Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 8
8 D MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAI 1990 Þióðveriarnir VONA AÐ ÞAÐ VERÐIALDREI AFTURSTRÍÐ Reinhard Beier ogAndrés Gestsson segjafrá loftárás á kafbáánn U-464 og björgun áhafnar hans um borð í mb. SkaftfeUing U-464. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur AÐ VAR KALSAVEÐUR og strekkingur þegar Andrés Gestsson háseti kom á vakt klukkan Qögur að morgni hins 21. ágúst 1942. Með honum á vakt var Páll Þorbjarnarson skipstjóri, en þetta var fyrsti túr hans sem skipstjóri á Skaftfellingi og var ferðinni heitið til Fleetwood með ísfisk. Páll var að rísa úr koju í bestikk- inu svokallaða þegar þeir félagar sjá allt í einu breska flug- vél sem flaug í hringi yfir skipinu og gaf í sífellu fi’á sér morsmerki. En þeir kunnu ekki að þýða þessi skeyti og því komst sú vitneskja ekki til þeirra að skammt frá þeim væri þýskur kafbátur, að sökkva og tugir manna væru því í miklum lífsháska staddir. Meðal þeirra var rösklega tvítug- ur undirforingi frá Slésvík, Reinhard Beier að nafni. Hann og Andrés Gestsson eru frásagnarmenn mínir um þessa atburði. BEIER VAR staddur niðri í kaf- bátnum þegar Catalina-flugbátur gerði allt í einu árás. Flugstjóii véiarinnar, Robert B. Hopgood, og Dyer aðstoðarflugmaður hans voru að skyggnast um eftir skipalestinni Sh-73 sem þeim var falið að vernda þegar þeir komu auga á skip sem þeir héldu að væri úr skipalestinni. En við nánari aðgæslu kom í Ijós að þetta var þýskur kafbátur. Þeir höfðu hraðar hendur við að undir- búa árás. Hvort sem það hefur ver- ið af þvi að Otto Herms skipherra á kafbátnum treysti sér ekki tímans vegna til að láta bátinn kafa í snatri eða þá að hann hefur heldur viljað reyna að skjóta vélina niður þá er hitt víst að flugvélinni tókst að varpa 5 sprengjum að kafbátnum sem hittu meðal annars þilfar báts- ins. Á meðan skutu byssur bátsins án afláts á flugvélina en hæfðu hana en ekki það illa að hún skemmdist að marki. Þegar boða- föllunum linnti sáu flugmennimir að kafbáturinn gerði örvæntingar- fulla tilraun til að kafa en út af honum þá gengu gusur af lofti, vatni og olíu. En svo kom skyndi- lega þokusuddi sem byrgði fyrir alla útsýn svo þeir sáu ekki meira til kafbátsins. Þegar Reinhard Beier beið örlaga sinna á sundurskotnum kafbát norður á Atlantshafi var hann búinn að gegna herþjónustu frá því skömmu áður en striðið braust út. Atján ára gamall hafði þessi piltur fra 'þorpinu Striesse í Slésvík skuld- bundið sig tii að þjóna föðurlandinu í 12 ár. “Eg var búinn að hljóta nokkra menntun á tæknibraut hers- ins, en striðið kom í veg fyrir að mér tækist að ljúka prófí í vélsmiði og hönnun véla, “ segir Beier er rætt var við hann fyrir skömmu í Otto Herms skipherra á U-464. Dusseldorf, þar sem hann býr nú. Hann var um tír .a á varðskipi við strandgæslu á Norðursjónum, síðar var hann á herskipinu Emden, m.a. við Noregsstrendur. En í júní 1941 fór hann á sjómannaskólann í Kiel og eftir að hafa útskrifast þaðan fór hann á kafbátaskólann í Pillau við borgina Königsberg. í upphafi árs 1942 fór hann aftur til Kiel til þess að fylgjast með smíði kafbáts- ins U-464, en Beier var í áhöfn hans. Þetta var birgðakafbátur, eða mjólkurkýr eins og þeir voru kallað- ir, byggður af Deutsche Werke og tekinn í otkun 30. apríl 1942. Þó þetta ’ æri ekki orrustukafbátur þá var hann með byssur, Ijögurra hlaupa loftvarnabyssu með 8,8 cm hlaupvídd sem virkaði einsog vél- byssa og einnig var vélbyssa uppi í brú. Áhöfn kafbátsins fékk þjálfun Kafbáturinn U-464. skildi ensku vel. Þessi maður var okkar langelstur, kominn á fimm- tugs aldur og kemur seinna tals- vert við þessa sögu. Jæja, þegar þeir voru að leika fyrrnefnt lag springur allt í einu sprengja. Bátur- inn tókst bókstaflega á loft, borð- búnaðurinn og annað lauslegt þeyttist út um allt. Enginn vissi í svipinn hvað gerst hefði. Enginn hafði séð flugvélina og loftskeyta- maðurinn hafði ekki verið við tæki sfn þá stundina. Veður var heldur hryssingslegt, lágskýjað, þoka og slæmt skyggni, allmikill sjór og sjávarhiti 8 gráður. Gefið var hættumerki samkvæmt skipun Herms skipherra og allir fóru á sinn stað. Eg var í vélarrúmi og vissi því ekki gjörla hvað gerðist upp á þilfari. Seinna var mér sagt að liðs- foringi sem hét Tiele og einn af hásetunum, sem raunar kom í áhöfn Andrés Gestsson í varnarbardaga, bæði ofansjávar og niðri í sjónum og hafði verið kennd hljóðlaus undankoma í árás og skyndidýfíngar. Einnig var þeim kennt að kanna skemmdir og að öðru leyti látnir kynnast kafbátnum út í hörgul. Að þessu Ioknu fór kafbáturinn til Kiel til athugunar og svo var lagt í fyrstu ferðina um miðjan ágúst 1942 og þá farin „Rósagarðsleiðin" út á Norður-Atl- antshafíð. Frásögn Beiers af loftárásinni áU-464 „Markmiðið með ferð okkar var að birgja upp þá kafbáta sem settir höfðu verið til höfuðs skipalestum sem fóru frá New York og Halifax með birgðir til til Rússlands. Við vorum ekki í neinum leynilegum erindagjörðum svo sem að njósna,“ segir Beier. „Við vorum staddir suðvestur af íslandi, höfðum komið milli Færeyja og íslands og fyrir skömmu leitað upp á yfirborðið til að taka súrefni þegar við urðum fyrir árásinni. Þetta var klukkan 7.30 að morgni, ég var kominn á frívakt og sat við morgunverð í borðstofunni. Við höfðum einmitt verið að taka fréttirnar á stutt- bylgju og þeir spiluðu á eftir vinsæl- an slagara úr kvikmynd sem mig minnir að Heinz Ruhmann hafí leik- ið í. Þessi slagari hét- „Ein Student ging vorbei“. Þess má geta, að við hlustuðum aldrei á enskar fréttir, enda var enskukunnáttan hjá mannskapnum heldur bágborin. Einungis yfírmaður einn sem hafði verið í verslunarflotanum talaði og Reinhard Beier

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.