Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAI 1990 D 35 SIERRA GÆDIN FYRST OG FREMST ESCORT luird Ksroi’l,-þyski rjöi’kaHui’inn -<t i Ii.tsI.i jn.TÖallokki híla íifsinni stæi’O. Híll lil ;iö tirystíi ;i, sD'rkur. snnrpur ö'í’í’í'ítnvandíiöur iil.in scm inn.in. I’íiiilliiiftsíiöur i tækni oy lia’f’iiKlum nu'O ^iiurlr^u jíoöíi ;ikstiirs<’i{’inl<‘ik;i <‘ii<l;i iiKii’givyiKliir si^ni’\<‘^;ii'i i r;ill;iksfri \iö crflOusfu aösla’önr. rord l\s<’orl (,H 1.500 .5ja dyra. 5 dyra og ;> dyra sknlhill - Irá kr. }{I7 lnisinid. IOKI) i;S(50Ki’ — líl ;iö Irosla á Kord Sicrra. Uin leiö of’ jni kynnisl honum skiluröu vinsældir hans ofi síöiisfu nýjuiif’arnnr liala ukki spilll lyrii : Saml.'csiiif’ar a liiiröuni. raraiií’iirsrými ojj; Ixmsínlok opnanli’^t aö iiman. Iia’öarsfilll slýri, uýfl uflil aö rraman ogalfan og I I" felgur komdii og saimreyndu Sierra. I'ord Sierra Cl, I(»()() Ira <iyra. 5 dyra og 5 dyra skiilhíll - ft’á kr. 1.0(50 |uisimd. I’OKI) SII5KKA- jalnv<d íslenskii vegir inildasl. G/obus? Lágmúla 5, s. 681555 Flugturninn á Reykjavíkurflugvelli árið 1942. Vélin á vellinum var af Hudson gerð. Hún varð seinna islensk sildarleitarvél en fórst svo á Akureyrarflugvelli. Þrír ungir menn á skrifstofu hersins í Sænska frystihúsinu. Lloyd er í miðjunni. að vissu leyti í fjölskyldustað þar ytra. Seinna fluttum við Lloyd til Nýja Sjálands og vorum þar í tvö ár. í þann tíma vorum við enn barn- laus, en við vorum búin að eignast son okkar þegar við fórum til Hong Kong árið 1956. Þar hafði Lloyd umsjón með byggingu neðanjarðar- brautar. Það var einsog að ganga inn í ævintýri að vera þar. Mér fannst það gaman af því ég vissi að ég yrði þar ekki alltaf. Svo fórum við aftur til London og eftir það fór ég að taka þátt í alls konar góðgerð- arstarfsemi. Ég vildi leggja mitt af mörkum til samfélagsins. Jafnframt ferðuðumst við alltaf mikið. Ég fór tvisvar í hnattsiglingu og leið næst- um einsog persónu í skáldsögu eft- ir Somerset Maugham. En fyrir fáeinum árum fékk Lloyd slag og þá var búið með ferðalögin. Við ákváðum að flytja úr stóra húsinu okkar í London og hingað til Brist- ol. Hér bjuggum við einu sinni skamman tíma og vissum að hér er gott að vera. Hér unum við okk- ur ágætlega í ellinni.” Það stendur á endum að hjónin hafa lokið við að segja mér undan og ofan af sögu sinni þegar leigubíl- stjórinn hringir dyrabjöllunni. Við heilsumst einsog gamlir kunningjar. Á leiðinni á járnbrautarstöðina for- vitnast hann um tilgang heimsókn- ar minnar. Ég segi honum frá því að fimmtíu ár séu nú senn liðin síðan ísland var hernumið og ég sé þarna þeirra erinda að hitta her- menn sem tóku þátt í hernáminu. Hann segir að líklega séu allir yfir- mennirnir dánir, „þú verður að fara til spíritistanna til að ná sambandi við þá,“ segir hann og glottir. Ég segi honum að á Islandi séu margir sem telji sig hafa samband við framliðið fólk. En hann lætur sér fátt um finnast og segist margoft hafa séð framliðna ömmu sína. „Ég hef séð hana heima hjá mér og í bílnum í sætinu hérna við hliðina á mér. Einu sinu vakti hún mig þegar ég var sofnaður við stýrið. Hún varar mig oft við hættum. Henni þótti mjög vænt um mig enda ól hún mig upp. Foreldrar mínir dóu báðir í stríðinu.“ Við járnbrautar- stöðina skiljast leiðir. Hann ekur á brott undir verndarvæng hinnar framliðnu ömmu sinnar en ég sest upp í lestina og fer að skoða gaml- ar myndir frá Lloyd Benjamin af breskum „verndurum” sem skámm- an tíma gistu land mitt á örlaga- tímum í sögu þess. am inn offiser og hafði þar umsjón með birgðum sem ekki var sérlega öf- undsvert hlutskipti á síðustu árum stríðsins þegar skortur var á nærri öllum nauðsynjum. Allan þennan tíma, í þrjú ár, skrifuðust þau á, Sigríður og Lloyd. „Við eigum hundruð bréfa og tímum ekki að henda þeim,“ segir Sigríður og brosir örlítið angurvær. Þau sáust ekki í þessi þtjú ár. „Mik- ið kvaldist ég af afbrýðisemi þennan tíma,“ heldur Sigríður áfram. „Mér finnst það fáránlegt núna, en ég leið píslir þá. Ég vissi að hann hafði eignast vinkonu í Englandi, en til allrar hamingju kom þeim ekki of vel saman svo leiðir þeirra skildu fljótlega. Þegar hann loks fékk frí um jólin 1945 þá flaug ég út til að hitta hann. Mér hafði frá upphafi fundist sem ég hefði alltaf þekkt hann og þrátt fyrir þennan langa aðskilnað á þessum umbrotatímum þá var sú tilfinning óbreytt, það fann ég þegar við reikuðum saman um hina stríðshijáðu Lundúnaborg. Við giftum okkur hjá lögmanni í febrúar 1946 og ég var óskaplega hamingjusöm. Svo fór ég aftur heim en hann kom og sótti mig um vor- ið. Það var ekki fyrr en ég fór að taka upp dótið mitt í íbúðinni okkar í London að það rann upp fyrir mér að ég hefði sagt skilið við ættingja og vini á íslandi og þeir ættu ekki lengur sitt pláss í hversdagslífi mínu. Það var óumræðilega sárt og ég féll í grát og kveinstafi. En það dugði ekki að víla, ég fann að ég varð að ná mér á strik. Ég fór að vinna í húsgagnaverslun tengda- fólks míns og smám saman fór til- veran að taka á sig bjartari mynd. Ég tók upp samband við íslenskar konur í London og þær gengu mér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.