Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAI 1990 D 33 gerðu og þeir voru sendir til eyjunn- ar Manar.“ Stanley var á vakt þeg- ar orrustuskipið Hood var skotið niður. Hann heyrði í sendinum neyðarköllin. Skilaboðin voru á þá leið að búast mætti við yfir þúsund særðum og sjóblautum mönnum sem þyrftu á aðhlynningu að halda. Þessi skilaboð sendi Stanley til herspítala á stað sem heitir Helga- fell. Þangað voru send boð um að fjöldi slasaðra manna kynnu að þurfa aðstoð. En það voru aðeins ijórir menn af Hood sem þangað komu og tveir af þeim dóu skömmu eftir komuna á sjúkrahúsið." Meira að segja ég á ekki svona skyrtu og bindi Kunningi Stanleys í hernum bað hann eitt sinn að gera við útvarp fyrir vinkonu sína. Stanley fór á staðinn en þá reyndust útvörpin vera tvö. Hann gerði við þau bæði og fékk að eiga annað. Skömmu seinna skrifaði kunninginn bréf til konu sinnar og sagði henni að með honum væri eitursnjall náungi sem krækt hefði í útvarp. En okkur var bannað að hafa útvarp. Ég var kallaður fyrir, áminntur og útvarpið að sjálfsögðu tekið af mér. En það var ýmislegt skemmtilegt sem við bar í Reykjavík á þessum árum. Einu sinni hélt breski herinn dansleik á Hálogalandi. Hermönn- um var bannað að vera í borgara- legum klæðum en einn vinur Stan- leys átti tvær hvítar skyrtur og bindi og þeir ákváðu að klæða sig uppá og fara. Frekar var fátt um kvenfólk á ballinu en þeim varð vel til kvenna í hvítu skyrtunum og dönsuðu mikið. Þeir vinirnir tóku eftir því að bresku offiserarnir horfðu á þá miklum öfundaraugum og daginn eftir voru þeir kallaðir fyrir. Foringinn sem las þeim pist- ilinn sagði í umvöndunartón: „Meira að segja ég á ekki svona skyrtu eða bindi, þetta er á móti reglunum og þið megið ekki fara út úr herbúðun- um í þijá daga fyrir þetta tiltæki." Hressingarskálinn var vinsæll staður hjá hermönnunum. Eitt sinn sat Stanley inn á Hressingarskála og ekki langt frá honum sat sjóliði sem vanið hafði komur sínar á Skál- ann þá í nokkra daga meðan skip hans var í höfn í Reykjavík. Stúlk- urnar höfðu fyrir sið á ákveðnum tíma dags að taka alla peninga úr peningaskúffunni, setja þá í leður- poka og fara með þá yfir í Lands- bankann. Stúlkan fer nú eins að eins og venjulega en þá snaraðist sjóliðinn allt í einu einn fyrir borð- ið, greip pokann og hljóp niður á höfn. Hefði hann komist út í skip sitt hefði hann ekki lengur verið í íslenskri lögsögu og þar með slopp- inn. En hann náðist og var dæmdur til refsingar á Litla Hrauni. Svo var það á jólunum að Stanley var send- ur austur á Eyrarbakka þar sem var bresk eftirlitsstöð til þess að gera við loftskeytatækin í stöðinni. A aðfangadagskvöid fengu allir hermennirnir úthlutuðum romm- skammti. Þeir spurðu Stanley hvort hann gæti ekki fengið leyfi hjá fangelsisyfirvöldunum fyrir breska fangann, svo hann gæti tekið þátt í jólahátíð landa sinna. Stanley fékk leyfi fyrir manninn með því skilyrði að hann yrði kominn á sinn stað fyrir klukkan 12 á miðnætti. Bret- arnir drukku svo rommið en undir miðnætti sögðu hermennirnir við fangann hvort hann vildi ekki stinga af með Stanley sem var á leið til Reykjavíkur. „Hreint ekki,“ svaraði fanginn. „Ég fæ hérna þrjár máltíðir á dag, má spila eins og ég vill og fer í bíó tvisvar í viku. Mér dettur ekki í hug að fara að hætta mér út í skip sem verður kannski skotið niður af næsta kafbát. Það kemur ekki til greina.“ Að svo mæltu skundaði hann hinn ánægð- asti upp í fangelsi aftur. Eftir mat ætla ég að gefa ykkur andlegan ábæti Flestum bresku hermönnunum leiddist óskaplega á íslandi. En ekki Stanley. Hann lét sér í léttu rúmi liggja þó lítið gerðist og fátt væri við að vera nema endalausar heræfingar. Honum líkaði vel á Is- landi, lét sér hreint ekki leiðast þó ýmsir aðrir kvörtuðu. Og enn jókst lífsgleði hans þegar hann hitti Fríðu. Það kom raunar ekki til af góðu að hún dvaldi langdvölum hjá kunningjafólki sínu upp við Elliða- ár. Hún var að ná sér eftir slæma lungnabólgu og bijósthimnubólgu og mátti ekki vera niðri í bæ. En hún var um þetta leyti í enskutímum hjá gömlum manni í Þingholts- stræti með vinkonu sinni, dóttur Ágústs í Rafstöðinni. Vinkonan hafði mikinn hug á að æfa sig í enskunni og kom því svo fyrir að þær stöllur gætu hitt enskan her- mann til þess að spjalla við. En sá sem átti að koma til að hitta þær þurfti að vinna þetta kvöld og sendi Stanley fyrir sig. Þessi fundur varð að fara mjög leynt því Fríða var í Kvennaskólanum og fröken Ingi- björg forstöðukona var mjög íjand- samleg öllum kynnum stúlknanna af hermönnum. „Einu sinni varð okkur á stelpunum að vinka her- mönnum út um gluggann, þá setti fröken Ingibjörg upp lonníetturnar og ■ sagði: „Eftir mat ætla ég að gefa ykkur andlegan ábæti.“ Ábæt- irinn var sá að ef einhver af okkur stúlkunum sæist svo mikið sem tala við hermann þá yrði hún umsvifa- laust rekin úr skólanum. Ég var heldur ekki viss um að foreldrum mínum, Guðjóni Jónssyni kaup- manni á Hverfisgötu og Sigríði Pétursdóttur, geðjaðist vel að því að einkadóttir þeirra væri í tygjum við breskan hermann. Ég óttaðist líka að bræður mínir tveir, Jón sem nú er rafvirki hjá Veðurstofu ís- lands, og Pétur sem var kaupsýslu- maður en er nú látinn, myndu verða sárhneykslaðir á slíku framferði. • Það kom líka á daginn að þeir voru ekki yfir sig hrifnir af því að systir þeirra væri með hermanni og sömu- leiðis var mamma á móti þessi sam- bandi en pabbi tók þessu hins vegar ótrúlega vel. En fjölskyldan komst raunar ekki að þessu sambandi okkar Stanley fyrr en eftir langan tíma. Þegar Stanley sagði mér að allir breskir hermenn sem giftir væru íslenskum konum yrðu skildir eftir á íslandi þegar Ameríkanarnir tækju við öllu hér, þá sagði ég frá sambandinu. Einu sinni í bridssam- kvæmi hjá foreldrum mínum var verið að tala um þessar hræðilegur mellur sem væru í bransanum. Þá mannaði ég mig upp og sagði: „Þið skuluð athuga hvað þið eruð að segja, það er ein slík sem situr hjá ykkur núna.“ Næsta morgun spurði mamma hvað ég hefði átt við og ég sagði allt af létta. Pabbi var yndislegur þá, hann sagði að við Stanley skildum ekki vera að þvæl- ast uppi við Rafstöð lengur heldur skyldi ég koma með hann heim. Mamma og bræður mínir vildu senda mig til Ameríku til þess að slíta þessu sambandi en ég gaf mig ekki. Þá hrækti maður á mig og kallaði mig Bretamellu Við sættum oft aðkasti þegar við fórum út saman t.d. í bíó, Stanley átti bágt með að taka þessu en hann varð að gera það, reglur hers- ins mæltu svo fyrir. Erfiðast átti hann þó með að stilla sig þegar hann var með mér í verslun og ég var að máta brúðarkjólinn minn. Þá hrækti maður á mig og kallaði mig Bretamellu. Við giftum okkur í Dómkirkjunni 1942. Eftir að við vorum gift reyndi Stanley að fá að búa heima hjá mér en það kom ekki til greina. Stanley varð því oft að stelast til að hitta mig. Ilann faldi kaðalstiga og vírhönk niður með Elliðaánum. Svo þegar hann hafði verið lengi hjá mér þá tók hann stigann og kaðalhönkina og slengdi yfir öxlina á sér og þá héldu menn að hann hefði verið að vinna þegar hann mætti í búðirnar. Eitt sinn kom ég sem oftar að heim- sækja hann í herbúðirnar. Við gleymdum hvað tímanum leið og fyrr en varði var búið að loka búð- unum og fyrirsjánalega miklum erf- iðleikum bundið fyrir mig að kom- ast heim. En Stanley fékk þá lánað- an einkennisbúning hjá vini sínum sem ég klæddi mig í.. Síðan náði hann f jeppa og ég settist inn í hann og svo ók hann framhjá varð- mönnunum og kom mér þannig vandræðalaust heim til mín. Þremur mánuðum eftir brúðkaupið kom skipun um að Stanley yrði að koma út. Við áttum að fara með stóru skipi, Lancaster, en rétt áður en skipið lagði af stað þá sagði skip- stjórinn að hann vildi ekki hafa mig með, hann hefði ótrú á að hafa einn kvennmann um borð. Farangurinn okkar fór með skipinu en við urðum að bíða í næstum mánuð eftir fari út til Englands. Þetta var fyrsta utanlandsferð mín og ég var hrein- lega orðlaus á lestarferðinni til Li- verpool. Hermennirnir lágu út um allt. Þegar Stanley fór svo að ná í Bína Hampson taxa og skildi mig eftir á brautar- stöðinni þá var ég alveg sannfærð um að ég myndi aldrei sjá hann aftur, það var svo margt fólk þarna. Síðan tók við erfiður tími. Þarna var hálfgert matarleysi og ekkert hægt að fá nema gegn skömmtun- arseðlum. Við fengum pínulítið smjörstykki, kvartpund af sykri og kjöt fyrir tvö og hálft penny á viku, það voru kannski tvær litlar kótel- ettur. Það var hægt að fá þurrkuð egg og úr þeim bjó ég til eggja- köku, en það var nú ekki nein hun- angsfæða. Mér hafði alltaf þótt ostur vondur matur en mér lærðist að meta ostinn þegar ég var hjá frænku Stanleys fyrir utan Liverpo- ol og við áttum nánast ekkert í kotinu nema ostbita. Þá var Stanley farinn á vígstöðvarnar, hann fór til Frakklands daginn eftir að Þjóð- veijar gerðu þar innrás. Hann var oftast í fremstu víglínu eftir að hann fór frá Islandi. Loftskeyta- mennirnir fylgdu víglínunni. Ég var ófrísk þegar hann fór og snemma árs 1943 ól ég dóttur, Sigríði. Við bösluðum síðan saman mæðgurnar I þar til Stanley kom aftur heim, þá | var Sigga tveggja ára. Stanley slapp ómeiddur Á þessum árum gerðu Þjóðveijar oft loftárásir á Liverpool en þær verstu voru þó yfirstaðnar þegar ég kom þangað. Erfiðast var að vita aldrei hvar Stanley var. Ég var sífellt óttaslegin undir niðri. Ein kona sem ég þekkti fékk skeyti frá stjórninni um að maðurinn hennar væri fallinn. Tveimur dögum eftir það fékk hún bréf frá manninum. Það var hræðilegt. En Stanley slapp ómeiddur. Hann var sjálfboðaliði og kom því seinna heim en hinir sem kallaðir höfðu verið til herþjón- ustu. Það var mjög undarlegt þegar ^ hann kom. Hann hafði aldrei séð Siggu og fannst mjög einkennilegt að sjá þarna barn á þriðja ári. Fannst óþægilegt hvað við vorum bundin af þessu barni og hafði yfir- leitt allt öðruvísi viðhorf til þessa alls en þeii; menn hafa sem kynnast börnum sínum strax við fæðingu. Tengsl manna við börn sem þeim fæddust meðan þeir voru á vígvöll- unum eru oftar en ekki mjög losara- leg. Seinna eignuðumst við aðra dóttur og tengsl Stanleys við hana hafa verið mun nánari en við Siggu. Þetta er ein af afleiðingum stríðsins. Þessir menn voru allir breyttir þegar þeir komu aftur, þeir höfðu horft uppá margt sem enginn getur horft uppá án þess að bíða tjón af.“ Ég myndi ekki gera það sama aftur Fríða fylgir mér á litlu járnbraut- arstöðina í Merseyside. Samferða mér í lestinni er vinkona Fríðu sem hafði verið hjá henni í heimsókn. „Ég hitti sjaldan landa,“ segir Fríða. Meðan við bíðum eftir lest- inni segir hún mér frá kennslustörf- um sínum, en hún fór í kennara- skóla í Liverpool og kenndi þar í fjölda ára, en Staniey maður henn- ar starfaði lengst af sem hafnar- stjóri í Liverpool. Nú hafa þau bæði dregið sig í hlé frá störfum. Rétt áður en lestin kom spurði ég Fríðu hvort hún sæi aldrei eftir að hafa flutt frá Islandi. Brosið í aug- um hennar hvarf og hún sagði stilli- lega: „Ég sé ekki eftir neinu, en ef ég ætti að velja núna myndi ég ekki gera það sama aftur.“ Ég fékk hálfgerðan kökk í hálsinn og átti erfitt með að kveðja. Það bjargaði mér að vinkona Fríðu, Bína Hamp- son, lét ekki tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Ónotin liðu smám saman frá þegar hún sagði mér frá dvöl sinni í Skotlandi og EnglandM þar sem hún vann á sjúkrahúsum. Loftárásir voru algengar þá, svo og flugskeyti sem Þjóðveijar sendu yfir borgir í Bretlandi. „Ég svaf einu sinni í loftvarnabyrgi í þijá mánuði þegar flugskeytin heijuðu sem mest,“ segir hún. „Einu sinni var ég að verða of sein að stimpla mig inn. Klukkan var að verða sex og ég hljóp einsog ég gat. Ég hljóp fram á tvo menn sem höfðu fleygt sér á götuna vegna þess að flug- skeyti sveif yfir höfðum okkar. En ég hljóp áfram og skeytti flugskeyt- inu engu. Stéttaskipting á breskum spítölum var mikil og yfirhjúkrunar- konurnar voru svo miklar gribbur að ég var hræddari við þær en flug- skeytin. Þegar mennirnir sáu mig hlaupa þá stóðu þeir upp, þeir kunnu ekki við annað.“ Bína giftist breskum hermanni, Morris Sullivan, árið 1942 og flutti með honum út en þau skildu nokkru síðar barn- laus. Eftir það fór hún heim um tíma en fór svo út í frí og kynntist þá Peter Hampson tannsmið og giftist honum skömmu síðar. Þau eignuðust saman fjögur börn. Þau bjuggu í Hull allan sinn búskap að undanteknum fáeinum árum sem þau bjuggu á íslandi um 1960. Peter er látinn fyrir níu árum en Bína býr enn í Hull. Hún segist ekki sjá nokkum skapaðan hlut eftir því að hafa farið frá íslandi. „Enda gerði ég þetta óhikað aftur,“ segir hún blátt áfram um leið og við tökumst í hendur að leiðarlok- um. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.