Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 32
32 D MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAI 1990 ÓTTAÐISTAÐ FJÖLSKYLDAN YRÐISÁRHNEYKSL UÐ Á ÁSTARSAMBANDINU Fríða Davis og eiginmaður hennar Stanley Davis segjafni kynnum sínum ogstarfi hans sem tengiliðs breska hersins við íslendinga eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur SNEMMA í JÚLÍ 1940 stóð ungur hermaður á þil- fari bresks herskips og horfði skelfingu lostinn til snæviþaktra fjalla íslands. „Guð minn góður,“ hugs- aði hann. „Þeir hafa sent mig aftur til Noregs,“ en frá Noregi hafði hann þá fyrir skömmu sloppið við illan leik frá Þjóðverjum. Hann og fleiri hermenn höfðu verið sendir til þess að sprengja upp olíustöðvarnar í Harmstadt, rétt hjá Hammerfest. Þeir sluppu naumlega frá Þjóðveijum út í bresk herskip og með þeim til Englands. Þegar honum var gert ljóst að það voru ekki norsk fjöll sem blöstu við, heldur íslensk, þá tók hann gleði sína á ný. Honum var líka vel tekið á íslandi. Hann hafði varla sofið nema tvær nætur í beddanum sínum í Reykjavík þegar til hans kom að morgni dags eldri kona, íklædd íslenska búningnum og bauð honum að koma inn til sín að fá sér kaffisopa. Hann þáði boð hennar með þökkum og hún sagði til skýringar að svona myndi hún vilja að komið væri fram við hennar syni ef þeir ættu eftir að vera einir í útlöndum. Það kemur mér ekki á óvart að Stanley Davis kæmi sér vel við íslend- inga. Þegar ég heimsæki hann og konu hans, Málfríði Guðjónsdóttur Davis, á heimili þeirra í Mersey-side í útj- aðri Liverpool þá fer ekki framhjá mér hvað húsbóndinn er léttur í tali og hressilegur. Nú eru fimmtíu ár liðin síðan hann kom ungur hermaður til íslands og varla hefúr hann verið þyngri á brún þá. „Ég varð strax skotin í honum,“ segir Fríða kankvís á svip. „Ég var þá mjög hrifin af söngv- aranum Nelson Eddy og Stanley minnti mig svo mikið á hann.“ STANLEY ER fæddur á suður- strönd Wales en ólst upp í útjaðri Liverpool. Hann missti föður sinn í fyrri heimsstyijöldinni. Hann fékk gaseitrun á vígvöllunum og dó nokkru eftir að hann kom heim til sín. Kona hans giftist þremur árum síðar aftur og Stanley og þrjú systk- ini hans ólust upp hjá móður sínum og stjúpa. Eftir að hann kom í her- inn starfaði hann við fjarskipti. í það starf fór hann strax við kom- una til íslands. Hann þurfti oft að skipta við Islendinga í tengslum við vinnu sína því hann var tengiliður milli hersins og íslendinga. Fljót- lega eftir að hann kom var honum sagt að fara niður á Landsímastöð og fá lánaða símstöð. „Kristján Snorrason var yfir jarðsímalögnun- um á símanum og sat þar með risa- stóran kúrekahatt þegar ég kom á staðinn. Hann vísaði mér á dyr í fyrstu en svo mætti ég aftur með viskíflösku og þá gengu samning- arnir betur,“ sagði Stanley. I þessu sambandi er rétt að geta þess að Friðbjörn Aðalsteinsson segir í Símablaðinu 1945 að breski herinn hafí sest að í TFA, loft- Stanley Davls Ljósmynd/Benedikt Jónsson Málfríður Guðjónsdóttir Davis skeytastöðinni í Reykjavík, og notað þar radíótæki stöðvarinnar í tæp fjögur ár. Hernámsliðið sá fljótlega að loftskeytastöðin í Reykjavík hafði mun betri radíótæki bæði til sendingar og viðtöku en breski her- inn. TFA varð þess vegna einskonar radíómiðstöð fyrir herskipaflota og skipalestir bandamanna í Norður- Atlantshafi og við strendur íslands. Þegar Hood hafði verið sökkt og eltingaleikurinn við Bismark, best búna orrustuskip veraldar, hófst varð einum sjóliðsforingja Breta að orði að TFA hefði unnið orrustuna um Atlantshafið. Árin 1941 til 1943 náði TFA fjöldamörgum neyðarköll- um frá sökkvandi skipum og kom þeim áleiðis til annarra skipa og flugvéla og átti þannig óbeinan þátt í björgun óteljandi mannslífa. Frásögn Stanley Davis heldur áfram: „Seinna þurftum við að fá aðstöðu í Rafstöðinni inn við Elliða- ár. Við þurftum að bora þar í veggi til að koma fyrir nauðsynlegum leiðslum. Ég var sendur til yfir- mannsins þar sem Ágúst Guð- mundsson hét og var frændi Fríðu. Hann tók erindi mínu víðs fjarri. Með það fór ég til félaga minna en þeir sögðu mér að reyna betur. Aftur fór ég að hitta Ágúst en í þetta skipti með tvær viskíflöskur. „Jæja Ágúst, hvað er hægt að gera í þessu.“ Ágúst svaraði:_ „Mega þetta ekki vera lítil göt.“ Ég sagði að það væri í lagi og síðan urðum við Ágúst góðir vinir. Á þessum tíma var búið að steypa upp hita- veitustokka en ekki búið að leggja pípurnar í þá. Við lögðum síma- þræðina í stokkana en aðalstöðvar okkar voru í kjallara í Elliðaárraf- stöðinni. Snorrason sendi mér tvo menn til aðstoðar. Þeir komu með sviðahausa í pússi sínu, vafða inn í Morgunblað og þessu fóru þeir að gæða sér á í matarhléi og buðu mér með sér. En mér leist ekki meira en svo á þessar kræsingar og hafnaði boðinu. Herinn hleraði öll símtöl breskra hermanna af öryggisástæðum. Þetta voru gjarnan enskir foringjar sem voru að ræða við íslenskar stúlkur. Stundum gáfu þeir þessum stúlkum ýmsar skýringar á að þeir gætu ekki hitt þær. Oft sögðu þeir þá í ógáti frá hernaðarlega mikil- vægum hlutum. Sögðu t.d. að von væri á skipalest og þeir þyrftu þá að vera á vakt. En þetta var auðvit- að stórhættulegt, alls staðar gátu verið njósnarar. Við gáfum skýrslur um öll slík samtöl og þeir sem töluðu af sér voru áminntir. Það skipti miklu að gefa t.d. ekki upp brottfar- artíma skipa og annað þess háttar. Við komumst að því að ákveðinn íslenskur togari fór með vistir til þýsks kafbáts. Lang flestir í áhöfn- inni vissu ekkert um hvað var að gerast. En skipstjórinn vissi það. Það komst upp um þá sem þetta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.