Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 20
20 D MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAI 1990 AUGLÝSING HVAÐ ER HÆGTAÐ GERA FYRIR MILLJONIR? Það má líka spyrja: Hvaö hefði gerst án Rauða krossins? Sannleikurinn er sá að um 150.000 manns — álíka margir og búa á Stór-Reykjavíkursvæðinu — væru kannski ekki lengur á lífi. Þessi fjöldi hefði týnt lífmu í stríði eða náttúruhamförum, soltið í hel eða látist úr sjúkdómum á síðasta ári. En staðreyndin er að Rauði krossinn er til. Hann starfar í 149 löndum um allan heim. Samnefnarinn fyrir alla okkar starfsemi felst í þessum fimm orðum: Hjálpin sem kemst til skila. Þegar eitthvað gerist líða ekki dagar eða vikur áður en við erum komin til hjálpar heldur klukkustundir. Þegar þú gefur peninga eða gjafir erum við með okkar fólk á staðnum sem tekur á móti hjálpinni og sér til þess að hún komist í réttar hendur. Hjálpin á að komast til skila og hún gerir það. Þú sérð nokkur dæmi um það í þessari auglýsingu. Rauði kross íslands varði um 28 milljónum króna í alþjóðlegt hjálparstarf árið 1989. Alls voru það yfir 10 milljarðar ísl.kr. sem öll landsfélög Rauða krossins notuðu til hjálparstarfs. Ef þú bætir viö það öllu því sem landsfélögin öfluðu og notuðu til starfsemi sinnar innanlands er um að ræða ennþá hærri upphæðir. Við þökkum þér fyrir hjálpina. Þörfm er takmarkalaus og framlag þitt gerir gagn. Vissir þú að fyrir 500 krónur er hægt að kaupa mat handa sveltandi manni í einn mánuð? Nokkur ofriði úr innanlandsstarfinu 1989: SJÚKRAFLUTNINGAR. Jón Jónsson, 32 ára, fékk verk fyrir brjóst, hringdi á sjúkrabíl og fór í hjartastopp um það bil sem bíllinn kom á staðinn. Læknir sem var í bílnum ásamt sjúkraflutningamönnum hóf lífgun með þeim tækjum sem eru fyrir hendi í . sjúkrabílunum og tókst þeim á 10 mínútum að bjarga lífi hans og flytja hann á gjörgæslu Landspítalans þar sem hann náði sér að fúllu. Sjúkrabílar Rauða krossins fluttu í Reykjavík 10.421 manns, þaraf2.982 slasaða eða alvarlega veika. Alls eiga deildir RKI 63 sjúkrabíla um allt land. NEYÐARVARNIR. 336 flokksforingjar voru þjálfaðir og alls eru 5 4 staðir á landinu tilbúnir að taka við fólki ef neyðarástand skapast vegna eldgosa, jarðskjálfta, snjóflóða eða annarra náttúruhamfara. SKYNDIHJÁLP. Á síðasta sumri var a.m.k. 6 manns bjargað frá drukknun af nærstöddum sem kunnu endurlífgun. 3.220 manns sóttu á síðasta ári almenn skyndihjálparnámskeið þar sem m.a. er kennd endurlífgun og 34 leiðbeinendur í skyndihjálp voru þjálfaðir. Á barnfóstrunámskeiðum lærðu 356 unglingar meðferð smábarna, slysavarnir og skyndihjálp til aö búa sig undir barnapössun. FLÓTTAMENN. 12 Víetnamar komu til landsins og sameinuðust fjölskyldum sínum sem voru hér fyrir. Auk þess leituðu 10 manns hér hælis og fengu dvalar- og atvinnuleyfi. RKI aðstoðaði þá flesta. BLÓÐSÖFNUN. Blóðsöfnunarbíll RKI fór vikulegar blóðsöfnunarferðir í Reykjavík og úti á landi. BARNA- OG UNGLINGASÍMINN. 1491 unglingur hringdi vegna ýmissa mála á öllum tímum sólarhrings. Meðalaldur þeirra var 14 ár og þeir hringdu alls staðar af landinu. RAUÐAKROSSHÚSIÐ. Við Tjarnargötuna í Reykjavík er opið hús fyrir ungt fólk sem á við vandamál að etja. Alls komu 96 gestir og gistinætur voru 886. Meðalaldur var 17 ár. Þeir sem komu og óskuðu eftir ráðgjöf og aðstoð að deginum voru 1003. UNGMENNASTARFIÐ. Félagar RKI á aldrinum 15-25 ára eru innan ungmennadeildarinnar URKÍ. Þeir störfúðu m.a. með gestum og starfsfólki Rauðakrosshússins. 45-50 börn á aldrinum 8-10 ára sóttu námskeiðið „Mannúð og menning“ sem félagar URKI efndu til. Börn úr þessum hópi tóku þátt í aðstoð URKÍ við börn flóttafólks sem hér hefúr leitað hælis og kenndu þeim leiki. Félagar störfuðu sem sjálfboðaliðar við verndun vatnsbóla og heilbrigðisfræðslu í Eþíópíu og gróðurvernd bæði í Eþíópíu og hér heima. SJÚKRAHÚSIN. Á sjúkrahúsum höfuðborgarinnar reka sjálfboðaliðar úr Kvennadeild Reykjavíkurdeildar RKÍ bókasöfn með 16.000 bókum. Útlán voru 22.342 til 10.890 lánþega. Konurnar reka einnig sölubúðir á sjúkrahúsunum fyrir sjúklinga, starfsfólk og gesti. AÐHLYNNING ALDRAÐRA OG SJÚKRA. Margar deildir Rauða krossins héldu námskeið fyrir þá sem annast öldruð og sjúk skyldmenni heima. Nokkrir þæftir í alþjóðastarfinu: ARMENÍA. Eftir járðskjálftana í lok árs 1988 þegar meira en hálf milljón manna missti heimili sín hefur Rauði krossinn haldið áfram uppbyggingarstarfi. Byggt er m.a. íbúðarhúsnæði, spítalar, skólar,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.