Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 31
D 31 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1990 íslenska veðurlagi. En Sundhöllinni voru þeir hrifnir af og eins böllunum á Hótel Borg. Þeim er báðum minnisstætt hve mikil áhersla var lögð á flugvallar- vinnuna í Reykjavík. Notaðir voru hertrukkar til þess að keyra með hraungrýti sem notað var við flug- vallargerðina. Bílstióramir óku til að byija með greitt en svo stöðvaði lögregian bílana einhveiju sinni og áminnti bílstjórana fyrir of hraðan akstur. Þá snéru þeir blaðinu við og óku svo hægt að það munaði hundruðum tonna í afköstum dag- lega. Mikilvægi þess að flugvallar- gerðinni yrði hraðað sem mest mátti meðal annars ráða af því að hershöfðinginn sjálfur mætti á stað- inn með uppbrettar ermar og mok- aði af kappi við hlið manna sinna. Braggarnir sem Bretar byggðu voru að sögn þeirra bræðra fremur notalegar vistarverur, enda voru í þeim ofnar sem brenndu viði. Venjulega voru um 20 manns í hveijum bragga, en Horsfallbræð- urnir voru ekki saman í bragga. Sir John var staðsettur með sína menn á Seltjarnarnesi en Donald meðal annars talsverðan tíma í Brautarholti á Kjalarnesi með her- flokk sinn. Á þeim tíma var búið að setja upp flotastöðina við Mið- sand í Hvalfirði. Herflokkur Don- alds hafði það hlutverk að vera eins- konar vörður við innganginn í Hval- fjörðinn. Donald minnist þess að hafa horft á orrustuskipið Hood leggja í sína hinstu för, en Hood varð fyrir skotárás Þjóðveija og sprakk í loft upp þann 24 maí 1941. Það þótti rétt að þjálfa bresku hermennina á Islandi í fjallahern- aði. Donald minnist þess að með þeim hafi verið a.m.k. einn norskur foringi sem átti að þjálfa menn í fjallahernaði. „Hann fékk hins veg- ar fljótlega lungnabólgu og varð að hætta þjálfuninni og leggjast á spítala,“ segir Donald. Áður höfðu þeir bræður fengið þjálfun í fjalla- hernaði í Skotlandi. Sú þjálfun þótti merkileg fyrir það að hún fór fram við höfnina í Glasgow, þar sem landslag er eins marfiatt og verða má. Svarti dauði var drykkur sem ekki var vel séður af hernaðaryfir- völdum á Islandi. Sir John og Don- ald voru auðvitað varaðir við þess- um drykk einsog aðrir. Þeir segjast muna að sumir af félögum þeirra hafi orðið mjög veikir af að drekka hinn íslenskaxSvarta dauða. Að mestu leyti voru Bretar sjálf- um sér nægir með matvæli, fengu þau send frá Englandi. Þó keyptu þeir íslenskt lambakjöt. Sá sem annaðist vistir flokks Donalds tók eftir því að í dilkaskrokkana vant- aði jafnan bæði lifur og nýru. Hann skrifaði yfirbirgðastjóra breska hersins á íslandi og lýsti furðu sinni yfir því hvernig íslenskum kindum tækist að draga þó þetta fram lífið án þess að hafa lifur og nýru. Yfir- birgðastjóranum fannst þetta ein- kennilegt bréf og kom til athuga hvað væri á seyði. Við nánari eftir- grennslan kom í ljós að nokkrir starfsmenn birgðavörsiunnar drógu sér þessi umræddu líffæri. Á þess- um tíma var smjör skammtað í Bretlandi og þeir hermenn sem fengu frí fóru jafnan með íslenskt smjör með sér til Bretlands og seldu það þar. Hægt var að fá nóg smjör á íslandi. Þessi smjörverslun gekk svo langt að reisa þurfti skorður við henni. Einnig keyptu breskir hermenn breska silkisokka á íslandi þar sem þeir voru oft fáanlegir. Þeir voru hins vegar alveg ófáan- legir í Bretlandi. Sokkana fóru þeir með til eiginkvenna og ástmeyja úti. Breskir hermenn fengu frí eftir ákveðnum reglum. Þeir sem voru giftir og áttu börn fengu fyrst frí, næstir í röðinni voru þeir sem voru giftir en barnlausir, svo komu þeir sem voru trúlofaðir en þeir sem hvorki áttu börn né konu ráku svo lestina. Heldur þótti þeim bræðrum dvöl- in viðburðasnauð á íslandi einsog og flestum breskum hermönnum reyndar. „Þeir sem voru í Reykjavík komust af og til í bíó, en þeir sem voru úti á landi gátu það ekki einu sinni,“ segir Donald. „Ég man að eitt sinn héldum við samkvæmi í bragga á Skólavörðuholtinu. Einn af félögum mínum kom út og sagði við styttuna af Leifi Eiríkssyni: „Þér hlýtur að vera kalt að standa svona alltaf einn félagi.“ Svo klifr- aði hann upp með teppi og vafði utan um styttuna. Mestum tíma eyddum við í heræfingar Meðan Donald var í Brautarholti sáu hann og Colin Hill, flokksfor- ingi hans, eitt sinn mjög grunsam- legan mann vera að læðast kringum búðirnar. Donald og foringi hans tóku manninn fastan en þá reyndist þetta vera foringi úr stórskotaliðinu sem var í könnunarleiðangri. „Við sögðum honum að hann væri að eyða tíma sínum í óþarfa, við hefð- um þrautkannað þetta svæði og sýndum honum ítarlegt kort sem við höfðum gert. Síðan fengum við okkur í glas saman.“ Daginn eftir kom hann aftur og hafði með sér tvo væna rommkúta fulla af krana- bjór og gaf Donald og Colin. „Á þessum tíma var ómögulegt að fá bjór á Islandi. Við fórum að spyij- ast fyrir um hvar hann hefði fengið bjórinn og sú athugun okkar leiddi í ljós að hann hafði komið því svo fyrir að íslenskir togarar sem lönd- uðu fiski í Bretlandi fluttu bjór til baka handa honum. Hann var for- stjóri Charington ölgerðarinnar í London.“ Horsfallbræðurnir áttu talsverð samskipti við kanadíska og ameríska hermenn eftir að þeir komu til íslands. Þeir komu í júlí 1941. „Við hittum Kanadamennina og þeir voru ágætir en frönsku Kanadamennirnir voru að vísu dá- lítið villtir," segir sir John. „Kokkur þeirra Kanadamanna var hálfur Indíáni. Einu sinni sem oftar fékk hann æðiskast og gekk berserks- gang með kjötöxina sína. Hann hjó allt eldhúsið sitt í tætlur. Við stóð- um alltaf í þeirri trú að Kanada- menn ættu að taka við af okkur en þeir voru fremur illa þokkaðir og íslenska ríkisstjórnin fór fram á það að þeir færu en við yrðum leng- ur. Ég veit ekki hvort þetta var rétt en þetta fengum við að heyra sem ástæðu fyrir því að við vorum lengur en upphaflega var ætlað. Bandaríkjamenna tók síðan við af okkur. Þeir voru mjög vingjarnlegir við okkur,“ segir Donald. „Kannski vegna þess að við létum þeim eftir braggahverfi sem við höfðum byggt þar sem heitir Baldurshagi. Við urðum síðan að hafast við í tjöldum þar til við höfðum byggt okkur bragga við Geitháls. Þangað var lagður vegur sem ég og Colin Hill gerðum kröfur til að yrði púkkað undir með gijóti og síðan lagður ofaníburður ofan í það. Fyrir vikið tók þrisvar sinnum lengri tíma að leggja þennan veg en venja var. Ég hafði afskipti af þessu vegna verkfræðimenntunar minnar. Þegar vetur gekk í garð var þetta eini nothæfi vegurinn. Eini steypti veg- urinn sem til var á íslandi þá var vegurinn milli Reykjavíkur og Ála- foss. Á þann veg raðaði heraflinn sér upp sem á íslandi var þegar sá eftirminnilegi atburður gerðisi að Churchill kom til íslands í ágúst 1941. Horsfallbræður segja Breta hafa haft talsverð skipti við Bandaríkja- menn á íslandi. „Við kölluðum hverjir aðra skírnarnöfnum," segir sir John. „Við fórum oft í offisera- klúbba hver hjá öðrum. Um það bil tíu dögum áður en árásin var gerð á Pearl Harbour vorum við í klúbbn- um okkar ásamt bandarískum sjó- liðum. Colin Hill flokksforingi var maður sem lét allt flakka. Hann sagði við bandarísku sjóliðana: „Bíðið þið bara þar til Japanir koma, þá munuð þið ekki vita hvað snýr upp og hvað snýr niður á ykkur.“ Svo réðust Japanir á Pearl Harbour rúmri viku seinna. Eftir þetta litu bandarísku sjóliðarnir á okkur með nokkurri tortryggni og kröfðu okk- ur jafnan um passa þegar við kom- um í heimsókn í klúbbinn þeirra." Eftir að stríðinu lauk snéru þeir bræður aftur heim til Englands. Sir John fór að vinna í fjölskyldufyrir- tækinu og erfði eftir lát föður síns nafnbót hans og forstjórastól fyrir- tækisins. Donald fór aftur í háskóla í Cambridge og nam þar lög. Að loknu embættisprófi í lögum setti hann á stofn lögfræðiskrifstofu í Keighley og rak hana fram undir þennan dag. Hann giftist og eignað- ist mörg börn. Nú hafa þeir bræður báðir dregið sig í hlé frá störfum og íslandsdvölin er fyrir langa löngu orðin þeim eins og hver ann- ar fjarlægur óraunveruleiki. „Það er líklega búið að byggja talsvert hjá ykkur,“ segir annar þeirra kurt- eislega og þegar ég játti því lét hann í ljós mátulegan hrifningar- vott. Ég fann á öllu að þeim hafði ekki líkað nema rétt í meðallega dvölin á íslandi og þeir segja báðir að þá hafi aldrei langað til að koma aftur til Islands. Þar sem ég sit blasir við á veggnum á móti mér glæsilegt málverk af húsfreyjunni á heimilinu, íklæddri tweeddragt með terrierhund í bandi. I heldur meiri fjarlægð sé ég dagsbirtuna endurkastast í silfurbikurum sem þessi sama frú hefur unnið í veð- reiðum og veiðikeppnum. Ljósbrotin frá silfurbikurunum bregða í huga mér ljósi á það hve lítið þessir menn virðast eiga sameiginlegt með lönd- um mínum. Uppeldi þeirra, fram- koma og allur hugsunarháttur er um margt talsvert öðruvísi en ger- ist meðal íslendinga. Varla hafa líkindin verið meiri fyrir 50 árum þegar forsjónin hagaði því svo til að þeir voru skikkaðir til að dvelja á íslandi í hartnær tvö ár. ■ Hermenn við braggabyggingu á Seltjarnarnesi Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands verður haldinn mánudaginn 7. maí 1990 kl. 20:30 í Múlabæ, Ármúla 34. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin. Reykjavíkurdeild RKÍ heldur námskeið í skyndihjálp sem hefst þriðjudaginn 8. maí kl. 20.00 í Fákafeni 11, 2. hæð, og stendur yfir í 5 kvöld. Kennt verður dagana 8., 9., 14., 15. og 17. maí. Skráning í síma 688188. Öllum er heimil þátttaka 15 ára og eldri. Skráið ykkur strax. Rauði Krosslslands Hótel, veitingahús, mötuneyti, félagsheimili, íþróttahús og skólar Sjálfsalar leysa vanda við sölu margvíslegra hluta t.d. heitra og kaldra drykkja, kælivöru, sælgæti, snakk og ýmsar aðrar vörur Leitið upplýsinga hjá okkur. SJÁLFVAL H/F., sími 37379. Vorlilboðá BV-handtjöklfum Góður afsláttur í maí á meðan birgðir endast. Lyftigeta: 800 kg. Lyftihæð:80 cm. Hentugt hjálpartæki við allskonar störf. Sparið bakið, stilliðvinnuhæðina. Eigum ávallt fyrirliggjandi hina velþekktu BV-hand- lyftivagna með 2500 og1500kílóa lyftigetu. UMBODS- OG HEILDVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 16 SÍMI672444 TELEFAX672580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.