Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 34
(I 34 D MORGuk^ÍÁÐÍÐ,ISUNNUDAGUR 6. WfflE> H HANN TEIKNAÐI Lloyd þvær sér uppúr þvottafatinu í braggan- um. Lloyd og Sigríður Benjamin á brúðkaupsdaginn í London snemma árs 1946. Reykjavíkurflugvöllur árið 1942 Mynd/Imperial War Museum Lloyd og Sigríður á heimili sínu í Bristol. kappsamir í Bretavinnunni framan af en það lagaðist þegar tekið var upp akkorðsfyrirkomulag. Loks þegar flugvöllurinn fór að taka á sig mynd komu enn boð til Lloyd og nú var hann beðinn að teikna flugturn. Hann hafði reynslu af byggingu járnbentra húsa frá Englandi og þess vegna var honum falið að teikna turninn. Lloyd Benj- amin teiknaði svo flugturninn í Reykjavík sem enn stendur og hef- ur gegnt þýðingarmiklu hlutverki í flugsamgöngum íslendinga. Lloyd Benjamin hefur þannig markað spor í flugsögu okkar. Arið 1942, þegar Lloyd hafði lokið að teikna flugturn- inn, var hann sendur til Halifax í Englandi og þaðan til Ítalíu. Þá hafði hann hækkað í tign, var orð- FL UGTURNINN Lloyd Benjamin og Sigríður Haraldsdóttir Benjamin segja frá verktaka- framkvæmdum hersins og ástum bresks hermanns og íslenskrar stulku eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur EG TEK LEST frá London til Bristol. Annars hugar horfi ég yfir grá og rauð múrsteinshúsin og græna akra þar sem laufmikil tré standa á stangli og gefa umhverfinu hið dæmigerða enska yfirbragð. í Bristol tek ég leigubíl og bið leigubílstjórann að aka til Sneycdparle, Knollhill. Sú ferð gengur ekki átakalaust, því bílstjórinn á í erfiðleikum með að rata. En eftir að hafa tekið áttir og skoðað kort komumst við á áfangastað. Þar kemur aftur babb í bátinn, bílstjórinn getur ekki skipt 50 punda seðli svo það verður að samkomulagi að hann komi aftur og sæki mig að erindi mínu loknu. „I trust you,“ segir hann, en horfir þó á mig afar rannsakandi augnaráði. Fyrr er varir sit ég inni í stofú hjá Sigríði og Lloyd Benjamin. Þau hafa ekki átt lengi heima í Bristol, aðeins þrjú ár og margt hafði á daga þeirra drifið áður en þau settust þar að í þessu ríkmannlega hverfi. „VIÐ HÖFUM ALLTAF verið í allgóðum efnum og heldur hefur leiðin legið uppá við í þeim efnum eftir því sem árin hafa liðið,“ segir Sigríður og Lloyd maður hennar kinkar samsinnandi kolli. Ég finn strax að þau eru nánir vinir og hafa að eigin sögn verið það frá því fyrsta. Fyrir tæpum 50 árum hittust þau á Hressingarskálanum í Reykjavík. Þá voru þeir tímar að örlög ungs fólks voru í meira lagi óráðin. I upphafi stríðsins gátu ungir hermenn manna síst gert áætlanir varðandi framtíðina. En þó allt væri á hverfanda hveli í Hjmheiminum átti sumt þetta unga fólk innra með sér staðfastar til- finningar. Þó Lloyd slægi víða niður tjöldum á þessum árum þá tjaldaði hann ekki til einnar nætur þegar hann tók upp samband við Sigríði Haraldsdóttur þessa örlagaríku stund á Hressingarskálanum. „Samband okkar Lloyds var ekki illa séð heima hjá mér,“ sagði Sigríður. „Kjörfaðir minn, Haraldur Guðmundsson, kaupmaður í réið- hjólaversluninni Erninum, var danskur en kjörmóðir mín og ömmusystir var íslensk. Þau skildu því vel að ég gæti hrifist af útlend- ingi og létu sér það vel líka. Þau höfðu ekki á móti því að Lloyd kæmi í heimsókn og oft tókum við öll í spil á kvöldin þegar hann kom. En við Lloyd fórum sjaldan út að ganga saman í Reykjavík. Fólk leit hornauga slík ástarsambönd, jafn- vel þó ég hefði annars aldrei verið í sambandi við hermenn hvorki fyrr né síðar. Við fórum þó nokkrum sinnum í bíó saman og einu sinni á konsert sem herinn stóð fyrir um jólin 1940. Þarskemmtu tveirensk- ir piltar sem síðan hafa verið vin- sælir skemmtikraftar í Bretlandi." Meðan Sigríður ber fram hress- ingu segir maður hennar mér frá þátttöku sinm í hemámi íslands. Hann kom til Islands í ágúst 1939. Áður var hann staðsettur í Skot- landi ásamt vini sínum sem var major. Það voru því heldur leið tíðindi sem hann fékk þegar hann var kallaður á skrifstofu offiser- anna og honum tilkynnt að hann 'ætti að fara til Islands sem hann hafði aðeins heyrt einu sinni nefnt í skóla. Var Benjamin þó í hópi úrvalsnemenda og var þegar búinn að ljúka tveggja vetra námi í verk- fræði við háskólann í London. En það var ekkert undanfæri. Móðir hans og systur komu til að kveðja hann, þær voru órólegar og kvíðandi vegna hans, enda fjöl- skyldan enn í sárum vegna skyndi- legs fráfalls íjölskylduföðurins þá skömmu áður. Lloyd og félagar hans fóru með lest til Glasgow og þaðan með 3.000 tonna skipi til Reykjarvíkur. Ekki leist Lloyd vel á landið við fyrstu sýn. Þótti það í meira lagi kulda- legt. Og ekki var aðstaðan góð í tjöldunum á gamla Melavellinum þar sem hann og félagar hans höfð- ust við fyrstu vikurnar. Heldur þótti þeim hagur sinn vænkast þegar þeir settust síðar að í bragga á mótum Hringbrautar og Lauga- vegs. Lloyd fór fljótlega að vinna á skrifstofu hersins í Sænska frysti- húsinu. Fyrsta verkefni hans var að skipuleggja og teikna vegi um hermannakampana. Nokkru seinna var hann sendur upp í Hvalfjörð til þess að mæla upp landsvæði þar áður en hafist var handa við að reisa olíutankana sem enn standa þar. Að því loknu hannaði hann siglingaljós á Seltjarnarnesi, nokk- urs konar byrgi sem ljóskastarar voru innan í. Með þeim var sjórinn á þessu svæði lýstur upp til þess að fylgjast með óvinaskipum. í byrgjum þessum voru líka staðsett- ar langdrægar byssur. En svo var það einn daginn að einn af yfirmönnum Lloyds bar honum þau skilaboð að hann ætti að hefjast handa við að teikna flug- völl í Reykjavík, ásamt þremur öðr- um mönnum, þar á meðal einum rafmagnsverkfræðingi og einum arkitekt. Þeir félagar fóru nú að teikna og fljótlega komst Lloyd að því að rafmagnsverkfræðingurinn var ekki sérlega sleipur í faginu. Hann leitaði ótæpilega ráða hjá Lloyd allar götur þar tii verkefninu lauk. Síðan var farið að leggja völl- inn og lagt á þær framkvæmdir mikið kapp. íslendingar voru hins vegar sem kunnugt er ekki sérlega P

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.