Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1990 í> 9 kafbátsins í Bergen i stað annars manns, hafi ætlað að skjóta á eftir flugvélinni en þeir hafa líklega ekki náð að festa þar til gerð belti sín við loftvarnarbyssuna. Þá tók út og drukknuðu þeir þar. Við spreng- inguna kom töluverð slagsíða á bátinn. Skömmu síðar kvað við önn- ur sprenging. Djúpsprengja hafði fallið á þilfar kafbátsins og köstuðu hásetarnir henni fyrir borð. Hún sprakk undir bátnum og gerði mun meiri usla en sú fyrri. Þessar djúp- sprengjur voru þeirrar náttúru að þær sprungu við vissan sjávarþrýst- ing. Þessi sprengja reif upp síðurn- ar á ytri tönkunum og olían lak út, enda var báturinn drekkhlaðinn. Það var að sjálfsögðu ekki um ann- að að ræða en fleygja sprengjunni af þilfarinu, ef við hefðum kafað með hana, hefði hún tætt kafbátinn í sundur. Kafbátar einsog þessi eru settir saman úr miðhluta, þar sem eni káetur og vélarrými, og tönkum meðfram báðum hliðum og ná þeir bæði fram og aftur fyrir miðhlut- ann. Það er svo skrýtið að það er ekki til nein lýsing af bátnum okk- ar. í stóru riti sem ég á um kaf- báta er þessarar gerðar kafbáta Úr fangabúðum í Kanada. Þriðji og fjórði maður í fremstu röð f rá vinstri voru í áhöfn U-464. aðeins lauslega getið. Þarna var mikið af tækjum og allt var þetta afar spennandi. Vistarverum var þannig háttað að fyrir miðjum kaf- bátnum var stjórnklefinn. Miðskips voru einnig káetur skipherrans og helstu yfirmanna, híbýli yfirvél- stjóra og skipslæknisins. Vistarver- ur hinna óbreyttu voru hins vegar fram á en vélarrúmið aftur á. Áhöfnin hafði mismunandi matstof- ur eftir þvi hvar menn voru í met- orðastiganum. Ég var vélamaður og mitt hlutverk um borð mest fólg- ið í að dæla eldsneyti á kafbáta. Við vélamennirnir vorum undir stjórn yfirvélstjórans. Þrír menn gengu honum næstir að tign og undir þeirra stjórn voru 12 undirvél- stjórar eða smyijarar, 6 á hvorri vakt. Við gengum 6 tíma vaktir. Sá sem átti frívakt svaf meðan hinn sinnti störfum sínum. Hinir óbreyttu urðu að skiptast á að sofa í kojum sem voru þijár, hver upp af annarri. Kojur þessar var hægt að leggja upp að veggnum þannig að i-ýmra yrði í káetunum. Þrengsl- in um borð voru óskapleg. En ég man samt ekki eftir neinum harka- legum deilum um borð, frekar sló í brýnu í landi. Á skipsfjöl eru menn mjög uppá aðstoð hver ann- ars komnir og þeir verða þvi að halda friðinn. Litið var um tómstundagaman, enda notuðu menn fritímann mest til svefns. Ég man ekki eftir neinum pólitískum umræðum meðal áhafn- arinnar og pólitískur áróður var ekki hafður uppi — það var enginn til þess. Ég var ekki í nasistaflokkn- um né heldur hinir strákarnir það ég veit. Ekki held ég heldur að skipherrann hafi verið í flokknum né heldur kona hans sem var ná- skyld Dönitz aðmírál. Hann var æðsti yfirmaður okkar kafbátasjó- manna og ég sá hann oft. Þegar ljóst var að kafbáturinn okkar var svo mikið laskaður að hann myndi sökkva var farið að huga að því að koma áhöfninni út. Og nú kom yfirmaðurinn sem var á fimmtugsaldri og í verslunarflot- anum til skjalanna. Hann tók við stjórninni og honum var það að þakka, hversu greiðlega gekk að koma áhöfninni út úr kafbátnum, því við urðum að klifra einn og einn upp stigann og upp í brúna og síðan niður á dekkið. Hann kom í veg fýrir að ofsahræðsla gripi um sig og sinnti um okkur strákana eins og besti faðir. Áður en við stigum út fékk hver og einn pakka í vatnsheldum um- búðum sem innihélt ýmislegt smá- legt, þ.m. súkkulaði. Við vorum klæddir í þessi venjulegu gráu inni- föt með strigaskó á fótunum. Sum- ir voru í gráum leðurgöllum og leð- urstígvélum. Allir vorum við svo í gráum björgunarvestum. Ég var með þeim fyrstu sem stigu út og ég fékk það hlutverk að synda með línuna frá bátnum til þess að við færum ekki niður með kjölsoginu. Og sjórinn var býsna kaldur. Þegar við vorum allir komnir í sjóinn, þá opnuðu yfirvélstjórarnir ventlana og hleyptu sjó inn svo kafbáturinn sykki. Þetta var gert til þess að kafbáturinn lenti ekki í óvinahönd- um, því hann hefði getað haldist allmiklu lengur ofan sjávar. Eftir að sjór var kominn í bátinn varð enn ein sprengingin, líklega út frá rafhlöðunum. En áður en loft- skeytamaðurinn yfirgaf kafbátinn mun hann hafa sent út neyðarkall, sem reyndar var stranglega bann- að, þegar herskip átti í hlut. Ekki veit ég hvort hann gerði þetta sam- kvæmt skipun eða hvort hann gerði þetta af sjálfsdáðum. Ég tel líklegt að fiskiskipið, sem kom okkur til bjargar, hafi heyrt þetta neyðarkall. Fiskibáturinn hlýtur að hafa ver- ið þarna rétt hjá því hann var kom- inn eftir stutta stund. Tímaskyn mitt var að vísu bágborið, en við hefðum ekki getað haldið þetta út miklu Iengur, við vorum orðnir svo stjarfir af kulda. Sá sem síðastur fór frá borði klippti á línuna. Við vorum einsog vínberjaklasi á floti í sjónum og héldum allir í línuna, sem og bjarghringi. Áhöfnin á fiskibátn- um var fáeinir menn. Þeir urðu að hífa okkur um borð, þar sem við gátum hvorki hrært legg né lið vegna kulda. Þetta var reyndar enginn barnaleikur fyrir íslending- ana, því báturinn þeirra var lítil skel og sjógangur töluverður. Auk þess máttu þeir líka gæta sín að lenda ekki í kjölsoginu, þá hefði ekki þurft að spyija að leikslokum. Ég get ekki sagt, að ég hafi hugsað neitt, þegar mér var bjargað. Undir svona kringumstæðum kemur yfir menn annarlegt ástand, manni verður sama um allt. íslendingarnir tóku okkur mæta vel. Kapteinninn skellti í okkur snafs til þess að koma í okkur hlýju, fleira hafði hann ekki tök á að gera. Þar sem báturinn var lítill þá voru þrengslin mikil. En það kom sér bara vel því við skulfum úr kulda. Við vorum einn eða tvo tíma um borð í fiski- bátnum. Ég geri ráð fyrir því að skipstjórinn hafi sent út neyðar- kall, því von bráðar komu þijú ensk herskip, einn tundurspillir og tvö minni herskip. Mér er minnisstætt þegar herskipin sigldu upp að okkur með gínandi fallbyssukjafta meðan við, óvinirnir, lágum í lamasessi á þilfari íslenska bátsins. Þetta var satt að segja heldur dapurleg sjón, því við vorum varnarlausir og höfð- um engu að bjarga nema lífinu í bijóstinu. Þeir skutu út léttabátum og feijuðu okkur yfir í skipin. En þeir tóku ekki illa á móti okkur heldur gáfu okkur að borða og drifu okkur úr bleytunni og komu okkur fyrir í hlýjunni niðri í vélarrúmi. Þeir létu okkur hafa þurr föt, nær- föt og peysur og þurrkuðu af okkur vosið. Síðan var siglt með okkur til Reykjavíkur, en þar urðum við reyndar að skila lánsfötunum. Við vorum hafðir í haldi á liðsflutninga- skipi í þijá eða fjóra daga. Ekki sáum við mikið af Reykjavík, enda máttum við ekki fara í land. Síðan var haldið með okkur til Glasgow og þaðan fórum við með lest til Edinborgar þar sem við vorum sett- ir í fangabúðir. Þegar ég leiði hug- ann að björguninni um borð í íslenska fiskibátinn, þá get ég ekki þakkað áhöfn hans nógsamlega fyrir lífgjöfina. En þetta gerðist allt í svo skjótri svipan að í minning- unni verður þetta óraunverulegt eins og draumur. Ef einhveijir af íslensku áhöfninni eru enn á lífi, þá vil ég í nafni allrar áhafnar kaf- bátsins U-464 flytja þeim þakkir okkar. Ég vona að það verði aldrei aftur stríð.“ Andrés Gestsson segir frá björgun áhafnarinnar á U-464 Páll Þorbjarnarson skipstjóri á Skaftfellingi er látinn en Andres Gestsson sem var með honum á vakt umræddan morgunn man þessa atburði vel. „Það var Páll Þorbjarnarson sem kom fyrstur auga á kafbátinn. Hann sá óvenju- lega vel frá sér. Honum sýndist þetta fyrst vera lítill bátur með segl uppi, en svo fannst okkur ald- an ganga óvenju mikið yfir bátinn og þá rann upp fyrir okkur að þetta myndi vera kafbátur. Páll segir mér að fara niður og ræsa strákana en segja þeim ekki frá kafbátnum. Þeir héldu að þeir ættu að lagfæra seglið og voru seinir til. Þegar við komum á móts við kafbátinn þá fer hann á kulborða við okkur og þá sjáum við að hann var einkennalaus en framan við turninn var stór vél- byssa. Páll bað mig að fara að laga fokkuna og ég geri það. Þá er maður kominn að byssunni á kaf- bátnum og er að vesenast við hana. I sama bili verður mér litið upp í gluggana á stýrishúsinu og sé þá andlit félaga minna raða sér i gluggann og eru þeir heldur stór- eygir Joegar þeir virða óvininn fyrir sér. Ég gat ekki að mér gert að hlæja að þessari sjón, en Páll leit til mín og þótti ég óþarflega djarfur. Við fórum svo að reyna að koma - áhöfn kafbátsins til hjálpar. Fyrst tókum við fleka sem 12 menn gátu hangið í og bundum 120 faðma tó í hann og sendum hann yfir til þeirra: En tóin losnaði og þá var það búið. Síðan reyndum við að koma til þeirra kastlínu en það gekk illa. Þá batt ég keðjulás í línuna en stýri- maðurinn bannaði mér það því hann var hræddur um að við kynnum að hitta Þjóðveijana og þeir yrðu reið- ir. Línan náði yfir til þeirra tvisvar eða þrisvar sinnum en þeir tóku hana ekki. En svo stökk einn Þjóð- veijinn allt í einu í sjóinn og synti yfir til okkar og við náðum honum upp. Eftir það stukku einir þijátíu á eftir honum. Þeir héldu ekki í eina línu, hefðu þeir gert það hefði verið mun auðveldara að ná þeim upp úr sjónum. Við köstuðum til þeirra línu og bjarghringjum en það tók okkur þijá tíma að veiða þá alla upp. Einir þrír hröktust frá en við náðum þeim h'ka. Ég stakk upp á að róa inn í þvöguna á fleka en stýrimaðurinn vildi ekki heyra það nefnt: „Viltu láta skjóta þig?“ sagði hann við mig. Skipherrann kom síðastur úr sjónum. Ég hjálpaði honum um borð og sagði í gríni við félaga mína seinna að ég hafi verið sá eini sem hann tók í höndina á. Einn svartklæddur maður, eldri en hinir, kom um borð með þeim síðustu. Hann virtist vera einhvers konar yfirmaður. Hann talaði dönsku býsna vel. Hann gaf Páli gullkross í þakklætisskyni fyrir björgunina. Við vorum með byssur um borð, níutíu skota pönnuriffil og hermannariffil. Þær lágu hlaðn- ar í koju í bestikkinu. Þangað inn tíndust skipsbrotsmennirnir einn af öðrum og fóru allir að skoða byss- urnar. Þetta voru ágætir menn að mínu mati, þeir komu vel fyrir og voru áberandi vel klæddir. Margir í leðurgöllum og stígvélum og með mjög sérstök björgunarvesti. Þau voru saman sett úr mörgum hólfum, þannig að þó loftið færi úr einu hólfinu þá héldu hin sínu. Eftir að allir voru komnir um borð voru mikil þrengsli í bátnum. Skipbrotsmönnunum var óttalega kalt og það var setið eða staðið í hverjum krók og kima. En skömmu seinna komu tvö ensk herskip á vettvang. Við sendum ekki út neyð- arkall en meðan á björgunaraðgerð- unum stóð flaug flugvél yfir og hún hefur líklega gert herskipunum að- vart. Herskipin nálguðust og beindu að okkur byssum sínum. Við þá sjón tóku Þjóðveijarnir viðbragð og fóru að tína af sér alls kyns gripi og vildu gefa okkur. Sá svart- klæddi hvatti þá til þessa. Sumir tóku þarna við úrum og þess háttar en fáir þorðu að bera þetta og flestu var á endanum hent. Ég fékk ekk- ert af þessu góssi því ég var við stýrið. Annað herskipið skaut út bát og fór fimm ferðir yfir með Þjóðveijana. Þeir fóru illa með þá og ég man að þegar einn skipsbrots- mannanna hrataði milli skips og báts þá hlógu þeir og klöppuðu. Við veiddum manninn upp aftur og hann komst svo klakklaust upp í bátinn og gat lesið sig upp kaðal- stigann um borð í herskipið eins og hinir. Þegar þangað kom beindu Bretamir að mönnunum byssu- stingjum, létu þá hátta sig úr hverri spjör og fleygðu yfir þá gulum tepp- um sem náðu þeim niður að mitti. Þannig máttu þeir standa í kuldan- um meðan við sáum til. Það síðasta sem við sáum voru gulu teppin sem smám saman urðu eins og litlir deplar á þilfarinu. Þjóðveijarnir höfðu skilið ýmis- legt eftir í bátnum hjá okkur fyrir utan fyrrefnda gripi. Við opnuðum pakkana sem lágu hér og þar og fundum í þeim ýmislegt dót, t.d. smokka og súkkulaði. Við smökkuð- um súkkulaðið og fannst það mjög gott og ætluðum að geyma það þar til við kæmum heim. En morguninn eftir að við komum til Englands var bryggjan svört af hermönnum og þeir komu um borð til okkar og rannsökuðu allt í hólf og gólf og tóku súkkulaðið góða og allt annað sem þeir fundu og tilheyrt hafði Þjóðveijunum. Þeir tóku meira að segja blautt tóbak sem þeir þýsku höfðu hent á gólfið hjá okkur og einhver okkar hafði mokað inn í kabyssuna. Þeir létu víst efnagreina þetta allt saman. Við héldum þó eftir reyktu svínslæri sem við átum og fáeinum teppum með hakakross- inum sem lent höfðu ofan í bekk í káetunni hjá okkur. Við vorum svo spurðir spjörunum úr og sannarlega litnir miklum tortryggnisaugum þar ytra fyrir þessi björgunarstörf okk- ar.“ Gripið niður í frásögn Páls Þorbjarnarsonar skipsljóra Áður en við skiljumst við þessa viðburði skulum við grípa aðeins niður í viðtal sem Jökull Jakobsson átti við Pál Þorbjarnarson um björg- un áhafnar kafbátsins U-464 og birtist í bókinni Suðaustan fjórtán. Páll áætlar þar að stærð bátsins hafi verið um 1800 lestir en segir svo:„Við dóluðum fram fyrir kaf- bátinn og sáum þá geysimikið gat á fordekki. Á afturdekki hékk feikn- mikil fallbyssa laus. Mér fannst ekki annað koma til greina en reyna að bjarga mannagreyjunum.“ Síðan segir Páll frá tilraunum með fleka og kastlínur. „í þriðja sinn reyndum við enn, þá rauk allur skarinn frá turninum og tveir eða þrír náðu línunni. Ég kallaði til þeirra og skip- aði þeim að fleygja í sjóinn öllum vopnum og skotfærum sem þeir kynnu að hafa á sér, þeirri skipun var hlýtt með_prússneskum flýti. — Rétt í sömu andrá og síðasti Þjóð- veijinn var dreginn yfir borðstokk- inn sökk kafbáturinn. — Þeim var öllum stillt upp við hvalbakinn og ég mundaði á þá vélbyssuna og gerði mig vígalegan í framan. — Seinna fréttum við að þrír af áhöfn kafbátsins hefðu orðið eftir, þeir höfðu lokast inni niðri í skipinu og engin tök voru á að ná þeim út. — Flestir kafbátsmenn höfðu á sér , auk koníaks úr Frakklandi, litlar vasaorðabækur, þýsk-danskar og þýsk-norskar. Og tveir þeirra töluðu lýtalausa íslensku reiprennandi. Og enn voru tveir að auki sem gátu gert sig skiljanlega á íslensku. — Annar hinna íslenskumælandi þekkti Reykjavík eins og vasa sinn. — Þegar ég hafði leyft inönnum fijálsan um gang um skipið kom

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.