Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 6
6 D MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1990 Þjóöverjarnir Worker Aboard U-Boat which Sank Athenia Úrklippa úr kanadísku blaði um Adolf Schmidt. Myndin lengst til vinstri er af honum um það leyti sem hann gekk í þýska flotann, þá er hann að sóla sig á þilfari kafbátsins, þriðja myndin sýnir hann á Landakotsspítala að ná sér af sárum sínum og loks er mynd af honum í Kanada, eftir að hann settist þar að. Adolf Schmidt átti enn lækn- isvottorðið sem Matthías Einarsson lét hann hafa þeg- ar hann út- skrifaðist af Landakots- spítala. ívar Guðmundsson hittir Adolf Schmidt á ÆVIATRIÐI ADOLFS SCHMIDT ADOLF SCHMIDT fæddist í Frankfurt-am-Main 31. maí 1917. Sonur William Schmidt sem síðar átti í erfiðlcikum vegna andstöðu sinnar við nasista. Adolf fór eðli- lega i gegnum almenna þýska skólakerfíð. Hann útskrifaðist frá iðnskóla fyrir bilaviðgerðar- menn. Hann gekk í þýska flotann þrátt íyrir andstöðu foður síns. Adolf stundaði nám til undirfor- ingja í skóla flotans í Weser- munde og fór síðan á leynilegt námskeið i kafbátaþjónustu. Eft- ir það var Adolf sendur í aðal- stöðvar Dönitz flotaforingja „þar sem menn stóðu teinréttir að hermannasið, þóttþeir væru í fasta svefhi, er yfirmenn bar að,“ eins og hann orðaði það. Eftir sex mánaða námskeið i díselvélafræði fékk hann fyrir- skipun um þjónustu við kafbátinn U-30. Það var 20. ágúst 1939. Kafbátsforinginn var Fritz Lemp, sem hlaut, viðumefnið Sæúlfurinn og var það dregið af merki kafbátsins; það var raunar teikning af flækingshundi sem áhöfn kafbátsins hafði vingast við er þeir komu í höfti í Kiel. Hundurinn hafði það fyrir sið að grípa lendingartaug kafbáts- ins er skipverjar köstuðu henni á land er þeir komu í höfn. Teikn- ing af hundinum hangir í stofu á heimili Adolfs í Glenwalter í Kanada. Fritz Lemp, foringi U-30, framdi fyrsta ógæfuverk síðari heimsstyijaldarinnar er hann sökkti farþegaskipinu Athenia daginn sem síðari heimsstyrjöld- in braust út, í september 1939. Athenia var á leið til Banda- ríkjanna með 1.347 farþega. 128 manns fórust er skipið sökk. Skipveiji á kafbátnum, Adolf Schmidt, sem síðar var settur i land í Reykjavík vegna sára, sem hann hafði hlotið í viðureign við breskar flugvélar, segir í eftir- farandi grein frá hvað skeði er Atheniu var áökkt. um. Þar var og dóttir Gerlach aðal- ræðismanns. Um helgina gerði stórhríð og flestir sátu eftir veður- tepptir í skálanum. Prófessorinn hringdi til mín á mánudagsmorgun og bað mig að fylgja dóttur sinni, sem væri í skíðaskálanum, í bæinn sem ég og gerði. Við fórum með veginum á skíðum í áttina til Reykjavíkur, en leigubíl) var sendur á móti okkur, sem fór eins langt og hann komst eftir veginum. Pró- fessorinn var mér einkar þakklátur fyrir að koma dóttur hans heim úr hríðinni, sem spáð var að myndi geta staðið nokkra daga. Við fórum frá skíðaskálanum kl. 8 um morg- uninn og komum að leigubílnum klukkan 6 um kvöldið, skammt frá borgarmörkunum. Ræðismaðurinn var feginn að heimta dóttur sína, sem þá var 17 ára, úr hríðinni." „Mér líkaði vel við dr. Gerlach," bætti Adolf við. Hann var ágætis maður þótt hann væri ekki Þjóð- veiji. — Hann var ættaður frá Inns- brtick," sagði hann og brosti. Adolf Schmidt minnist þess hve Gerlach aðalræðismaður var góður píanó- leikari. En eitt segist hann hafa átt bágt með að skilja; að ræðismaður Frakka og þýski ræðismaðurinn héldu áfram að leika saman tvíleik á píanó og fiðlu einu sinni í viku, eftir að ófriðurinn braust út milli þjóða þeirra. Bretar koma í brúðkaupsveislu „Þegar Bretar hernámu ísland, þann 10. maí 1940,“ heldur Adolf Schmidt áfram frásögn sinni, „bjó ég hjá þýskri fjölskyldu. Ég vakn- aði snemma um morguninn við, að kastað var steinvölu í gluggann þar sem ég svaf, á annarri hæð þúss- ins. Ég var í fasta svefni og vakn- aði ekki alveg við fyrsta steininn, sem kastað var í gluggann, heldur þann næsta. Er ég leit út sá ég kunningja minn, sem sagði mér að Bretinn væri að koma. Þeir væru þó ekki komnir í land ennþá. Hann sagði mér, að ræðismaðurinn hefði sent sig og að hann ráðlegði mér, að fara út í sveit og fela mig þar til að komast undan. En mig grun- aði, sem vafalaust var rétt, að Bret- inn vissi um mig og myndi brátt Ieita mig uppi. Ég talaði ekki heimili hans í Kanada. íslensku og gat því ekki þóst vera annað en ég var. En ég varð gjör- samlega ráðvilltur og vissi ekki hvað ég ætti að gera. Þá datt mér í hug, að hringja til vinkonu minnar, sem áður getur. Og hún reyndist mér þá sem fyrr sú stólpakona, sem hún var. Hún kom að vörmu spori. „Ég skal tala við þá,“ sagði hún. Én Bretinn kom ekki til að sækja mig þann daginn heldur þann næsta. Það stóð svo á, að dóttirin í fjölskyldunni, sem ég bjó hjá gifti stig þann dag. Brúðurin, brúð- guminn og brúðkaupsgestirnir voru að flykkjast að, en hópur breskra hermanna fylgdi þétt á eftir. Fyrirliði hermannasveitarinnar sagði að þeir væru komnir til að sækja mig. Vinkonu minni varð nú samt ekki svarafátt. „Hvurn fjand ... eruð þið að flækjast hér. Getið þið ekki séð, að hér er brúð- kaup í gangi og þið eruð ekki boðn- ir.“ Fyrirliðinn svaraði. „Ó, nú jæja! Fyrirgefið þið ónæðið.“ Óg þeir fóru við svo búið. Vinkona mín fór nú með mig til fjölskyldu vinkonu sinnar, en móðir vinkonunnar þóttist vita hvað um var að vera og neitaði harðlega að taka við mér. Við fórum svo í ann- að hús, en þar fundu Bretar mig einum eða tveimur dögum síðar. Þeir fóru með mig í þýsku ræðis- mannsskrifstofuna, en þar höfðu þeir gert sér bækistöð og þar dvaldi ég í kjallaranum þar til ég var send- ur með næstu skipsferð til Liverpo- ol á Englandi. Þeir fóru í alla staði vel með mig, en vitanlega var ég yfirheyrður í þaula. M.a. höfðu Bretar fundið í fórum mínum ræð- ur, sem ég hafði haldið fyrir Þjóð- veija í Reykjavík um Iífið um borð í kafbátum. Bretinn vildi vita hvort þetta hefði verið gert í þeim til- gangi að æfa menn til starfa um borð í kafbátum. Ég benti þeim á hve hlægileg sú hugmynd væri. Hvernig ætti það að geta komið nokkrum manni að gagni eins og á stóð? Um það bil 10 dögum síðar var skipsferð til Englands. Þar hófust sífelldar og endalausar yfirheyrslur. Ég var ekki látinn laus fyrr en 1947.“ ílentist í Kanada „Þegar stríðinu lauk vildi ég vera áfram í Kanada," hélt Adolf Schmidt áfram frásögn sinni. „Hér hafði mér liðið vel eftir aðstæðum og vel við mig gert. En það fékkst ekki auðveldlega. Það vildi mér til happs, að ég hafði kynnst áhrifarík- um mönnum í stríðsfangabúðunum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.