Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUÐAGUR 6. MAI 1990 D 19 ar báðu þá um það, til að geta los- að eigið lið og losnað við kostnað af betri búnaði, sem kröfur voru um. Afstaða kanadísku stjórnai'inn- ar var alveg ljós, annaðhvort vildi hún halda sínum herjum til öryggis og varnar heima eða senda þá til beinnar hjálpar í Bretlandi. Töldu að almenningsálitið heima mundi ekki sætta sig við annað og það mundi skaða móral hermannanna að fara að senda þá í annað land. Og þó þeir með hangandi hendi sendu lið, þá gengu allan tímann skrifin og samingaumleitanirnar milli herráðanna í Ottawa og Lon- don um það hvort og þá hvaða her- deildir ætti á víxl að búta í sundur Götuskiltið frá Hveragerði hef- ur í hálfa öld trónað í heiðurs- sæti í bækistöð Mont Royal- skotliðanna í Montreal, og blasir við ungu skotliðunum, sem þar eru við æfingar. Guy Gauvreau. „Stelpurnar" fyrir austan þóttu kanadísku hermennirnir miklu huggulegri en Bretarnir. Reykjavík 14 km stendur á þessu volduga götuskilti, sem kanadísku hermennirn- ir stálu á íslandi og sem fylgdi herfylki þeirra í inn- rásinni í Normandí og gegn um allt stríðið við Þjóðverja. ar rollur. Aftur á móti hafði Gauvr- eau aldrei heyrt minnst á nokkra kjúklinga, sem seinni tíma sögur saka Kanadamennina um að hafa stolið og etið. Segir að það muni vera eitthvað málum blandið. Kanadasveitirnar urðu aldrei lengi á íslandi. Stjórnvöld í Ottawa höfðu ekki verið neitt hrifin af því að senda lið til Íslands, þegar Bret- Morgunblaðið/EPá og senda að hluta til íslands. Þar til Ghurchill komst í málið. Hann frétti fyrst af þessari deilu þar sem hann var að kanna lið l. kanadísku herdeildarinnar í Bretlandi og lýsti undrun sinni. Kvað það mikil mistök að staðsetja „slíka afbragðs her- deild“ í svo verkefnalitlu varnar- hlutverki á íslandi. Hann skrifaði Anthony Eden utanríksráðherra umsvifalaust að hann vildi fá báðar kanadísku herdeildirnar til Bret- lands. Þar ætti að koma þeim fyrir í einu liði á suðausturhluta Bret- lands, þar sem búist var við að Þjóð- veijar mundu lenda ef þeir gerðu innrás. Áður en vikan var liðin féll- ust Bretar nú á tillögur Kanada- manna frá 11. júlí, um að Cameron Highlander-sveitiri frá Ottawa, sem komið hafði í júlímánuði, yrði ein eftir á íslandi, þar til bresk vél- byssuherdeild gæti leyst hana af. Mont Royal-skotliðarnir yrðu sendir til Bretlands eins fljótt og auðið væri að fá skip. Sagnfræðingurinn Donald F. Bittner telur ástæðuna fyrir því að Churchill vildi nú fá alla Kanadamennina til SA-Eng- lands vera þá, að hann leit á málið frá pólitísku sjónarmiði og vildi að þeir yrðu fyrstir fyrir væntanlegu innrásarliði, því um leið og Þjóðverj- ar felldu fyrsta Kandadamanninn, þá væri Kanada komið í stríðið með Bretum að fullu. Það hafi hann átt við þegar hann talaði um að fá þessa afbragðs hermenn til Bret- lands. Af þessum ástæðum voru alls aðeins 2.659 kanadískir hermenn á Islandi í nokkra mánuði sumarið 1940. Og 16. október sigldu Mont- Royal-skotliðarnir og Konunglega Kanadaherdeildin, en vélbyssu- deildin Cameron Highlanders varð fyrir beiðni Breta eftir fram á vor, vegna skorts á breskum vélbyssu- deildum. Þá héldu þeir lfka í stríðið. Með íslensk götuskilti í Normandí Guy Gauvreau segir mér að Mont Royal-skotliðarnir hafi haldið rak- leiðis frá íslandi til Suður-Bret- lands, eins og lög gerðu ráð fyrir. Þar var hann um tíma ritari Mont- gomerys marskálks, áður en hann fór til Afríku: „Ef Montgomeiy líkaði við einhvem, þá líkaði honum mjög vel við hann. En ef honum geðjaðist ekki að manni, þá var hann ekki lamb að leika sér við. Ég var svo heppinn að á fyrsta degi kom hann til mín og sagði: Þú verður að lofa mér því að lifa af. Ég þarf á þér að halda,“ segir Gauvreau og lætur konu sína draga fram bókina „21. Army Group Nor- mandy to the Baltic", eftir Field Marchall the Viscount Montgomery of Alamein. Og þegar ég opna hana blasir við áritun: Til „Brigadier G. Gauvreau, drengilega kanadíska hermannsins, sem. einu sinni var aðstoðarmaður minn (A.D.C.) og átti sinn stóra hlut í þessari orustu. Með bestu kveðju. Montgomery of Alamein, Field Marshall." Má nærri geta að ungum herdeildarforingja þótti meira ævintýri að vera með hinum fræga hershöfðingja en byggja bragga með ódælum mönn- um sínum í hinu friðsæla þorpi Hveragerði. Ánægjan fór þó fljótt af, því Mont Royal-skotliðamir voru með þeim fyrstu sem héldu yfir sundið í innrásinni í Normandí. Og alltaf fylgdu þeim þungu götuskiltin frá Hveragerði, sjálfsagt 20-30 kg hvort. Þarna féllu þeir hver um annan í framsókninni. Foringi þeirra Guy Gauvreau ók í jeppa sínum yfir sprengju og var krafta- verk að hann lifði af. En kvalir í bakinu fylgdu honum alltaf og gera enn. Hann hafði barist hetjulega 3g gata í bænum Faffaise í Frakk- landi ber nafn hans: La Rue Colon- el Gauvreau. í bænum ber önnur gata nafn herdeildarinnar: Rue Fusier Mont Royal. Með í för voru skilti, sem á stóð Reykjavík 14 km og Grýta 2 km. Þau voru orðin merki herdeildarinnar. Og þegar skotliðarnir komu heim til Montreal eftir frækilega sigra í heimsstyij- öldinni voru skiltin þar enn. Sagt var frá þeim í blöðunum. „Fólki þóttu þetta skrýtið heillamerki og kannski enn kátlegra að herfang herdeildarinnar úr stríðinu kæmi frá Islandi,“ segir Guy Gauvreau. En skiltunum var komið fyrir í svo- kölluðu Armory, bækistöðvum, Mont Royal-skotliðanna, þar sem þau eru enn í heiðurssæti hálfri öld síðar. Guy Gauvreau varð ræðismaður íslands í Montreal 1956 og aðalræð- ismaður 1967. Þau hjónin komu nokkru síðar til íslands, svo hann gat sýnt Louise konu sinni Hvera- gerði og landið, sem undarlegu bréfín með eyðunum eftir ritskoð- unina komu frá á fyrstu mánuðum stríðsins. ■ MEÐ HYBREX FÆRÐU GOTT SÍMKERFl OG ÞJÓNUSTU SEM HÆGT ER AÐ TREYSTA. HYBREX AX er eitt fullkomnasta tölvustýröa sím- kerfiö á markaðnum í dag. Auövelt er aö koma því fyrir og þaö er einfalt í notkun. HYBREX er mjög sveigjanlegt í stærðum. DÆMI: (AX 8)1- 4bæjarlínur-Alltað8símtæki (AX32) 1 -32 bæjarl ínur—Allt að 192símtæki Möguleikarnir eru ótæmandi. HELSTU KOSTIR HYBREX • Islenskur texti á skjám tækjanna. •Beint innval. •Hægt er að fá útprentaða mjög nákvæma sundurliðun þ.e. tími, lengd, hver og hvert var hringt osfr. •Sjálfvirk símsvörun. •Hægt er að láta kerfið eða tæki hringja á fyrirfram- ákveðnum tíma. •Hjálparsími ef skiptiborðið annar ekki álagstímum. •Sjálfvirk endurhringing innanhúss sem bíður þar til númer losnar. •Mjög auðvelt er að nota Hybrex fyrir símafundi. •Hægt er að tengja Telefaxtæki við Hybrex án þess að það skerði kerfið. •Hægt er að loka fyrir hringingar í tæki ef menn vilja frið. • Innbyggt kallkerfi er í Hybrex. •Langlínulæsing á hverjum og einum síma. OKKAR STOLT ERU ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVINIR Borgarleikhúsið Morgunblaðið, augl. Gatnamálastjóri Samband íslenskra Reykjavikur sveitarfélaga Gúmmívinnustofan Securitas íslenska óperan Sjóvá-Almennar Landsbréf hf. ofl. ofl. ofl. HRHn ís\en' Heimilistæki hf Tæknideild, Sætúni 8 SÍMI 69 15 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.