Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 2
2 D MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAI 1990 n-'.-ri n tf-i VARDRAUMURAÐ VERAMEÐDÁTA? Mannfall, ástand ogmargvísleg áhrif á daglegt lífíslendinga Atvinnuleysi hvarf. Hið breska hernámslið og síðar hið bandaríska setulið réð fjölda manns í vinnu. í maí 1940 voru 460 atvinnulausir í Reykjavík, um haustið eru þeir 100 en engir á árunum 1941-42. Samhliða þessu jókst dýrtíðin, verðbólgan svokallaða. Á árunum 1940-43 var hún á bilinu 25-30% En rétt er að benda á að hækkun á vöruverði má einnig telja áhrif frá ófriðnum? ekki síður en frá hernáminu. Vísitala framfærslu- kostnaðar fór strax hækkandi í stríðsbyrjun. — En hernámið hafði þensluáhrif og með því varð einnig vart ýmiss sem einkennt hefur ólíkir menningarheimar mætast verður þó oft vart við ákveðna við- leitni til að prófa eða aðlaga, — jafnvel apa eftir ákveðna hluti. T.d. hafa verið sagðar sögur af athyglis- verðum tilraunum matreiðslu- manna „breska hermannaeldhúss- ins“ til að steikja hvíta farsið íslenska; skyr. En skyrneysla festi ekki rætur meðal Engilsaxa í það sinnið. Islendingar tóku ekki ást- fóstri við þjóðarréttinn breska „fish and chips“ þótt þeir framreiddu hann fyrir hernámsliðið. — Eina matvöru má þó nefna sem þeir hófu framleiðslu á og virðist nú hafa náð að festa rætur í íslenskri þjóðmenn- eftir Pól Lúðvík Einorsson ÞÞAÐ REYNIST MÖRGUM erfitt að segja frá árunum og áratugunum fyrir 1940. „Þetta voru aðrir tímar“ er viðkvæðið. Með hernáminu breyttist flest. Nýir lífshættir og verðmætamat komu til sögunnar á flestum ef ekki öllum sviðum. E.t.v. má segja að þessi árin hafi verið fæðingarhríðir þess þjóðfélags sem við þekkjum í dag. UPPTALNING á öllum breyting- um er vonlaust verk því þær taka til flestra atriðisorða í þokkalegum orðabókum. Hér verður því stiklað á stóru. Kannski má segja að áhrif- in af styijaldarátökum á þjóðlífið hafi verið af þrennum toga. I fyrsta lagi bein áhrif, sjómenn komu ekki heim úr túrnum, loftvarnaæfíngar voru haldnar, vegfarendur voru stöðvaðir á ákveðnum stöðum, sum- ar vörur voru skammtaðar o.s.frv. í öðru lagi setti það sinn svip á mannlífíð að tugþúsundir erlendra hermanna lifðu og störfuðu innan um og meðal íslenskra borgara, deildu t.d. með þeim borði — og stundum sæng. í þriðja lagi verður að nefna þau áhrif sem útlending- arnir höfðu á atvinnuhætti, neysiu- venjur og hugsanahátt landsmanna. Rétt þykir að benda á, að margar þær breytingar á íslensku þjóðlífí sem mönnum þykir mest til um í dag, má ekki síður rekja til núver- andi bandamanna í vestri; Banda- ríkjamanna. Lífshætta Talið er að 225 íslendingar hafi látist eða fallið af styijaldarorsök- um. Miðað við mannfjölda í dag jafngildir sú blóðfórn brottfalli 460-470 einstaklinga. Þess má geta að miðað við höfðatölureglu er þetta mannfall sambærilegt við fórnir margra ófriðarþjóða, t.d. Banda- ríkjamanna. Ekki verður annað sagt en fljót- lega hafí verið hugað að loftvöm- um. Agnar Kofoed-Hansen þáver- andi lögreglustjóri í Reykjavík greinir frá því í samtalsbók með rithöfundinum Jóhannesi Helga, að strax á öðrum degi hemámsins hafi loftvamanefnd verið komið á laggirnar. Fundargerðir nefndar- innar bera því vitni, að marga hluti skorti til að veijast sprengjuregni. Nefndin starfaði ötullega en ugg- laust hlítur það að hafa verið nefnd- armönnum til nokkurrar mæðu að bæjarbúar sumir hveijir tóku hætt- una og almannavarnirnar ekki mjög alvarlega. Kl. 23.00 hinn 16. maí 1940 voru gefin loftvarnamerki í fyrsta sinn í höfuðstaðnum, Reyk- víkingar. Loftvarnaæfíngar þóttu að flestra dómi takast þokkalega þótt nokkrir ágallar kæmu í ljós. Þess verður að geta að þýskar sprengiflugvélar hefðu aðeins getað borið takmarkaðan sprengjufjölda en helsta ógnin fólst í léttum íkveikjusprengjum. Otti lands- manna við eldregn var þó ekki meiri en svo að þeir mótmæltu harð- lega þegar tilkynnt var að frá og með 15. ágúst skyldi Reykjavík verða myrkvaður bær og að sumra dómi nokkuð dauflegur; starfsemi veitingahúsa, dansstaða, kvik- mynda- og leiksýninga skyldi lokið fyrir 10 á kvöldin. Ekki varð af þessum áformum. Ástand Heimildir benda til að fjör hafi færst í skemmtanalíf landsmanna á stríðsárunum. Margir töldu og telja að siðferði og velsæmi lands- manna hafi hrakað. Mat á slíku er ákaflega huglægt og viðkvæmt. Bæði þá og síðar hafa ýmsir dómar fallið og orðaskeyti flogið, m.a. um hórdóm, vændi, hræsni, fordóma gagnvart konum o.s.frv. Þessi hlið hernáms- og styijaldaráranna hefur þó ávallt.verið landsmönnum mjög hugstæð í ljóði, ræðu og riti. Ætti að nægja í því sambandi að minna á textann alkunna „Það er draumur að vera með . . .“, ennfremur má geta þess, á síðasta jólabókamark- aði var rit um „Ástandið“. Blaða- grein um skemmtanalíf og kynferð- ismál hlyti að verða úrdráttur sem á engan hátt fullnægði fýsn leseilda — eftir fræðslu; því er látið nægja að benda á, að á ófriðartímum eykst hættan stórlega á lausungarlifnaði og gjarnan verður erfíðara að koma við viðhlítandi heilbrigðiseftirliti. Hannes Guðmundsson læknir skrif- aði að stríðinu loknu ítarlega grein um kynsjúkdóma á íslandi, þar kemur m.a. fram sárasótt Syphilis mátti heita sjaldgæfur sjúkdómur á íslandi fyrir stríð en eftir að stríðið skall á fór sjúkdómstilfellum ört fjölgandi. Árið 1988 voru skráð 8 tilfelli að þessum heilsubresti. Þeim sem ekki hafa reynt kemur trúlega á óvart að lekandi, Gonorr- hea, var tíður sjúkdómur fyrir 1939 '40 '41 '42 '43 '44 '45 SYPHILIS á öllu landinu. ingu. Breska herstjórnin virðist hafa talið „almennilegt“, þ.e.a.s. áfengt, ÖI eða bjór nauðsynjavöru fyrir hermenn sína. Þessi vöruteg- und var ekki framleidd hér á landi og til skamms tíma talin sérstak- lega varhugaverð. Islenska ríkis- stjórnin og stjórnvöld gáfu þó út bráðabirgðalög og reglugerð um heimild og sölu á áfengu öli í hernámsliðið haustið 1940. í janúar árið eftir rann mjöðurinn niður kverkar hermanna. Drykkur þessi varð kunnur undir vöruheitinu „Pólar-Ale“ en þess má geta að hvítabjörn (Pólar-bear) var merki hernámsliðsins. Drykkur þessi var ekki ætlaður íslendingum til neyslu en nokkurt magn mun þó hafa kom- ist í hendur og inn fyrir varir lands- manna. Ölgerðin Egill Skallagríms- son framleiddi þennan drykk og að sögn forráðamanna fyrirtækisins hafa bruggmeistarar þess þróað þennan drykk — þó með hléum vegna lagasetninga stjórnvalda. I dag er hann kunnur undir vöruheit- inu „Pólar-bjór“ og er hann heimíll íslendingum til neyslu. Það má því segja að hernámið hafi haft nokkur áhrif á íslenska bjór- og ölneyslu, — þótt síðbúin sé. ■ Heimildir: Tómas Þór Tómasson. Heims- styrjaldarárin á íslandi 1939-45.1-II. Gunn- ar M. Magnúss. Virkið í norðri. I-III. Jakob F. Ásgeirsson. Þjóð í hafti. Jóhannes Helgi. Lögreglustjóri á stríðsárunum. Minningar Agnars Kofoed-Htmsens. Loftvarnabyrgi voru hiaðin úr sandpokum. Ljósmynd/Svavar Hjaltested íslenskt öi en ekki fyrir innfæddá. heimsstyijöldina en heilbrigðis- skýrslur sýna að tilfellum fór fækk- andi á fyrstu árum styijaldarinnar en svo fór þeim fjölgandi á nýjan leik. Á árinu 1988 voru samkvæmt heilbrigðisskýrslum skráð 247 til- felli. Hannes læknir telur að fækkun tilfella hafí varla verið jafnmikil og skýrslurnar gefí tilefni til að ætla. í bytjun stríðsins hófst notkun súlfalyfja til vamar þessum voða. Fjöldi skipa fengu lyf þessi til um- 500 400 300 200 100 1939 '40 '41 ’42 '43 '44 '45 GONORRHEA (lekqndi) d ö/lu landinu. íða ög sjúklingar notuðu þau jarnan án þess að leita læknis. íðar þegar reynslan sýndi að lyf essi voru ekki einhlít leituðu marg- • til læknis. íslensk og erlend heil- rigðisyfirvöld höfðu góða sam- innu til að veijast þessum vágest- m. Þess má geta að fyrir milli- öngu forstjóra lyfjaverslunar ríkis- is og velvild amerískra heilbrigðis- fírvalda fékk ísland fyrst allra lorðurlanda penicilin til almennra ota við kynsjúkdómum. Ein er sú breyting sem allir góð- • menn hljóta að telja til bóta. íslenska hagstjórn og efnahagsmál s.s. „víxlhækkun kaupgjalds og verðlags", „órói á vinnumarkaði“, „stórauknar niðurgreiðslur", „verð- stöðvun". Svart og sykurlaust Fylgifískur ófriðar er gjarnan þrálátur skortur á þeim vömm sem ekki eru taldar bráðnauðsynlegar til hernaðarþarfa. Reyndar voru þegar fyrir stríð uppi gagnrýnis- raddir um gjaldeyriseyðslu íslend- inga í margháttaðan óþarfa. Strax haustið 1939 voru gerðar ófriðar- ráðstafanir og ákveðnar vöruteg- undir skammtaðar s.s. brauð, korn- vara; sykur og kaffí. Fljótlega voru landbúnaðarafurðir einnig skammt- aðar. Haustið 1940 hófst einnig skömmtun á áfengi. — E.t.v. lágu heilsufræðilegar ástæður að baki, ekki síður en fyrirsjáanlegur skort- ur á þessari neysluvöru. Menn fengu sérstaka skömmtun- arseðla sem þeir afhentu í verslun- um en kaupmenn afhentu þá aftur til skömmtunarskrifstofunnar. Bak- arar fengu t.d. ekki hveiti afhent nema gegn skilum á skömmtunar- miðum og var hveitimagnið háð miðafjöldanum. Þeim var gert að telja þá samviskusamlega en skömmtunarskrifstofan sannreyndi talninguna með því að vigta pappírshauginn. Flestum þótti sykur og kaffi naumt skammtað. „Svart og sykur- laust“ varð neysluform aðhalds- samra kaffiunnenda. Þess má geta að árið 1942 var kaffiskammturinn 500 grömm á mánuði fyrir hvern fullorðinn. Þótt landsmenn hafi fundið fyrir vöruskorti þá vakti úr- valið í verslun oft undrun og jafn- vel öfund útlendinga. Það má segja að landsmenn hafí ekki liðið skort á stríðsárunum en vöruskortur gat valdið óþægindum. Hver þjóð á sín sérkenni í mat- ar- og neysluvenjum og gætir þar oft nokkurrar íhaldssemi. Þegar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.