Morgunblaðið - 18.04.1990, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1990
55
Við treystum á tilkynn-
ingar í útvarpsstöðvunum
manna verið í bráðri lífshættu.
Við heyrum um skelfileg efnaslys
úti í löndum, verksmiðjur eru að
springa í loft upp og það eru eitur-
efnaslys og hvað eina. Kannski er
- segja íbúarnir að Fannafold 103
„VIÐ treystum á að látið yrði vita í útvarpi ef hættuástand væri,“
sögðu Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Sigurlína Davíðsdóttir í sam-
tali við Morgunblaðið aðspurð um hvort hvarflað hefði að þeim
að yfirgefa heimili sitt vegna brunans í Áburðarveksmiðjunni á
páskadag. Þau búa á Fannafold 103, sem er í jaðri Grafarvogs-
hverfisins næst Áburðarverksmiðjunni og voru heima ásamt þrem-
ur drengjum, þegar kviknaði í ammóníaksgeyminum. Ragnar seg-
ir að ekkert hafi verið að heyra í útvarpinu um hvað var á seyði,
fyrr en í fréttum klukkan sjö, um klukkustundu eftir að atburðirn-
ir gerðust.
„Við vorum hér heima, heyrðum
í sírenum og sáum bíla fara niður-
eftir. Fyrst sáum við tvo bíla fara,
síðan þann þriðja og svo hvern af
öðrum. Þá varð okkur ljóst að eitt-
hvað var að gerast þama, kveikt-
um á útvarpi og fylgdumst mjög
grannt með. Maður veit að þetta
er mjög hættulegt," sagði Ragnar.
Hvernig leið ykkur eftir á, eftir
allar útskýringar á þeirri hættu
sem yfir vofði?
„Við vissum auðvitað að þessi
geymir er hættulegur, það hefur
fyrir löngu komið fram. Ég veit
ekki hvaða einkunn á að gefa
þessu, við leituðum ekki sjálf
nægilega eftir því hvað við ættum
að gera. Við búum hér við hliðina
á verksmiðjunni og þetta er vissu-
lega á okkar ábyrgð líka. En, eng-
inn hafði fyrir því að fræða okkur
um hvað við ættum að gera,“ sagði
Sigurlína.
Þau voru spurð hvort þeim finn-
ist nægilega mikið hafa verið
hugsað um öryggi íbúanna í ljósi
þess, að nágrenni verksmiðjunnar
gæti í versta falli verið í bráðri
hættu innan nokkurra mínútna.
„Það er alltaf spuming hveijir eiga
að hugsa um öryggið," sagði
Ragnar. „Era það íbúarnir sjálfir
sem eiga að hugsa um öryggi sitt
eða aðrir. Við hér höfum kannski
ekki verið nægilega hörð á því að
fá upplýsingar um þetta. Það sem
er auðvitað aðalatriðið er það, að
við vöknuðum upp í gær við að
þetta er hættulegt, svo hættulegt
að þama gátu tugir þúsunda
slík hætta hér rétt utan við lóðar-
mörkin okkar?“
Á þá að loka verksmiðjunni?
„Mér finnst að þessi verksmiðja
eigi ekki að vera hér. Þessi byggð
og verksmiðjan fara ekki saman,
það er alveg Ijóst,“ sagði Ragnar.
„Það má lengi deila um það
hvort á að draga eihvern til saka
vegna þess að þetta er svona, en
þetta er einfaldlega svona np. Hér
stendur eiturverksmiðja inni í þús-
unda manna byggð og mér finnst
að það eigi ekki að vera. Því verð-
ur að breyta," sagði Sigurlína.
„Annað hvort að fara með okk-
ur eða verksmiðjuna,“ sagði Ragn-
ar.
Morgunblaðið/Júlíus
Davíð Ingi Ragnarsson, Sigurlína Davíðsdóttir Guðmundur Ingi
Guðmundsson, Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Aðalsteinn Ingi Ragn-
arsson fyrir utan heimili sitt, Áburðarverksmiðjan í baksýn.
Það var lítið annað að
gera en að reyna eitthvað
— segir Þórður Bogason slökkviliðsmaður
„EF tankurinn hefði sprungið á
annað borð, þá held ég að við
hefðum hvort sem var allir farið,
þannig að það var lítið annað að
gera en að reyna eitthvað og sjá
hvað maður kæmist langt með
þessa slöngu sem við tókum upp
með geyminum," sagði Þórður
Bogason slökkviliðsmaður í sam-
tali við Morgunblaðið. Þórður var
á vakt í Árbæjarstöð slökkviliðsins
þegar útkall kom til Áburðarverk-
smiðjunnar og það var hann sem
fór upp á logandi ammóníaks-
geyminn við annan mann og
slökkti eldinn. Frásögn Þórðar fer
hér á eftir.
„Tilkynningin kom rétt fyrir áex,
þá erum við Sigurður Guðmarsson
skráðir á sjúkrabíl og fömm í sam-
Úr dagbók
slökkvi-
liðsins
Kl. 17.47. Tikynnt um eld í
Áburðarverksmiðju ríkisins í
Gufunesi. Strax lagt af stað á
öllum tiltækum bílum frá aðal-
stöð í Öskjuhlíð og Árbæjarstöð.
Frá Árbæjarstöð fara dælubfll
og sjúkrabíll, á þeim fjórir menn.
Frá aðalstöð fara tveir dælu-
bílar, körfubíll og sjúkrabíll, á
þeim sjö menn. Hringd út ein
vakt til viðbótar. Skömmu síðar
allt tiltækt lið kallað út.
Kl. 17.51. Bflar frá Árbæjar-
stöð koma á eldstað.
Kl. 17.54 - 17.55. Eldurinn
slökktur
Kl. 17.56. Bílar frá aðalstöð
koma á eldstað.
Kl. 18.06. Bfll með eiturefna-
búninga kemur á eldstað.
Kl. 18.45. Slökkviliðið yfir-
gefur staðinn.
Eftir að eldurinn hafði verið
slökktur, var geymirinn kældur
með því að dæla á hann vatni.
Svæðinu var lokað fyrir allri
umferð um leið og ljóst var að
eldurinn var slökktur, og fór
liðsauki slökkviliðs ekki inn á
svæðið, þar sem ekki var talin
þörf fyrir það, en var beint til
slökkvistöðvar. Kælingu haldið
áfram af starfsmönnum Áburð-
arverksmiðjunnar eftir að
slökkvilið hafðij lokið störfum. (
Morgunblaðið/Bjami Eiríksson
Gunnar Þór Kristjánsson og Daði Sveinbjörnsson.
Reyndi að loka gasloka
en varð að hverfa frá
- Segir Daði Sveinbjörnsson, vaktstjóri
GUNNAR Þór Kristjánsson, verksljóri í Áburðarverksmiðjunni í
Gufunesi, sagði að Slökkvilið Reykjavíkur hefði verið komið á verk-
smiðjusvæðið örfáum minútum eftir að brunaboða var hringt í verk-
smiðjunni kl. 17.47 á sunnudag. Daði Sveinbjömsson, vaktstjóri,
varð fyrstur starfsmanna var við eldinn í ammoníaksgeymi verk-
smiðjunnar. Daði var staddur í stjórnstöð blöndunarverksmiðjunnar
þegar hann varð eldsins vart út um glugga í stjórnstöðinni.
var gert viðvart um eldinn. Þar var
sem unnið að dælingu á ammoníaki
úr Lisbeth Tálstmp. Skipið var með
400 tonn af ammoníaki og hafði
90 tonnum verið dælt í geyminn
þegar dæling var stöðvuð. Skipið
sneri síðan frá Gufunesi í gærmorg-
un með rúm 300 tonn af ammon-
íaki.
Gunnar Þór sagði að eftir að eld-
urinn var slökktur hefði verið bætt
við slöngum frá Slökkviliði
Reykjavíkur og vatni verið úðað
yfir geyminn til að kæla hann.
„Örlítill leki er við gaslokurnar. Það
er eftir að skoða hann betur þannig
að við höldum áfram kælingu á
geyminum,“ sagði Gunnar Þór.
Gunnar Þór kvaðst ekki geta
gert sér í hugarlund hvernig eldur-
inn hefði kviknað. Hann sagði að
mjög sérstakar aðstæður þyrfti til
að kviknað gæti í ammoníaki. Til
að geta brunnið yrði mettunin í
andrúmsloftinu að vera 15-20% af
amiriQitíáki. !; ‘ ' 1: (1 1 :
íirmg-gurg mu íu ,101 bioltBnni>H
floti með slökkvibílnum uppeftir,
höfðum galla með okkur í bílnum til
þess að geta tekið þátt í slökkvistarf-
inu ef þetta væri eitthvað alvarlegt.
Fyrsta tilkynningin var um eld í
skipinu sem var þarna, en slökkvi-
stjórinn á staðnum, sem er með tal-
stöð frá okkur, kallar í okkur á leið-
inni og segir að eldurinn Sé í kúl-
unni. Þegar við komum á staðinn
bytjum við strax á því að leggja
slöngur í góðan brunahana sem var
þarna við kúluna. Síðan förum við
upp, ég og piltur frá Áburðarverk-
smiðjunni, með tveggja og hálf-
tommu slöngu og stút. Ég ætlaði
fyrst að hinkra eftir bíl númer fjög-
ur, sem kom frá aðalstöðinni í
Öskjuhlíð og er með reykköfunar-
tækjunum, en þegar ég er kominn
upp, tilbúinn með slönguna, vatnið
komið á og ég sé að liðsaukinn er á
leiðinni, þá hafði ég í rauninni ekk-
ert annað að gera en að kíkja á þetta
og sjá hvað ég kæmist langt, vita
hvort ég kæmist nálægt eldinum
fyrir hita. Ég skreið þarna að og
komst töluvert nálægt, náði svo að
slökkva þetta eftir skamma stund,
líklega nokkrar mínútur. Það var
ansi ónotaleg tilfmning að skríða
þarna að, því að maður vissi ekkert
hvernig þetta leit út þama undir né
í raun og veru í hverju eldurinn var.
Það virtust vera einn, tveir fermetrar
logandi bál undir pallinum sem er
ofan á geyminum og mikill hvinur
af eldinum."
Þórður segir að greinilega hafi
logað út um stúta eða sundurbrunnar
slöngur ofan á geyminum. „Það voru
Þórður Bogason
þarna þrír kranar sem þurfti að
skrúfa fyrir þegar við vorum búnir
að slökkva. I lokin kom maður frá
Áburðarverksmiðjunni upp og skrúf-
aði fýrir síðustu tvo kranana, við
höfðum áður skrúfað fyrir einn stór-
an. Síðan kældum við brunastaðinn
þangað til körfubíllinn kom þarna
upp að og hélt áfram að kæla.“
Var mikill hiti uppi? „Ég var með
mjög góðan hjálm með hlífum sem
ég dró strax niður yfir andlitið og
síðan beygði ég mig niður, þannig
að ég varð ekki mikið var við hit-
ann, skýldi mér á bak við slöngustút-
inn.“
Þórður var spurður hvort honum
hafí ekki þótt vera nokkuð ógnvekj-
andi að klifra upp á logandi geym-
inn. „Jú, mér var alls ekki sama, ég
hugsaði til þess, að það væri nú ansi
hart klifra upp á þetta fyrir 54 þús-
und krónur á mánuði og leggja sig
í lífshættu fyrir þau laun. Þurfa svo
kannski að..., það var ekki hægt að
vita hvernig þetta mundi enda. Þetta
var hálf óhugnanlegt."
\ „Ég hringdi strax brunaboða og
flýtti mér út. Síðan reyndi ég að
komast upp á kúluna með hand-
slökkvitæki til að loka þrýstiloka
en varð frá að hverfa vegna hita.
Eldurinn var undir grind efst á
kúlunni og virtist nú ekki ýkja mik-
ill. Það logaði í gasi sem streymdi
úr geyminum. Eg gat ekki beitt
handslökkvitækinu enda var helsta
hugsunin sú að loka þrýstilokanum
en ég varð sem sagt frá að hverfa,“
sagði Daði.
Daði sagði að hann hefði skömmu
síðar verið látinn vita að slökkvibfll
væri á leiðinni með háþrýstislökkvi-
búnað og fljótlega eftir að eldurinn
var slökktur tókst að loka þrýstilok-
anum. Daði sagði að sér virtist ekki
hafa verið mikil hætta á því að gat
kæmi á geyminn þar sem svo fljótt
tókst að slökkva eldinn. Taldi hann
að eldur hefði logað í geyminum í
10-12 mínútur í mesta lagi.
Gunnar Þór kvaðst hafa verið
im
Sjómannafélag Reykjavíkur:
Skoðun á öryggisbúnaði
erlendra skipa nauðsyn <
MORGUNBLAÐINU hefur
borizt eftirfarandi ályktun frá
stjórn Sjómannafélags Reykjavík-
ur:
Á fundi í stjórn Sjómannafélags
Reykjavíkur þann 17. apríl var með-
al annars rætt um þá stórhættu sem
Reykvíkingum var búin þegar eldur
kom upp í Áburðarverksmiðjunni í
Gufunesi á páskadag og bráð hætta
skapaðist á leka úr ammoníaksgeymi
verksmiðjunnar.
Sú staðreynd hefur ekki nægjan-
lega komið fram að skipið sem Ios-
aði þennan hættulega farm var van-
búið til að taka við gasi sem mynd-
ast í geymslutanki í Iandi við dælingu
frá skipi en slíkur búnaður verður
að teljast nauðsynlegur við slíka los-
un. Þetta skip sem er í danskri eign
siglir undir þægindafána“ (Singap-
ore) og er á margan hátt vanbúið
öryggisbúnaði, miðað við íslenskar
mglur. ‘ ;' : •' 1 ; ; .;J) 1
.[1083‘Uíil.j 'iöbiIfiH i&gsa Jlien i é'öv
Þegar haft er í huga að íslenska
loftferðaeftirlitið hefur ítrekað kraf-
ist sérstaks eftirlits og gert strangar
kröfur um flugvélar sem hefur átt
að leigja til landsins, en era skráðar
og fá skoðun undir „þægindafánum"
þykir stjórn Sjómannafélags
Reykjavíkur furðulegt að Siglinga-
málastofnun skuli ekki sköpuð sam-
bærileg aðstaða gagnvart siglingum
erlendra skipa til landsins sem vegna
lélegs búnaðar geta mengað haf og
hafnir og skapað stórhættu fyrir
áhöfn, farþega og íbúa viðkomandi’’
byggðarlaga.
Stjórn Sjómannafélags Reykjavík-
ur telur því nauðsynlegt að komið
verði á skylduskoðun á öllum örygg-
isbúnaði áhafnar og farms þeirra
erlendu skipa sem sigla til Islands
og eru skráð undir „þægindafána".
Fréitatilkynning frá sjómannatclagi
Rcykjavtur
,s ibleí