Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 38
38 D MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAI 1990 l' /> % ■ tKBAAnn „ /Ifsaka&u, en þab heyrist suo einkenni- Legt hljc&L vé-Linni ojy Litla, Ljásið hr-eyfist etkir beinni Línu." * Ast er... .. . að umbera gítarleik hans. TM Reg. U.S. Pat Offall rights reserved ° 1990 Los Angeles Times Syndicate Ég er á móti því að kaupa dýra hringi því það er svo leiðinlegt að skila þeim ... Á FÖRIMUM VEGI Morgunblaðið/Júlíus Frá framkvæmdum í Fossvogskapellu. Þar vinnur nú um tugur iðnaðarmanna að gagngerum endurbótum á kirkjunni. Mun hún taka stakkaskiptum ineð breytingum sem lýkur í júní. I kirkjugarðinum í Fossvogi: Fossvogskapella tekur stakka- skiptum UM TUGUR iðnaðarmanna lét hendur standa fram úr ermum og þeir máttu vart vera að því að líta upp frá verki er Morgunblaðsmenn lögðu leið sína í Fossvogskapellu í vikunni. Þar standa nú yfir miklar framkvæmdir en unnið er að gagngerum endurbótum á kirkjunni. Samkvæmt upplýsingum Ásbjörns Björnssonar, forstjóra Kirkjugarða Rey- ukjavíkurprófastsdæmis, er áætlaður kostnaður við breytingarnar 58,5 milljónir króna. Við hófumst handa í byijun mars og áætlunin hljóðaði upp á verklok um miðjan júní. En það er með þessa áætlun sem flestar aðrar. Hún stenst ekki og það verður varla fyrr en í lok júní sem þetta klárast. Það voru aðeins 17 vinnudagar í apríl, eitthvað af frídögunum gleymdust^ líklega í dæminu,“ sagði Einar Óskarsson, trésmíðameistari, einn af stjórn- Einar Óskarsson trésmíðameistari. endurnýjað og rúmlega það. Skipt verður um alla glugga og gler, og svalir sem áður voru úr tré hafa verið steyptar og lengdar fram í kirkjuskipið. Verður gengið upp á þær úr salnum en ekki fordyri sem áður. Sett verður parkett á 'gólf en grásteinsflísar milli bekkjaraða frá útidyrum og alveg upp að kór. Hliðarveggir verða færðir örlítið út og þeir hlaðnir að hluta með endum framkvæmda í Eossvog- skapellu. Að sögn Einars mun Fossvog- skapella taka stakkaskiptum enda um að ræða fyrstu stóru viðhalds- vinnu við bygginguna frá því hún var byggð 1946. Skipt verður um allar lagnir og sett einangrun í útveggi, en krossviðsklædd viku- reinangrun var tekin að leka. Verður allt múrverk innandyra Vík\erji skrifar að vakti athygli Víkveija að í grein, sem birtist í blaðinu 1. maí um Félagsprentsmiðjuna 100 ára, segir forstjórinn að húsnæði fyrirtækisins sé orðið of lítið og þeir þar á bæ hafi verið að hugieiða kaup á nýju húsnæði, þeir séu að sprengja allt utan af sér. „En ég geri það ekki nema eiga fyrir því,“ bætir forstjórinn við. Og af samtalinu sést að þánnig hefur þetta fyrirtæki verið rekið. Það skuldar ekki neinum neitt, á húseignirnar, sem það er til húsa v og hefur staðgreitt þau tæki, sem keypt hafa verið á síðustu áran>. Stéfnan hefur verið sú að gína ekki yfir of miklu, en vera með rekstur sem getur skilað arði og hag- kvæmni. Vafalaust eru mörg fyrirtæki rekin með þessum hætti, en aug- Ijóst er þó að það á ekki við um hinn mikla ijölda, sem hefur reist sér hurðarás um öxl, tekið lán á lán ofan og farið út fyrir öll skynsam- leg mörk f íjárfestingu. Niðurstaðan síðan orðið gjaldþrot, sem ekki hef- ur aðeins bitnað á eigendum heldur og fjölda annarra. xxx Yíkverji minnist orða gamals manns, sem taldi það eitt af aðalsmerkjum sínum og stefnu á lífsleiðinni að „skulda aldrei neinum neitt“. Hann sagðist oft hafa lagt hart að sér til þess að svó mætti verða, en það héfði tekist. Taldi hann það élna niestu gæfú sína, Af mörgu basii væri skufdabaslið sáiarheillinni verst. Hjá því hefði ,hann komist með því að ráðast ekki í meira en hann sá fram á að hann réði við. Nú virtist sér á hinn bóg- inn að allt of margir vildu fram- kvæma allt í einu, tækju að láni fé án þess að hugsa um hvernig færi með greiðslu þegar að skuldadögum kæmi. Oft sagðist þessi aldni maður hafa heyrt að það væri gamaldags hugsunarháttur að „skulda ekki neinum neitt“. Hann ætti ekki heima í nútíma þjóðfélagi. Það gæti svo sem vel verið — og þó. Sér hefði oft verið hugsað til þess hvort ekki hefði farið bétur fyrir ýmsum, ef þeir hefðu tileinkað sér eitthvað af þeim gamaldags kredd- um. xxx Orð forstjóra Félagsprentsmiðj- unnar gefa til kynna að um- ræddur hugsunarháttur. á sér enn- fórmælendur í atvinnulífinu, svo að hann er ekki útdauður með öllu. Hvort það hefur staðið fyrirtækinu fyrir þrifum á einhvern hátt skal ósagt látið, en hitt er víst að það hefur staðið af sér öldurótið í þjóð- félaginu í heila öld og er nú þriðja elsta fyrirtæki hér á landi sem er ennþá í rekstri. -r- Hlýtur það ekki að segja þó nokkuð?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.