Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 16
16 D MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAI 1990 Norémennirnir Katalína-fluguélin Óðinn. Vin URDUMAÐ GRIPA TTL VOPNA Egil D. Johansen var í norskríflugsveit á Islandi á stytjaldarárunum eftir Ronnveigu M. Níelsdóttur ÞETTA VORU annasamir tímar. Við höfðum fengið verkefni, flugvélar og vopn. Það var allt önnur til- finning en að sitja máttvana heima. Okkur fannst við gera eitthvert gagn, þótt við værum bara lítill hluti af stórri heild,“ segir Egil D. Johansen fi-á SandeQord í Noregi. Johansen var um þriggja mánaða skeið liðsmaður norskrar flugsveitar, flugsveitar 330, sem var staðsett Hér- lendis frá árinu 1941 til ársins 1943. Flugsveit 330 (330 skvadronen) er elsta flugsveit Norðmanna og var stofhuð í Reykjavík 25. aprfl 1941. ER SEINNI heimsstyijöldin hófst sáu Norðmenn sig knúna til að endurnýja vopna- og tækjabúnað sinn. í því skyni pöntuðu þeir 24 flugvélar frá Northrop-verksmiðj- unni í Hawthorne fyrir utan Los Angeles og voru vélamar hannaðar að ósk Norðmanna og fyrir norskar aðstæður. Flugvélar þessar, sem voru eins hreyfils sjóflugvélar, voru kallaðar Northrop 3PB, þ.e.a.s. þriggja manna vélar með bensín- sprengjur. Vélarnar höfðu einnig byssur til varnar árásum annarra flugvéla. Aður en smíði vélanna lauk her- tóku Þjóðveijar Noreg. Norðmenn héldu samt fast við pöntun sína og komu upp æfingabúðum í Toronto í Kanada. Til „Little Norway", eins og búðirnar voru kallaðar, komu Norðmenn og fengu þar þjálfun í flughemaði á Northrop-vélunum. Vorið 1941 ákvað yfírstjóm norska hersins, sem þá var staðsett í London, að fyrsta flugsveit Norð- manna á erlendri grund skyldi stofnuð í Reykjavík og skyldi vera undir yfírstjórn breska hersins þar. Sveitin fékk nafnið 330 (N) og var formlega stofnuð í Nauthólsvík 25. apríl 1941. Ástæða þess að yfír- stjórn hersins staðsetti flugsveitina á íslandi var þörfín á því að Bretar fengju aðstoð við að vemda hinar mikilvægu skipalestir sem sigldu frá Bandaríkjunum tii Murmansk í Sovétríkjunum með nauðsynjar handa bandamönnum. Egil D. Johansen. Tæpum mánuði eftir stofnun flugsveitarinnar voru 210 Norð- menn komnir til Nauthólsvíkur og í lok maí kom 21 Northrop-flugvél á höfnina í Reykjavík með skipinu Fjordheim (3 flugvélar höfðu eyði- lagst við æfíngaflug). Bækistöð sína í Nauthólsvík köll- uðu Norðmenn Corbett Camp og höfðu m.a. til umráða hús róðrar- klúbbs Reykjavíkur. Síðar var flug- sveitinni skipt í þijá hluta, A-flight hafði áfram aðsetur í Nauthólsvík; B-flight hélt til Akureyrar og hafði bækistöðvar sínar, Valhall Camp, Egil D. Johansen við flugvélina Óðin. Egil D. Johansen (f remstur á myndinni) á leið í Katalínaflugvél í flugsveit 333 í Skotlandi. Markmið þessarar ferðar var að setja njósnara á land í Noregi. þar sem nú er kallað Eiðsvöllur; C-flight hafði aðsetur á Búðareyri. Árið 1942 var ákveðið að flug- sveit 330 skyldi fá nýja tegund flug- véla og eftir nokkra umræðu var ákveðið að það skyldu vera PBY Katalína-sjóflugvélar sem höfðu níu manna áhöfn. Tvær slíkar vélar komu frá Skotlandi til Reykjavíkur í júní 1942 og síðar komu þtjár til viðbótar. „Ég tilheyrði annarri norskri flugsveit er hér var komið sögu, flugsveit 333 sem hafði aðsetur í Woodhaven í Skotlandi," segir Egil D. Johansen er blaðamaður Morg- unblaðsins hitti hann að máli í Stríðsminjasafni Noregs í Ósló. „Flugsveit 333 var stofnuð skömmu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.