Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAI 1990 D 11 Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon llse Frick og frænka hennar Úrsúla Becker. Ljósmynd/Benedikt Jónsson Foreldrar llse Frick. Hún situr í fangi föður síns en bróðir henn- ar stendur á milli foreldra sinna. Hún hefur ekki gifst aftur en verið um árabil í sambúð. Ilse var ógift þegar bróðir hennar dó. Hún vann þá hjá útlendingaeftirlitinu á lög- reglustöðinni í Hagen. Þar hafði hún umsjón með útlendingum, svo Sautján þýskir flugmenn voru árið 1958 f ærðir f rá upphaf leg^ um legstað sínum í sameigin- legan grafreit í Fossvogs- kirkjugarði. Myndin var tekin við þá athöfn og sýnir Hans Richard Hirchfeid sendiherra Vestur Þjóðverja leggja blóm- sveig á leiði flugmannanna. sem ítölum, Pólveijum og Frökkum. Einnig með Austur-Evrópufólki sem var oftar en ekki ríkisfangs- laust. Þegar á stríðið leið bættust stríðsfangar í hópinn. Ilse útdeildi dvalarleyfum og atvinnuleyfum og aðstoðaði skjólstæðinga sína á ýms- an hátt. Sumt af þessu fólki hefur haldið tryggð við hana fram á þenn- an dag. Borgin Hagen varð fyrir miklum loftárásum í stríðinu og lá í rúst í stríðslok. Meðal þess sem gjöreyðilagðist var einstaklega fal- legt ráðhús sem verið hafði stolt borgarinnar í langan tíma. Æsku- og manndómsár Ilse voru því að ýmsu leyti mörkuð dapurleika þess- ara erfiðu kringumstæðna og hins mikla missis sem hún varð fyrir eins og svo margir af hennar kyn- slóð. En smám saman rofaði til í ýms- um skilningi. Erfiðleikar eftirstríðs- áranna í Þýskalandi gengu yfir. Sár styijaldarinnar greru þó örin sem þau létu eftir sig hverfi aldrei. Og ástin sótti Ilse Durfeld heim að lok- um. Hún giftist árið 1960 Albert Frick, háttsettum opinberum starfs- manni í Hagen. Hann átti íbúð þeg- ar þau giftust og í þeirri íbúð sit ég nú-og drekk te og borða sætar kökur. Iise Frick er búin að vera ekkja í hátt á annan tug ára en hefur gott samband við systurböm sín. Frænka hennar, Úrsúla Beck- er, hefur verið hjá Ilse meðan á samtali okkar stóð, henni til halds og trausts. Saman stilla þær frænk- ur sér upp til myndatöku. Þegar við kveðjumst lætur Use þess getið hve þakklát hún sé þeirri stofnun sem hafi hirt vel um gröf bróður hennar öll þessi ár. Þegar ég geng burt frá húsi Ilse, þar sem þýsk snyrtimennska ræður ríkjum, finn ég augnaráð hennar fylgja mér á' leið. Mér finnst ég finna hvernig' ég vefst inn í minningu bróður' hennar. Komin frá landinu þar sem hann átti sína síðustu stund og þar sem hann liggur gi-afinn. Framandi gestur í ókunnri mold, fjarri þeim sem grétu hann sárast. ■ þessum tíma. Ég hefði ekki getað unnið hefði samstarfsfólk mitt ekki sýnt mér einstakan skilning og hlýju. Ég vildi ekki trúa að bróðir minn væri dáinn. Ég hélt að hann myndi koma aftur. Ég skrifaði strax yfirvöldunum bréf. Það hófst svona: Þar sem við systkinin urðum að fórna föður okkar í fyrri heimsstyij- öldinni árið 1916 bið ég ykkur um að svara strax bréfi mínu og segja mér hvert ég eigi að snúa mér til þess að grafast fyrir um örlög bróð- ur míns. Síðan skrifaði ég til Englands til skrifstofu sem hafði á sinni könnu málefni stríðsfanga, ég skrifaði bréf til páfans, sem ég fékk þýtt á ítölsku og ég skrifaði á marga aðra staði. Ég hélt lengi í vonina um að fréttin um lát bróður míns á Islandi væri röng. Kannski átti ég svona erfitt með að taka þessu af því að við systkinin höfðum, auk þess að missa föður okkar í orustu við Somme árið 1916, einnig misst móður okkar árið 1921 úr tæringu. Hún hefur ekki þolað hin kröppu kjör sem við bjuggum við eftir að faðir okkar dó. Eftir lát hennar var okkur systkinunum tvístrað. Ég var yngst en bróðir minn ári eldri, fædd- ur árið 1910. Mér var komið til fósturforeldra en bróðir minn fór til ömmu okkar. Eldri systur mínar tvær fóru í vist. Eftir að amma dó fór bróðir minn til frænku okkar. En þegar hann var nítján ára gekk hann í herinn. Þá var mikið atvinnu- leysi og kreppa í Þýskalandi og ég man að hann sagði: „Þá er ég ör- uggur í tólf ár að eiga kartöflur í kjallaranum." Þannig tökum við stundum til orða í Þýskalandi um örugga lífsafkomu. Bróðir minn átti eftir tæpt ár í hernum þegar hann lést í flugslysinu. Hann hefði átt rétt á að hætta að þessum tólf árum loknum. Líklega hefði hann gert það því hann var ekki nasisti fremur en við systurnar. Fyrstu Ijögur ár sín í hernum var hann í flotanum en svo tók hann flugpróf og var eftir það í flughern- um. Á þessum árum í hernum hafði hann verið í Spánarstyijöldinni og hafði hlotið Spánarkross Francos sem afhentur var með mikilli við- höfn í Deutschlandhalle í Berlín. Hann hlaut einnig þýska járnkross- inn, bæði af annarri og fyrstu gráðu, fyrir góða frammistöðu í hernum. Eftir dauða sinn var hann gerður að yfirlautinant." Hans Jóakim Durfeld kvæntist í október 1939 í Warnemúnde í Þýskalandi. Kona hans, Leonóra, tók fráfall hans ákaflega nærri sér. TILBOÐ ÓSKAST í G.M.C. Vandura Hartland 2500 árgerð ’89, (ekinn 10 þús. mílur), Ford Bronco IIXLT 4x4 tjónabifreið árgerð ’87, og aðrar bifreiðar er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 8. maí kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.00. Sala varnarliðseigna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.