Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 30
30 E> MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAI 1990 1* MAÐURÞURFTI AÐHLEYPAÍ HERÐARNAR Tvíburamir sir John og Donald Horsfall sem vom offiserar í breska hemum á Islandi segja frá samskiptum hemámsliðsins og íslendinga eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur ÞANN 8. MAÍ 1940 var send út tilkynning til 147. herfylkisins í breska landhernum þess efnis að frá og með klukkan eitt eftir miðnætti þann 9. maí hefðu þeir 72 klukkustundir til að gera sig klára til að leggja af stað til þjónustu erlendis. Ferðinni reyndist heit- ið til íslands. Við þessa tilkynningu varð uppi fótur og fit í hópi ungra offisera í herfylki hertogans af Wellington. Þeir höfðu verið við heræfingar í Skotlandi en nú áttu þeir skyndilega að fara til íslands. Fæstir þessara manna vissu mikið um þessa norðlægu eyju og þess vegna var eftirvæntingin mikil um borð í herskipunum Lancastria og Franconia á siglingunni áleiðis til íslands. Skipin vörpuðu akkerum í Reykjavíkurhöfii klukkan 12.30 þann 17. maí 1940. Hersveitir úr breska sjóhernum höfðu þann 10. maí hertekið ísland en nú kom landherinn og hélt áfram þeim framkvæmdum sem hermenn flotans höfðu þegar háfið. Meðal offiseranna í herfylki hertogans af Wellington voru 24ra ára gamlir tvíburar fæddir í Crosshill, sem er um það bil 5 mílur frá Skipton í Yorkshire á Englandi. Sá eldri þeirra, John Horsfall var kapteinn í herfylki hertogans af Wellington, en Donald yngri bróðirinn var annar Iautin- ant. John var þetta ofar í metorðastiga hersins vegna þess að hann hafði gengið í heimavarnarliðið árið 1934 en Don- ald bróðir hans gekk í herinn fjórum árum seinna, eftir að hafa lokið verkfræðiprófi firá háskólanum í Cambridge. Faðir þeirra Horsfallbræðra var eigandi stórs ullariðnaðar- fyrirtækis og hafði erft barónettnafhbót efitir föður sinn. John Horsfall var nýlega giftur ungri og glæsilegri stúlku af góðum ættum þegar hann var sendur til íslands. Hann hafði hugsað sér að taka við fjölskyldufyrirtækinu í fyllingu tímans. Donald var enn ógiftur þegar þetta var. ÉG HITTI þessa tvo bræður ný- lega á glæsilegu heimili Sir John Horsfall í Skipton og ræddi við þá um þátttöku þeirra í breskri her- vörslu á Islandi. Donald var hér í tvö ár en John heldur skemur. Hann fór héðan til Burma þar sem hann barðist til stríðsloka en Donald hækkaði í tign innan hersins eftir að hann fór frá íslandi og annaðist upplýsingamiðlun innan breska hersins í Frakklandi. Fyrst eftir komuna til íslands dvöidu þeir bræður ásamt félögum sínum í Austurbæjarskóla en höfðust síðar við í tjöldum þar til lokið var við að byggja bragga fyrir herdeildirn- ar skömmu áður en vetur lagðist að. „I hreinskilni sagt þá fann maður til þess í byijun að íslending- ar voru hreint ekki hrifnir af komu breska herliðsins. Þeir höfðu lengi staðið í sjálfstæðisbaráttu og voru því skiljanlega hræddir við þessi afskipti breska hersins. Af þessum sökum voru Islendingar ekki yfir- máta vinsamlegir en það var ekki hægt að lá þeim það,“ segir sir John. „Nú heldur því enginn fram að við höfum verið velkomnir á Is- landi,“ segir Donald. „En ég geri ráð fyrir að íslendingar hafi þó litið á okkur sem skárri kostinn af tveimur illum. Ég man eftir því að þegar við vorum nýkomnir var ég niður við höfnina í Reykjavík, þá kom einn íslendingur og klappaði mér á bakið og sagði „Lancastria, Franconia, kaputt“. Ég skildi ekki í fyrstu hvað hann átti við en fljót- lega frétti ég hvernig í öllu lá. Enskur svikari, William Joyce, sem gekk undir nafninu Hoho lávarður vegna þess hve hann hafði valds- mannslega rödd, sá um að útvarpa áróðri fyrir Þjóðveija. Hann hafði lýst því yfir að fokreiðir íslendingar hefðu gert Breta afturreka, einnig sagði hann frá því að herskipunum Lancastria og Franconia hefði verið sökkt í Reykjavíkurhöfn. Ég held að þessi málflutningur Þjóðveija hafi orðið okkur mjög til framdrátt- ar á íslandi. Mönnum var að F.v. Donald og sir John Horsfall. Ljósmynd/Benedikt Jónsson Liðsafli breska hersins raðar sér upp á veginum miili Reykjavíkur og Álafoss þegar Churchill kemur í heimsókn. minnsta kosti ljóst að við vorum ekki lygarar." Bræðurnir lýsa því fyrir mér á gamansaman hátt hvernig Island kom þeim fyrir sjónir. Fyrsta kvöld- ið biðu þeir með að fara að sofa þar til færi að skyggja en máttu bíða ansi lengi eftir því. Hveravatn- ið á íslandi var þeim dijúgt um- hugsunarefni. Þeim fannst það fara eftir geðslagi hveranna hversu heitt vatnið var í sturtunum í Austurbæj- arskólanum þar sem þeir fóru í bað. Á veturna fannst þeim kalt í veðri og vindasamt. „Maður þurfti að hleypa í herðarnar á móti veðr- inu, en svo átti hann það til að lægja skyndilega svo maður datt fram fyrir sig. Þá stóð maður upp og þá gerði aðra þotu svo maður var næstum dottinn aftur fyrir sig.“ Sir John hristir höfuðið yfir hinu Donald og Colin Hill við Brautarholt á Kjalarnesi. rnm% ^íi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.