Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAI 1990 D 21 barnaheimili og heilsugæslustöövar auk endurhæfmgarstöðvar fyrir mænuskaddaða. Rauði kross íslands lagði fram 2 milljónir króna í þetta uppbyggingarstarf auk 2 milljóna í neyðaraðstoð. SUDAN. I einu af fátækustu löndum heims voru miklir þurrkar fyrri hluta árs. Astandið versnaði síðan til mikilla muna þegar innanlandsófriðurinn blossaði upp á ný undir haustið. Matvælaflutningar stöðvuðust vegna ófriðarins. RKÍ sendi 170.000 krónur. MALAWI. Fjöldi fólks varð heimilislaus vegna flóða. Flóttamenn frá Mosambik hafa streymt inn í landið og nú eru þar um 750.000 manns. Rauði krossinn hefur komið upp flóttamannabúðum og dreifir þar matvælum og fatnaði, sér um kennslu og starfsþjálfun fyrir flóttamennina. Skordýrafaraldur eyóilagði uppskeru á stórum svæðum. RKI sendi hundrað þúsund krónur og 12 tonn af fatnaði. MOSAMBIQ. Innanlandsófriður þjakar landsbúa og Rauði krossinn deildi út matvælum til nauðstaddra í þeim héruðum sem erfiðast var að ná til. Vannærðum börnum var veitt aðstoð. Ennfremur fær hjúkrunarfólk starfsþjálfun og í gangi er áætlun um baráttu gegn alnæmi. AFGHANISTAN. Sex milljónir manna hafa flúið ófriðinn í heimalandinu. Rauði krossinn veitir læknishjálp og hjúkrun og heimsækir þúsundir stríðsfanga. Þetta er með umfangsmestu hjálparstörfum Rauða krossins og 3 íslenskir hjúkrunarfræðingar tóku þátt í þessu starfi. Auk þess lagði RKÍ fram kr. 500.000. LÍBANON. Síðla sumars hörðnuðu átökin í innanlandsófriðnum til muna og æ fleiri óbreyttir borgarar urðu fórnarlömb. Stór hluti íbúanna í Beirut flúði til Suður-Líbanon. Rauði krossinn sem í áraraðir hefur hjúkrað særðum og séð um útvegun lyfja og lækningatækja auk leitarþjónustu og fræðslu um mannúðarlög fékk nú nýtt hlutverk: að aðstoða þúsundir flóttamanna. RKÍ lagði fram kr. 360.000. SRILANKA. 250.000 manns urðu fyrir tjóni af völdum flóða í kjölfar ofsarigninga. RKI lagði fram kr. 165.000. MIÐ-AMERÍKA. Fellibylur olli miklu tjóni á mannvirkjum og tugþúsundir misstu heimili sín. RKÍ lagði fram 1 milljón króna til uppbyggingarstarfs í Costa Rica og Nicaragua. THAILAND. Flóttamannabúðirnar skammt frá landamærum Kampútseu hafa nú staðið í nær tíu ár. Hundruð þúsunda flóttamanna eru enn í þessum búðum. Rauði krossinn starfrækir skurðspítala í Khao-I-Dang sem gerir m.a. að sárum þeirra fjölmörgu sem missa útlimi af völdum jarðsprengna. RKÍ sendi 2 hjúkrunarfræðinga til starfa 1989. ALÞJÓÐARÁÐIÐ. Skráning og heimsóknir til stríðsfanga um allan heim eru einn af föstum þáttum í starfi Alþjóðaráðsins. Auk þess er rekin umfangsmikil leitarþjónusta og í spjaldskránni í Genf eru margar milljónir nafna þeirra sem hafa yfirgefið heimili sín og orðið viðskila við fjölskyldur sínar. RKÍ lagði fram kr. 360.000 til þessa starfs. PAKISTAN. Fjöldi Afghana sem særist í innanlandsófriðnum fær búið að sárum sínum í spítala Rauða krossins í Quetta. RKÍ sendi hjúkrunarfræðing til starfa þar í hálft ár. DJIBOUTI. Flóð af völdum mikillar úrkomu ollu stjórtjóni á húsum, vegum ogbrúm. Um 150.000 urðu fyrir stórfelldu tjóni og hætta á farsóttum er mikil. RKÍ sendi kr. 165.000. EÞÍÓPÍA. Deild eþíópíska Rauða krossins vinnur að því að vernda * vatnsból til að tryggja fólkinu ómengað drykkjarvatn. RKÍ sendi fólk og fé til að aðstoða vió verkefnið. BANGLADESH. Þúsundir barna deyja árlega af völdum niðurgangs og barnasjúkdóma sem auðvelt er að lækna. RKI sendi 1 milljón króna til bólusetningar bárna og heilbrigðisfræðslu meðal mæðranna. Hjálpiö okkur að hjálpa! Ef þú ert sammála grundvallaratriðum Rauða krossins: AÐ LEITAST VIÐ AÐ LINA ÞJÁNINGU AÐ VERNDA LÍF OG SKAPA VIRÐINGU FYRIR M ANN GILDINU HJÁLPA ÞUSUND MANNS Þá er ekki úr vegi að taka þátt í starfi okkar og gerast félagi í RKÍ. Árgjaldið er aðeins kr. 500,- Þú getur einnig styrkt hjálparsjóð félagsins með því að greiða á gíróreikning 90000-1 þáupphæð sem þú sjálf(ur) velur - og ekkert er því til fyrirstöðu að þú gerir hvorttveggja. □ Ég vil styðja Rauða k.rossinn með því að gerast félagi. Sendið mér gíróseóil fyrir félagsgjaldi fyrir árið 1990 kr. 500. Ll Ég vil gerast styrktaraðili Rauða kross Islands og styðja hjálparsjóð félagsins með kr.-------------------------------á mán. Ég óska eftir að greiða með: □ gíró Qvísa □ euro Kortnúmer Gildir til: Nafn Kennitala Heimili Póstnúmer Sími m Sendið miðann til Rauða kross íslands, ■ Pósthólf 5450, Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík| mmmmnmmmmmammmt Rauði Kross íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.