristur leið í stað okkar, tók
með sér upp á krossinn alla eymd
og alla sekt og opnaði mönnum leið
að allri dýrð Guðs með upprisu
sinni.
Ágústa heitin átti þá trú á Jesú
Krist. Trúin er ekkert töframeðal
gegn þjáningu og meinum lífsins
eða sjálfvirk lausn vandans. En hún
gefur okkur von — í gegnum myrk-
ur krossins skín birta páskanna,
upprisuljóminn. Ágústa heitin var
barn Guðs í lífi sínu og er það áfram
í dauðanum. Hún er nú stigin yfir
frá dauðanum til lífsins — er í faðmi
frelsarans þar sem engin þjáning
er til og öllu því úthýst sem gengur
í berhögg við algæsku Guðs. Því
megum við treysta — af því að
hann sagði: Ég er upprisan og lífíð.
Sá, sem trúir á mig, mun lifa þótt
hann deyi (Jóh. 11:25).
Ég þakka fyrir að hafa fengið
að kynnast Ágústu Helgu og njóta
vináttu hennar. Ég skil ekki hvers
vegna svona hlaut að fara en verð
að treysta því að allt sé í hendi
Drottins.
Kæru vinir, Búi og drengimir,
Jóhanna og Sigurður, Magga Stína
og aðrir ástvinir. Missir vkkar er