Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 14
14 D MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAI 1990 Þiódverjarnir Árið 1952 kom þýskur prestur og þýsk blaðakona til íslands til þess að hafa ásamt Þjóð- verjum búsettum á íslandi helgiathöfn í Brautarholti á Kjaiarnesi þar sem f lugmenn- irnir þrír, félagar Mynareks, voru graf nir til bráðabirgða. Þessa mynd tók þýska blaða- konan við það tækifæri. Jarð- neskar leifar f lugmannanna voru seinna fluttar í sameigin- legan grafreit þýskra her- manna í Fossvogskirkjugarði. stríðinu frá einhveijum sem hafði þekkt hann á þeim tíma. Hann leit- aði lengi en allir sem með honum vóru höfðu fallið nema ég. Mig fann hann loks eftir áralanga leit og fékk hjá mér eiðfesta yfirlýsingu um hver hann væri og hver hefðu verið störf hans í þýska hernum í Stav- anger í Noregi. Á þeim tíma sem Anton leitaði mín sem mest var ég oftsinnis í heimsókn í Hannover og gekk þá oft mína daglegu göngu- ferð framhjá húsinu hans.“ Eg vil ekki rifja þetta upp framar Hugo Löhr gaf mér upp síma- númer Mynareks og ég reyndi að hringja í hann til þess að fá að ræða við hann. Ég náði sambandi við hann en fékk þetta svar við málaleitan minni: „Það eru nær 50 ár síðan þetta slys varð. þetta var hörmuleg reynsla fyrir mig. Ég missti þarna þijá félaga mína og slasaðist sjálfur mikið. Ég hef sett lokapunkt fyrir aftan þessa sögu. Ég vil ekki rifja þetta upp framar.“ Starf Löhrs í Stavanger reyndi mjög á hann. „Þetta var ákaflega erfitt starf sem maður var í allan sólarhringinn," segir Löhr. „Erfið- ustu ferðinar fór ég einn því ég bar ábyrgð á mönnum mínum og vildi ekki senda þá í hættulegar ferðir að nauðsynjalausu." Eitt sinn fékk Löhr skipun um að fljúga til Scapa Flow-flotastöðvar Breta, sem var þeim ákaflega mikilvæg og því vel varin. „Ég fékk skipun um að fljúga þangað og taka myndir,“ segir Löhr. „Ég sagði að þetta væri ekki hægt og neitaði að gera þetta. Mér var sagt að það yrði að gera þetta, það væri skipun frá æðstu stöðum - Hitler sjálfum. Ég ákvað að ég skyldi fara einn í þetta hættulega verkefni. Það var á dásamlegum morgni um sólarupprás að ég kom ofan úr skýjum, eins og þruma úr heiðskíru lofti og fór yfir höfnina í Scapa Flow, nálægt miðju hennar. Alla þessa erfiðu og stórhættulegu leið komst ég án þess að mér væri nokkur skaði gerður. Sennilega hef ég hitt á vaktaskipti og enginn for- ingi verið á vakt á þeim þremur mínútum sem ég var yfir höfninni. Ég sá öll skipin í höfninni og þekkti þau og gat talið þau öll upp í skýrslu minni. Samanlögð burðargeta þeirra var u.þ.b. 111.000 tonn. Ég gaf munnlega skýrslu um þetta og fjórum dögum seinna kom flugvél frá Berlín og henni tókst að taka loftmynd af Scapa Flow. Sú mynd staðfesti í einu og öllu munnlega við komum yfir landið. Við höfðum aðeins Um 20 mínútur til þess að athafna okkur, áður en við urðum að fara til baka. Þá tók ég eftir u.þ.b. 600 metra breiðu gati í skýja- þykkninu og stakk mér beint niður. Þá var ég staddur beint fyrir ofan Reykjavíkurflugvöll, þar náði ég mjög góðri mynd sem löngu seinna var fjölfölduð af Bandaríkjamönn- um. Síðan renndi ég mér upp í Hvalfjörð og tók þar einnig mynd með handmyndavél, sem ég kalla svo til aðgreiningar frá myndavéla- búnaði flugvélarinnar. Það var al- ger hundaheppni að finna þetta gat, því við höfðum engar leiðbein- ingar eða yfirleitt neitt okkur til aðstoðar. Auk þess gátum við búist við skotum úr loftvarnabyssum Breta þá og þegar. Vegna þess hve eldsneytið var knappt urðum við að vera léttstígir á bensíngjöfinni. Hraðast flugum við 340 kílómetra á klukkustund, en við hefðum getað farið 420 kílómetra ef í harðbakk- ann hefði slegið. í þessari fyrstu loftmyndaferð minni vorum við þrír í flugvélinni. Ég var flugleiðsögu- maður og yfirmaður áhafnarinnar og sagði flugmanninum hvert ætti að fljúga. Og þannig var það jafnan í þessum ferðum sem ég fór til Is- lands. Þetta var erfitt verk og við þurftum oft að breyta um stefnu til að forðast óvininn. Það var yfir- leitt vandkvæðum bundið að finna Island m.a. vegna þess að við þurft- um oftast að breyta 20 til 30 sinn- um um stefnu til að villa um fyrir Bretum. Það var líka ómögulegt að átta sig á vindáttinni þannig að vindurinn var ekki til mikillar hjálp- ar. Svo þurftum við að fljúga lágt til að ná skýrum myndum en það var hins vegar hættulegt vegna óvinanna. Háflug var aftur á móti erfitt vegna þess að við höfðum svo fátt til að styðjast við. Við urðum að leita í öllum fjörð- um af því að þar leituðu skipálest- irnar gjarnan skjóls. Það er ástæð- an fyrir því að við tókum myndir í austfirsku fjörðunum. Þar var veru- lega erfitt að átta sig á landslagi því þokan byrgði oft alla útsýn og ekki var hættandi á að fara inn í þokuna því þá gat maður einfald- lega rekist á fjall. Við töpuðum íjöldamörgum áhöfnum í þessum könnunarferðum. Þar af voru að- eins þijár áhafnir teknar af Bretum. Enginn veit hvað varð um þá sem við misstum. Þeir hafa hvorki feng- ið rósir né grafir. Snemma í nóvember 1942 fékk ákveðin flugáhöfn skipun um að fleygja sprengjum á Reykjavík. Lagt var af stað með sprengjurnar en síðan hefur ekkert til flugvélar- innar spurst. Augljóslega kom hún ekki fram ætlunarverki sínu, en hún sneri heldur ekki aftur úr þessari ferð sem hefði getað orðið ógnvæn- leg fyrir Reykvíkinga, ef örlögin hefðu verið hinum þýsku útsendur- Mynd sem Löhr tók af skipalest í Hvalfirði, skipin merkt inn á myndina. um hliðhollari. Sennilega hefur flugvélin orðið bensínlaus og farist. Ein flugvél var skotin niður við Brautarholt á Kjalarnesi og fórust allir úr áhöfn hennar nema loft- skeytamaðurinn Anton Mynarek. Hann stórslasaðist og var á sjúkra- húsi á íslandi í sex vikur en síðan var hann sendur sem stríðsfangi til Bandaríkjanna og síðar til Eng- lands. Hann vann eftir það í enskum námum. Seinna fór hann til Frakk- lands og vann í frönskum námum þar til hann komst til Þýskalands. Skrifstofur þýska hersins fregnuðu o'ft ekki fyrr en löngu seinna hvað um flugáhafnir varð sem skotnar voru niður. Oft var það svissneski Rauði krossinn sem gaf upplýsing- ar. Ég skrifaði foreldrum Mynareks bréf þar sem ég sagði þeim að son- ur þeirra hefði ekki snúið til baka úr könnunarflugi til íslands. Bréf þetta komst ekki á áfangastað í ringulreið stríðsins. Þijátíu árum seinna fékk Mynarek sjálfur þetta bréf frá átthagaskrifstofu Slésvík- urmanna í Passau, ásamt bréfum og póstkortum sem hann hafði skrifað til foreldra sinna meðan hann var stríðsfangi. Hann var þá sestur að í Barsinghausen í Hannover. Þegar Mynarek komst á eftirlaunaaldur þá vantaði hann vottorð sem sannaði hver hann væri og hvað hann hefði gert í ÖRN OG JS- • SfÐUMÚLA 11 - SÍMI 84866 ÖRLYGUR * ARNAR"<'0RL.YGS eftir Ásgeir Svanbergsson Handbók ræktunarmannsins. Leiðbeiningar um ræklun og hirðingu. Með 170 litmyndum. skýrslu mína. Þessi flugvél var CU 882-véI og hafði í tönkum sínum 680 lítra af fljótandi súrefni. Þess- ari vél tókst að kómast hærra en áður hafði verið mögulegt, þ.e. upp fyrir tólf þúsund metra. Hún var einnig hraðfleygari en bresku Spit- fire-vélarnar, þannig að henni tókst að taka loftmynd af Scapa Flow og sleppa að því búnu. Auk könnunarflugsins sem ég sinnti þá var líka mikið um skrif- finnsku sem ég þurfti að sinna. Það komu a.m.k. 50 skjöl inn á hveijum degi og annað eins fór út. Ég naut þó stundum hjálpar undirforingj- anna, sem ég las fyrir bréf sem senda þurfti. En í stríði er allt hverf- ult, þessir menn fórust einn af öðr- um í alls kyns aðgerðum sem þeir tóku þátt í. Ég held að við höfum verið fjórir sem lifðum allt þetta af. Við þessar erfiðu kringumstæð- ur kom fram í mér hjartagalli sem lýsti sér þannig að hjartsláttur minn varð mjög hægur. Þetta olli því að á endanum var ég tekinn úr þessu starfi. Læknar tölu mig ekki þola loftslagið í Noregi því þar fór púls minn niður í 42 slög á mínútu. Læknir sem annaðist mig sagði að heilsa mín væri hreint ekki í lagi og engan veginn nógu góð til að sinna því starfi sem ég gegndi. Það voru tekin af mér tvö hjartalínurit, annað í Kirkjunesi og hitt í borg- inni Petsamo. Læknirinn sem bar saman hjartaritin var ekki í vafa: „Þú verður að yfirgefa þetta svæði strax,“ sagði hann. Næsta dag kom flugvél og fór með mig til Þýska- lands. Þar var tekið enn eitt hjarta- ritið og að loknum rannsóknum ýmissa sérfræðinga var mér til- kynnt að ég mætti ekki fara aftur til Noregs. Eg hætti störfum í Nor- egi í október 1943 og var settur í hvíld í sex vikur. Eftir tvær vikur fékk ég upphringingu frá yfírhers- höfðingja njósnaflugsins. Hann vildi fá mig til þjálfunarstarfa í löngu „könnunarflugi“. Þessu starfi, sem aðallega fór fram í Danzig, gegndi ég til stríðsloka og leið ágætlega, en mér var aldrei leyft að fljúga aftur. Ég hef aldrei fengið skýringu á því hvað gekk að mér en ég held sjálfur að þetta hafí stafað af því að eftir því sem norðar dregur snýst jörðin hægar. í Noregi snýst hún einfaldlega of hægt fyrir mig, eða á um 580 km hraða á klúkkustund en í Þýskalandi snýst hún hins veg- ar á 1.080 km hraða á klukkustund. Löhr segir mér að hann hafi skipt um heimili 23 sinnum um ævina og gegnt margvíslegum störfum frá stríðslokum. Hann hefur m.a. verið óperusöngvari og starfað í prent- smiðju í Kanada, verið enskukenn- ari og núna vinnur hann sem laus- ráðinn greinahöfundur við dagblað sem gefíð er út í Dillenburg. Löhr er tvíkvæntur. Fyrri kona hans bjó í Þýskalandi með þijú börn þeirra, meðan hann var í Noregi. Fyrst eftir stríð var mikið hörmungar- skeið í Þýskalandi, þá urðu þau hjón fyrir þeirri dapurlegu reynslu að níu ára sonur þeirra dó úr hungri. Séinni konu sinni, Elenoru, kvænt- ist Löhr fyrir tólf árum, en þau hafa búið saman í tuttugu ár. Þau hjónin virðast afar samrýnd og hafa skapað sér glæsilegt heimili í ein- býlishúsi sem byggt er í Jug- endstíl. Þau eru gestrisið fólk sem á sér margvísleg áhugamál. Það er nánast ótrúlegt að Hugo Löhr fylli á þessu ári áttunda áratuginn, svo þróttmikill og fullur af áhuga virð- ist hann vera. Það kemur ekki á óvart að hann hafi snemma komist til mikilla metorða í þýska hernum því varla hefur lífsfrjör hans og sál- arþrek verið minna fyrir fimmtíu árum. Landmælingar íslands eiga nú flest allar loftmyndir þær sem Hugo Löhr tók yfir íslandi á árun- um 1942 og 1943. Nafn þessa manns mun verða hér í minnum haft meðan loftmyndir hans eru grundvallargögn við rannsóknir á þróun suður-, suðvestur- og austur- hluta landsins. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.