Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 4
4 D MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1990 Þjódverjqrnir / HUGVS STRÍÐSFANGANS ER JAFNANÁ ÍSLANDI AdolfSchmidt sem kom særður til Reykjavikur íþýskum kafbáti segirfrá ævintýralegri handtöku sinni eftir ívor Guðmundsson IFRIÐSAMLEGU og fámennu þorpi á bökkum St. Law- rence-fljótsins í Ontariofylki í Kanada, sem „Glenwalt- er“ nefnist, býr einhleypur maður, nýlega kominn á áttræðisaldur. Hann heitir Adolf Schmidt. Nafh hans varð heimsfrægt, um hríð, er hann var settur í land í Reykjavík þann 19. september 1939, af þýskum kafbáti, helsærður, að því er talið var, eftir viðureign við breskar orrustuflug- vélar frá breska flugvélamóðurskipinu „Ark Royal“ skammt vestur af íslandi. Kafbáturinn, D-30, undir sfjórn Fritz Lemp skipherra, hafði nokkrum dögum áður en þetta gerð- ist, þann 3. september, sökkt breska farþegaskipinu „Ath- enía“, 200 sjómílum norðvestur af írlandi. 1.347 farþegar voru með skipinu á leið til Bandaríkjanna til að forðast afleiðingar heimsstyrjaldarinnar, sem brotist hafði út tveim- ur vikum áður með innrás Þjóðverja í Pólland. Þýska stjórn- in neitaði, að þýskur kafbátur hefði sökkt „Athenia“ og Josef Göbbels, áróðursmálaráðherra Hitlers, gaf þá yfirlýs- ingu strax, að Winston Churchill hefði látið sökkva skipinu og kennt Þjóðverjum um ódæðisverkið til að vekja hatur heimsins á Þýskalandi, líkt og er farþegaskipinu „Lusitan- ia“ var sökkt 1918, sem varð ein af aðalástæðum þess að Bandaríkin fóru í stríðið gegn Þjóðverjum 1916. Vitnisburð- ur Adolfs Schmidt, fyrir rannsóknarnefhd Niirnberg-réttar- haldanna varð síðar m.a. til þess, að sannleikurinn um Atheníu-málið kom ótvírætt í ljós, sem síðar verður greint fi-á í annarri firásögn af viðtalinu við Adolf Schmidt. íslands-dvölin friðsöm og ánægjuleg Adolf Schmidt minnist íslands- dvalar sinnar, frá því í september 1939 með ánægju; friður og áhyggjulítið líf í góðum félagsskap samlanda sinna er dvöldu á Islandi um þær mundir svo og íslendinga sem hann kynntist, að meira eða minna leyti. Sár hans gréru tiltölulega fljótt undir handleiðslu Matthíasar Ein- arssonar yfirlæknis á Landakoti, svo hann útskrifaðist af Landa- kotsspítala eftir 14 daga dvöl. Eftir það, þar til Bretar komu 10. maí- 1940, var lífið honum leikur einn, að hans sögn. Það voru margir Þjóðveijar á Islandi, sem urðu góð- ir vinir hans og hann kynntist einn- ig mörgum íslendingum, sem hann metur og telur sig í þakkarskuld við. Adolf Schmidt var íþróttamaður mikill og þar á meðal vanur og leik- inn skíðamaður. Hann gerðist því sjálfboðaliði sem skíðaþjálfari og fór síðar margar skíðaferðir um nágrenni Reykjavíkur, í Hengils- fjöllum og jafnvel víðar. jslensk stúlka varð honum einkar kær, sem hann taldi réttast, að nefna ekki með nafni. Hann vissi ekki hvort hún væri nú lífs eða lið- in. Ef til vill hefði hún gifst og eign- ast böm. Er ég spurði Adolf Schmidt hvort hann hefði ekki kvænst sjálfur, svaraði hann: „Nei, það hvarflaði aldrei að mér af þeirri einföldu ástæðu, að ég M u xv •• 1 * stir í 2 Jlokki 'Íí Sjgag|«L m-- - i tollbáu»»m - tió5verja af kaíbátnum, »» * . b.tnum iæMs- SásisSSS-"-; ■Lekur kofbátu^a C«rsl?5#í‘n”’rl :\ ýsKUR KAFBÁTUR kom hmga ^ 9. í I Þ jgSE il Komu yies.a ^ "V* * i: Kafbátsmaðurinn Adolf Schmidt hálfri öld eftir að hann var settur á land í Reykjavík. fann enga, sem hefði komist í hálf- kvisti við ástina mína íslensku að gáfum, mannkostum og fegurð. Hún varð alltaf sá mælikvarði sem ég setti konum, sem ég kynntist síðar og ég hefði getað hugsað mér að kvænast. En engin stóðst saman- burðinn! Ég gleymi henni aldrei. í Reykjavík var ég algjörlega fijáls maður. Ég hafði gefið mitt drengskaparloforð um að ég myndi ekki gera neina tilraun til að flýja land til að komast aftur til Þýska- lands. Það flögraði aldrei að mér, að svíkja það loforð. Ég var engum háður nema vinum mínum. Ég bjó fyrst á Hótel íslandi en síðar var mér boðið að dvelja hjá þýskri fjölskyldu í Reykjavík og ég þáði það með þökkum. Ég borðaði daglega á Hótel íslandi. Atburður þaðan er mér minnisstæður: Til að bytja með hjálpaði þjónn í veitingasal mér að skera mat minn, þar sem hægri hönd mín var máttlaus til að byija með. Ég fór að taka eftir því, að maður nokkur, einsamall, kom til að borða í veit- ingasalnum í Hótel íslandi á sama tíma og ég. Þetta var einkar virðu- legur herramaður. Eftir að hafa gefið sig á tal við mig bauðst hann til að skera mat minn í bita fyrir mig og þáði ég það. Maðurinn tal- aði þýsku reiprennandi. Ég fékk þá hugmynd að hann myndi vera ókvæntur og sennilega mjög hátt- settur embættismaður. Því miður hef ég gleymt nafni hans. Eftir að ég hætti að borða á Hótel íslandi hitti ég ekki þennan herramann fyrr en ég sá hann á Pressuballinu um áramótin á Hótel Borg. Það var nú meiri veislan, þetta pressuball! Ég hafði lítil sem engin sam- skipti við þýsku ræðismannsskrif- stofuna í Reykjavík, nema er mig skorti fé til að kaupa lífsnauðsynj- ar, t.d. fatnað. Ekki þurfti ég, né heldur tók ég neitt starf að mér. Er ég þurfti á fé að halda til fram- færslu fór ég til „ráðsmannsins“ í ræðismannsskrifstofunni, sem mér skildist, að hefði verið þar árum saman. Ég hef nú gleymt nafni hans, en ég er viss um að eldri Reykvíkingar muna eftir þessum starfsmanni ræðismannsskrifstof- unnar vegna þess hve lengi hann hafði verið þar í embætti. Hann var hinn viðkunnanlegasti maður, þeg- ar sá gállinn var á honum, en ná- kvæmari og nákvæmastur þegar gera átti skil á hlutunum, einkum ef um peningamál var að ræða.“ Er ég minnist á samband hans við Gerlach aðalræðismann, sem Adolf Schmidt nefndi ávallt „pró- fessor Gerlach“, hafði hann ekkert nema gott eitt um ræðismanninn að segja. Hann sagðist þó hafa haft tiltölulega lítið samband við hann, en kunni vel við hann í hvívetna. Taldi hann nákvæman í alla staði og fyrirmynd þýskra emb- ættismanna, þar sem bókstafnum og viðurkenndri reglu er fylgt út í ýstu æsar. „Einu sinni, sem oftar var ég um helgi í Skíðaskálanum í Hveradöl-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.