Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAI 1990 D 39 Efnt var til samkeppni um tiihögun endurbóta á Fossvogskapellu og bár- ust 13 tillögur. Arkitektarnir Árni og Sigbjörn Kjartanssynir urðu hlutskarp- astir og eru breytingarnar gerðar sam- kvæmt verðlaunatillögu þeirra. Smiður að störfiim í Fossvogskapellu. svokölluðum glerhleðslusteini til þess að hleypa meiri birtu inn. Með þessu móti verður og hægt að ganga til sætis frá veggjum. Nýir bekkir verða smíðaðir, nýtt altari og altaristafla sem Helgi Gíslason myndhöggvari vinnur að. Breytingar samkvæmt verðlaunatillögu Efnt var til samkeppni um til- högun endurbóta á Fossvogskap- ellu og bárust 13 tillögur. Arki- tektarnir Árni og Sigbjörn Kjart- anssynir urðu hlutskarpastir og eru breytingarnar gerðar sam- kvæmt verðlaunatillögu þeirra. „Mörgum hefur fundist kirkjan hálf kuldaleg en með breytingun- um er stefnt að því að hún verði mun hlýlegri en áður,“ sagði Ás- björn Björnsson. Lítils háttar útlitsbreytingar verða á kapellunni utan dyra þann- ig að aðkoman að henni verði fal- legri. Útitröppum verður breytt. Þær færast fram og verða lagðar hellur fyrir framan þær. Kristlík- neski í duftreitnum fyrir frarnan kirkjuna verður fært nær dyrun- um. Einnig verður aðkeyrslunni að kirkjunni breytt. Verður hún þrengd og sett einstefna í framt- íðinni. Vanir menn Iðnaðarmennirnir sem sjá um breytingarnarí Fossvogskapellu hafa margir hverjir unnið í allt að áratugi fyrir kirkjuna í höfuðborg- inni á Fossvogskapellu. „Menn ræddu það hvort framkvæmdirnar skyldu boðnar út en ákvaðu á endanum að fela þær þessum mönnum vegna þeirrar reynslu og verkþekkingar sem þeir búa yfir,“ sagði Ásbjörn. Verkstjórar eru auk Einars Óskarssonar þeir Ólafur Jensen rafvirkjameistari, Björn Kristjánsson múrarameistari, Hörður Bjarnason pípulagna- meistari og Ingvi Jóhannsson mál- arameistari. Frábær brúðarsvíta Til Velvakanda. Við hjónin urðum fyrir sárum vonbrigðum á brúðkaupsdegi okkar þann 15. júlí í fyrra. Við áttum pantaða brúðarsvítu á Hótel Sögu en enhverra hluta vegna var hún upptekin þegar við komum. Ég hringdi í Velvakanda og fékk birta grein undir fyrirsögninni „Ekki til sóma fyrir Hótel Sögu“. Stax eftir birtingu hennar hringdi Konráð Guðmundsson hótelstjóri í okkur og og bað okkur afsökunnar á þessu. Hann bauð okkur gistinu á brúðarsvítu sem við notuðum í nóvember í fyrra. Og það er óhætt að segja að okkur hafi liðið mjög vel, þetta var frábær svíta og þjón- ustan frábær. Við mælum með því að brúðhjón gisti í Hótel Sögu á brúðkaupsnóttina, þau verða ör- ugglega ekki fyrir vonbrigðum. Konráð Guðmundsson á heiður skilið fyrir þetta rausnarlega boð og við þökkum honum innilega fyrir. Hanna Andrea Guðmundsdóttir Benedikt Sveinsson Slysagildra Til Velvakanda. Ráðamenn Hafnarfjarðarbæjar ættu að athuga eftirfarandi. Margt hefur verið gott gert en mig undrar hvers vegna þessi slysagildra er alltaf höfð við Sund- höllina í vesturbænum. Hvers eiga þeir að gjalda sem sækja hana. Það er merkt á gafli hennar að það sé bílastæði fyrir aftan hana en í innkeyrslunni að því stendur braggi og hefur verið þar árum saman og alltaf þrengist rennan við hann. Þaðan er gangbraut upp að Flókagötu og mikið um að börn labbi þarna í umferðinni. Er mesta mildi að ekki hefur orðið slys þarna. En það virðist sem ráðmenn bíði eftir því, annars hefðu verið gerðar einhveijar lagfæringar á þessu. Bílar hafa marg oft nærri lent \ árekstri þarna við blindhorn- ið. Ég skora á ráðmenn bæjarins að koma þarna og skoða þetta og að maður tali nú ekki um umferð- arnefnd. Það hlýtur að vera hægt að finna þessum bragga stað ann- ars staðar en í miðri umferðaræð. Með von um skjót viðbröðg. Sundlaugargestur EIGNARRETTUR A LANDHELGI Til Velvakanda. Vangaveltur eru um það meðal manna hvað gerðist í inargum- töluðum kvótamálum sjávarútvegs, eignarrétti á ákveðnum sjávarsvæð- um umhverfis ísland ef eitthvert byggðarlag, t.d. Vestmannaeyjar eðajafnvel stórir landeigendur, segði sig úr íslenska ríkinu í framtíðinni. Tæki sér síðan landhelgi, lofthelgi og fiskveiðilögsögu miðað við miðh'nu eins og Island gerði að for- dæmi Suður-Ameríkuríkja með t.d. 200 mílurnar. Þetta gerðu þeir rétt eins og t.d. Litháar segja sig úr Sovétríkjunum við mikinn fögnuð fijálsra manna og sjálfsagt og vonandi eiga margir aðilar eftir að segja sig úr einhverj- um miðstýringarkerfum í fram- tíðinni. Nú er það þekkt og viðurkennt að landhelgi, lofthelgi og fiskveiði- lögsaga fylgja landi en ekki fólki. Eftir því sem best verður séð er ekkert í íslenskum lögum sem kemur í veg fyrir að þetta yrði gert og augljóst er að aðilar sem yfirgefa íslensku miðstýringuna hefðu stuðn- ing og samúð mikils fjölda manna. Sem betur fer eru menn nú einu sinni, enn sem komið er, nokkuð fijálsir hér og eignarrétturinn er enn friðhelgur eins og annars staðar hjá siðmenntuðu fólki. Það væri fróðlegt að heyra álit hinna ágætustu manna á þessu atr- iði, eins og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, lektors, og jafnvel Sigurðar Líndals, prófessors. I grein- um Hannesar um eignarrétt á mið- um uppá síðkastið virðist hann þó gleyma því að landeigendur við strendur landsins eiga og hafa alltaf átt ákveðin sjávarsvæði. Talað er um að til séu lög um að fiskimiðin umhverfis landið séu í eigu almennings og fleira sem að sjálfsögðu hefur aldrei fengist stað- fest vegna þeirrar einföldu stað- reyndar að eignarrétt skortir og í grundvallaratriðum væru siík lög ekki gild því þau bijóta í bága við t.d. mannréttindasáttmála Evrópu- ráðsins og Sameinuðu þjóðanna. ' En því miður eru til þeir aðilar hér innanlands sem vilja koma á einskonar ríkissamyrkjubúskapar- sniði á sjávarútveg með t.d. sölu veiðileyfa o.fl. Áður en hægt er að selja aðgang að sjónum verður að skilgreina hver á hann. Það hefur alls ekki verið gert svo fullnægjandi sé enn. Þarna koma til t.d. bændur (áður útvegs- bændur) og 'fleiri landeigendur með ákveðna sjávarhelgi jarða að fornri hefð. Eins og stendur virðast sósíal- istar í höfuðborginni ætla sér að ráðkast með eignir annarra í þessum efnum. Þetta atriði með eignarréttinn virðist vera feimnismál og menn eiga ekki auðvelt með að tjá sig um það og koma sér ekki að því að ræða um raunveruleikann. Jafnvel alþing- ismenn sem eiga að vera búnir að sjá í gegnum þetta láta sem ekkert sé og sýna yfirgang. En stóra spurningin er: Hvað ger- ist með eignarréttinn á sjávarsvæð- um ef t.d. stórir landeigendur eða aðrir segja sig úr íslenskri lögsögu? Magnús Þórðarson Karlmannafðt verð kr. 9.990.- Stakir jakkar, stakar buxur, mitti frá 79 cm til 135 cm. Gallabuxur verð kr. 1.420 - 1.650. Flauelsbuxur verð kr. 1.420 - 1.900.- Ljósar sumarbuxur kr. 1.530.- Skyrtur, einlitar, röndóttar og köflóttar. Gott verð. Stærðir frá 38-46. Andrés, Skóiavörðustíg 22, sími 18250. Skemmtifundur Félags harmonikuunnenda verður í Templarahöllinni í dag, sunnu- dag, kl. 15.00. Hljómsveitir félagsins spila ásamt öðrum góðinn hljóðfæra- leikurum. Þetta er síðasti skemmti- fimdin á starfsárinu. Góðar veitingar. Allir velkomnir. Skemmtinefndin. < UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS VALHÖLL, Háaleitisbraut 1,3. hæð Símar 679053 - 679054 - 679056 Utankjörstaðakosning fer fram í Ármúlaskóia alla daga frá kl. 10-12,14-18 og 20-22 nema sunnudaga frá kl. 14-18. Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosningunum. Aðstoð við kjörskrárkærur. Sjálfstæðisfólk! Hafið samband við skrifstofuna ef þið verðið ekki heima á kjördag. • Þitt eigið eðlilega hár vex það sem þú átt eftir ólifað. • Ókeypis ráðgjöf og skoðun hjá okkur eða heima hjá þér. • Skrifleg lífstiðarábyrgð. • Framkvæmt af færustu læknum. HRINGIÐ (BEST KL. 19-21) EÐA SKRIFIÐ TIL: Skanhárm Holtsbúð 3, 210 Garðabæ simi 91-657576 --------------------------, Nafn:______________________________Sími:------------ Heimilisfang:-----------------------Póstnúmer:------ &p6rufaallarinn Creolejazzréttir í jazzviku Operukjallarans Creole Gumbo Jambalya Rækjur Andrew Jackson’s Creole Kjúklingur Verð pr. rétt kr. 600,- Pantið borð tímanlega 18833

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.