Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 12
12 D MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAI 1990 Þiódveriarnir ÖRLÖGIN KOMU í VEG FYRIR SPRENGJUÁRÁS Á RE YKJAVÍKURBORG Hugo Löhr major segir aö Þjóðvefjar hafi sentflugvél hlaðna sprengjum til Reykjavikur. Einnig er sagtfrá merkilegum loftmyndum sem hann tók í könnunarferðum yfir íslandi eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur AÐ KVÖLDI þess 16. maí 1940 greip um sig mikill ótti í Reykjavík. Hættumerki kvað við í fyrsta sinn og var talið að sést hefði til þýskrar flugvélar. í bók Gunnars M. Magnúss Virkið í norðri segir að viðbrögð Reykvíkinga hafi verið með talsvert öðrum hætti en gerð- ist erlendis við slíkar kringumstæður. í stað þess að leita í öruggt skjól reif fólk sig upp úr rúmum sínum og þusti út í glugga til þess að forvitnast um hvað væri að gerast. Það vildi verða vitni að viðburðum og virtist ekki gera sér ljósa þá hættu sem það setti sig þannig í ef til Ioftárásar kæmi. Sem betur fer slapp það með skrekkinn. Hljóðmerkið staf- aði af skammhlaupi í víraleiðslum. Maður einn sem orðið hafði vitni að loftárás í útlöndum og viðbrögðum fólks þar sagði eftir þetta atvik: „Það er ég viss um að fjöldi fólks í Reykjavík dæi úr forvitni ef til loftárásar kæmi.“ Smám saman hættu menn að vera svona forvitnir þó þýskar flug- vélar flygju öðru hvoru yfir landið. Menn venjast öllu, jafii- vel því sem þeir vita að er háskalegt. Hins vegar virtist forvitni Þjóðverja um Island síst réna á næstu árum. Ferð- um þýsku flugvélanna íjölgaði. Með miklum tilkostnaði og fyrirhöfn lögðu þeir leið sína aftur og aftur yfir landið og nokkrir þeirra dóu í þessum ferðum. Það var þó ekki for- vitnin sem slík sem varð þeim að aldurtila, heldur loftvarna- byssur Breta og vanþekking á íslensku landslagi og aðstæð- um. I sumum þessum könnunarferðum Þjóðverja tóku þeir loftmyndir af landinu og eru það einu loftmyndirnar sem til eru af íslandi frá þessum sögulegum árum. Maðurinn sem tók flestar þessar myndir heitir Hugo Löhr og býr í dag í Dillenburg í Vestur-Þýskalandi. Ég heimsótti hann um daginn til að ræða við hann um könnunar- og njósna- flug Þjóðverja til íslands á stríðsárunum og hinar merki- legu loftmyndir sem hann tók í þessum ferðum. ÞÝSKU MYNDIRNAR eru tekn- ar á árum mikilla hernaðarumsvifa hér á landi, heimsstyrjöldin síðari var þá í hámarki. Þessar myndir eru fyrst og fremst njósnamyndir, teknar í hernaðarlegum tilgangi og sýna þar af leiðandi helst hernaðar- lega mikilvæg svæði og nágrenni þeirra. Samkvæmt uppiýsingum Þorvaldar Bragasonar landfræð- ings, sem rannsakað hefur þessar myndir, eru þær elstu lóðrétt teknu loftmyndirnar sem til eru af stórum hluta Suðvesturlands, Suðurlands og Austurlands og því afar merkileg heimild við rannsóknir á þessum svæðum, einkum þegar gerður verður samanburður á breytingu landsins síðustu áratugi. Þjóðveijar eru sagðir hafa átt mun betri myndavélar til loftmyndatöku í stríðinu en Bretar og Bandaríkja- menn, sérstaklega munu linsur þeirra hafa verið betri. Hugo Löhr kom til Noregs í sept- ember 1941 en flaug fyrst til ís- lands þann 5. ágúst 1942. Fyrsta myndin sem Hugo Löhr tók yfir íslandi var tekin 4. október 1942. Áður hafði þýskur siglingafræðing- ur tekið eitthvað af loftmyndum yfir Islandi en hann var hættur þeim myndatökum þegar Löhr hófst handa. „Til þess að vera fær um að taka þetta verk að mér þurfti ég að vera í sérstakri þjálfun í eitt ár og fjóra mánuði," segir Löhr og blaðar í myndum sínum sem hann hefur varðveitt gegnum þykkt og þunnt frá því áður en stríðinu lauk. Honum var trúað fyrir filmum af þessum myndum nokkru áður en stríðinu lauk og honum tókst að koma þeim ósködduðum í gegnum ringulreið styijaldarinnar. „Þjálfum mín fólst m.a. í því að læra að þekkja öll bresk herskip, hveiju nafni sem þau nefndust; vita á þeim deili og hvaða búnað þau voru með og geta þekkt þau úr lofti.“ Orðum I ■ ■ Hugo og Elenora Löhr. sínum til áherslu bendir Löhr mér á ýmis skip á myndum sínum. „Ég vissi allt um skipin, hvað þau voru löng, hvert var burðarþol þeirra í tonnum, hver var útbúnaður þeirra og annað sem máli skipti frá hern- aðarlegu sjónarmiði." Hugo Löhr varð major árið 1943. Hann hefur fengið nokkur æðstu heiðursmerki Þýskalands, m.a. járnkrossinn, „fyrir nokkrar velheppnaðar að- gerðir“, eins og hann kýs að lýsa því. Hann var yfirmaður njósna- flugdeildar sem hafði aðsetur í Stavanger í Noregi og kannaði aðal- lega Norður-Evrópu. Hátt á fjórða hundrað manns voru í þessari flug- deild í Stavanger. í Stavanger voru um 300 sérfræðingar önnum kafnir við alls konar stríðsaðgerðir en árið 1943 voru að sögn Löhrs 163 þús- und þýskir hermenn í Noregi og Danmörku, en íbúatala beggja land- anna var þá um 10 milljónir. Hermenn máttu ekki skipta sér af stjórnmálum Löhr hlaut þjálfun í ýmsum greinum flughernaðar og njósna- flugs, fyrst í námunda við Dresden en síðan við Duringen. Hann fædd- ist 26. október 1910 í Bad Karls- hafen og er af ættum Hugenotta, Móðir hans var af hinni þekktu Remy-ætt, en af þeirri ætt voru þeir menn sem byggðu upp og þró- uðu nútímaaðferðir við framleiðslu á járni. Faðir hans var umsvifamik- ill iðjuhöldur í Bad Karlshafen. Hann fórst í bílslysi og þá tók líf drengsins Hugo Löhrs miklum Löhr var sæmdur æðstu heið- ursmerkjum þriðja ríkisins fyrir afrek sín í flugher Þjóð- verja á stríðsárunum. s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.